Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bróðir minn. GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON vélstjóri, Borgarbraut 8, Grundarfirði, lést í Borgarspítalanum 31. maí. Fyrir hönd systkina, Jón Kristjánsson. t Faðir okkar, PAULV. MICHELSEN garðyrkjubóndi, Krummahólum 6, áður Hveragerði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. júní kl. 15.00. Frank Michelsen, Ragnar Michelsen, Már Michelsen og fjölskyldur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR (DídO, öldrunarheimilinu Víðihlið, Grindavík, áður til heimilis iSteinholti, Vestmannaeyjum, sem lést 26. maí sl., verður jarðsungin á morgun, laugardaginn 3. júní, frá Grindavíkurkirkju kl. 11 f.h. Ebba Unnur Jakobsdóttir, Jónas Guðjónsson, Guðrún Haildóra Jóhannesdóttir, Guðmundur Einarsson, Jón Ólafur Jóhannesson, Ólöf S. Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HÁKON KRISTINSSON kaupmaður, Heiðarbrún 6, Keflavik, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 23. maí sl. Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélagið. Hafdís Jóhannsdóttir, Guðrún Hákonardóttir, Stefán Jónsson, Rakel Lárusdóttir, Hákon Stefánsson. Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar okk- ar, bróður og barnabarns, ÆVARS ÞORVALDSSONAR, Klukkubergi 3. Bryndís Ævarsdóttir, Þorvaldur Friðþjófsson, Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, Sigurður Óli Þorvaldsson, Agnes Óskarsdóttir, Ævar Ragnarsson, Ragnheiður Sigurðardóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HARALDAR SIGURJÓNSSONAR fyrrv. kaupmanns, Hverfisgötu 45, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs. Klara Guðmundsdóttir, Sturla Haraldsson, Anna Ólafsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Rannveig Jónsdóttir, Hildur Haraldsdóttir, Ólafur Skúlason, Ingimar Haraldsson, Halldóra Björk Jónsdóttir og barnabörn. MÁR EGILSSON + Már Egilsson fæddist 23. janúar 1932. Hann lést á heimili sínu 21. maí sl. og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 30. maí. VIÐ undirritaðir, vinir og spilafé- lagar Más Egilssonar, drúpum nú höfði í þakklæti og virðingu. Við áttum samleið með Má í blíðu og stríðu í meira en fjörutíu ár og margar samverustundimar eru okkur ógleymaniegar. Flestir fundir okkar voru gleðifundir, fyrst ungra manna, síðan blandaðir alvarlegri málum fullmótaðra fjölskyldu- manna og loks fór að síga á síðari hluta ævinnar hjá okkur öllum. Slíkt er lífshlaup okkar allra, hvort sem okkur kann að líka það betur eða verr. Alltaf var Már hrókur alls fagnaðar, enda hafði hann mikla kímnigáfu og var með skemmtileg- ustu mönnum. Hann var einstak- lega góðum gáfum gæddur og haf- sjór af fróðleik nm menn og mál- efni. Hann var okkur mikill og góð- ur vinur, fylgdist af einlægum áhuga með Qölskylduhögum okkar og var ávallt reiðubúinn með aðstoð og góð ráð. Slíkir menn eru því miður alltof fáir á meðal okkar. Á sama hátt fylgdumst við með hans fjölskylduhögum. Við sáum Guð- rúnu og Má búa sér fagurt heimili, synina þijá, Egil, Steingrím Dúa og litla Má þroskast frá börnum í vöggu til fullorðinsára og þótti vænt um þá. Að setja minningarorð á blað um látinn vin er ekki auðvelt. Flestar minningar frá liðnum samveru- stundum geyma menn í eigin hug- skoti, fremur en að bera þær á torg fyrir aðra. Við ljúkum því nú þess- um kveðjuorðum með einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu vinar okkar, Más Egilssonar. Birgir, Björn, Birgir og Einar. Við útför Más Egilssonar verður mér hugsað til löngu liðinna daga í Menntaskólanum I Reykjavík. Eg settist í hann haustið 1948, þá hafði Már þegar verið tvo vetur í honum, allt frá haustinu 1946, að hann, einn í hópi 30 glæsilegra ungra námsmanna, náði nægilegri hárri aðaleinkunn til að geta sezt í 1. bekk, á aldarafmæli skólans. Inn- tökuprófið var ekkert lamb að leika við, þvert á móti var það harðsótt keppikefli af 150-200 ungmennum á hveiju vori, eins og í þetta skipt- ið. Og auðvitað voru