Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 56
OPIN KERFI HF Sími: 567-1000 m HEWLETT® PACKARD Afl þegar þörf krefur! HP umboöiö á Islanai Frá möguleika til veruleika w > RISC System / 6000 i <33>r Vý t NYH ERJI i MORGUNBLAÐIÐ, KRINGIAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Breytingar á símanúmerum Mörg fyrirtæki skipta um aðalnúmer UMFANGSMIKLAR breytingar á símanúmerakerfi landsmanna standa fyrir dyrum á laugardaginn kemur. Núverandi svæðisnúmer verða lögð niður og öll almenn síma- númer verða sjö stafa. Mörg ríkis- og einkafyrirtæki ■ munu slá tvær flugur í einu höggi og breyta aðal- númeri sínu og númeraröðum vegna beins innvals. MeðalJ)eirra eru Póst- ur og sími, Háskóli Islands, Ríkisút- varpið, Búnaðarbankinn, Eimskip ög Flugleiðir. Neyðarnúmer tekið í notkun í haust Breytingarnar eru að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma, framkvæmdar í því skyni að fjölga númerum fyrir nýja símaþjónustu og til að uppfylla ákvæði um samræmd númer í Evr- ópu en meðal þeirra er hið alþjóðlega neyðamúmer 112. Það verður aftur á móti ekki tekið í notkun fyrr en 1. október nk. ásamt ýmsum nýjum þriggja stafa þjónustu- og sérnúmer- um. Neyðarnúmerið 11100 verður þó áfram opið enn um sinn. ■ Mörg fyrirtæki/4 -----♦ 4----- Fuglavarp seint á ferðinni í ár Morgunblaðið/Rúnar Þór Vorar fyrir norðan Þ AÐ voraði loks fyrir norðan fyrir norðan með hægri aust- I gær og notuðu Norðlendingar lægri eða breytilegri átt, þoku tækifærið og sóluðu sig í sund- við ströndina en björtu veðri í lauginni á Akureyri. Sam- innsveitum og allt að 13 stiga kvæmt spá Veðurstofunnar má hita síðdegis. Þá verður veðrið búast við góðu veðri áfram ekki síður gott sunnanlands. Utvarpsstöðvar borgi fyrir erlent efni Greiði fyrir þrefalt meira efni en nú RÓMARSÁTTMÁLINN skuldbindur íslenskar útvarpsstöðvar til að greiða erlendum flytjendum og útgefendum þóknun vegna flutnings efnis á ís- íensku stöðvunum. Viðræður standa yfir og er verið að kanna hvernig staðið er að gjaldtökunni á hinum Norðurlöndunum. Einkareknu út- varpsstöðvarnar gætu að meðaltali þurft að greiða fyrir þrisvar sinnum meira efni en nú er gert. íslenskar útvarpsstöðvar greiða nú allt að 68,26 kr. fyrir hveija mínútu í flutningi á íslenskri tónlist. Gjaldið miðast við stærð útsending- arsvæðis hverrar stöðvar. Erlendir höfundar hafa fengið greiðslur í gegnum STEF-gjöld. En erlendir flytjendur og útgefendur hafa ekki fengið neinar greiðslur. Með gildis- töku Rómarsáttmálans 1. október 1994 eru íslenskar útvarpsstöðvar hins vegar skuldbundnar til að greiða báðum aðilum fyrir tónlistar- flutning. Samtök flytjenda og hljóm- plötuframleiðenda hafa tekið að sér að reka málið fyrir hönd rétthafanna og hafa þau átt í viðræðum við full- trúa fjölmiðlanna. Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri Ríkisútvarpsins, sagði að verið væri að kanna hvernig staðið væri að gjaldtökunni á hinum Norð- urlöndunum. Hvort t.d. um væri að ræða sama gjald og til innlendra rétthafa. Ríkisútvarpið greiðir 5 milljónir fyrir flutning á íslenskri tónlist á hverju ári. Hlutfall íslenskr- ar tónlistar í dagskránni er heldur meira eri á öðrum stöðvum. Hvað útgjaldaaukninguna varðaði sagði Hörður að öll útgjaldaaukning væri tilfinnanleg. Bandarísk tónlist undanskilin Gjaldskyldan nær aðeins til flytj- enda og höfunda í aðildarríkjum Rómarsáttmálans. Má í því sam- bandi nefna að Bandaríkjamenn eru ekki aðilar að sáttmálanum. Um 40% af erlendri tónlist á útvarpsstöðvun- um eru frá Bandaríkjunum. Gjald- takan myndi hins vegar hafa þau áhrif að útvarpsstöðvarnar þyrftu að greiða fyrir flutning á 60 til 65% af tónlistarefni í stað um 20% nú. Eftir að íslendingar hafa komist að niðurstöðu um hvernig staðið verður að gjaldtökunni mega ís- lenskir tónlistarmenn og útgefendur eiga von á að fá greiðslur vegna tónlistarflutnings í áðildarríkjum Rómarsáttmálans. Viðræðum var slitíð vegna deilu um afla á fiskmarkaði Undirbúningur að gerð sérsamninga heima í héraði er kominn á rekspöl Morgunblaðið/Sverrir Fjölskyldu- og húsdýra- garðurinn