Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Þröstur Berg- mann Ingason fæddist í Reykjavík 25. júlí 1959. Hann andaðist 22. maí sl. Foreldrar hans voru Rósa Frímannsdótt- ir íþróttakennari og Ingi Bergmann kennari. Þröstur var ókvæntur og barnlaus. Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞAÐ er með trega og söknuði sem ég kveð elskulegan frænda minn. Við vorum systraböm og náin tengsl voru á milli fjölskyldnanna er við ólumst upp. Nú er hann horfinn úr þessum jarðneska heimi og er það huggun harmi gegn að hugsa sér að nú sé hann í skjóli venslafólks sem áður hefur horfið til feðra er hlúi að honum og styrki. Hann ólst upp í faðmi foreldra sinna þótt leiðir þeirra skildu, þegar Þröstur var enn á unga aldri. Var hann augasteinn foreldra sinna. Þröstur var efnilegt bam og gjörvi- legur piltur. Fyrirferðamikili var hann sem barn og sýndi mikinn þrótt, þegar hann stálpaðist. Það kom snemma í ljós, að hann var skarp: greindur og sóttist nám afar léjtt. í upphafi var það ísaksskóli, þá Álfta- mýrarskóli og seinna lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð. Hann varð snemma prýðis skákmaður, aðeins 17 ára var hann í landsliðs- flokki í þeirri grein. Síðar snéri hann sér að brids, en hafði þar styttri dvöl. Hann lagði út í lífið og starf- aði á ýmsum vettvangi að mestu hérlendis. Hann varð ekki sjálfur fjöl- skyldumaður, eignaðist ekki böm, en stutta sambúð reyndi hann þó. Þannig var lífshlaupið í stuttu máli. Lífið er ekki alltaf gjöfullt og þar skiptast á skin og skúrir. Þetta átti ekki síst við hjá frænda mínum og því var ekkert ljúfara að heyra en að vel gengi og að allt væri í stakasta lagi. En sú rödd er nú þögnuð og við það hefur tilveran breyst. Því er ekki annað mögulegt en að ylja sér við minningarnar og þá sérlega sætar bernskuminningar, sem hrannast upp í huganum. Ein af minum fyrstu minningum er bílferð með Þresti og foreldrum hans, en þá þótti mér nokkuð til Legsteinar Krossar , Skildir Malmsteypan kaplahraunis UPT T A Vlf 220 HAFNARFJÖRÐUR 111. SÍMI 565 1022 FAX 565 1587 ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 þess koma að ferðast um í einkabíl. Mér er minnisstætt hversu veðrið var gott, bíllinn flottur og fínn og for- eldramir glæsilegir og allt virtist þetta snúast um lítinn, óþekkan, ærslabelg. Einhverju sinni vildi ég passa Þröst og fara með hann í göngutúr, en móðir hans var vantrúuð á getu mína til þess, sem mér var þá ekki full- ljóst hvers vegna. Nauðaði ég lengi vel og fékk að fara út með bamið. Það var klætt í tvískiptan, rauðan galla og beisli sett á. Það skipti engum togum þegar út var komið lagðist litla barnið í tauminn og réði alger- lega ferðinni. Ég var nú heldur sneypt og varð að játa ósigur minn í þessu barnapíustandi. Þá man ég eftir peysujólunum og örvænting- unni, þegar ekki bólaði á einum ein- asta hörðum pakka. Síðasta peysan kom og eftir lauslega ytri kreistingu sagði Þröstur afar daufur: „Það var ekkert í þessum". En minningabrot- in tengjast þó að mestu kátínu, ærslum og skemmtilegum leikjum. Þröstur gaf okkur systkinunum ekk- ert eftir í spilamennskunni, þótt hann væri talsvert yngri Er við urðum fuliorðin tóku við samræður um lífíð og tilveruna, rabb um daginn og veginn, hárklipp- ingar og aðrar uppákomur. Nú heyr- ir þetta allt fortíðinni til, en ég man afar góðan dreng. Kolbrún Æskuvinur minn Þröstur Berg- mann er látinn, langt fyrir aldur fram. Enn einu sinni hefur „Bakk- us“ lagt góðan dreng að velli. Mér eru enn í fersku minni okkar fyrstu kynni. Það var árið 1972. Heimsmeistaraeinvíginu í skák var nýlokið og við báðir komnir með skákdellu. Sameiginlegur vinur okk- ar kynnti okkur. Það var strax ákveðið að fara heim til Þrastar og taka eina skák. Ég fékk fljótlega mun verri stöðu. Þá kallaði Þröstur á mömmu sína, mér til undrunar, „Mamma, komdu og sjáðu stöðuna hjá mér, sjáðu biskupana, þeir ráða línunum hérna og miðborðinu. Mamma hans kom og leit á okkur, og var ánægð með strákinn sinn. Ekki veit ég hvort hún hafði mikið vit á stöðunni. En