Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fossvogshverfi Eftirlit undirbúið FORELDRAFUNDUR í Fossvogs- skóla skipaði í gærkvöldi nefnd til að vinna að forvömum og eftirliti í hverfinu. Fundurinn var haldinn vegna þrýstings frá foreidrum um að gripið yrði til aðgerða vegna end- urtekinnar áreitni við böm í hverfinu. Sr. Pálmi Matthíasson, sóknar- prestur, sagði að fulltrúar félags- málayfirvalda í Reykjavík og Kópa- vogi, forvamardeild lögreglunnar í Reykjavík og rannsóknarlögreglu ríkisins hefðu sótt fundinn. „Niður- staða fundarins var sú að íbúamir ætla að snúa vöm í sókn í hverfinu. Skipuð var nefnd til að vinna að forvömum, nágrannavöktun og frekari gæslu í hverfinu og farið verður fram á aukna gæslu í sam- vinnu við íbúa í hverfinu á fundi með forvamardeild strax á föstu- dag,“ sagðj Pálmi. Auður Ólafsdóttir, ein nefndar- manna, sagðist telja að fundurinn hefði tekist mjög vel. Fólk hafi verið sammáia um að nauðsynlegt væri að efna til aðgerða strax. Eftir því yrði farið. FRÉTTIR Glæsilegur árangur á lokaprófum í 10. bekk grunnskóla Fékk 10 í öllum fögum DÖGG Guðmundsdóttir náði þeim ágæta árangri að fá 10 í einkunn í öllum fögum er hún útskrifað- ist úr 10. bekk Breiðholtsskóla í Reykjavík í fyrra- dag. Dögg segist alltaf hafa átt mjög auðvelt með að læra. „Eg sit þó ekki inni öllum stundum að lesa, því mestallur minn frítími fer í að æfa á skíðum, en skólinn gengur að vísu alltaf fyrir,“ sagði hún. Dögg fær ekki prófseinkunnir úr samræmdu prófunum, þ.e. íslensku, dönsku, ensku og stærð- fræði, fyrr en 23. júní, en fyrir þessar greinar fékk hún 10 í vetrareinkunn sem er sá vitnisburð- ur sem skólinn gefur fyrir starf vetrarins. „Ég vonast auðvitað eftir að fá 10 í sam- ræmdu prófunum líka, en það er þó ekkert ör- uggt því þau voru mjög erfið,“ sagði Dögg, en hún ætlar að sækja um skólavist í Menntaskólan- um í Reykjavík nk. vetur. „Ég er alveg óráðin hvað mig langar til að leggja fyrir mig, en í augnablikinu er ég spennt fyrir læknisfræð- inni,“ sagði Dögg. Að sögn skólastjóra Breiðholtsskóla, Þorvalds Óskarssonar, er afar sjaldgæft að nemendur nái þessum árangri í öllum fögum, jafnt bóklegum sem verklegum og auk þess í íþróttum. Morguh blaðið/Sverrir Glöð að loknum prófum DÖGG Guðmundsdóttir fagnaði einstæðum árangri í prófunum með því að fara út að borða og í bíó með vinkonum sínum. Skráning Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar febrúar-maí Atvinnulausum hef- ur fækkað lítillega NÚ UM mánaðamótin voru 3.118 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumiðl- un Reykjavíkurborgar og eru það 254 færri en í lok febrúar sl. Þar af eru 60 sjómenn sem teknir voru af skrá vegna verkfalls sjómanna. Samkvæmt skrá Vinnumiðlunar miðað við 31. maí sl. voru 991, eða 32% atvinnulausra, verkafólk og/eða ófaglærðir og hafði fækkað úr 1.104 frá febrúarlokum. At- vinnulausir verslunar-, skrifstofu- og bankastarfsmenn voru 829 eða 26% skráðra miðað við 31. maí en í lok febrúar voru þeir 819. Atvinnulausir utan stéttarfélaga og/eða sjálfstætt starfandi voru 573 eða 18% en voru 580 í lok febr- úar. Opinberir starfsmenn á skrá voru 237 eða 8% atvinnulausra um mánaðamótin en þeir voru 240 á skrá í lok febrúar. Auk sjómanna hefur iðnaðar- mönnum og faglærðum fækkað Sjúkraflug á Reykja- neshrygg ÞYRLA frá vamarliðinu sótti í gær slasaðan sjómann á miðin á Reykjaneshrygg, tæpar 450 sjó- mílur undan landi. Tilkynning