Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Er hætta á hruni þ orskstofnsins? í SÍÐUSTU grein minni kom fram að veiðiálagið á íslenska þorskstofninn hefur verið 35% af veiðistofni að meðaltali frá 1972, einnig kom fram að 1972-1976 var veiðiá- lagið að meðaltali 43%, — þar af mest 1973, 47%. „Svarta skýrslan" kom út 1975 og þar var dregin upp dökk mynd af útlitinu og sagt að ef veitt yrði meira en 230 þús. tonn 1976 myndi þorskstofninn hrynja. Veidd voru 360 þúsund tonn á ári næstu árin og þorskstofninn snarstækkaði við auk- ið veiðiálag og veiðin fór svo í 440 þús. tonn 1980. Ráðgjöfm í svörtu skýrslu reyndist alröng. Við skulum þá líta aðeins á hvað gerðist þar sem veiðiráðgjafamir fengu nánast öllu að ráða — hér í næsta nágrenni — Kanada: Hrun þorskstofnsins í Kanada Við austurströnd Kanada var í aðalatriðum farið að tillögum veiði- ráðgjafa allar göt'ur frá 1977 og aðeins veidd 20% af stofnstærð þorsks (kjörsókn). Stefnt var þannig markvisst að „uppbyggingu" þorsk- stofnsins og skv. áætl- un veiðiráðgjafa átti stefnan að leiða til þess að hægt yrði að veiða eina milljón tonna af þorski á ári árið 1990. Það ár var hins vegar aðeins ein milljón tonna eftir í það heila (allur veiðistofninn). Þá hefur vantað um 4 milljónir tonna af þorski upp á að áætlunin gengi upp, því miðað við eina millj- ón tonna í veiði hefði höfuðstóllinn átt að vera 5 milljónir tonna miðað við 20% nýting- arstefnu. 4 milljónir tonna af þorski er töluverð skekkja og einhvern tím- ann hefði verið haldinn fundur af minna tilefni. Vísa ég til viðtals Fiskifrétta við Jakob Jakobsson, for- stjóra Hafrannsóknastofnunar, í Fiskifréttum 10. nóv. 1989, — og þáverandi formann Alþjóða hafrann- sóknarráðsins, — þessu til staðfest- ingar þar sem Jakob segir stefnu Kanadastjórnar „ábyrga og áreiðan- lega“ og þá áreiðanlegustu í Norður- Atlandshafi, m.a. vegna þess að sóknin í þorskstofninn við Kanada sé helmingi vægari en í íslenska þorskstofninn. Vísa ég nánar í þetta viðtal. Þremur árum eftir þetta við- Sjávarkuldi, fæðuskort- ur og friðun á þorski, segir Rrístinn Péturs- son, er mögulega skýr- ing á ástandinu við Kanada. tal við Jakob var haldinn fundur í Kanada sem við skulum næst líta aðeins á: „í Fisheries News, Vol. 2 No. 5 June 1993 segir frá því að í janúar 1993 hafi komið saman til fundar á Batrery-hótelinu í St. Johns 50 vísindamenn frá: Kanada, ís- landi, Noregi, Bretlandi og Alaska. Samkvæmt nefndri blaðagrein voru þeir að reyna að skilgreina hvernig rúmur helmingur þorskstofnsins (500 þúsund tonn) við Kanada norð- anvert (Labrador) gat hafa horfið af miðunum á fyrri helmingi ársins 1991. (í dag eru 500 þús. tonn horf- in til viðbótar og stofninn talinn hruninn þrátt fyrir veiðistöðvun sl. tvö ár. Innsk.) Ekki urðu menn sam- mála á fundinum um hvað gerst hefði en rætt var um: Hugsanlega ofveiði — afrán sela — þorskur fært sig til á svæðinu — sjáVarkulda — og svo umhverfisstreitu eða orku- Kristinn Pétursson FULLAR BÚÐIRAF NÝJUM VÖRUM VERÐ FRÁ: STUTTBUXUR KR. 790 BOLIR KR. 790 BLÚSSUR KR. 1.290 FILS KR. 1.390 KJÓLAR KR 1.490 SKÓR KR. 1.790 JAKKAR KR. 3.990 SPENNANDI HELGARTILBOÐ YERO JVLODA Laugavegi 95, s. 552-1444 & Kringlunni, s. 568-6244. „LÍNURITIÐ sýnir hvernig meðalvigt þorsks eftir aldri hrundi í kjölfar minnkandi veiðiálags við Vestur-Grænland. Einnig sýnir línuritið hvemig eldri árgangar hafa horfið úr veiði. Athyglisverð- ur er samanburður á textanum um umhverfisstreitu þorsks og sjáanlegu hruni í meðalvigt og elstu árgöngum." 