Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stúdentastjarnan hálsmen eða prjónn 3ön Sípunisson Skortyrijxiverzlun Laugavegi 5 - sími 551 3383 íþrótta- og leikjanámskeið handknattleiks- og fimleikadeildar KR1995 Tímabil 6.-16. júnf kl. 9.00 - 12.00 eða 13.00-16.00 19.-30. júní 14.-25. ágúst -----— Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 5 -11 ára og fara fram á KR. svæðinu. Hvert námskeið stendur í tvær vikur og kostar 3.500 kr. Innritun fer fram í KR - heimilinu við Frostaskjól fimmtudaginn Ljúníkl. 17.00-20.00. smáskór Verð kr. 3.490 St. 30-35 Smáskór, sérverslun með barnaskó, í bláu húsi viö Fákafen, s. 683919. Iwfl þú hjálpa götubarni á Indlandi að eignast heimili? Viö erum 5 bræður sem vorum svangir og skítugir á götunni cftir að foreldrar okkar dóu. Nú höfum við eignast heimili fyrir hjálp stuðningsforeldra á íslandi. Fylgstu meb í Kaupmaimahöfn Morgnnblabib faest á Kastrnpflngvelli og Rábhústorginu JtttfrgittiMaMb -kjami málsins! BRIPS Umsjón Arnór G. Rajjnarsson Epson-alheims- tvímenningurinn EPSON-alheimstvímenningurinn verður spilaður í húsi BSÍ föstu- dagskvöldið 9. júní og laugardaginn 10. júní nk. Föstudagskvöldið 9. júní hefst spilamennska kl. 19.00 en laugardaginn 10. júní kl. 14.00. Síðustu ár hefur Epson-tvimenning- urinn verið spilaður tvo daga í röð með sitt hvoru spilasettinu þannig að sömu spilararnir geta tekið þátt báða dagana. Að lokinni spila- mennsku fær hvert par bækling með spilunum og umsögnum um spilin. Skráð er fyrirfram á skrifstofu- tíma hjá BSI í sima 5879360 og einnig er hægt að mæta og láta skrá sig á staðnum. Þátttökugjald er 1.500 kr. á par. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Spilaður var tvímenningur fímmtudaginn 25. maí. Tíu pör mættu til leiks. Úrslit urðu þessi: ÞórarinnÁmason-BergurÞomldsson 151 Bergljót Rafnar - Soffía Theodórsdóttir 125 Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 124 Ingiríður Jónsdóttir - Kristinn Jónsson 123 Sunnudaginn 28. maí spiluðu 9 pör: Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 125 Karl Adólfsson - Fróði B. Pálsson 118 Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 113 Meðalskoríbáðumriðlum 108 AUSTURLENSK TEPPI OG SKRAUTMUNIR EMÍKÍ, Hringbraut 121, sími 552 3690 Raðgreiðslur til 36 mán. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Slæm símsvörun ÍFB EVA hringdi og vildi koma á framfæri kvörtun vegna dónaskapar sem hún segist hafa orðið fyrir hjá Fjöl- brautaskólanum í Breið- holti. Hún hefur hringt nokkrum sinnum þangað til að fá upplýsingar, en fengið lélega þjónustu. Vill hún benda þeim á að bæta sig í samskiptum, þar sem þetta er mjög neikvætt fyrir skólann. Eva Arna Ragnarsdóttir, Flúðaseli 91, Reykjavík. Vortónleikar í Selfosskirkju VORTÓNLEIKAR í Sel- fosskirkju voru haldnir 25. maí kl. 16. Þar komu fram 6 blandaðir kórar eldri borgara og söng hver kór um sig 5-6 lög. í lokin sungu ailir kóramir sam- an. Ég er óánægður með að fjölmiðlar skuli ekki hafa fjallað um þessa tón- leika, sem voru mjög vel heppnaðir og til sóma fyrir þá sem að stóðu og Sel- fossbæ. Jón Magnússon Alfheimum 34, Reykjavík Anægjuleg Mallorkaferð ELDRI borgarar á Suður- nesjum fóra til Mallorka dagana 24. apríl til 22. maí. Einnig vora í þessari ferð eldri borgarar annars- staðar af landinu. Ferðin var mjög skemmtileg og tókst vel í alla staði. Farar- stjórar vora Rebekka Kristjánsdóttir, Kjartan Trausti Sigurðsson og Sig- urður Guðmundsson frá ferðaskrifstofunni Úrval - Útsýn. Reyndust þau í alla staði frábærlega vel og má Ferðaskrifstofan Úrval - Útsýn vera stolt af að hafa svo góða starfskrafta. Sigurður Guðmundsson á engan sinn líka þegar leik- fimikennsla er annars vegar. Allt var gert til að gera ferðina sem ánægju- legasta og stjórnaði Re- bekka þessu af snilld. Þessi árstími er heppileg- ur fyrir eldri borgara til að ferðast til Maliorka, hitastigið er þægilegt og ferðamannastraumurinn er ekki