um að sjómaður á togaranum Haraldi Kristjánssyni, sem Sjóli í Hafnarfírði gerir út, hefði slasast barst Landhelgis- gæslunni skömmu fyrir kl. 12 á hádegi í gærdag. Fyrsta mat lækn- is var að sækja þyrfti manninn og vegna fjarlægðar var varnarlið- ið fengið til þess. Þyrlan lenti kl. 20.40 við Borg- arspítalann með manninn. Þar fengust þær upplýsingar í gær- kvöldi hjá lækni að áverkarnir hefðu reynst minniháttar. Hann hefði marist á mjaðmasvæði við að fá á sig fiskikar og kremjast upp við jámkant. mest á skrá en í þeim hópi voru 278 eða 9% á skrá í lok maí en voru 347 á skrá í lok febrúar. 80% hætt eftir grunnskóla Atvinnulausir á skrá á aldrinum 16 til 25 ára voru 681 í lok maí og hefur fækkað nokkuð miðað við skráningu í lok febrúar en þá voru þeir 807 eða 24% atvinnulausra. Að sögn Oddrúnar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, vekur athygli að 80% atvinnulausra á aldrinum 16 til 25 ára hafa hætt námi eftir grunnskóla. Aukafjárveiting vegna námsmanna Til viðbótar við áðurnefnda at- vinnuleysisskráningu hefur ekki allt skólafólk, sem skráð hefur sig fyrir sumarvinnu hjá borginni, fengið atvinnu. í fyrradag voru 3.743 ung- ÞRÍR 10-11 punda laxar veiddust í Norðurá í Borgarfirði í gær þegar stangaveiðivertíðin hófst formlega. Einn lax fékkst úr Laxá í Ásum. Laxamir úr Norðurá veiddust all- ir í gærmorgun neðan við Laxfoss, einn á Brotinu og tveir á Eyrinni. Áin var vatnsmikil, skoluð og aðeins 4 gráður. Það var formaður Stangveiðifé- lags Reykjavíkur, Friðrik Þ. Stefáns- son, sem veiddi fyrsta lax sumars- ins, 10 punda hrygnu á flugu á Brot- inu. Skömmu seinna dró Guðlaugur Bergmann svipaðan fisk á maðk á Eyrinni og fékk annan nokkru síðar. Veiðimenn við ána sögðu að áin hefði litið vel út á miðvikudagsmorg- un, en mjög heitt var í veðri þann daginn og áin óx og litaðist jafnt og þétt. menni eldri en 16 ára skráð hjá borginni og er búið að ganga frá 2.500 störfum hjá ýmsum stofnun- um Reykjavíkurborgar. Ingibjörg . Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir stefnt að því, að reyna að tryggja skólafólki sem enn er atvinnulaust í höfuðborginni vinnu í sumar. Samþykkt 500 starfa til viðbótar í lok maí hafi verið gerð með þeim fyrirvara að önnur fjárveiting kæmi til í júní ef ungmenni á skrá hefðu ekki fengið aðra vinnu. „Það var ákveðið að ef þessir krakkar fengju ekki aðra vinnu yrði að skoða aðra fjárveitingu í júní. Stefnt er að því að reyna að tryggja öllu þessu fólki vinnu en það er ekki markmið í sjálfu sér að það fái allt vinnu hjá Reykjavík- urborg. Við viljum sjá hvað vinnu- markaðurinn tekur við mörgum,“ segir Ingibjörg Sólrún. Lax kominn í Húnaþing Fyrsti laxinn kom á Iand úr Laxá á Ásum síðdegis í gær. Um var að ræða 10 punda hrygnu sem veiddist í Dulsunum. Áin er skollituð og vatnsmikil og víða eru allt að tveggja metra háir snjóskaflar sem ná út í ána o g gerir það veiðimönnum erfitt fyrir að nálgast suma góða veiði- staði í ánni. Að sögn Flosa Ólafssonar, sem var á veiðum í gær og þekkir ána vel, þá minnist hann þess ekki að snjóskaflar hafi verið við ána í upp- hafí veiðtímabils en þó hefur byij- unin oft verið verri en þetta. Veiði hófst í Litluá í Kelduhverfi í gær og byijaði vel. Margrét Þórar- insdóttir í Laufási, veiðivörður, sagð- ist hafa frétt af góðum afiabrögðum, Glóandi símalínur hjá BSÍ FYRSTA ferðahelgi sumarsins, hvítasunnuhelgin, er framundan og á Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík fengust þær upplýsingar að síminn hafi verið glóandi í gær. Spurt væri um flesta áfangastaði og ekki kæmi í ljós fyrr en fólk færi að láta sjá sig hvert straumurinn lægi. Ekki stefnir í að mikið meira verði að gera í innanlandsflugi Flug- leiða um helgina en um venjulega helgi. Ingþór Jóhannesson, afgreiðslu- maður í innanlandsfluginu, sagði að ákveðið hafi verið að bæta við einu flugi til ísafjarðar í dag. Fullbókað vteri í öll,6 flugin til ísafjarðar um helgina. Ekki eru meiri bókanir til Akureyrar en um „góða“ helgi. Að þriðjudegi meðtöldum stefnir í að farþegar í innanlandsfluginu verði um 3.500 um helgina. Að sögn Gunnlaugs Vilhjálmsson- ar hjá Lögreglunni í Ámessýslu verða tjaldstæðin á Þingvöllum og Laugarvatni lokuð um helgina. Haft verður eftirlit með svæðunum bæði af hálfu lögreglunnar og þjóðgarðs- varðar. Hjónin Friðrik Þ. Stefánsson og Margrét Hauksdóttir með 10 punda hrygnu af Brotinu. t.d. 9 fískum fyrir hádegi af svæði 5. Hún hafði hins vegar ekki heyrt fréttir af öllum svæðum og gat því ekki slegið fram heildartölu dagsins. Fiskurinn var vænn, allt að 4-4,5 punda. Laxveiði sumarsins hafin FyrstU laxarnir fengust úr Norðurá Islenskur drengur lést í Danmörku Drakk plöntu- eitur SEX ÁRA gamall drengur, sonur íslensks föður og filippseyskrar móður, lést í Hanstholm á Jótlandi sl. sunnudag eftir að hafa drukkið plöntueitur úr gos- flösku, sem geymd var í bíl- skúr við heimili hans. í frétt dagblaðsins Ekstra- bladet af óhappinu sagði að nágrannar hefðu fengið eitrið frá kunningjum til að ráða niðurlögum illgresis í garðin- um og aðeins hafi verið lögg í flöskunni. Drengurinn hafi verið að leika sér og fundið flöskuna og fengið sér sopa. Talið er að hann hafi innbyrt mjög lítið magn af eitrinu því enn hafi það mikið verið eftir í flöskunni. Haft er eftir lög- reglu að drengurinn hafi sennilega haldið að eitrið, sem var brúnleitt, hafi verið kók eða ávaxtasaft. Drengurinn hét Filippus Bjarni Heimisson. Hann hafði búið með foreldrum sínum í Danmörku í um það bil eitt ár. HrönnÍS með metafla HRÖNN ÍS, 6 tonna trilla frá Suðureyri við Súgandafjörð kom að landi síðastliðinn þriðjudag með metafla, eða 8,7 tonn. Guðni Albert Einarsson skipstjóri sagði að hann og Ólafur Gústafsson hefðu ver- ið að veiðum þijár mílur frá Deild, yst í Stigahlíðinni þeg- ar allt fylltist. Guðni sagði þetta hafa verið heilmikla törn en uppistaðan í aflanum var vænn þorskur. Hrönn ÍS reri með 18 bala og var meðalþyngd þeirra um 487 kg þegar_ komið var að landi. Hrönn ÍS hefur verið annar af tveimur aflahæstu bátunum við Djúpið mörg undanfarin ár og með sama áframhaldi eru litlar líkur á að á því verði breyting f ár. Vertíðin hófst 1. febrúar en vegna veðurs sagðist Guðni lítið hafa getað róið fram að páskum. Vel hefur veiðst síð- an og er aflahrotan nú vel þegin vegna gæftaleysis und- anfarinna mánaða. Konaá áttræðis- aldri rænd TVEIR piltar rændu þrjátíu þúsund krónum af aldraðri konu á Freyjugötu í Reykja- vík síðdegis í gær. Piltarnir, sem taldir eru vera tæplega tvítugir, réðust a konuna og hrifsuðu af henni veski sem í voru um þijátíu þúsund krónur í peningum. Konan kærði malið þegar til lögreglu. Þrátt fyrir víðtæka leit fundust piltarnir ekki en veski konunnar fannst, pen- ingalaust, síðdegis í ’ gær Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið nú til rannsóknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.