Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 50
50 .FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Liam 0IEESON Jessica LANGE SKOGARDYRIÐ ★ ★★★ X-IÐ Sýnd kl. 11. Bi.16. Allra síð.sýn. DAUÐATAFLIÐ NELL UVflUfl Ein stórkostlega geimævintýramynd allra tíma sem hefur slegið öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum og fengið afbragðs aðsókn um allan heim. Frábær spennumynd með stórkostlegum tæknibrellum. Sýnd kl. 5.30, 9 og 11.15. Sýnd kl. 9. Síðasta sýning Leikstjóri Michael Caton-Jones (Scandal). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára Hlakkar til að baða sig í leir PLÖTUSNÚÐURINN Andy We- atherall kom hingað til lands á miðvikudagskvöld og brunaði beint úr þotunni á ball þar sem hann hafði einungis 45 mínútur til að leika fyrir gesti, en lét sig hafa það. í gærkvöldi lék hann á útvarps- stöðinni X-inu og í kvöld mun hann spila með hljómsveitunum Conemelt og Ajax í Tungiinu. Koma Weatheralls hingað til lands er mikill hvalreki fyrir áhuga- fólk um danstónlist. Hann er einn af þekktari skífuþeyturum Breta og komst fyrst á kortið með því að hrista upp í lagi Primal Scream „Loaded" með danstónlist. Þá hefur nýjasta plata hans „Sabres of Para- dise" fengið góða dóma hjá gagn- rýnendum. Leiddist þófið En af hveiju leggur hann leið sína til íslands? „Nú, vegna þess að ég var beðinn um að koma,“ segir hann og brosir stríðnislega. „Nina, konan mín fyrrverandi, fór til íslands fyrir nokkru og hefur ekki samkjaftað síðan. Mér var far- ið að leiðast þófið svo ég skellti mér hingað til þess að þagga niður í henni. Auðvitað spilaði forvitni líka eitthvað inn í.“ Weatherall segir að Primal Scre- am hafi stungið upp á samstarfínu sem gat af sér lagið „Loaded". „Ég spilaði mikið á skemmtistöðum í London og þeir kunnu vel að meta tónlistina. Það tókst með okkur ágætis vinátta og upp úr því kvikn- aði hugmyndin að samstarfi. Það næst líka bestur árangur þegar vin- átta er fyrir hendi." Paul Oakenfold og Weatherall voru frumkvöðlar á þessu sviði, Oakenfold með Happy Mondays og Weátherall með Primal Scream. Weatherall tekur undir að öðrum rokksveitum hafí gengið illa að feta í fótspor þeirra. „Þegar menn sáu velgengnina hjá okkur vildu þeir eignast hlutdeild í hagnaðinum,“ segir hann. Engar byltingar „Plötufyrirtækin sögðu við rokk- sveitirnar að það þyrfti að endur- hljoðblanda lögin þeirra, en þær voru ekki með á nótunum. Þetta var ekki unnið á réttum forsendum. Ég var beðinn um að vinna með mörgum hljómsveitum á þessum tíma, en tók það ekki að mér nema gagnkvæmur skilningur væri fyrir hendi." Weatherall rekur útgáfufyrir- tækið Sabresonic. Hann er spurður hvort hann stefni á einhveija bylt- ingu á þeim vettvangi. „Nei, við lif- um á tímum upplýsingahraða sem kæfir allar byltingar. Þær þurfa tíma til að byggjast upp, en nfter svo komið að allir bíða eftir byltingu og um leið og einhver kemur fram með frumlega hugmynd stökkva stóru útgáfufyrirtækin til og dæla út fjármagni. Byltingar standa því sjaldnast yfir lengur en í viku, en áður fyrr stóðu þær yfír í mörg ár.