Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
MYNDIN var tekin af framkvæmdum á íþróttasvæðinu. Á myndinni má þekkja flesta og meðal
þeirra má nefna Júlíus Þórðarson, útgerðarmann og fyrrum fréttaritara Morgunblaðsins á Akra-
nesi (veifar af þaki bílsins). Esjan er síðan i baksýn. Ólafur Frímann Sigurðsson framkvæmda-
sljóri tók myndina en hann var formaður Knattspyrnufélags Akraness á árunum 1928-1939.
Nýr íþrótta-
salur á
Stokkseyri
Stokkseyri - Nýr íþróttasalur var
tekinn í notkun við hátíðlega at-
höfn á Stokkseyri 28. maí sl.
Athöfnin hófst með því að Grét-
ar Zophoníasson, sveitarstjóri
Stokkseyrarhrepps, bauð gesti vel-
komna. Að því loknu rakti Jón
Gunnar Ottósson sögu hússins, en
í upphafi var það notað sem veiðar-
færageymsla hjá Hraðfrystihúsi
Stokkseyrar. í máli oddvita kom
fram að salurinn er 20x11,5 m og
á hann er lagt parket. Einnig eru
í húsinu búningsklefar og snyrti-
aðstaða. Breytingar á húsinu önn-
uðust Pétur Kristjánsson og Egg-
ert Guðmundsson, byggingaverk-
takar. Að ræðuhöldum loknum fór
fram fimleikasýning þar sem fram
kom flokkur frá Umf. Selfoss.
Eftir það sýndu tvær valkyrjur úr
Gaulveijabænum nokkur glímu-
brögð. Svo tóku við söngatriði þar
sem fram komu söng- og leikhóp-
urinn Hraustir menn og konur og
Rúna Einarsdóttir sem söng nokk-
ur lög.
Fyrsti
sumardag-
urinn á
Húsavík
Húsavík - Gleðilegs sumars ósk-
uðu Húsvíkingar hver öðrum sl.
miðvikudag þegar þeir komu út
um morgunin í 8 stiga hita og
logni, en slíkt hefur ekki gerst
síðan einn fyrsta dag mánaðar-
ins. Maímánuður hefur verið
óvenju kaldur og flesta daga
hefur hiti að morgni verið 0 til
3 sþig og oft næturfrost.
A miðvikudeginum mátti sjá
fólk í sólbaði þó snjóskafl sé að
baki í húsagarðinum. Fólk fór
að hreinsa til í görðum og menn
hafa tekið fram grilltækin og
grillað í gleði sinni yfir því að
nú væri sumarið komið.
Veðurstofan spáir svipuðu
veðri fram að helgi þó óttast
megi þokuslæðing eftir helgina
og má búast við því að einstaka
maður fari að setja niður kartöfl-
ur þótt garðar séu ekki almennt
svo komnir undan snjó að hægt
sé að setja niður.
60 ár frá bygg-
ingu íþróttasvæd-
isins á Akranesi
Morgunblaðið/Silli
Mikil þátt-
taka á fjöl-
skyldudaginn
Húsavík - Á fjölskyldudeginum
27. maí sl. á Húsavík var góð þátt-
taka í hinum ýmsu þjálfunargrein-
um sem eru liður í verkefninu
Heilsuefling á Húsavík, verkefni
sem ætlað var að auka áhuga fólks
á hreyfingu og hollari lífsháttum.
Elín B. Hermannsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur, telur að tilgangi
þessa átaks hafi verið fullkomlega
náð þó veður hafi ekki verið hag-
stætt til allra þeirra hluta sem
fyrirhugaðir höfðu verið.
Allfjölmennur hópur fór í langa
fjörugöngu sem endaði við sund-
laugina og fékk fjöldinn sér þar
bað í lauginni á eftir þrátt fyrir
kuldann.
Við sundlaugina kynntu tvær
verslanir, Búrfell og Matbær K.Þ.,
heilsusamlegan mat og hjúkrun-
arfræðingar mældu blóðþrýsting
þeirra sem þess óskuðu.
Nýlega gengust sömu aðilar
fyrir bíllausum degi og hvöttu
menn til að ganga í vinnuna. Eftir-
tektarvert var að fleira fólk sást
gangandi og bílar færri á götum
Húsavíkur þennan dag en aðra
daga. En í því sambandi er um-
hugsunarvert að börnin eru í rík-
ari mæli hætt að ganga í skólann,
þeim er ekið og það er mikil breyt-
ing frá því að börnin á Bakka á
Tjörnesi, 2,5 km norðan við Húsa-
Akranesi - Um þessar mundir eru
60 ár liðin frá því að íþróttavöllur-
inn á Akranesi var vígður en fram-
kvæmdir hófust árið áður. í fyrstu
var byggður malarvöllur á þeim
stað sem nú er aðalíþróttaleikvang-
ur bæjarins.
Eins og nærri má geta voru all-
ar framkvæmdir unnar í sjálfboða-
ljðsvinnu við erfiðar aðstæður. Það
voru félagar í knattspymufélögun-
um K.A. og Kára sem unnu verkið
en þeir höfðu verið boðaðir með
áskorunarbréfi eins og fram kemur
í heimildum.
Nokkur ágreiningur var milli
íþróttafélaganna um hvar íþrótta-
svæðinu yrði valinn staður en ekki
er hægt að segja annað en að vel
hafi tekist við valið enda vart hægt
að hugsa sér betri staðsetningu
fyrir íþróttamannvirki. Þórður As-
mundsson, útgerðarmaður lánaði
bifreið af gerðinni Ford, módel
1929.
Vinna við völlinn var bæði erfið
og tímafrek því grafa þurfti völlinn
niður á þriðja meter að norðan-
verðu við brekkuna til þess að fá
hann láréttan. Aðalverkfærin voru
handskóflur. Það var sr. Siguijón
Guðjónsson, fyrrum prófastur á
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sem
annaðist vígslu vallarins.
ÓKEYPIS var í sundlaugina á Húsavík á
fjölskyldudaginn og sótti hana á annað hundrað manns.
A M 1995
Iðnskólinn í Reykjavík og Reykjavíkurborg gefa
ungu atvinnulausu fólki í borglnni kost á launuðu
starfsnámi við Iðnskólann í sumar,
AÍI/AUA :? jkAUVI AÍO ÍT1,Á/Al
ÆaAamÐsa^iiJB
• • *