Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ1995 39
OLOFISFELD
+ Þórunn Ólöf
Kristjánsdóttir
ísfeld fæddist í
Húsavík eystri 6.
apríl 1916. Hún lést
á Droplaugarstöð-
um 29. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Júlía
Steinsdóttir, f.
1891, og Jens Krist-
ján Guðmundsson
Isfeld, f. 1880.
Systkini hennar
voru: Séra Jón Kr.
ísfeld, f. 1908, d.
1993, Lilja Kr. fs-
feld, f. 1924, búsett í Reykjavík,
Einar Kr. ísfeld, f. 1929, d.
1945, og Fjóla Kr. ísfeld, f.
1931, búsett á Akureyri. For-
eldrar Ólafar bjuggu víða og
stunduðu mest landbúnað sam-
hliða útgerð. Þegar Ólöf var
12 ára fluttu foreldrar hennar
til Seyðisfjarðar og þar ráku
þau greiðasölu samhliða útgerð
á vélbátnum Bárunni. Þegar
Ólöf var 15 ára fór hún í
tveggja ára nám í Húsmæðra-
skólann á Hallormsstað og síð-
an, 18 ára gömul, fór hún til
náms í hússtjórnarskóla í
Stryne í Noregi og lauk þaðan
námi eftir 2 ár.
í Noregi trúlofaðist Ólöf ung-
um manni, Olav Riise að nafni,
og bjó hjá honum og fjölskyldu
hans. En samband þeirra Olavs
rofnaði og hún flutti aftur til
íslands og fæddi 16. apríl l938
dóttur er skírð var Rós Ólafs-
dóttir. Foreldrar Ólafar gengu
barninu í foreldrastað. Rós
Ólafsdóttir er gift Þorbergi
Péturssyni, f. 1927, iðnverka-
manni, og eiga þau tvo syni,
Pétur, f. 1962, og Kristján, f.
1963. Að skólanámi loknu réð
Ólöf sig sem ráðskonu að
bændaskólanum á Hólum
(1941-1942), hótel
Varmahlíð (1942-
1943), héraðsskó-
lanum í Reykjanesi
(1943-1944) og á
veitingarstaðnum
Ferstiklu í Hvalfirði
(1944-1945).
Eiginmaður Ólaf-
ar var Kristján
Benediktsson, raf-
virkjameistari,
fæddur 1919 á
Hrafnabjörgum,
Ögurhreppi, Norð-
ur-ísafjarðarsýslu.
Með honum flutti
hún fyrst vestur í Djúp og síðan
til Reykjavikur 1945, þar sem
þau bjuggu síðan. Fyrstu árin
bjuggu þau lengst vestur á Sól-
vallagötu 70 og seinni árin
lengst af í Safamýri 45. Þau
hjónin eignuðust þijú börn: 1)
Einar Kristján ísfeld, f. 25. júlí
1946, d. 12. mars 1987, vann þjá
Tryggingastofnun ríkisins og
Landmælingum Islands. Kvænt-
ist Hrafnhildi Hauksdóttur,
tækniteiknara, og eignuðust þau
tvö böm, Ólöfu Sigríði ísfeld,
f. 1976, og Kristján Hauk ísfeld,
f. 1981. 2) Jóhannes Rafn, f. 6.
febrúar 1948, tæknifræðingur í
Reykjavík, kvæntur Hrafnhildi
Þorgrímsdóttur, kennara, og
eiga þau tvö böm, Ásdísi Mar-
gréti, f. 1975, og Ólaf Þór, f.
1976. 3) Margrét Sigríður
Duncombe, f. 6. desember 1953,
skrifstofustjóri í Manchester,
Englandi, gift John Duncombe,
verkfræðingi hjá ICI í Cheshire,
Englandi, og eiga þau tvö böm,
Daníel John, f. 1982, og Önnu
Lísu, f. 1984. Síðustu tvö árin
dvaldi Ólöf á Droplaugarstöðum
í Reykjavík.
Útför Ólafar Kr. ísfeld verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin kl. 13.30.
ÞEGAR við hugsum til baka þá
fyllist hjörtu okkar af þakklæti til
ömmu fyrir allar liðnar samveru-
stundir. Brosið hennar bjarta var
alltaf til staðar. Hún hugsaði vel
um okkur öll og vildi allt fyrir okk-
ur gera.