“ Bretar hafa oft og einatt verið skrefí á undan öðrum þjóðum í tón- listarheiminum, þar á meðal Banda- ríkjunum. „Bretar fá alla jafna hug- myndir sínar frá öðrum þjóðum, sem hafa ekki verið reiðubúnar að meðtaka þær, þróa þær í Bretlandi og gera þær svo vinsælar um heim allan. Það var raunin með Bítlana og Stones sem fengu hugmyndir sínar frá rytmablúsleikurum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn voru ekki tilbúnir að hlusta á Iggy Pop og New York Dolls og pönk- tímabilið hófst ekki fyrr en breska sveitin Sex Pistols kom fram á sjón- arsviðið. 20 árum of seinir Síðan eru þeir fyrst núna, tutt- ugu árum síðar, að koma fram með pönksveitir eins og Offspring og Green Day. Það er algjör tíma- skekkja. Ég hafði til dæmis gaman af því að fylgjast með söngvara Green Day í spánnýjum Sex Pistols bol beint úr pakkningunum á tón- leikum nýlega. Ég held að kyn- þáttafordómar hafí líka mikið með þetta að gera. Bandaríkjamenn virðast ekki geta meðtekið tónlist blökkumanna. Loks er það danstónlistin. Derek May, Carl Craig og Wyan Atkins eru nánast guðir í Englandi, en lík- lega mun ekki skapast markaður fyrir þá strax í Bandaríkjunum. Þótt þeir séu vinsælir í New York og Chicago hlusta Bandaríkjamenn Morgunblaðið/Ingibjörg Ragnar Bjarnason undir stýri á bíl frá RB bílaleigunni. ennþá mest á Bon Jovi og Garth Brooks. Danstónlist er líkast til of róttæk til að hún nái að breiðast út í Bandaríkjunum." Þess má geta að Weatherall end- urhljóðblandaði lagið One Day fyrir Björk og í framhaldi af því lagið Come To Me. Hann kemur hins vegar ekkert við sögu á nýju plöt- unni, en segist ekki hafa neitt á móti því að vinna aftur með henni. Að lokum segir Weatherall: „Landið er mjög fallegt og ég hlakka til að baða mig í leir. Ég mun alveg áreiðanlega koma hingað aftur." I kagga frá Ragga ► „BÍL ADELL AN hefur fylgt mér frá því ég var strákur. Eg var leigubílstjóri hér á árum áð- ur og svo var ég með bílasölu um tíma“ sagði söngvarinn góð- kunni, Ragnar Bjarnason, en hann hefur nú sett á stofn RB- bílaleiguna, í samvinnu víð Bíla- höllina á Bíldshöfða. Ragnar kvaðst þó alls ekki vera hættur að syngja og helstu tíðindin af þeim vettvangi eru þau, að hann er á leið í hljóðver til að syngja inn á plötu með Stórsveit Reylqa- víkur, en nokkur ár eru nú liðin frá því Raggi söng síðast inn á plötu. Ragnar kvaðst hlakka til að fara í hljóðver á ný, ekki síst þar sem Stórsveitin væri í fremstu röð. „Þetta er hörkuband, alvöru „big-band“ undir stjórn Sæbjörns Jónssonar," sagði hann. En Ragnar er með fleiri járn í eldin- um því hann hefur á sínum snær- um litla danshljómsveit og enn- fremur kvaðst hann gera talsvert af því koma fram einn og leika sjálfur undir á píanó. Og ekki má gleyma útvarpsþáttunum á FM 95.7 „En mig langaði til að prófa eitthvað nýtt og til að nýta bílaá- hugann lá beinast við að fara út í bílaleigubransann. Og ég er vongóður um að þetta gangi vel því ég er með nýja bíla á sann- gjörnu verði,“ sagði söngvarinn og bíladellukarlinn Ragnar Bjarnason. s 1995 lia ldiiimirimi er komirin út! Fæst hjá okkur og á flestum bensínstöðvum. Ferða|ijónusta bænda, Bændahöllinni v/Hagaforg, 107 Reykjavík, sími 562-3640/42/43.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.