Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR DÓRA SIG URJÓNSDÓTTIR \ ! ! + Dóra Siguijóns- 1 dóttir fæddist á Húsavflc 26. október 1935. Hún andaðist á heimili sínu 21. maí sl. Dóra var jarðsungin frá Víd- alínskirkju í Garðabæ 31. mai sl. ELSKU Dóra. Af van- mætti langar mig til að skrifa fáein kveðju- orð. Þér og ykkur hjón- um á ég mikið að þakka. Allt er í heimin- um hverfult má nú segja. Hveijum hefði dottið í hug er þú komst til Húsavíkur til að kveðja bróður þinn sem var þér svo kær hinstu kveðju 15. apríl sl. að við ættum ekki eftir að hittast aft- ur. Að það yrði svo næst þú sem við þyrftum að kveðja. Mér fínnst þetta allt svo óraunverulegt. En horfum inn í sólina, svo oft áttum við gleðistundir saman. Alltaf áttum við hjónin vísan samastað á ykkar fagra heimili. Þar sem tekið var á móti okkur af þér og þínum elskulega eigin- manni af sannri alúð og okkur leið svo vel, hvort sem við vorum í lækn- isleit eða bara að flakka. Hve gam- an var er við vorum í útilegu í Hól- matungum ásamt stóru Qölskyld- unni þinni á Húsavík, dansað var við bömin í kringum bál á kvöldin og buslað í vatni á daginn. Einnig er minningin um það þegar við vor- um að skemmta okkur saman hjón- in á Ítalíu sérlega minnisstæð. Ógleymanlegar eru viðtökumar sem við fengum er fjölskylda okkar kom frá Afríku þreytt eftir langt og strangt ferðalag, þá skein gleði á hveiju andliti og ferðalögunum var stungið í heita pottinn í laufskál- anum til að þvo af sér rykið. Síðan beið dýrðlegur kvöldverður og gisting. Heimili þitt var svo sér- stakt, þið hjónin sem eitt. Svo sam- taka við uppeldi bamanna sem sýna þess merki. Öll vel menntuð, góð og elskuleg. Hvar sem maður hittir þau geisla þau af gleði sem yljar manni. Þú varst þessi myndarlega húsmóðir sem lagðir alla þína orku í að gera heimilið að unaðsreit sem allir nutu. Fyrír allt sem þið hjónin gerðuð fyrir okkur bróður þinn vil ég nú þakka af alhug og bið Guð að gefa þér elsku Þórður minn og bömum þínum Ásgeiri, Bjama, Jakobínu, Ásmundi og Qölskyldum þeirra styrk í þessari miklu raun. Guð blessi ykkur öll. Þín mágkona, Þórunn Elíasdóttir. Dóra frænka, eins og hún var kölluð í fjölskyldunni, réð sig ung í vist suður til Reykjavíkur til hjón- anna Kristínar Bjamadóttur og Kjartans Ásmundsonar gullsmiðs. Þar kynntistt hún eftirlifandi manni sínum, Þórði Einarssyni bróðursyni Kjartans, Ijúfum prýðismanni. Dóra var lág vexti, grönn og smábeinótt eins og hún átti kyn til. Hún var Ijós yfirlitum og hærð kvenna best. Hún var glaðlynd og hláturmild, traust og enginn vingull í skoðunum, geðrík var hún — en ekki tamt að flíka innstu tilfinning- um sínum fremur en mörgum öðmm af norrænu kyni. Dóra var heil í samskiptum sínum við fólk og af- dráttarlaus, og sundurgerð var henni ekki að skapi. Þá er ekki síst að telja að hjá henni sameinaðist hvorttveggja, seigla og röskleiki. Kom það sér oft vel því á fallegu heimili þeirra hjóna var óvenju gestkvæmt. Tengdafaðir hennar, sem stóð fyrir stórrekstri í Reykjavík, hafði margreynt að eng- um var í kot vísað sem á heimili hennar kom. Hann kom því oft með útlenda viðskiptamenn sína á Stekkjarflötina og hafði kannski ekki alltaf mikinn fyrirvara á enda gat hann treyst mannkostum tengdadóttur sinnar. Frændsemi Dóm var viðbmgðið enda dvaldi frændliðið að norðan oft á heimili þeirra Þórðar um lengri eða skemmri tíma. Ekki fóram við hjónin var- hluta af frændseminni. Á skólaámm okkar í Reylqavík vomm við