kominn í hámark- ið. Að lokum viljum við þakka fararstjóram og ferðafélögum fyrir frá- bæra ferð, en einnig viljum við þakka starfsfólki ferðaskrifstofunnar í Keflavík og fyrirmönnum Úrvals - Útsýnar. Gott starfsfólk er gulli betra. F.h. eldri borgara á Suðurnesjum, Margrét Friðriksdóttir. Þakklæti til RÚV ELÍN hringdi í Velvakanda og vildi koma á framfæri þakklæti fýrir þættina um Ódáðahraun. Fannst henni myndatakan frábær og einnig málfarið og raddirn- ar. Einnig vildi hún þakka fyrir frönsku myndina sem sýnd var sl. sunnudag, Óðal móður minnar. mn Reiðhjól tapaðist JÓN Steinar, 12 ára, Ból- staðarhlíð 48, tapaði til- tölulegu nýju 18 gíra reið- hjóii 17. maí sl. þar sem það stóð í hjólageymslu heima hjá honum. Hjólið er af HUFFY-gerð og blátt að lit, stell númer 26664- 925932 H9653. Ungur drengur sást á hjólinu og eru hann eða aðstandendur hans beðnir að skila hjólinu til lögreglu eða hringja í síma 5681617. Sími tapaðist ÞRÁÐLAUS sími, af Panasonic-gerð, tapaðist frá Keilugranda 4 sl. fimmtudag. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 5518270. Hjól tapaðist 18 gíragrænt Prostyle flallahjól var tekið úr hjóla- geymslu í Breiðholti sl. helgi. Finnandi vinsamleg- ast hafi samband í síma 5572089. Fundarlaun. HÖGNIHREKKVÍSI Pennavinir SÆNSK stúlka, líklega um Anna-Marm Eriksson, tvítugt, með áhuga á vind- Lövbo Tortuna, brettasiglingum, tónlist og S-725 96 Vasterás, fjallgöngum: Sweden. Með morgunkaffinu Víkveiji skrifar... ÓTT vorið láti bíða eftir sér um norðanvert landið kærir einn vorboðinn sig kollóttan. Það er knattspyrnan sem hafin er um allt land þótt sumstaðar sjái varla í leikvellina fyrir snjó. Víkverji dagsins hefur aldrei verið sérstakur knattspyrnuáhuga- maður en hann fylgist þó með úr- slitum helstu leikjanna til að geta skotið gáfulegnm athugasemdum inn í samræður vinnufélaganna. Sonur Víkveija er hins vegar mikill íþróttaáhugamaður þótt hann sé aðeins á 7. ári, og um þessar mundir á knattspyrnan hug hans allan. Hann æfði tvisvar í viku í allan vetur hjá íþróttafélag- inu sínu og þótt maímánuður sé varla liðinn hefur drengurinn þegar tekið þátt í tveimur helgarknatt- spyrnumótum fyrir 7. flokk á veg- um íþróttafélaga og annarra fé- lagasamtaka í Reykjavík. Og fleiri mót eru yfirvofandi bæði í Reykja- vík og úti á landi. Víkverji eyddi lunganum úr síð- asta sunnudegi við að horfa á 6-8 ára gutta sparka bolta og verður að viðurkenna að honum þótti ótrú- legt hvað þeir höfðu náð góðu valdi og skilningi á þessari íþrótt. Það er greinilegt að íþróttafélögin leggja mikla áherslu á uppbygg- ingarstarfið enda eru yngri flokk- arnir bakhjarl fótboltastjarnanna í fyrstu deild. xxx * ISLENSKAN virðist breytast hratt um þessar mundir en varla til þess betra. Að minnsta kosti er það tilfinning Víkverja að tungumálið okkar sé stöðugt að verða flatneskjulegra. Víkveiji heyrði til dæmis sjón- varpsfréttamann í kvöldfréttatíma fylgja sólarlagsmyndum úr hlaði með þeim orðum að myndirnar hefðu verið teknar kvöldið áður þegar sólin var að segja bless! Víkveija grunar einnig að yngra fólkið sé að missa tilfinninguna fyrir hefðbundinni íslenskri ljóða- gerð, stuðlum og höfuðstöfum. Það er helst að eitthvað eimi eftir af ríminu. Um þetta bera að minnsta kosti vitni vísur sem stundum eru lesnar í þáttum á útvarpsstöðvun- um eða birtast í blöðum og tímarit- um. Víkverji styrktist í þessari skoð- un þegar hann heyrði nýja útgáfu hljómsveitar nokkurrar á gömlum slagara sem Bjarki Tryggvason söng inn á piötu fyrir aldarfjórð- ungi eða svo. Víkveija minnir að Bjarki hafi sungið eitthvað á þessa leið: Nú er hugurinn heima. Hjart- að örara slær. Stríðar minningar streyma. Stöðugt færist ég nær. í nýju útgáfunni er hins vegar sungið: Ljúfar minningar streyma. Stöðugt færist ég nær. Það er að minnsta kosti greinilegt að söngv- ari þessarar hljómsveitar hefúr ekki brageyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.