Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 45 BREF TIL BLAÐSINS Náttúruheilsufæði Frá Hallfríði Eysteinsdóttur: HEILBRIGÐ skynsemi, byggð á vit- urlegum meginreglum náttúrunnar sjálfrar, gerir okkur fært að halda við og endurnýja mannslíkamann til langrar endingar. Ef við glötum eðl- isávísun okkar við rétt val á fæðu, sem best hæfir þörfum líkamans við allar aðstæð- ur, sviptum við okkur mikilvægri aðstoð til varð- veislu heilsunnar. Ef við lítum aðeins á dýrin í náttúrunni komumst við fljótlega að raun um að þau borða aðeins eina tegund fæðu í einu. Það er ekki það sama að segja með okk- ur, við borðum allt sem okkur þykir gott, og allt í einum haug. Þegar við höfum gefið líkamanum næringu með því að borða væna máltíð, sér- staklega við hátíðleg tækifæri, ætt- um við að vera hress og fær í flestan sjó. En það erum við bara alls ekki, við erum í rauninni aðeins fær um að koma okkur yfir á sófann. Rétt samsetning fæðunnar skapar í sjálfu sér rétt skilyrði til megrun- ar. Ef þú borðar mat sem er þrjár klst. í staðinn fyrir átta að fara í gegnum meltingarveginn áttu líka meiri orku eftir, vegna þess að fæð- „Læknadóp algengt í umferðinni“ Frá Hallgrími Magnússyni. í HÁDEGISFRÉTTUM Ríkisút- varpsins laugardaginn 27. maí sl. var sagt frá því í fréttum að auk áfengis fyndust oft önnur vímuefni í blóði ökumanna á íslandi. Var tekið til að þessi vímuefni væru oftast útgefin af læknum til sjúkl- inga sinna og benzódiazepimsam- bönd sérstaklega nefnd í þessu sam- bandi. í textavarpi sjónvarpsins þennan sama dag voru þessi lyf nefnd „læknadöp". Nauðsynlegt er að vara við þess- ari orðnotkun. Auðvelt er að mis- nota mörg lyf, sem læknar gefa sjúklingum sínum, á ýmsan hátt, m.a. til þess að komast í vímu, en þessi lyf eru oft gefin fólki með sjúkdóma, sem valda miklum óþæg- indum og setja sjúklingunum oft þröngar skorður. Séu lyfin tekin samkvæmt læknisráði er hægt að lina þjáningar og jafnvel bægja sjúkdómseinkennunum frá með öllu. Þeim sem eru svo óheppnir að hafa sjúkdóma af þessu tagi bregð- ur í brún þega,r þeir heyra í útvarps- fréttunum að þessi lyf séu vímuefni og þeir þar með orðnir vímuefna- neytendur. Og ef þeir slysast til að opna textavarp sjónvarpsins frétta þeir að þeir eru orðnir dópistar. Hér er verið að valda veiku fólki óþarfa kvíða og áhyggjum. Með því að nota orðið „lyf“ i þessu samhengi væri hins vegar verið að nálgast þetta alvarlega vandamál á hlutlausan hátt og auð- velda þar með sjúklingum, læknum og umferðaryfirvöldum að taka í sameiningu á vandamálinu á raun- hæfan hátt. HALLGRÍMUR MAGNÚSSON. - kjarni málsins! an fer greiðar í gegnum þarmana. Á sama tima losarðu líkamann fyrr við úrgangsefni sem að öðru leyti safn- ast fyrir í líkamanum. Venjur okkar íslendinga hafa jafnan verið á þann veg að borða kartöflur með öllum mat. Ég er ekki á móti kartöflum sem slíkum, en i þeim er sterkja og við þurfum basískan meltingarsafa til að bijóta hana niður. Ef við borð- um hins vegar kjöt eða físk, sem inniheldur protein þurfum ivð súran meltingarsafa til niðurbrots á því. Ef við höfum einhveija þekkingu á efnafræði vitum við, að við blöndun sýru og basa, verða þessi efni hlut- laus. Mannslíkaminn er háður vissum lifeðlisfræðilegum takmörkunum og til þeirra þarf að taka tillit. Við vilj- um að fæðan meltist með eðlilegum hætti í maganum, sé ekki lengur en þijár klst., rotni ekki, myndi ekki loft, valdi ekki uppþembu, bijóstsviða eða súrum maga sem útheimtir lyf. Þess vegna þurfum við að hugleiða það sem við borðum. Maginn ræður ekki við hvað sem er, við getum ekki boðið honum upp á það að melta alls kyns mismunandi fæðutegundir á sama tíma. Næringaefnin glatast að sama skapi og til að minna ykkur á erum við líka eina dýrategundin, sem þarfnast lyfja til að fjarlægja fæðuna úr meltingarfærunum, þegar við erum búin að borða. Breyting á mataræði krefst skipu- lags en þú gerir það á þeim hraða sem þér þykir bestur. Hafið í huga, að rétt samsetning fæðunnar bannar ekki að borða þann.mat sem þér lík- ar, það á bara ekki að borða allar fæðutegundimar í einu. Grænmeti er hægt að borða með öllum mat, því það brotnar niður hvort heldur með súrum eða basískum mat. Kjöt, ost, egg eða fisk á að borða með grænmeti og salati. Pasta, brauð, hrísgijón eða kartöflur á að borða með smjöri, grænmeti og salati. Ávexti ber þó að borða eina og sér. Séu ávextir borðaðir með máltíð rotnar prótín og kolvetnin geijast. Magainnihaldið verður súrt. Leyfið líkamanum að vinna á rétt- an hátt og kannið hvort þið finnið ekki mun á ykkur líkamlega eftir létta, næringarríka og auðmeltan- lega máltíð. Hugurinn verður skýr- ari, aukakílóin hætta að bætast við og starfsþrekið eykst að sama skapi. „Við þurfum að læra að borða til að lifa, ekki lifa til að borða.“ HALLFRÍÐUR EYSTEIN SDÓTTIR, sjúkraliði, Egilsstöðum. Kostuleg sumarútsala fram ab hvítasunnuhelgi Fossháls 1 llOReykjavík Sími 634000 Þitt er valið STÓR Útsala á notuðum bílum sem fylgja tveir valkostir af fjórum @Fri bifreiðatrygging í 6 mánuði ^ W @)Fjarstýring á samlæsingum ! — @ (4JKók og prins Sumardekk Greiðslukjör til 48 mánaða Visa Euro raðgreiðslur Jafnvel engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir allt að 6 mánuði Opið til kl. 18 virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.