tíðir gestir á Stekkjar- flöt og nutum ein- dæma höfðingsskapar þeirra, og ósjaldan vor- um við leyst út með gjöfum. Þessara ára minnumst við með sérstöku þakk- læti. Dóra átti giftu og góðri heilsu að fagna í lífínu allt þar til hún varð að láta undan fyrir illvígum sjúkdómi sem hún tókst á við af hugprýði. Megi skaparinn verða Þórði og bömunum stoð og stytta í sorg þeirra. Ásthildur og Ásm. Sverrir. Þú, þú sem fórst og kemur aldrei aftur skilur eitthvað eftir af þér í mér. Svo sannarlega skilur mín elsku- lega fyrrnrn tengdamóðir og amma dóttur minnar margt eftir sig í okk- ur mæðgum. Nú þegar ég annast son minn ungan er eins og hún hvísli í eyra mér sínum góðu ráðum varðandi umönnun ungbama. Hún elskaði ungböm og fóstraði öll barnabömin sín átta á einhveiju tímabili. Minningin er falleg um þessa yndislegu konu umkringda bömum sínum og bamabömum í vinalega húsinu þeirra hjóna við Stekkjarflöt eða í garðhúsinu og garðinum sem hún lagði mikla rækt við og naut svo vel. Það var eitthvað svo einstaklega fallegt og fínlegt við Dóm. Fallega, glettna brosið er það sem ég sé fyrir mér þegar ég hugsa um hana. Bömin og sum barnabömin hafa fengið það frá henni og flytja vænt- anlega áfram með genunum. Amma Dóra lifír áfram í mörgum ókomnum ættliðum. Margs er að minnast þegar hug- urinn reikar aftur. Dóra hafði allt sem prýða má konu af hennar kynslóð. Hún var fyrst og fremst yndisleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma. Hún hélt saman og studdi í hvívetna sína myndarlegu íjölskyldu og er því mikill missir að henni fyrir þá sem hún elskaði og eftir lifa. Ég gleymi aldrei matarboðunum á Stekkjarflöt þar sem oft var þétt setið og sífellt bættist í hópinn eftir því sem árin liðu þegar bömin hennar eignuðust maka og fjölskyldumeðlimum fjölg- aði. Úmhyggja, vinsemd og hlýja einkenndu þessar stundir og var jafn gott að koma þangað í fyrsta sinn sem ávallt síðar. Þessi mynd geymir í mínum huga samheldna fjölskyldu í lífsbaráttunni á góðum stundum og einnig þegar erfíðleikar steðjuðu að. Þar er að fínna fyrir- mynd að fjársjóði sem við viljum flest eignast en tekst misvel nú á tímum skilnaða og sundmngar. Dóra var aldeilis listakokkur. Í eldhúsinu þar sem þau hjónin bauk- uðu alltaf saman viðhafði hún þá sömu alúð, næmni og fínlegheit við matargerðina og við umönnun bamabamanna sem og þegar hún ræktaði garðinn sinn. Við áttum skemmtilegar sam- verastundir á skíðum í Kerlingar- fjöllum. Austurríki og á skíðasvæð- unum í nágrenni borgarinnar. Dóra var orðin nokkuð fullorðin þegar hún lærði að skíða en varð fljótt frábær skíðakona. Hún var í raun mikil útivistarkona og stundaði auk skíðaíþróttarinnar bæði sund og gönguferðir. Þegar ég nú fínn fyrir söknuði og missi við andlát konu sem var hluti af mér þá finn ég einnig sterklega fyrir þeirri tilhneigingu mannanna að taka öllu sem sjálfsögðum hlut og njóta vart þess sem fyrir er, fyrr en það er ekki lengur. Dóra mín gefur enn af sér þó hún sé ekki leng- ur í líkama sínum meðal okkar. Hún gefur mér það nú að ég spymi við í straumi tímans, lít í kring um mig og sé og finn allt það sem ég hef hér og nú. Ég fyllist þakklæti fyrir allt sem er og nýt hverrar mínútu fyrir sig því enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. I vikunni eftir andlátið dreymdi Evu mína ömmu sína þar sem hún birtist henni brún og sælleg eins og hún var ævinlega þegar hún kom frá Austurríki. Hún bað Evu að vera ekki hrædda við að sjá sig