Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Hárgreiðslusveinn óskar eftir vinnu hálfan daginn. Upplýsingarísíma451 3228 eða 451 3215. Reykjavík Matreiðslumaður Matreiðslumann vantar í sumarafleysingar júní-október. Upplýsingar gefur Magnús í síma 689323. HAGKAUP Hagkaup Kjörgarði óskar eftir að ráða: 1. Starfsmann í dömudeild, starfið er heils- dagsstarf. Viðkomandi verður að geta hafið störf fljótlega. Eingöngu er um fram- tíðarstarf að ræða. Æskilegur aldur um- sækjenda er 25 til 40 ára. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum (ekki í síma). 2. Starfsmann til afgreiðslu á kassa um helg- ar. Lágmarksaldur er 18 ára. Auglýsingahönnuður Starfsmaður óskast til að sjá um hönnun auglýsinga á Ijósaskiltið á Lækjatorgi. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af hefð- bundinni hönnun fyrir prentverk. Upplýsingar í síma 568 9938, Samúel. Kviksýn hf. RAÐA UGL YSINGAR Frá menntamálaráðuneytinu Innritun nemenda í framhaldsskóla í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg dagana 6. og 7. júní frá kl. 9.00.-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini (skóla- einkunnum). Nemendur skulu senda viðkom- andi skólum staðfest afrit einkunna úr sam- ræmdum prófum strax og þær liggja fyrir. Námsráðgjafar verða til viðtals í Miðbæjar- skólanum innritunardagana. _____ Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður SkÍpUlagSStjÓrÍ Hafnarförður Suður-Hvaleyrarholt Breyting á deiliskipulagi við Háholt, Akurholt og Suðurholt í samræmi við gr. 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér auglýst til kynningar breyting á deiliskipulagi við Háholt, Akurholt og Suðurholt á Suður-Hvaleyrarholti í Hafn- arfirði. í tillögunni er gert ráð fyrir sambyggðri dag- vistun, verslun og þjónustu allt að þrjár hæðir í Háholti í stað tveggja tólf hæða há- hýsa fyrir íbúðir og þjónustu. Skólalóð er stækkuð inn á núverandi dagvistarlóð og Akurholti lokað að Suðurholti. Komið er fyrir fimm parhúsum, tíu íbúðum, þar sem nú eru átta einbýlishúsalóðir ofan Suðurholts. Ennfremur er lagt til að aðlaga lóðarmörk við Brattholt 1, 3 og 5. Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því við skipulagsstjóra ríkis- ins að hann undirriti uppdráttinn í sam- ræmi við gr. 4.4.1 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar 11. apríl sl. og tillaga að skipulags- og byggingarskilmálum fyrir þessa breytingu staðfest 23. maí. Tillagan liggur frammi í afgreiðslu tæknideild- ar í Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 1. júní til 29. júní 1995. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 13. júlí 1995. Þeir, sem ekki gera athuga- semd við tillöguna, teljast samþykkir henni. 29. júní 1995. Bæjarskipulag Hafnarfjarðar. ATHUGIÐ! Á kynningartímanum verður Akurholti lok- að við Suðurholt og við neðrí mörk skóla- lóðar Hvaleyrarskóla. FJ^LBREIÐífomUNH Skólaslit Skólaslit verða í íþróttahúsi Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti við Austurberg föstudaginn 2. júní 1995 kl. 14.00. Skólameistari. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ÁRMÚLA 12-108 REYKJAVÍK - SfMI 814022 Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Brautskráning nemenda og skólaslit Nemendur verða brautskráðir við hátíðlega athöfn í Langholtskirkju laugardaginn 3. júní kl. 11.00. Brautskráningarnemendur eru beðnir að koma í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10.30. Innritun fyrir haustönn 1995 Innritun stendur nú yfir og lýkur 7. júní. Grunnskólanemendum er bent á að skila umsókn með staðfestu afriti af skólaeinkunn- um sínum á skrifstofu skólans eða í Miðbæj- arskólanum í sameiginlegri innritun fram- haldsskólanna í Reykjavík 6.-7. júní. Skrifstofa skólans er opin kl. 8.00-15.00, sími 581 4022, bréfasími 568 0335. Einkunn- um á samræmdum prófum skal framvísa þegar þær liggja fyrir. Eftirtalið nám er í boði: Tveggjaára nám Verslunar- og skrifstofubraut, uppeldis- braut og félags- og íþróttabraut Stúdentspróf Félags- og sálfræðibraut, hagfræði- og við- skiptabraut, íþróttabraut, listdansbraut (í samvinnu við Listdansskóla ríkisins), nátt- úrufræðibraut og nýmálabraut Starfsréttindanám á heilsugæslusviði Sjúkraliðabraut, þriggja ára nám með starfs- þjálfun, lyfjatæknibraut, fjögurra ára nám með starfsþjálfun, námsbraut fyrir aðstoð- armenn tannlækna, tveggja og hálfs árs nám með starfsþjálfun hjá tannlæknadeild Há- skóla íslands, læknaritarabraut, árs nám að loknu stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, auk sex mánaða starfsþjálfunar, námsbraut fyrir nuddara, þriggja ára nám í samvinnu við Félag íslenskra nuddara. Skólayfirvöld og námsráðgjafi eru til viðtals um hvaðeina sem varðar nám í skólanum ef þess er óskað. Hringið í síma 581 4022 eða komið í skólann. Skólameistari. Innritun í Flensborgarskólann Flensborgarskólinn í Hafnarfirði er fram- haldsskóli sem starfar eftir áfangakerfi. í skólanum er hægt að stunda nám á öllum helstu námsbrautum til stúdentsprófs og auk þess á nokkrum skemmri námsbrautum. Innritun nýrra nemenda og nemenda, sem hafa gert hlé á námi sínu, fer fram í skólan- um þriðjudaginn 6. og miðvikudaginn 7. júní kl. 9-17 báða dagana, en síðustu forvöð til að skila inn umsóknum um skólavist verða föstudaginn 9. júní. Skólameistari. Stýrimannaskólinn íReykjavík Skólaslit - innritun Afhending prófskírteina og skólaslit Stýri- mannaskólans í Reykjavík verða í hátíðar- sal Sjómannaskólans föstudaginn 2. júní kl. 14.00. Eldri nemendur og allir afmælisárgangar eru boðnir sérstaklega velkomnir. Innritun nýnema er til 10. júní. Skólameistari. Aðalfundur Aðalfundur Breiðabliks verður haldinn í Smár- anum fimmtudaginn 8. júní 1995 kl. 18.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rekstur félagssvæðis. 3. Önnur mál. Stjórnin. Laxveiðileyfi Til sölu laxveiðileyfi í Brennu (ármót Þverár og Hvítár) í Borgarfirði og einnig í Álftá á Mýrum. Upplýsingar gefur Dagur Garðarsson í síma 557 7840 alla virka daga frá 8.00-16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.