Morgunblaðið - 01.06.1995, Page 43

Morgunblaðið - 01.06.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ1995 43 FRÉTTIR Jöfn staða karla og kvenna á ráðstefnu ■ HJÓLASKOÐUN lögreglunnar við grunnskóla Reykjavíkur verð: ur dagana 1., 2., 6. og 7. júní. í frétt frá lögreglunni segir að ætlast sé til að allir mæti með hjólin sín. Nú fari sá tími í hönd þegar flestir taki fram reiðhjólin og um leið sé sá timi framundan þegar flest reið- hjólaslys verði. Það sé því mjög mikilvægt að foreldrar hafi eftirlit með yngstu börnunum þegar þau byiji að hjóla og veiti þeim nauðsyn- lega tilsögn. Lögreglan skoðar hjól við skólana sem hér segir: Fimmtudaginn 1. júní við Hlíða- skóla, Austurbæjarskóla og Hvassaleitisskóla frá kl. 10-11 og við Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla frá 13.30 til 14.30. Föstudaginn 2. júní verður skoð- un við Fossvogs-, Breiðagerðis- og Alftamýrarskóla frá 10-11 og við Laugarnes-, Langholts- og Vogaskóla frá 13.30-14.30. Þriðjudaginn 6. júní verður skoð- að við Breiðholts-, Fella- og Hóla- brekkuskóla frá 10-11 og við Selja-, Öldusels- og Foldaskóla frá 13.30 til 14.30. Lokadagur hjólaskoðunar verður miðvikudaginn^ 7. júní. Þá verður skoðað við Árbæjar-, Artúns-, Selás- og Klébergsskóla frá kl. 10-11 og við Æ.K.Í, Landakots-, Varmár-, Mýrarhúsa-, Rima- og Húsaskóla frá kl. 13.30 til 14.30. ■ FRANCA Zuin heldur dagana 6.-16. júní flamenco-námskeið í Kramhúsinu. Franca Zuin kemur hingað frá Granada á Spáni. Hún er fædd í Suður-Týról en lagði ung að árum land undir fót og ferðaðist meðal annars til íslands og Spánar. A Spáni hóf hún nám í flamenco- dansi, fyrst í Granada en síðan í Sevilla, sem stundum er kölluð vagga flamenco-dansins. Frá því að hún lauk námi hefur hún kennt og sýnt flamenco víða um lönd, mest í Þýskalandi og á Ítalíu. Hún býr nú á Ítalíu og á Spáni. Á námskeiðinu kennir Franca ýmis grunnatriði flamenco svo sem fótatækni, arm- hreyfingar, klapp-rytma (palmas) og býr til dans með nemendum sínum. Kennt verður í tveim hópum, byrj- enda og framhalds. Allar nánari upplýsingar eru veittar í Kramhús- inu. ■ HIÐ árlega arnbísk-íslenskn kvöld verður haldið fimmtudags- kvöldið 1. júní í Ármúla 40, 2. hæð. Arabískir réttir verða á borðum sem fyrr. Á dagskrá kvöldsins er arabísk tónlist og dans. Þórunn Valdimarsdóttir, rit- höfundur les úr verkum sínum. Heið- ursgestur kvöldsins er dr. Izzedin Aryan, aðalritari palestínska Rauða hálfmánans á Vesturbakkanum og Gaza. Borðhald hefst kl. sjö. 11. NORRÆNA mannréttindaráð- stefnan verður haldin á íslandi þann 1. til 3. júní. Ráðstefnan er fyrsta alþjóðlega ráðstefnan sem Mann- réttindaskrifstofa íslands hefur með höndum. Mannréttindaskrifstofan hefur frá stofnun verið formlegur aðili að samstarfi mannréttinda- stofnana Norðurlanda og er ráð- stefnan liður í því samstarfi. Ráðstefnan verður haldin á Nor- ræna skólasetrinu á Hvalíjarðar- strönd. Um 60 einstaklingar frá ís- landi og öðrum Norðurlöndum sem og alþjóða- og svæðasamtökum utan Norðurlandanna, taka þátt í ÆVINTÝRA-KRINGLAN opnaði 10. maí sl. á 3. hæð í Kringlunni þar sem viðskiptavinum Kringl- unnar gefst kostur á gæslu fyrir börn. Frá því að Ævintýra-Kringlan opnaði hefur hún notið mikilla vin- sælda hjá börnum sem koma í Kringluna. Miðað er við að bömin geti dvalist í 1—1V2 klst. í senn þannig að foreldrarnir geti verslað í rólegheitum. Ævintýra-Kringlan er lista- smiðja fyrir börn á aldrinum 2ja til 8 ára. Krakkarnir fá að spreyta sig á leiklist, sögn, dansi og mynd- list. Á fimmtudögum kl. 17 eru leiksýningar fyrir börnin. Fimmtu- daginn 1. júní kemur Tanja Tat- Veðmál endurvakin hjá Fáki FÁKUR heldur sitt árlega Hvíta- sunnumót dagana 1.