svona skýrt og talaði eftir það lengi við hana. Dóra er í landi lifenda, þangað sem við munum öll snúa að leikslokum. Mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég til Þórðar, sem nú hefur misst sinn lífsfömnaut og besta vin. Bömum, bamabömum, tengdaböm- um og systkinum Dóra sendi ég einnig allshugar samúðarkveðjur. Ég er viss um að góður Guð mun styðja ykkur á þessum timum sorgar og missis og hjálpa ykkur að halda förinni áfram með minningar um yndislega konu í farteskinu. Hrund Helgadóttir. Þegar ættingi eða vinur fellur frá deyr um leið hluti af manni sjálfum. Þannig líður mér í dag þegar ég minnist vinkonu minnar, Dóra Sig- uijónsdóttur, sem andaðist á heimili sínu 21. maí síðastliðinn langt um aldur fram. Dóra var hluti af mér og ég hluti af henni. Saman deildum við lífsreynslu og sambandi sem enginn annar átti hlutdeild í á sama hátt og við tvær. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég flutti í Garðabæ sem ung kona. Mig vant- aði bamfóstra fyrir son minn og var bent á að hafa samband við dóttur hennar, Jakobínu Þórðardóttur, sem þá var á unglingsaldri. Eftir það voru þær mæðgur óijúfanlegur hluti af lífí fjölskyldu minnar. Með okkur þróaðist vinátta sem aldrei hefur borið skugga á þrátt fyrir að stund- um hafí liðið alltof langt á milli þess að við hittumst. Þegar við hins vegar mættumst, jafnvel á fömum degi, og tókum tal saman var eins og við hefðum sést deginum áður. Nokkram árum eftir að ég kynnt- ist Dóru eignaðist ég dóttur, Ingi- björgu Hrand, sem Dóra tók að sér að gæta meðan ég var að kenna á daginn. Allir foreldrar, sem þurfa að koma bömum sínum í gæslu, þekkja hvað það er dýrmætt að kynn- ast góðum fóstram enda eiga þær dijúgan þátt í hamingju og velferð bamanna okkar. Einni slíkri kynntist ég í Dóru. Hún ræktaði hlutverk sitt af einstakri natni og samviskusemi og hugsaði eins vel um litlu Hrand mína og ég hefði helst kosið. Hrand sætti sig illa við ókunnuga en það tók Dóra ekki langan tíma að vinna trúnað hennar. Böm era líka mannþekkjarar og Hrund skynj- aði hlýjuna og ástúðina sem mætti henni hjá Dóra. Hrand lifði aðeins í rúm tvö ár og var mikið veik síð- ustu mánuðina. Þá var Dóra ein af örfáum sem hún þýddist og vildi hafa nálægt sér. Og þegar ég þurfti að vera að heiman eina nótt meðan litla Hrund var veik var Dóra mann- eksjan sem ég treysti til þess að hugsa um hana og Hrund sætti sig við að væri hjá sér. Þannig var Dóra. Hún hafði ekki alltaf mörg orð um hlutina og átti ekki alltaf auðvelt með að tjá hug sinn. En hún var einlæg og heiðarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og vildi gera alla hluti vel. Framkoma henn- ar við lítil böm sýndi best hem mann hún hafði að geyma enda löð- uðust þau að henni og fundu til öryggis í návist hennar. Því miður verður mér eins og svo mörgum öðram þegar dauðann ber að. Mér finnst ég hafa átt eftir að segja svo margt við Dóra. Mig lang- aði ekki síst að þakka henni fyrir allt það sem hún var mér og bömun- um mínum og fyrir að hafa leyffr mér að kynnast dóttur sinni. Ég vissi að hún elskaði dóttur mína og mér þótti, og þykir enn, mjög vænt um hennar dóttur. Innst inni veit ég að hún vissi hvað ég var henni þakklát, en mig hefði samt langað til þess að segja það við hana. En núna er það orðið of seint. Því mið- ur látum við of oft hjá líða að segja fólki að við kunnum að meta það og að okkur líki vel við það og erum kannski fljótari til að segja frá því sem er