Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Geiifinns- og Guðmundarmál ÞANN 23. nóvem- ber síðastliðinn fór Sævar Ciesielski, einn sakbominga í Guð- mundar- og Geirfinns- málum, þess á leit við dómsmálaráðuneytið að hann yrði sýknaður af fyrrnefndum mál- um og honum greidd- ar skaðabætur vegna fangelsisdóms og gæsluvarðhaldsvistar er hann mátti þola. Kröfum sínum til stuðnings afhenti Sævar Ciesielski ráðu- neytinu um 120 blað- síðna greinargerð en þar gagnrýnir hann harðlega rannsókn og dómsmeð- ferð fýrmefndra mála og heldur því fram að fjarvist sín í málunum báðum hafí verið stungið undir stól. í framhaldi af beiðni Sævars var skipaður sérstakur ríkissak- sóknari, Ragnar Hall, til að ann- ast meðferð kröfunnar, en Hall- varður Einarsson ríkissaksóknari varð að vílq'a lögum samkvæmt, þar sem hann kom nálægt rann- sókn málsins á sínum tíma. Verða leyniskýrslurnar birtar? Settur ríkissaksóknari hefur lát- ið hafa eftir sér í fjölmiðlum að Sævar Ciesielski geti ekki leitað til sín í þeim tilgangi að fá í hend- ur skýrslur og rannsóknargögn er málin varða. Sævar telur mikil- vægt að leyniskýrslur, sem ekki vom lagðar fyrir Hæstarétt á sín- um tíma, fylgi nú kröfu sinni um endurupptöku G.G.-mála, og að birting þeirra sé reyndar forsenda þess að beiðni sín fái réttláta meðferð. Þar má meðal annars nefna svonefnda „Trúnaðar- skýrslu" eftir þýska glæparann- sakandann, Karl Schiitz, sem fenginn var til landsins til þess að bjarga því sem bjargað var þegar rannsókn málsins var kom- in í þrot. „Trúnaðarskýrslan" ber þess glögg merki að rannsóknin snerist um að samræma framburð og raða málinu saman fremur en að upplýsa það. í upphafí skýrslunnar gerir Schiitz grein fyrir því hvemig bregðast eigi við mótbámm al- mennings og að niðurstaðan af rannsókninni verði að vera trú- verðug. Einnig telur hann nauð- synlegt að koma í veg fyrir að Qölmiðlar birti „gróusögur“ sem kynnu að draga í efa réttmæti niðurstöðu rannsókn- arinnar, því eins og segir í skýrslunni „stór hluti íslensku þjóðarinnar er svo trú- gjam“. Þýski rann- sóknarlögreglumaður- inn var að eigin sögn sérfræðingur í að „vernda æðstu ráða- menn Sambandslýð- veldisins og upplýsa mál sem vörðuðu ör- yggi ríkisins“. Ekki verður séð hvers vegna óupplýst Guðmundur mannshvörf hér á Sigurfreyr landi gátu talist verð- Jónasson ugt verkefni fyrir þýskan lögreglumann á eftirlaunum sem einkum hefur sérhæft sig í málum er varða ör- yggi ríkisins. Nærtækasta skýringin er sú að hlutverk hans hafí fyrst og fremst verið fólgið í því að vemda starfs- heiður rannsóknaraðila og annarra embættismanna ríkisins, en opin- bemn sumra hinna óheyrilegu hluta, sem gerðust við rannsókn þessara mála, hlyti að hafa víðtæk áhrif á afstöðu þjóðarinnar til þeirra sem eiga að gæta laga og réttar hér á landi. Orð Karls Schutz sjálfs renna stoðum undir þessa útlistun því þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt tímarit að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafí minnt sig á blómatíð nasism- ans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafí bjargað íslensku ríkisstjóminni! Fjarvistarsönnun skotíð undan Sævar Ciesielski