Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Teg: 4047 Litir: Svart, beige Stæröir: 36-41 Verð: 2.995,- Teg: 4003 Litir: Svart Stæröir: 36-41 Verð: 2.995,- Teg:4004 Litir: svart, beige Stæröir: 36-41 Verð: 2.995,- Býður einhver betur? HdA LHXJR Sendum í Póstkröfu. ÞOllPIl) BORGARKRINGLUNNI Opið 12—18.30 laugard. 10—16 Sími 581 1290 Strætó flytur reið- hjól á tveimur leiðum HJÁ Strætisvögnum Reykjavíkur verður gerð tilraun með flutning á reiðhjólum á tveimur leiðum, leið 115 og leið 10, frá og með laugardeginum 3. júní næstkom- andi. í frétt frá fyrirtækinu segir að um nýjung sé að ræða sem eflaust komi sér vel fyrir hjólreiðamenn, bæði þá sem fara á hjóli til vinnu og þá sem vilji hjóla um útivistar- svæði Reykjavíkurborgar á kvöld- in og um helgar. Hjólað um útivistarsvæði Leið 115 ekur frá Lækjartorgi um Miklubraut í Grafarvog en þetta er hraðleið og er ekki ekið á kvöldin og um helgar. Leið 10 ekur frá Hlemmi um Suðurlands- braut og Miklubraut í Árbæjar- og Seláshverfi. Þar með opnast möguleiki á að hjóla um útivistar- svæði borgarinnar svo sem Heið- mörk og Elliðaárdal. Til að auðvelda flutninga á hjól- um er mikilvægt að hjólreiðamenn greiði fargjald áður en farið er með hjólið inn í vagninn að aftan- verðu. Þar er hjólið fest í þar til gerðar festingar. Bömum yngri en 12 ára er heimilt að taka hjól með sér í vagn- inn séu þau í fylgd með fullorðn- um. Fram kemur að tilraunin mun standa fram á vetur. Viðurkenning veitt fyrir reykleysi KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavíkur og Tóbaksvarnar- nefnd afhentu í gær nemendum 8. U í Breiðholtsskóla viðukenn- ingu fyrir að vera reyklaus bekkur. í gær, 31. maí, var al- þjóðlegur reyklaus dagur. Sam- tals 247 bekkjadeildir í 8., 9. og 10. bekkjum grunnskóla um land allt sendu Krabbameinsfé- lagi Reykjavíkur í vetur er leið staðfesta yfirlýsingu um að þær væru reyklausar, þ.e. að enginn nemendanna neytti tóbaks. Að þessu sinni voru reyklausu bekkirnir flestir í Reykjavík, 62 að tölu, en 43 á Norðaustur- landi, 37 á Reykjanesi, 35 á Austurlandi, 21 á Vesturlandi, 19 á Vestfjörðum, 17 á Suður- landi og 13 á Norðvesturlandi. Dregið var um verðlaun fyrir reyklausa 8. og 9. bekki og hlutu fimm 8. bekkir og sex 9. bekkir viðurkenningar, áletr- aða háskólaboli og Söguatlas, þar á meðal 8. U í Breiðholts- skóla. Morgunblaðið/Júlíus Á LÓÐ heimilisins eru nú fimm hús, samtals um 1.037 fermetrar að flatarmáli. Tjaldanesheimilið í Mosfellsdal fagnar tímamótum Ötult starf í 30 ár TJALDANESHEIMILIÐ í Mosfells- dal fagnar í dag þrjátíu ára starfsaf- mæli en 1. júní 1965 tók Barnaheim- ilið að Tjaldnesi til starfa. Aðdragandinn að stofnun heimilis- ins er nokkuð lengri. í mars 1963 komu saman nokkrir menn í Reykja- vík í þeim tilgangi að stofna heimili fyrir þroskaheft börn og átti það að vera í nágrenni Reykjavíkur. Lóðir lágu ekki á lausu en Mosfellskirkja seldi stofnendunum þriggja hektara land í Mosfellsdal þar sem heimilið reis síðan. Á fyrmefndum fundi var stofnað félag um reksturinn og samþykkt fyrir það lög og skipulagsskrá, þar sem gert var ráð fyrir eftirliti félags- málaráðuneytisins og að heimilið yrði afhent íslenska ríkinu i fyllingu tímans. Meðal helstu frumkvöðla má m.a. nefna Hafstein Sigurðsson, lög- fræðing, Friðfinn Ólafsson, forstjóra