gagnrýni vert. Ég hitti Dóru á heimili hennar rúmri viku áður en hún lést. Við höfðum þá ekki sést í nokkum tíma og höfðum um ótal margt að spjalla eins og ævinlega. Hún sagði mér frá veikindum sínum og hvað hún væri þakklát öllum þeim sem hlúðu að henni. Hún sagði mér að læknamir hefðu sagt sér að sjúkdómur hennar hefði verið kominn á það stig er hann greindist að engin lækning dygði til þess að ráða bót á honum. Við töluðum líka um bömin okkar og spurðum hvor aðra frétta. Þegar Dóra gætti Hrandar var hún heima- vinnandi húsmóðir og hugsaði af- skaplega vel um bömin sín, Þórð og heimilið. Heimilið var hennar vettvangur og hún var stolt af hlut- verki sínu. Það kom henni því dálít- ið spánskt fyrir sjónir að ég skyldi vilja vinna úti frá litlum bömum, en þó að aldursmunur væri ekki mjög mikill á okkur, voram við í raun hvor af sinni kynslóð. í þessari síð- ustu heimsókn minni á fallega heim- ilið hennar Dóra kynntist ég hins vegar nýrri hlið á henni. Við voram báðar breyttar. Ég var ekki lengur unga konan sem réttlætti fyrir henni af hveiju ég kysi að vinna utan heimilis og erfið lífsreynsla hafði kennt henni, því miður á allt of harkalegan hátt, að oft eiga konur ekkert val í þessum efnum. Hún hafði líka lært að meta það hvað það er mikilvægt að hafa vinnu. Hún talaði um hvað það væri sárt til þess að hugsa að venjulegt launafólk gæti varla séð fyrir sér í nútímaþjóð- félagi og lagði þunga áherslu á orð sín, með sínum sterka, norðlenska harðmælisframburði þegar hún tal- aði um hvað það væri óréttlátt að meðallaun kvenna væra þijátíu pró- sentum lægri en laun karla. „Getur þú ekki gert eitthvað í þessu, Gull- veig“. Þegar ég kvaddi Dóru sagði ég henni að ég væri að fara í frí til útlanda og myndi heimsækja hana þegar ég kæmi til baka og þegar ég gekk út í bjartan og fallegan sumardaginn útifyrir var ég þess líka fullviss að við myndum hittast innan tíðar. En hennar skapadægur rann upp áður en ég kom heim og nú set ég niður á blað fátækleg orð til minningar um góða og merkilega konu sem féll frá í blóma lífsins. Konu sem þótti svo vænt um bömin sín og bamaböm og átti svo mikil- vægu hlutverki að gegna í lífi þeirra. Konu sem stóð við hliðina á mannin- um sínum í gegnum þykkt og þunnt. Konu sem var stolt og bar höfuðið hátt hvað sem á dundi. Við Steinar og Lúðvík Öm send- um eftirlifandi ijölskyldu hennar, Þórði, Jakobínu, Ásgeiri, Bjarna, Ásmundi og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Dóra lifa sem lengst í afkom- endum sínum og minningu þeirra sem þekktu hana. Gullveig Sæmundsdóttir. í minningargreinum um Dóru Einarsdóttur sem birtust í blað- inu í gær féll niður vegna mis- taka í vinnslu blaðsins hluti und- irskriftar undir grein og tvær aðrar voru nafnlausar. Undir grein sem hófst „Hún amma okk- ar er látin“ átti að standa Matthí- as, Jóna Dóra og Þórður Ásgeirs- börn. Eftirfarandi greinar eru síðan endurbirtar með nöfnum höfunda. Börn fínna hvar þau eru velkom- in og hvar ekki. Hjá Dóra voru þau alltaf sérstaklega velkomin. Það var ekki bara súkkulaðikakan, notaleg- ar stundir með allri fjölskyldunni á sunnudagsmorgnum og bíltúrar til ömmu og afa sem þama skiptu sköpum. Það var umhyggja Dóra og sá eiginleiki hennar að láta alltaf sem við vinkonur Jakobínu væram hluti af íjölskyldunni. Frá sex ára aldri fengum við að vera með í einu og öllu á sama hátt og bömin henn- ar fjögur og fannst okkur það heið- ur að hún skyldi hafa skoðun á til- veru okkar og