Alltaf var mikið um að vera hjá
ömmu og afa í Safamýrinni. Þau
voru lífleg og skemmtileg. Amma
var alltaf að segja okkur sögur af
sér og öðrum enda hafði hún lent
í mörgu og hún sagði svo líflega
frá enda var hún síhlæjandi og glöð.
Það var gott að koma til ömmu
til að gæða sér á kræsingunum og
aldrei var hún ánægð nema við
stæðum á blístri þegar við yfirgáf-
um húsakynni hennar. Hún vildi
alltaf hjálpa til þegar eitthvað bját-
aði á og kom alltaf með hlýjan faðm
á móti okkur.
Besta lífsnestið sem hún gaf okk-
ur var að segja okkur frá Drottni
Guði og kenna okkur að biðja. Hún
var alltaf trúuð og kveðjum við hér
elsku ömmu okkar með þessum
orðum úr Biblíunni.
Því að þín vegna býður hann út englum
sínum,
til þess að gæta þín á öllum vegum þínum,
þeir munu bera þig á höndum sér,
til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.
(Sálm. 91. 11-12.)
Ásdís Margrét, Ólafur Þór,
Ólöf Sigríður, Kristján
Haukur, Daníel John, Anna
Lísa.
Þegar við missum einhvem af
því samferðarfólki hér á jörðu sem
okkur hefur þótt vænt um er eðli-
legt að fyllast trega og söknuði.
Hugur okkar hvarflar að því liðna
og því sem við fengum að njóta.
Þegar ég kveð nú Ólöfu ísfeld
fylla minningarnar hugann og þá
ber þar hæst þakklæti fyrir allt sem
hún var mér.
Við Olla kynntumst fyrir rúmum
þrjátíu árum þegar ég giftist bróð-
ursyni hennar. Með okkur hefur
alla tíð síðan verið góð og einlæg
vinátta. Til Ollu var gott að koma
enda vildi hún öllum vel og var
ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd.
Þessa hlýju vináttu hafa synir mín-
ir skynjað frá því að þeir voru litlir
enda alltaf fúsir að fara til Ollu
frænku. Það var alltaf tekið fagn-
andi á móti þeim og þeir fundu að
þeir vom velkomnir ekki síður en
við fullorðna fólkið.
Gleði og sorg skiptust á í lífi
okkar Ollu eins og allra annarra
og þá gátum við glaðst og syrgt
hvor með annarri. Olla varð fyrir
þeirri sorg að Einar, eldri sonur
hennar, lést aðeins fertugur að
aldri eftir erfið veikindi. Nokkrum
árum síðar lést svo Kristján, eigin-
maður hennar, einnig úr erfiðum
sjúkdómi. Þá kom vel í ljós hve
trúuð hún var enda talaði hún oft
um það hve barnstrúin væri sterk.
Hún fann traust sitt hjá Guði og
bað iðulega fyrir vinum og vanda-
mönnum.
Efst í huga Ollu eins og flestra
mæðra voru jafnan börn hennar og
fjölskyldur þeirra. Hún gladdist af
alhug yfir velgengni þeirra. Mar-
grét, dóttir hennar býr í Englandi
ásamt eiginmanni sínum og böm-
um. Þangað leitaði hugur hennar
oft og hún saknaði þess að hafa
þau ekki nær sér. Hins vegar naut
hún þess ríkulega þegar þau komu
í heimsóknir, enda var Magga ein-
staklega hugulsöm og nærgætin við
mömmu sína. Rafn aðstoðaði hana
á margvíslegan hátt og leit oft inn
til hennar. Þá vora heimsóknir
barna Einars heitins ömmu sinni
einnig mjög kærkomnar.
Eitt af því sem sterkast ein-
kenndi Ollu var þakklætið sem hún
sýndi, hversu lítið sem fyrir hana
var gert. Ég átti þess stundum
kost að skreppa með hana á flakk
eins og við kölluðum það, einkum
hin síðari ár. Þetta fannst henni
hressandi og skemmtilegt, sérstak-
lega ef við brugðum okkur á kaffi-
hús í leiðinni. Mikið heðfi ég viljað
að þær ferðir hefðu getað orðið
fleiri.