hefur einnig farið fram á að honum verði veitt- ur aðgangur að gömlum málsskjöl- um frá sakadómi í ávana- og fíkni- efnamálum, en í þeim skýrslum kemur fram að helgina sem Guð- mundur Einarsson hvarf var Sæv- ar Ciesielski staddur í Glúfárholti í Ölfusi. Þetta var vitað með vissu. Sævar var á þessum tíma undir nálarauga fíkniefnalögreglunnar, er grunaði hann um innflutning og sölu á kannabisefnum, og fylgdist því náið með öllum hans ferðum. I skýrslu fíkniefnalögregl- unnar gerir leigubílstjóri grein fyr- ir því að hann hafí ekið Sævari síðdegis á föstudegi austur í Glúf- árholt og í sömu gögnum kemur fram að Sævar Ciesielski hafí ekki komið aftur til Reykjavíkur fyrr en seinni part sunnudags. Það sem Rannsókn fíkniefna- málsins, segir Guð- mundur Signrfreyr Jónasson, var ekki lögð fram eða höfð til hlið- sjónar við úrlausn Guð- mundarmálsins. er athyglisvert í þessu sambandi er að rannsóknardómari Saka- dóms Reykjavíkur og tveir rann- sóknarlögreglumenn, er sátu að allri rannsókn G.G.-mála á fyrstu mánuðum, höfðu umræddar fíkni- efnaskýrslur undir höndum. Ætla má að þeim hafí þess vegna verið fullkunnugt um fjarvist Sævars í svonefndu Guðmundarmáli. Rannsókn fíkniefnamálsins var ekki lögð fram eða höfð til hlið- sjónar við úrlausn Guðmundar- málsins. Þar kemur fram verustað- ur Sævars Ciesielski þann tíma sem Guðmundur Einarsson hvarf. Rannsóknaraðilar tjáðu Gísla Guð- mundssyni rannsóknarlögreglu- manni að umræddur leigubílstjóri „hafí verið tekinn til yfírheyrslu og verið geymdur um tíma í vörslu lögreglunnar, en láðst hafí að taka neina skýrslu um það efni eða skrá niður framburð hans“! Saka- dómarar kröfðust ekki skýringa. Hvorki var fyrmefndur leigubíl- stjóri spurður fyrir dómi eða íbúar að Glúfárholti yfírheyrðir, en þeir gátu staðfest fjarvist Sævars Ci- esielski þessa örlagaríku helgi. Skortur á sönnunargögnum Vegna upptöku G.G.-mála er einnig mikilvægt að niðurstöður rannsókna Wiesbaden-stofnunar- innar verði birtar. Á seinni stigum rannsóknar G.G.-mála voru tekin sýni af meintum vettvangi glæps- ins, einnig sýni úr fatnaði sakborn- inga og send til rannsóknar hjá glæparannsóknarstöðinni í Wi- esbaden í Vestur-Þýskalandi. Ekk- ert kom úr þeirri rannsókn sem benti til sektar. Það hlýtur að blæða úr börðum mönnum ekki síst ef barðir eru til dauða. Ef blóð var til staðar í sýnum, þótt ekki hafí verið sjáanlegt berum augum, þá hefði það átt að koma fram í þeirri rafeindasmásjárrannsókn sem framkvæmd var. Sama er að segja um þann fatnað sem rann- sakaður var, þar kom ekkert óeðli- legt fram sem benti til sektar. Glæprannsóknastöðin tölvukeyrði framburð til að kanna möguleik- ann á því að játningar í G.G.-mál- um væru tilbúningur. Niðurstöð- umar hölluðust einmitt að því, þar sem sakbomingum bar ekki saman í veigamiklum atriðum. Þessi nið- urstaða er viðurhlutamikil fyrir rannsókn málsins því engar óyggj- andi sannanir komu fram um sekt hinna ákærðu, þau voru eingöngu dæmd á gmndvelli eigin játninga. Játninga sem fengnar vom með harðræði og ólöglegum rannsókn- araðferðum ef marka má vitnis- burði fangavarða. Mér er ekki kunnugt um hlut- verk skipaðs ríkissaksóknara, né hvort hann þiggur laun fyrir að hafast ekkert að, en ljóst er að ef Sævar Ciesielski fær ekki um- beðin gögn, með einum eða öðmm hætti, er það áfellisdómur yfír ís- lensku réttarkerfi. Eins og máls- rannsókn G.G.