Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
</>
Z
i/>
2
Z>
>
I
=3
Z
z
>
Z3
Q
Z
ct:
LLJ
>
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c
Símar: 562 8501 og 562 8502.
RÁÐSTEFNA,
NÁMSKEIÐ EÐA FUNDIR Á DÖFINNI?
I Múlalundi færð þú fundarmöppur, barmmerki
(nafnmerki) , áletranir, merkingar og
annað sem auðveldar skipulag og eykur
þægindi og árangur þátttakenda.
Allar gerðir, margar stærðir, úrval
lita og áletranir að þinni ósk!
Hafðu samband við sölumenn okkar
í síma 562 8501 eða 562 8502.
<S> HYUmDhI
ÍMOI
FYRIRÞA
sem kjósa fallegan,
kraftmikinn og rúmgóðan bíl
með frábæra aksturseiginleika
126 hestöfl
9 Vökva- og veltistýri
• Rafdrifnar rúður
og speglar
9 SamLesing
9 Tölvustýrt útvarp, segulband
4 hátalarar
Verð frá
1.389.000
kr.ágötunaí
Frábærir
aksturseiginleikar
Elantra hafa komið
mönnum á óvart í
reynsluakstri.
Líttu við, taktu einn
hring í rólegheitum
og felldu þinn eigin
dóm.
BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR
ÁRMÚLA13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36
FRÉTTIR; EVRÓPA
Fundur EES-ráðsins
Ánægja með
framkvæmd EES
ÞRIÐJI fundur EES-ráðsins var
haldinn á þriðjudag og sat Finnur
Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráð-
herra, fundinn fyrir hönd íslensku
rikisstjómarinnar. Ráðið fagnaði að-
ild Liechtenstein að samningnum og
áréttaði mikilvægi hans. Kom í ljós
almenn ánægja með hvernig tekist
hefði til með framkvæmd hans.
Á fundinum samþykkti ráðið sam-
eiginlega yfírlýsingu um pólitísk
skoðanaskipti, sem er nánari út-
færsla á sérstakri yftrlýsingu við
EES-samninginn. í hinni sameigin-
legu yfirlýsingu felst:
• að skipulagðir verða reglubundnir
fundir forsætisráðherra EFTA-ríkja
sem aðild eiga að EES annars vegar
og formanns leiðtogaráðs ESB og
forseta framkvæmdastjórnar ESB
hins vegar,
• að ráðherrar skiptist óformlega á
skoðunum á fundum EES-ráðsins,
• að tengsl við ríki utan ESB og
EFTA/EES og aðrar alþjóðastofnan-
ir verði þróuð og ráðherrar skiptist
á skoðunum um þau mál,
• að skipst verði á upplýsingum um
erindi og afstöðu í sameiginiegum
hagsmunamálum,
• að skipulagðir verða eftir því sem
við á sérstakir fundir sérfræðinga til
að auðvelda skoðanaskipti um af-
mörkuð sameiginleg hagsmunamál,
sem að vinnuhópar ráðherraráðs
ESB eru að vinna að.
Einnig var á fundinum rætt um
þróun sameiginlegra, evrópskra upp-
runareglna í vöruviðskiptum. Stefnt
er að því að í viðskiptum milli ESB-
ríkjanna annars vegar og Póllands,
Ungveijalands, Tékklands, Slóvakíu,
Búlgaríu og Rúmeníu hinsvegar verði
tollar ekki lagðir á vörur þó hluti
vinnslunnar eigi sér stað bæði í ESB-
ríki og einhveiju þessara ríkja og
ennfremur að nota megi hráefni til
framleiðslu upprunavara frá öllum
ríkjunum.
Á fundinum kom fram skilningur
á þeirri kröfu að hið sama yrði að
gilda um EFTA-ríkin.
Þá fóru á fundinum í fyrsta skipti
fram pólitísk skoðanaskipti. Var
fjallað um framtíðarskipan öryggis-
mála í Evrópu, ástand mála í Rúss-
landi og í ríkjum fyrrum Júgóslavíu,
friðarviðræður fyrir botni Miðjarðar-
hafs og samstarf við ríki er liggja
að Miðjarðarhafinu.
EMU aflað fylgis
JACQUES Santer, forseti fram-
kvæmdasljórnar Evrópusam-
bandsins, sagði á ráðstefnu, sem
nú stendur yfir í Brussel um Efna-
hags- og myntbandalag ESB-ríkja
(EMU), að sameiginleg Evrópu-
mynt skipti miklu máli fyrir fram-
tíð sambandsins. „Upptaka sam-
eiginlegs gjaidmiðils væri kórón-
an á 40 ára samrunaþróun,“ sagði
Santer.
Framkvæmdastjórnin gaf í gær
út skýrslu sína um EMU og varar
þar við því að fyrstu fjögur árin
eftir að ákvörðun verður tekin um
að taka upp Evrópumynt verði
mjög erfið. Sljórnin hyggst nú
skera upp herör gegn neikvæðu
almenningsáliti í garð áforma um
sameiginlega mynt og afla henni
fylgis.
Yves-Thibauit de Silguy, sem
fer með efnahagsmál í fram-
kvæmdastjórninni, kynnti á ráð-
stefnunni áform um hringborðs-
umræður um EMU síðar á árinu
með þátttöku sem flestra þjóðfé-
lagshópa. Þar myndu húsmæður
og seðlabankastjórar ráðgast um
upptöku sameiginlegs gjaldmiðils.
Erfiðar viðræður
um landbúnaðar-
mál framundan
Washington. Reuter.
ÞEIR Dan Glickman, landbúnaðar-
ráðherra Bandaríkjanna, og Franz
Fischler, sem fer með landbúnaðar-
mál innan framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, hittast í fyrsta
skipti á fundi í Denver á föstudag-
inn. Þeir munu síðan eiga annan
fund í Washington í næstu viku.
Enn á eftir að leysa mörg mál á
sviði viðskipta með landbúnaðaraf-
urðir, þrátt fyrir nýtt GATT-sam-
komulag, og verða á fundinum í
Denver stigin fyrstu skrefin í átt að
lausn þeirra. Fundir þeirra Glickman
og Fischlers eiga eftir að verða
margir á næstunni og er því spáð
að þeim verði veitt álíka mikil at-
hygli og fundum æðstu viðskiptafull-
trúa á borð við Mickey Kantor og
Leon Brittan.
Glickman er þeirrar skoðunar að
tímabært sé að krefjast þess að ESB
afnemi innflutningsbann á kjöti þar
sem vaxtarhormónar hafa verið not-
aðir en Bandaríkjastjórn telur að það
bann komi í veg fyrir allt að 100
milljarða dala útflutning á nauta-
kjöti til Evrópuríkja.
í einni af fyrstu ræðunum sem
hann flutti eftir að hann tók við
embætti hét Glickman bandarískum
nautgripabændum því að hann
myndi gera þetta mál að forgangs-
verkefni. Bandaríkjastjórn segir
bannið stríða gegn ákvæðum Urugu-
ay-samkomulagsins þar sem kveðið
er á um að ef banna á innflutning
af heilsufarsástæðum verði að vera
fyrir því viðurkenndur vísindalegur
grundvöllur.