13 ára 12ára 74 7 ára 6ára 5ára 4ára 3ára 1972 þurrð hjá þorskinum. Getgátur um að þorskur hafi fært sig til á svæð- inu eru órökstuddar hugdettur en á móti eru til rannsóknamiðurstöður Harolds Thompsons frá 1943 en 10 ára merkingarrannsóknir hans sýndu að þorskur á þessum slóðum er staðbundinn því endurheimt merkja á þessu 10 ára tímabili sýndi að 43% af merktum fiski veiddist innan 10 mílna radíus frá merking- arstað og 92% veiddust innan 100 mílna radíus frá merkingarstað. Nið- urstöður Harolds Thompsons eru í fullu gildi nema einhver sýni nýjar rökstuddar rannsóknir með merk- ingum. Menn komast ekkert frá þessu máli með hugarfluginu einu saman. Við skulum líta nánar á kafla í blaðagreininni úr Fisheries News um umhverfisstreitu eða orkuþurrð. Umhverfisstreita þorsks í nefndri blaðagrein kemur m.a. fram að rannsóknir í St. Lawerens- flóa hafi sýnt að við langvarandi fæðuskort geti orðið orkuþurrð hjá þorski. í greininni segir: „Heilbrigðir fiskar geyma orkuna í líkamanum, sérstaklega i lifrinni. Lifrin er í reynd orkuforðabúr sem fiskurinn getur sótt í þegar illa árar eða þegar orkuþörfin er mikil. Kyn- þroska fiskur gengur freklega á fitu- forða sinn við hrygningu og verður að endurnýja hann að hrygningu lokinni. Sé fiskurinn í slæmu ástandi þegar líður að hrygningu og tæmi fituforðabúrið getur hann drepist fái hann ekki fljótlega að éta á eftir.“ Síðan er lýst vaxandi sjávarkulda frá 1983 og síðan segir: „Kaldara vatn getur haft bæði bein og óbein áhrif, valdið hægari vexti og minnkandi fæðuframboði. Þetta gæti sett af stað þá keðjuverkun sem lýst hefur verið. Það sem styður kenninguna um orkuskort er að áhrifin ættu að vera mest á kynþroska hluta stofns- ins. Þetta virðist vera það sem gerð- ist hjá norðurþorskinum. Það er fyrst og fremst hrun fisks sem var á kyn- þroskaaldri sem varð til þess hve stofninn minnkaði í heild. Vísindamenn höfðu verið að vona að sterku árgangarnir frá 1986 og 1987 — sterkustu árgangar í áratug — yrðu til þess að stofninn byggðist upp þegar þeir færu að auka kyn sitt. Þvert á móti, mikið magn hvarf fljótlega eftir hrygninguna 1991. Afföll ungfísks virðast ekki hafa orðið eins mikil.“ (Tilvitnun lýkur.) Sá möguleiki er þannig fyrir hendi að sjávarkuldi og fæðuskortur sam- fara mikilli friðun á þorski sé í reynd líkleg skýring á ástandinu við Kánada. Ofveiði getur tæplega verið orsökin þarf sem kjörsókn var beitt skv. tillögum ráðgjafa. Það er hvorki í valdi mannsins að auka fæðumagn eða hækka hitastig, en hefði verið veitt meira er líklegt að fæðufram- boð hefði vaxið til þeirra fiska sem eftir voru. Meðalvigt þorsks eftir aldri féll mikið sem undirstrikar að tæplega hafi verið um ofveiði að ræða því þá hefði meðalvigt eftir aldri átt að vera stígandi. Sex ára þorskur við Labrador vó aðeins 0,86 kg 1991 og var aðeins 51 cm að lengd. Samkvæmt greininni í Fish- eries News eru líkur á að svona horaður þorskur deyi eftir hrygningu fái hann ekki strax fæði. Til saman- burðar var sex ára þorskur á íslands- miðum um 3 kg 1991 (4,5 kg 1973) og í Norðursjó var sex ára þorskur 8 kg 1991, eða tæplega tífalt þyngri en jafngamall þorskur við Labrador þar sem ráðgjafar fengu öllu að ráða. Óll þessi upprifjun er mikið alvöru- mál og alls ekkert einkamál þröngs hóps veiðiráðgjafa. Grænlandsþorskur til íslands Víkjum nú að þorskstofninum við Vestur-Grænland. „Grænlandsgöng- ur“ þorsks á íslandsmið komu árin 1980 og 1990. Árið 1980 gekk 7 ára þorskur á íslandsmið frá V-Grænlandi og var meðalvigt hans um 4,2 kg (sjá mynd). Árið 1990 gekk hins vegar 6 ára þorskur á Islandsmið — að verulegu leyti kyn- þroska — en meðalvigtin aðeins 1,36 kgl! Meðfylgjandi mynd sýnir algjört hrun í vexti þorskstofnsins við V- Yfir 30 ára reynsla S.G. EININGAHÚS Islensk hús hönnuð og byggð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin frá SG eru bæði traust og hlý. VelduSG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.