-mála var háttað á sínum tíma er ráð að stinga við fæti áður en höggvið er í sama knémnn. Þótt flestir fjölmiðlar landsins hafí verið undarlega hljóðir um málstilbúnað Sævars Ciesielski varðandi upptöku Guð- mundar- og Geirfínnsmála er ég sannfærður um að almenningur fylgist grannt með framvindu mála. Höfundur er rithöfundur. Eins árs afmæli minnihlutans Og að Á SAMA tíma þess er minnst, Reykj avíkurlistinn hefur setið að völdum í borgarstjóm í eitt ár, hefur enginn minnst á eins árs afínæli minni- hluta sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Það er ósanngjamt. Ferill sjálfstæðis- manna í minnihluta Reykjavíkur þetta eina ár er nefnilega athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Meðal nýjunga, sem þeir hafa bryddað upp á, er að halda tillöguflutningi í lágmarki og raunar svo, að þeir hafa ekki flutt eina einustu tillögu í borgarstjóm eða gert fyrirspum á þeim vettvangi þetta eina ár. í andófí sínu gegn Reykjavíkur- listanum er helzt að skilja, að í stað holræsagjalds vilji sjálfstæð- ismenn auka skuldasöfnun borgar- sjóðs, en sem kunnugt er skildu Alfreð Þorsteinsson. þeir 12 þúsund millj- ónir eftir sig, er þeir stóðu upp úr valda- stólunum. Þá hafa sjálfstæðis- menn í minnihlutan- um sýnt þeim, sem minnst mega sín í borginni, hug sinn með gagnrýni sinni á félagslega aðstoð, sem Reyjkavíkurlist- inn hefur beitt sér fyr- ir að væri bætt. Á þessu ári, sem liðið er, sýndu sjálf- stæðismenn einnig hug sinn til Háskóla íslands og börðust hatrammalega gegn því, að Hitaveita Reykjavíkur kostaði prófessorsstöðu við skól- ann. Sú nýjung, sem þeir hafa þó hlotið mesta athygli fyrir, er hótun um að reka nýráðinn borgarritara við fyrsta tækifæri. Minnihluti, sem þannig vinnur, er varla í tilvistarkreppu eða hvað? Helzt er að skilja, segir Alfreð Þorsteinsson, að í stað holræsagjalds vilji sjálfstæðismenn auka skuldasöfnun borgarsjóðs. Reykjavíkurlistinn má vel við una. Órækasta vitnið um það er, að fyrir nýafstaðnar þingkosning- ar treystu forystumenn Sjálf- stæðisflokksins á landsvísu sér ekki til að gagnrýna störf meiri- hlutans í borgarstjórn, sem þeir hefðu áreiðanlega gert, ef eitt- hvert tilefni hefði yerið til. Það er engin tilviljun, að Reykjavík skuli vera eina kjör- dæmið, þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði verulegu fylgi í þing- kosningunum. Höfundur er borgarfulltrúi. Umgengni og umhverfi NÚ ÞEGAR sumarið er komið eykst útivist til muna, ferðamenn sækja landið heim og markaðssetn- ing íslenskrar náttúru og umhverfis er í hámarki. Það er því ekki úr vegi að líta á umhverfíð. Eins og alkunna er þá er afkoma okkar ís- lendinga háð gæðum lands og lagar og þá sér í lagi sjó. Það er því mik- ils um vert að halda umhverfínu hreinu og þá ekki síst ströndum landsins. Mikil vakning hefur átt sér stað undanfarin ár um allt sem Iýtur að umgengni við náttúruna. Atriði eins og umhverfísvænar afurðir og hrein ímynd landsins hafa gerst æ meira