opnaður í dag Varp hjá haförnum mjög lélegt VARP fugla er mjög seint á ferð- inni í ár að mati Ævars Petersens, fuglafræðings á Náttúrufræðistofn- un íslands, en meðal ástæðna þess er slæmt tíðarfar. Hann sagði að varp hafarna stefndi í það að verða mjög lélegt, en einnig virtist varp æðarfugla vera seint á ferðinni. Ævar telur að jafnvel þótt varp hafamar misfarist muni það ekki hafa mikil áhrif á stofninn. Haförn sé langlífur og því þurfi varp að misfarast mörg ár í röð áður en áhrif verði sýnileg. Ástandið misjafnt Ævar segir að varp sé misjafnt eftir tegundum og landshlutum en augljóst megi telja að það sé annað tveggja minna eða seinna á ferðinni í ár en fyrri ár. „Eftir því sem lengra líður á sumarið aukast líkur á því að færri fuglar verpi eða að þeir verpi alls ekki í ár,“ sagði Ævar í samtali við Morgunblaðið. Ævar bendir á að varp hefjist hjá sumum tegundum í mars en aðrar byiji ekki að verpa fyrr en í júlí. Flestar tegundir verpi hins veg- ar um þetta leyti árs og því er 'ástandið nokkuð misjafnt. Kría og teista era seinar á ferðinni, tíðarfar hefur að Iíkindum einnig nokkur áhrif á varp heiðagæsa sem verpa á hálendinu. Aftur á móti hefur tíð- arfar lítil sem engin áhrif á varp grágæsa. Ýmsar tegundir geta að sögn Ævars seinkað varpi sínu og þannig er enn möguleiki á því að varp flestra tegunda verði eðlilegt. FJÖLSKYLDU- og húsdýragarð- urinn í Laugardal verður opnað- ur í dag með fjölbreyttri dag- skrá. Borgarstjóri, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, opnar garðinn formlega kl. 14 en hann verður opinn gestum frá kl. 10. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði allan daginn. Jónas Ásgeir Ás- geirsson, sem er tæplega tveggja ára gamall, þurfti í gær að láta sér nægja að virða fyrir sér gæsir i Húsdýragarðinum í gegn- um girðingu. ■ Sumaropnun/6 VIÐRÆÐUM sjómanna og útvegs- manna var slitið í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Ákvörð- un um viðræðuslit var tekin eftir að Sjómannasamband íslands ítrek- aði kröfu sína um að hluti aflans yrði seldur um fiskmarkaði. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, og Sæv- ar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, segja allar horfur á löngu verkfalli. Margt bendir þó til að i dag og á morgun verði látið reyna á hvort einstök félög og útgerðarmenn ná sérsamn- ingum heima í héraði. Óeining meðal sjómanna Áður en upp úr samningum slitn- aði höfðu Vélstjórafélagið og Far- manna- og fiskimannasambandið náð samkomulagi við LÍÚ um breyt- ingar á verðmyndun afla. Samn- inganefnd Vélstjórafélagsins sam- þykkti tillöguna lítt breytta. Tillagan var aldrei borin formlega undir samninganefnd FFSÍ, en skiptar skoðanir voru um hana þar. Sjó- mannasambandið hafnaði tillögunni. Eftir að sjómannasamtökin samein- uðust um að krefjast þess að afli yrði seldur um fiskmarkaði lýsti LÍÚ því yfir að frekari viðræður væru tilgangslausar. FFSÍ og Vélstjórafélagið höfnuðu því að gera samning við LÍÚ þrátt fyrir að líkindi bentu til að samning- ar gætu tekist milli félaganna. Fé- lögin ákváðu að ijúfa ekki samstöðu félaganna í viðræðunum, enda færu skipin ekki úr höfn nema öll félögin semdu. Sjómenn hittast í dag Samninganefndir sjómannasam- takanna koma saman til fundar kl. 10 í dag. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórasambandsins, sagðist enn halda í þá von að á fundinum yrði fundin leið sem gæti orðið grundvöll- ur að áframhaldandi viðræðum við LÍÚ. Samkvæmt heinrildum Morgun- blaðsins má búast við að strax í dag hefjist viðræður um gerð sérsamn- inga heima í héraði. Drög að samn- ingi milli félaga á Norðurlandi og norðlenskra útgerðarmanna liggur fyrir. Mjög lítill tími er til samninga- viðræðna ef takast á að koma skipun- um til veiða fyrir sjómannadag, sem er 11. júní. Þegar er ljóst að togarar ná ekki veiðitúr á úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg fyrir sjómanna- dag, en 4-6 daga tekur fyrir skipin að sigla á og af miðunum. ■ Aðaldeila/4 ■ Norðlendingar/29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.