Ekki er það ætlun mín með þess-
um fáu línum að rekja æviferil þess-
arar kæra vinkonu minnar en mig
langar aðeins að minnast hennar
með örfáum þakkarorðum sem
einnar af tryggustu og bestu mann-
eskjum sem ég hef átt kost á að
kynnast.
Við Haukur og synir okkar vott-
um fjölskyldu Ollu dýpstu samúð.
Með einlægri þökk kveðjum við
Ollu og þökkum henni samfylgdina.
Megi hún hvíla í eilífum friði.
Kristín G. ísfeld.
Margra ánægjustunda minnist
ég úr Vesturbænum, þegar ég lít
til baka. Blíða, umhyggja og góð-
mennska lýsa Ollu best. Heimili
Ollu og Stjána var alltaf opið fyrir
mér og ég notfærði mér það óspart
í mörg ár.
Mest dvaldi ég ásamt Möggu
dóttur hennar í eldhúsinu að að-
stoða við bakstur og ekki amaðist
hún við því, þótt það hafi gengið á
ýmsu þar. Við gerðum nákvæmlega
það sem okkur þótti skemmtilegast
og fórum svo í kompuna og gædd-
um okkur á ömmukökum og mjólk.
Ég man aldrei eftir að hafa kom-
ið til Ollu án þess að það væri byrj-
að á því að fylla mann af mat og
kökum.
Ég hef aldrei getað slitið mig frá
henni, þó að Magga flytti af landi
brott, enda voram við alltaf svo
góðar vinkonur, þó svo að aldurs-
munurinn hafi verið mikill. Það var
alltaf svo létt og kátt í kringum
Ollu.
Mig langar með þessum fáu orð-
um að þakka henni samfylgdina.
Hún skilaði sínu hlutverki með
sóma og er eflaust hvíldinni fegin.
Nú er hún hjá Stjána og Einari og
umkringd blómum, eins og ég minn-
ist hennar.
Ég votta aðstandendum hennar
mína dýpstu samúð.
Kveðja.
Helen Knútsdóttir.
t
DAGBJÖRT ÁSGRÍMSDÓTTIR,
Skiðabraut 7,
Dalvík,
lést miðvikudaginn 31. maí.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÞURÍÐURT. BJARNASON,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
Kópavogi, aðfaranótt 31. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rafn Bjarnason,
Benedikt Bjarnason.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÓLÖF KR. ÍSFELD,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í
dag, föstudaginn 2. júní, kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á Minningarsjóð Droplaugarstaða.
Rafn Kristjánsson, Hrafnhildur Þorgrfmsdóttir,
Margrét Kristjánsdóttir, John Duncombe,
Rós Olafsdóttir, Þorbergur Pétursson
og barnabörn
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN GUÐNI GUÐJÓNSSON,
Garðbraut 19,
Garði,
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju
laugardaginn 3. júní kl. 13.30.
Guðlaug Sveinsdóttir,
Sveinn R. Björnsson, • Loftveig K. Sigurgeirsdóttir,
Guðrún Erla Björnsdóttir, Júlíus Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartkær sonur okkar, bróðir, mágur,
dóttursonur og frændi,
JÓN SIGURÐSSON,
Kirkjuvegi 4,
Vík í Mýrdal,
verður jarðsunginn frá Víkurkirkju
laugardaginn 3. júní kl. 16.00.
Helga Elsa Hermannsdóttir, Sigurður Ævar Harðarson,
Björn Sigurðsson, Natalía Björnsdóttir,
Ragnheiður Sigurðardóttir, Hlynur Örn Sigurðsson,
Sigurbjörg Ragnheiður Björnsdóttir.
+
Útför yndislegrar dóttur okkar,
SELMU RÚNAR ROBERTSDÓTTUR,
Grundarhvarfi 4,
Vatnsenda,
er lést í Barnaspítala Hringsins mánu-
daginn 29. maí, fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, föstudaginn 2. júní,
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vildu minnast henn-
ar, er bent á Minningarsjóð barnadeildar Hringsins.
Ólöf de Bont Ólafsdóttir, Robert de Bont.
Islandssaga
í einu bindi
' X
) FISCHERSUNDI 3
SÍMI 14620