framkomu. En þessi umhyggja var ekki bara bundin við litlar skottur í teygju- tvisti. Heimili Dóru og Þórðar stóð okkur alltaf opið. Eftirminnilegar eru stundimar frá unglingsárunum þegar vinahópur Jakobínu sat í stof- unni, spjallaði um heima og geima og spilaði plötur Bjama og Ásgeirs fram eftir nóttu - oftar en ekki með húsráðendum. Þegar farið var í Kerlingarfjöll á sumrin eða Skálafell að vetrarlagi nutum við góðs af því er fjölskyldu- bíllinn var troðfylltur svo að allir fengju sinn skerf af útiveru og holl- ustu. Þá hvatti Dóra okkur óspart til að nýta tímann vel ... við áttum ( ekki að hangsa og kjafta í brekkun- | um. Kaffitímamir vora til þess. Og þegar kom að skólaútskriftum og síðar brúðkaupum vora Dóra og Þórður ómissandi. Þau töldu ekki eftir sér að skella sér landshlutanna á milli til að fylgja vinkonu í hnapp- helduna, eftir að vera búin að kanna ráðahaginn gaumgæfílega áður. Fjölskyldan stækkaði og bama- bömin fóra ekki varhluta af um- hyggjunni. Samband Dóra við þau var einstakt. Það var ekkert verið | að fjölyrða um hlutina, þau voru einfaldlega sótt til að fara í sund eða á skíði. Svo vora þau líka stund- um sótt bara til að komast í nota- lega andrúmsloftið hjá ömmu og afa, borða góðan mat, kúra og hvfla sig. Þessar stundir era fjársjóður sem þau munu búa að alla tíð. Minningabrotin streyma fram við andlát Dóru. Við vinkonumar viljum þakka fyrir allt. Það voru forréttindi að njóta leiðsagnar hennar og | hvatningar. Elsku Þórður, Jakobína, Ásgeir, Bjami, Ásmundur og fjöl- skyldur. Hugur okkar og fjölskyldna okkar er hjá ykkur á þessum erfíðu tímum. Guð veri með ykkur. Elísabet og Regina. Það er ekki auðvelt að sætta sig , við fráfall Dóm. Hún var einhvem veginn ímynd heilbrigðis, skíðamað- ur mikill, göngugarpur og útivistar- ( kona, þróttmikil og hraustleg. Veik- indi eða heilsuleysi höfðu aldrei hijáð hana og þess vegna var áfall- ið enn meira þegar hún greindist með alvarlegan sjúkdóm nú á vor- dögum. Dóra var sannur Þingeyingur, stolt af upprana sínum. Hún var hreinskiptin og traust og oft gust- aði af þessari fínlegu konu. Öllu sem Dóra tók sér fyrir hend- ur lauk hún með sóma. Hún var afburða húsmóðir og bar heimili þeirra Þórðar þess fagurt vitni. Ég minnist þess að mamma tók alltaf til hendinni heima hjá okkur þegar hún kom frá Dóra mágkonu sinni þó að við hin í fjölskyldunni sæjum ekki nokkra ástæðu til tiltektar. Mamma og Dóra vora góðar vinkon- ur og ekki var haldið boð hjá foreldr- um mínum án þess að Dóra aðstoð- aði við undirbúning enda hamhleypa til verka. Þegar hún hafði lagt bless- un sína yfír verkið var óhætt að bjóða gestum í bæinn. Það var gaman að fylgjast með Dóru vinna og mátti margt læra af kunnáttu hennar og verklagni sem einkenndist af hrað- virkni en samt ótrúlegri vandvirkni. Hún var frábær matmóðir og munaði lítið um að fæða fímm manna fjölskyldu af Ægisíðunni með engum fyrirvara. Fjölskylda mín og fjöl- skylda Þórðar og Dóru umgengust mikið hér á áram áður og tengd- umst við systkinabömin sterkum vin- áttuböndum sem vara enn. Þær eru margar gleðistundimar sem við átt- um saman og í minningunni sé ég Dóm fyrir mér geislandi af gleði sem smitaði alla viðstadda, jafnt böm sem fullorðna. Þannig man ég Dóru. Þórður og Dóra voru samhent hjón og það verður ekki auðvelt fyrir frænda minn að takast á við lífíð án hennar en minningin um góða konu lifir. Ragnhildur Zoéga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.