Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995
ÚRVERINU
Klaki sf. og Bröste á sýningn í Kaupmannahöfn
MORGUNBLAÐIÐ
Ráðherrafundurinn í Messina
Upphafsins minnzt
og nýr áfangi hafinn
Brussel. Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkja
Evrópusambandsins koma saman í
ítölsku borginni Messina í dag til
að minnast þess að fjörutíu ár eru
liðin frá Messinafundinum, þar sem
aðildarríki Kola- og stálbandalags
Evrópu ákváðu að stofna með sér
efnahagsbandalag og sameina
markaði sína.
Á morgun hefst svo fundur „hug-
leiðingarhópsins" svokallaða í ná-
grannabænum Taormina. Hópurinn
er skipaður fulltrúum utanríkisráð-
herranna, sem eiga að leggja línur
fyrir ríkjaráðstefnu ESB, sem hefj-
ast mun á næsta ári.
Á dagskrá ríkjaráðstefnunnar
verður meðal annars aukinn póli-
tískur samruni ESB-ríkja, tillögur
um sameiginlegar varnir og hvern-
ig hægt sé að tryggja skilvirka
ákvarðanatöku ef allt að fimmtán
ný aðildarríki í Austur- og Suður-
Evrópu ganga í sambandið.
Jafnframt mun ráðstefnan fjalla
um valdajafnvægi stofnana ESB,
framkvæmdastjórnarinnar, ráð-
herraráðsins og Evrópuþingsins.
Á þeim fjörutíu árum, sem liðin
eru frá Messinafundinum, hefur
ríkjunum í sambandinu fjölgað úr
sex í fimmtán og það teygir sig nú
frá heimskautasvæðum suður til
Miðjarðarhafs og frá írlandi til
Grikklands. Búizt er við að utanrík-
isráðherrarnir geri á Messinafund-
inum nýja mikið úr því hvernig
samrunaþróunin í Evrópu hefur
sætt forna fjendur. Þegar þeir horfa
fram á við, er litið til átaka í fyrrver-
andi Júgóslavíulýðveldum og Sovét-
ríkjum sem vísbendinga um að
ESB-ríkin verði bæði að standa
saman sem eitt og leitast við að
koma á sem sterkustum pólitískum
og efnahagslegum tengslum til að
koma í veg fyrir glundroða í austur-
hluta álfunnar.
Lagðir fram
mismunandi kostir
Carlos Westendorp, Evrópumál:
ráðherra Spánar, er formaður huf
leiðingarhópsins. Hann segist búaí
við að hópurinn muni aðeins leggj
fyrir ríkjaráðstefnuna mismunam
kosti, sem fulltrúar á henni verði sv
að velja. á milli.
I
I
I
i
i
i
I
i
i
Morgunblaðið/Sverrir
ÞORSTEINN Óli Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri Borgarplasts afhendir Skúla Guðbjarnarsyni,
kennslustjóra á Dalvík sjálfstýringuna. Á milli þeirra er Elías Bjarnason, sjölustjóri Borgarplasts.
Borgarplast gefur sjálf-
stýringu við siglingahermi
BORGARPLAST hf. hefur nú gefið
Útvegssviði Verkmenntaskólans á
Akureyri, sem starfrækt er á Dalvík,
sjálfstýringu til að nota við siglinga-
og fiskveiðihermi, sem verið er að
setja upp við skólann. Fé til kaupa
á herminum fékkst hjá hinu opin-
bera, en nú er verið að safna fjár til
kaupa á nauðsynlegum tækjum, sem
þurfa að fylgja herminum.
„Við höfum verið að gera átak við
skólann til að bæta tækjakost hans,
sérstaklega stýrimannadeildarinnar, “
segir Skúli Guðbjamarson, kennslu-
stjóri. „Byijað var á því að panta sigl-
inga- og fiskveiðihermi, sem er mjög
gagnlegt kennslutæki fyrir skip-
stjómamema. Tækið byggir á tölvu-
tækni, þar sem tölva og hugbúnaður
gefa siglingatækjum merki eins og
þau væru í skipi á siglingu eða við
veiðar. Hermínn sjálfan keyptum við
fyrir peninga, sem okkur tókst að fá
frá ríkinu, meðal annars fyrir tilstuðl-
an samgönguráðuráðherra og fyrr-
verandi menntamálaráðherra.
En hermirinn þarfnast almennra
siglingatækja, sem við leitum til at-
vinnulífsins til fjármögnunar. Það
var Borgarplast, sem reið á vaðið
og gaf okkur fyrstu gjöfina, sem er
sjálfstýring frá Furuno og kostar
150.000 til 200.000 krónur. Þetta
er mjög mikilvægt fyrir okkur, ekki
bara að fá tæki í herminn, heldur
einnig að Borgarplast hefur tekið
frumkvæði, sem margir geta vonandi
haft til eftirbreytni,“ segir Skúli
Guðbjarnarson.
Tæki til meðhöndlunar
á fiski í blöndunni Q one
þ
i
i
Morgunblaöið/Sverrir
UNNIÐ að frágangi sjálfvirks ídýfutækis frá
Klaka sf. fyrir flutning til Danmerkur.
VÉLSMIÐJAN Klaki sf. í Kópavogi vinnur að þróun
og framleiðslu búnaðar til að vökvameðhöndla ýmsar
sjávarafurðir, bæði í vinnslustöðvum í landi og í vinnslu-
skipum. Bröste í Danmörku hefur keypt tvær sjálfvirk-
ar vélar af þessu tagi og mun kynna á sjávarútvegssýn-
ingunni í Bella Center í Kaupmannahöfn ásamt „Q
óne“ efnablöndunni sem fyrirtækið framleiðir.