áberandi í umræðunni nú hin síðari ár. Það dylst engum að hafið er forðabúr okkar Islendinga og frá landi séð þá er fíaran inngangurinn að þessu forðabúri og því mikilvægt að aðkoman sé góð. Ef við viljum viðhalda þeirri ímynd að landið og umhverfi þess sé hreint og að allar afurðir tengdar landinu séu því hreinar og ómengaðar verðum við að hugsa vel um um- hverfí okkar. Nú geta menn haldið að ruslið sem liggur í Qörum landsins snerti bara sjómenn og aðra sem eru í beinni snert- ingu við hafíð. Málið er ekki svo einfalt. Flest allt rusl sem kast- að er á víðavangi berst með einum eða öðrum hætti til sjávar með hjálp fallvatna og vinda og endar svo á fjörum landsins. Það er því mál allra iandsmanna að halda fjörum landsins hreinum. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að bæta umgengni um Qörur landsins. Skammt er síðan átak á vegum LÍÚ var gert í þeim tilgangi að bæta umgengni sjómanna og nýlega var gefín út reglugerð varðandi meðferð sorps um borð í skipum og bátum. Þar kemur fram að bannað er að fleygja hvers kyns plasti í sjó- inn, það á að koma með í land og farga því á viðurkenndan hátt. Á undanfömum árum hefur mengunarvama- deild Siglingamála- stofnunar ríkisins safn- að saman upplýsingum um það sorpmagn sem berst til hafna landsins og kannað aðstöðuna til að taka á móti ruslinu. Þær niðurstöður sem liggja fyrir í dag sýna að í langflestum höfn- um er móttökuaðstaða fyrir sorp og að sú aðstaða sé nýtt. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að sumar fjörur em töluvert mengaðar. Þó er ekki til nein úttekt á því hversu mikið rekur á fjörur landsins árlega. Áður en þær upplýsingar liggja fyrir er ekki hægt að meta þann árangur sem náðst hefur. Því að eins og allir vita liggur plastið áfram í Qörunni UMHVERFIÐ í OKKAR HÖNDUM Flest allt rusl, sem kast- að er á víðavangi, segir Helgi Jensson, berst með einum eða öðrum hætti til sjávar. þegar það er komið þangið og því erfitt að meta hvað bætist við. Nú í ár gefst gullið tækifæri þeg- ar UMFÍ kemur af stað hreinsunará- Helgi Jensson taki að þeir aðilar, sem hvað mestan áhuga hafa og getu, sameinist um verkefnið og nýti þannig að í fram- tíðinni getum við státað af hreinum fjömm og á einnig fengið vísbend- ingar um uppmna ruslsins og það magn sem rekur á fjörur landsins á hveiju ári. Með þá vitneskju er mun auðveldara að bregðast markvisst við og lifa upp til þeirrar ímyndar að hér séum við með hreinustu af- urðir sem til em. Móttaka á sorpi í höfnum, lands- ins hefur stórbatnað á undanfömum ámm en engu að síður má gera mun betur og allt það rusl, sem hent er í hafíð og eyðist ekki, endar fyrr eða síðar upp í fjöru. Það er eðli almennrar umhverfisvemdar að langmestum árangri skilar góð um- gengni og nærgætni gagnvart um- hverfinu. Sé hægt að koma þeim skilaboðum til komandi kynslóða þá er mikið unnið. Menn em því hvattir til að huga betur að eigin umgengni um náttúm landsins og nýta það tækifæri sem gefst til að koma skikki á þessi mál með því framkvæði sem felst í átaki UMFÍ. Höfundur er Hfefnafræðingur og starfsmaður mengunardeildar Siglingamálastofnunar ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.