-5. júní. Ásamt hefðbundinni dagskrá verður afhjúp- aður minnisvarði um Þorlák Ottesen fyrrverandi formann félagsins. Um árabil voru veðreiðar Fáks einn helsti viðburður í Reykjavík. Um hvítasunnuna verða þær endur- vaktar. Á laugardag gefst áhorfend- um kostur á að veðja á 150 m skeið, úrslit á tölti, A-flokki og B-flokki gæðinga sem fram fara á mánudag. Einnig verður hægt að veðja á hesta í 250 m skeiði á mánudag. ráðstefrtunni. Viðfangsefni ráð- stefnunnar verður jöfn staða kvenna og karla og mannréttindi kvenna. Tilgangur ráðstefunnar er að skapa opnar umræður um hug- myndir um mannréttindi og koma með tillögur fyrir Heimsþing Sam- einuðu þjóðanna um málefni kvenna sem haldið verður í Peking í september. Alkunna er hvaða áhrif tillögur norrænu mannrétt- indaráðstefnanna á Laugarvátni 1991 og Lundi 1993 höfðu á Heims- þing Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi sem haldið var í Vín í júní 1993. arastelpa í heimsókn í Ævintýra- Kringluna. í hlutverki Tönju er Ólöf Sverrisdóttir, leikkona. Umsjónarmenn Ævintýra- Kringlunnar eru leikkonurnar Ólöf Sverrisdóttir og Margrét Péturs- dóttir sem báðar hafa mikla reynslu af að vinna með börnum. Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin virka daga frá kl. 14 til 18.30 og laugardaga frá kl. 10-16. FUNDUR sambandsstjórnar Verkamannasambands íslands, haldinn 29. maí 1995, lýsir yfir áhyggjum sínum vegna stöðu vinnudeilu sjómanna og útgerðar- manna. Leysist deilan ekki með skjótum hætti leiðir hún af sér atvinnuleysi þúsunda fiskvinnslu- fólks. í ályktuninni segir: „Fisk- vinnslustöðvar sem eiga mikinn meirihluta fiskveiðiflotans ætla bersýnilega engu að skeyta um hagsmuni fiskvinnslufólks í hinni harðsnúnu hagsmunabaráttu sinni við sjómenn. Það samræmist ekki hagsmun- BUBBI Morthens og Rúnar Júlíusson. Útgáfutón- leikar GCD í kvöld BUBBI og Rúnar í GCD halda tón- leika í tilefni af útkomu nýrrar plötu þeirra, Teika, í kvöld, fimmtudaginn 1. júní, í Þjóðleikhúskjallaranum. Á tónleikunum leika þeir öll lögin af nýju plötunni ásamt gömlu GCD- slögurum. Lagið Ég sé ljósið af Teika hefur fengið góðar viðtökur og hefur verið á hraðferð upp alla vinsældalista að undanförnu, segir í fréttatilkynningu. Bubbi og Rúnar munu koma fram allar helgar um allt land fram í miðjan september. um þjóðarinnar að aðilum sem færð hefur verið á silfurfati mesta auðlind hennar og efnahagslegt fjöregg, verði látið haldast uppi að stöðva þessa mikilvægustu framleiðslugrein okkar og beita aðgerðum sem eru tvímælalaust brot á vinnulöggjöfinni, í þeim til- gangi að brjóta niður löglega boð- un vinnustöðvun sjómanna. Sambandsstjórn VMSÍ krefst þess að atvinnurekendur í sjávar- útvegi komi án tafar að samnings- borðinu og gangi til samninga, enda ekki um aðra lausn málsins að ræða.“ Tískusýn- ing á Kaffi Reykjavík ÍSLENSKUR fatahönnuður, Guð- björg Antonsdóttir, sýnir eigin hönnun í kvöld, fimmtudaginn 1. júní, á Kaffi Reykjavík. Guðbjörg lauk námi frá Columbine Int- ernational Mode og Design Skole í Kaupmanna- höfn og útskrif- aðist þaðan sem fatahönnuður árið 1994, þar sótti hún einnig námskeið í hattagerð. Á sýningunni verða sýnd sumarföt og einnig verða sýndir danskir skartgripir frá fýrirtækinu AC Huiltqust en það er Vinnustof- an Austurveri sem flytur þá inn. Að auki verða kynntar snyrtivörur frá Christian Breton. Það eru nem- endur John Casablanca sem sýna og kynnir er Kolbrún Aðalsteins- dóttir. ♦ » ♦ Fræðsla fyrir vélhjóla- áhugafólk MÓTORSMIÐJAN er samstarfs- verkefni íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur og Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur sem rekin verður sem tilraunaverkefni frá og með 2. júní til 1. september 1995. Markmiðið er að koma saman vélhjólaáhugafólki á aldrinum 13-18 ára og verður unnið mark- visst að ýmsum forvörnum og fræðslu. Að Vagnhöfða 7 er góð viðgerðaraðstaða og þar geta áhugasamnir aðilar um mótorhjól hist, unnið í hjólunum sínum og spjallað við aðra hjólaáhugamenn. Einnig verður aðstaða fyrir starf- semi vélhjólaklúbba sem tengjast félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Mótorsmiðjan verðu opin alla virka frá kl. 10-23.30. Leiksýningar í Ævintýra-Kringlunni Verkamannasambandið Ahyggjtir af sjó- mannaverkfallinu Símaskráin 1995 er komin út laugardaginn B. Júní lUýja símaskráin tekur gildi Mundu eftir afhendingarmidanum og nádu í nýju símaskrána strax í da !> I\lýja símaskráin - nauðsynleg frá 3. júní PÖSTUR OG SIMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.