Klaki sf. hefur unnið við þróun og smíði fiskvinnslu-
tækja, meðal annars í skip, færibönd, þvottakör og
fleira. Ýmsum fisktegundum, hörpudiski og rækju er
dýft í lög til að veija þær þránun, halda litnum og
auka geymsluþol. Þetta er til dæmis gert við karfa og
rækju, einnig fiskflök. Klaki sf. hefur verið að vinna
að því að hanna sjálfvirka ídýfutækni. Bröste frétti af
þessu og keypti tvö tæki í tengslum við kynningu á Q
one leginum sem Jóhannes Arason þróaði.
Benedikt Sigurðsson, forstjóri Klaka sf., segir að
þetta sé kærkomið tækifæri til að koma tækjunum á
framfæri og segist vonast til að markaður fáist fyrir
þau erlendis.
Q one efnablandan er náttúrleg þráavöm, sem eykur
geymsluþol ferskra og frysta afurða. Bröste i Dan-
mörku framleiðir efnablönduna í samvinnu við Jó-
hannes Arason. Hann segir, að helztu kostimir við
notkun hennar séu seinkun á þránun, mislitun og inn-
þornun í fyrstum fiski. Auk þess haldi fiskur, sem
meðhöndlaður hefur verið með efnablöndunni betur
eigin vöka eftir uppþýðingu og eldun. Blandan þýði
ekki utankomandi vökva í fiskinum heldur hjálpi hún
við að binda eigin vökva fisksins. Efnablandan er nátt-
úruleg og er notkun hennar því leyfileg í Bandaríkjun-
um, Eyjaálfu og innan Evrópusambandsins.
„Efnablandan eykur geymsluþol ferskra sjávarafurða
um allt að íjóra daga með því að seinka niðurbroti.
Meðhöndlun fisksins er einföld og seinkar vinnslunni
ekki, hvorki um borð í skipum né í landi. Þá er ljóst
að notkun efnablöndunnar kostar í raun ekkert, því
ávinningurinn við bindingu eigin vökva í fiskinum,
gerir meira en að vega upp á móti kostnaðinum. Þetta
hlýtur því að teljast góður kostur fyrir fiskverkendur,"
segir Jóhannes Arason.
FRÉTTIR: EVRÓPA
Blair vill „gæta
hags Bretlands“
London, Bonn. The Daily Telegraph.
RÍKISSTJÓRN Verkamannaflokks-
ins myndi gæta hagsmuna Bretlands
í Evrópusambandinu, sagði Tony Bla-
ir, formaður flokksins, í ræðu í Bonn
fyrr í vikunni. Blair leitaðist þar við
að taka upp harðari stefnu í Evrópu-
málum en flokkur hans hefur gert
að undanfömu.
Blair stóð reyndar við fyrri yfirlýs-
ingar sínar um að ESB hefði fært
Bretum og öðrum Evrópubúum frið
og hagsæld og að Bretland ætti,
undir stjórn Verkamannaflokksins,
að taka sér forystuhlutverk í Evrópu
ásamt Þýzkaiandi. Hann hafnaði
sömuleiðis hugmyndum um „tveggja
hraða Evrópu", þar sem Bretland
yrði á hægari ferð en aðrir.
Á undan almenningsáliti
Hins vegar bar á áherzlubreytingu
hjá Blair er hann gagnrýndi leiðtoga
ESB-ríkja fyrir að hlaupa á undan
almenningsálitinu er Maastricht-
sáttmálinn var gerður og sagði að
skilyrði þess að hægt væri að halda
samrunaþróuninni áfram væri að
það tækist að sannfæra almenning
um ágæti hennar.
Blair sagði að þótt verkamanna-
flokksmenn væru jákvæðir í garð
Evrópu, ætti enginn að vanmeta vilja
þeirra til að gæta hagsmuna Bret-
lands á ríkjaráðstefnunni á næsta
ári, rétt eins og þýzk stjórnvöld vildu
gæta þýzkra hagsmuna. Hann benti
á að lokaákvarðanir ráðstefnunnar
kynnu að verða teknar í stjórnartíð
Verkamannaflokksins.
Neitunarvald á sumum sviðum
Flokksformaðurinn sagðist tilbú-
inn að afsala neitunarvaldi ein-
stakra aðildarríkja ESB í til dæmis
félags-, umhverfis- iðnaðar- og
byggðamálum, en sagði að Bretar
myndu áfram fara fram á að geta
beitt neitunarvaldi á sviðum, sem
hefðu úrslitaþýðingu, til dæmis í
skattamálum, öryggismálum, varð-
andi landamæraeftirlit og breyting-
ar á Rómarsáttmálanum.
Reutcr.
Sjómenn í hlutverki sjóræningja
SPÆNSKIR sjómenn hafa und-
anfarna viku lokað mörgum
höfnum á Spáni og truflað sigl-
ingar á milli Evrópu og Norður-
Afríku. Sjómennirnir á mynd-
inni huldu andlit sín með plast-
pokum, ruddust inn í farþega-
ferju og neyddu skipstjóra henn-
ar til að breyta áætlun sinni.
Vilja sjómennirnir með þessum
aðgerðum mótmæla áformum
Marokkó um að draga úr fisk-
veiðikvótum Spánverja í lögsögu
þeirra.