og Oddgeir Bárðarson sölustjóra í Ræsi, sem nú eru allir látnir. I mars 1976 var heimilið síðan afhent ís- lenska ríkinu og tók Matthías Bjarnason, þáverandi heilbrigðisráð- herra, við gjöfinni. Sjö árum síðar var heimilið alfarið sett undir Stjómunarnefnd ríkisspít- alanna, en samkvæmt lögum frá 1992 um málefni fatlaðra heyrir heimilið undir félagsmálaráðuneytið Morgunblaðið/Þorkell UNDIRBÚNINGUR undir afmælishátíð Tjaldanesheimilisins gekk greiðlega fyrir sig í gær, enda mikill hugur í heimilismönn- um að gera hana sem best úr garði. og starfar undir stjóm svæðisskrif- stofu um málefni fatlaðra. Fyrsti forstöðumaður heimilisins var Álan Stenning, þá tók við Arnór Hanni- balsson og Birgir Finnsson sem hefur stýrt starfseminni frá 1969. Húsakostur heimilisins hefur eðli- lega tekið margvíslegum breytingum í gegnum árin, aukist og batnað, og hefur heimilið m.a. eignast þjálfunar- sal, sundlaug, skólahúsnæði o.fl. Á lóð þess eru nú fímm hús, þar af tvö íbúðarhús, skólahús, iðjuhús, skrif- stofa og hús forstöðumanns, samtals um 1.037 fermetrar. Ötull stuðningur Þórs Heimilið hefur notið góðs skilnings einstaklinga og félagasamtaka, og má þar nefna stórhuga stuðning og gjafír Lionsklúbbsins Þórs í Reykja- vík, sem stofnaður var árið 1956. Meðal annars hefur klúbburinn lagt verulegar fjárhæðir í byggingu sund- laugar, byggingu gróðurhúsa og endubætur á iðjuhúsi auk jarðarbóta, tæki í íþróttahús, hljómtæki o.fl. Foreldra- og styrktarfélag Tjalda- nesheimilisins hefur einnig lagt mik- ið af mörkum til heimilisins, en það var stofnað árið 1977. Fyrsti formað- ur félagsins var kosinn Hilmar Sig- urðsson viðskiptafræðingur en á eft- ir honum hafa þau Þorsteinn Sig- urðsson forstjóri og Lára Hansdóttir kennari gegnt því embætti. Við Tjaldanesheimilið hefur starf- að skóli frá byijun. Hildur Knútsdótt- ir kennari var ráðin til kennslu 1971, tók ársleyfi frá störfum nokkru síðar og lauk sérkennslunámi frá Kennara- háskóla íslands áður en hún tók við að nýju og var skólastjóri þar til dauðadags 1985. Hún mótaði alla kennslu við skólann og vann að sam- ræmingu hennar og annarrar starf- semi heimilisins. Nú er deild úr Brautarskóla við Tjaldanesheimilið með fullorðinsfræðslu. Kenndar eru greinar á borð við lestur, skrift, reikning, samfélagsfræði og mat- reiðslu, en aðalfagið er þó handa- vinna. Vefnaður og tágarvinna er sérgrein heimilismanna og hafa þeir margir náð mikilli leikni á því sviði að sögn Birgis Finnssonar. Einnig er lögð rækt við líkamlega þjálfun og tómstundastarf ýmiss konar. Til leigu - til leigu Vegmúli 2 - Suðurlandsbraut 16 Eftirtalar eignir eru lausar til leigu: 4. hæð 60 fm, tilbúin til afhendingar. 3. hæð 200 fm, tilbúin til innréttingar. 3. hæð 70 fm, tilbúin til afhendingar. 1. hæð 159 fm verslunarhúsnæði. í Listhúsi við Engjateig 58 fm verslunarhúsnæði á 1. hæð og 120 fm salur í kjallara fyrir lager eða vinnustofu. Ársalir hf., fasteignasala, Sigtúni 9, 105 Reykjavík, sími 562 4333. HJALLABRAUT- HAFNARFJ. Mjög falleg blokkaríb. á 1. hæð til sölu. Fjölbýlishúsið er nýklætt að utan, varanleg viðgerð. Ný baðinnrétting, nýslípað parket. Verð aðeins 6,3-6,5 millj. Uppl. hjá undirrituðum eða Krístínu í síma 568 2904. Valhús, fasteignasala, sími 565 1122.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.