ég var ekki á því að gefast upp, teflt skyldi til síðasta manns. Þröstur uggði ekki að sér. Mér tókst að leiða hann í gildru og hann var óveijandi mát í næsta leik. En skyndilega, eins og hendi væri veifað, lágu allir mennirnir á gólf- inu. Svona var Þröstur; einlægur, barnalegur og rogginn með sinn hlut þegar vel gekk. En að sama skapi sár og svekktur þegar á móti blés. Við vorum fjórir félagarnir: Ég, Þröstur, Frikki og Steini. Við mynd- uðum kjarnann í skáksveit Álfta- mýrarskóla, sem var ósigrandi á þessum árum. Heimili Þrastar varð okkar samkomustaður, kannski vegna þess að þar voru flestar skákbækurnar og bestu stereógræj- urnar. Oft var teflt og spilað langt fram á nótt. Við áttum því láni að fagna að Taflfélag Reykjavíkur var með félagsheimili sitt stutt frá okkar hverfi. Þangað lá leiðin á æfingar og mót. Þröstur var fljótur að vinna sig uppúr unglingaflokknum og tefldi hann síðan í meistaraflokki og landsliðsflokki með ágætum ár- angri. Hann var stórmeistaraefni og hefði hann eflaust náð þeim titli ef „Bakkus konungur" hefði ekki sett strik í reikninginn. Þröstur hafði hæfileika á fleiri sviðum. Mig langar að rifja upp eitt skemmtilegt atvik úr skólaferðalagi sem við fórum í, í landsprófi (10. bekk). Það var farið í helgarferð í Húsafeli. Einn morgun- inn fóru nokkrir krakkar í sundlaug- ina og voru að keppast við að synda sem lengst í kafí, og urðu ansi montnir ef þeir náðu að synda eina ferð yfir laugina. Jæja, kemur nú Þröstur Bergmann á svæðið, ný- vaknaður með sígarettu í kjaftinum, hann stingur sér til sunds, syndir 3 ferðir í kafi, kemur uppúr, blæs varla úr nös og biður um eld. Slíkir voru yfirburðir hans. Móðir Þrastar stundaði sundkennslu á sumrin og lærði Þröstur því snemma að synda. Ekki iagði Þröstur stund á íþrótt- ir þó hann hefði hæfileikana í það. Einu sinni lét hann þó tilleiðast að taka þátt í fijálsíþróttamóti. Hann gerði sér þá lítið fyrir og setti ís- landsmet'í þrístökki án atrennu í unglingaflokki. Þröstur var mjög hæfileikaríkur unglingur, en því mið- ur bar hann ekki gæfu til að þroska þessa hæfileika sína. Árin liðu og samverustundunum fækkaði og drykkjuvandamálið óx. Oft fór hann í meðferð með misjöfn- um árangri. Síðastliðinn vetur var hann edrú að mestu leyti, og hringdi hann þá oft í mig. Ég bar þá veiku von í brjósti að nú væri hann loksins að ná áttum. En þá kom kallið. Foreldra Þrastar hefur misst sinn einkason. Ég bið góðan guð að veita þeim styrk á erfiðum stundum. Hilmar Hansson. ÞRÖSTUR BERGMANNINGASON Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIÐIR niim LormiiDiit FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 39 + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURÁST FRIÐGEIRSDÓTTIR frá Hellissandi, verður jarðsungin frá Áskirkju, Reykjavík, föstudaginn 2. júni kl. 15.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, fóstur- móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Bugðustöðum. Sérstakar þakkirtil starfsfólks á hjúkrun- arheimilinu Eir fyrir frábæra umönnun. Kristján Samsonarson, Fanney Samsonardóttir, Jón Samsonarson, Helga Jóhannsdóttir, Kolbeinn Magnússon, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, ÓmarÁrnason, Ingibjörg Oskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu, nær og fjær, við sviplegt frá- fall ástkærrar dóttur, móður, systur, tengdamóður og mágkonu, JÓHÖNNU SVEINSDÓTTUR bókmenntafræðings og rithöfundar. Sveinn B. Hálfdanarson, Gerða R. Jónsdóttir, Álfheiður Hanna Friðriksdóttir, Jónas Þorbjarnarson, Hjalti Jón Sveinsson, Jóhanna S. Sigþórsdóttir, Óttar Sveinsson. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GÍSLA R. SIGURÐSSONAR fyrrv. útgerðarmanns, Faxastíg 41. Sigríður Lovísa Haraldsdóttir Jón Kr. Gíslason, Guðný Alfreðsdóttir, Sigríður Lovísa Jónsdóttir, Freydís Jónsdóttir, Freyr Jónsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. .w MHNRBEHG J LUI ERFISDRYKKjAN i/eislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 •' LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.