það eingöngu úrvalsnemendur, sem komust að. Að vísu áttu flestir hinna líka eftir að spjara sig, þótt það kæmi e.t.v. síðar í ljós. Sambekkingar urðum við Már í máladeild MR haustið 1948, en kynntumst samt ekkert að gagni fyrr en síðasta veturinn okkar, 1951-1952, að við urðum sessunautar, reyndar með vini okk- ar og bekkjarfélaga Magnúsi Þórð- arsyni, síðar kenndum við Varð- berg, þessum gáfaða Qölfræðingi; hann flaug eins og Már inn í 1. bekk MR vorið 1946. Við sátum í þriggja sæta röð sakir þrengsla og þeir félagar höfðu gert með sér samkomulag um að skipta um sæti vikulega. Sem leiddi og til þess, að þeir skiptust á um að vera sessu- nautar mínir þennan síðasta vetur. Við vorum miklir vinir og námið lék í höndum þeirra; annað mál var, að þeir sinntu mátulega öðru en því, sem þeir höfðu fyrst og fremst áhuga fyrir. Og það voru ekki endi- lega alltaf skólabækumar, sem nutu velþóknunar þeirra. Magnús var á kafi í alls konar fræði- mennsku og grúski. Már hafði tak- markalitla athafnaþrá og fékk henni svalað m.a. í ýmsum störfum fyrir sólafélagið. Síðsta veturinn var hann formaður leiknefndar og fór dijúgur tími í það stúss allt. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þá og þeir voru kraftmiklir og virk- ir í afar ijörugri bekkjardeild, VI. bekk B MR ’52; svo fjörugir, að sennilega hefur ýmsum vinum okk- ar í árganginum þótt alveg nóg um. Þegar Magnús vinur okkar lézt afar óvænt fyrir rúmu ári ritaði Már afar hlý eftirmæi um hann í Morg- unblaðið. En nú er hann líka farinn. Már var ijölgáfaður maður, sat í máladeild MR og nam síðan latínu fyrsta árið sitt í Háskóla íslands, áður en hann hóf nám í viðskipta- fræði. Síðan hófst lífsbaráttan og alls kyns vafstur, þar sem á ýmsu gekk, fyrir honum eins og öðrum. Samt reyndum við alltaf að halda sambandi og eftir að atvinnurekstur hans var að baki efldust samskiptin verulega á nýjan leik, þótt hann væri þá stöðugt hijáður af alls kon- ar sjúkleika, sem ásótti hann. En nú vonaðist hann eftir að vera kom- inn á lygnan sjó og hugsaði sér að eyða æviárunum í friði og ró. Hann lét m.a.s. þau orð falla við mig, hálfvegis í gamni að vísu, að hann gæti mætavel hugsað sér að fara á nýjan leik í latínuna í Háskólanum. Já, hann vildi eiga góð ár framund- an, var búinn að fá sig fullsaddan á veraldarvolkinu, vildi einbeita sér að hinu góða og fagra í lífinu fram- undan, á komandi árum. Ég er viss um að því hefðum við fagnað, vinir hans og bekkjarfélagar, og viljað eiga þau með honum. En það fer margt öðruvísi en ætlað er og nú er hann farinn, þessi káti og lífs- glaði vinur okkar. Við óskum hon- um fararheilla, við eigum síðan eft- ir að sjást á ný í góðra vina hópi. Sigurður E. Guðmundsson. Morgunblaðið/Anna ÓVÆNT úrslit urðu í kjör- dæmamótinu, sem fram fór á Egilsstöðum helgina 19.-20. maí sl. BRIPS Arnór G. Ragnarsson Sunnlendingar unnu kjördæma- mótið 1995 Kjördæmamót Bridssambands ís- lands var haldið á Egilsstöðum í sam- vinnu við Bridssamband Austurland helgina 20.-21. maí. Spilað var í tveim- ur deildum, tvöföld umferð, alls 6 umferðir með 20 spila leikjum. Spilað varí Hótel Valaskjálf við mjög góðar aðstæður og móttökur voru mjög góðar hjá heimamönnum. Keppnin var jöfn og spennandi í báðum deildum og endaði þannig: 1. deild: l.Suðurland 378 2. Vesturland 358 3. Norðurland v. 355 4. Reykjavík 345 2. deild: 1. Reykjanes 390 2. Austurland 384 3. Norðurland ey. 371 4. Vestfirðir 269 Reykjavík spilar því í annarri deild á næsta ári og Reykjanes færist upp í fyrstu deild. Þar sem ekki var hægt að afhenda verðlaun í mótslok vegna spilaruglings sem upp kom í síðustu umferð hefur stjóm Bridssambands íslands ákveðið að verðlaun sem Egilsstaðabær gaf til keppninnar auk farandbikars sem Akranesbær gaf verði afhent sveitum Suðurlands og Reykjaness þegar verð- laun t Bikarkeppni BSÍ verða afhent eftir úrslit 17. sept. nk. Stjóm BSÍ harmar þennan leiðinlega endi á keppninni og vonar að það verði ekki til þess að skaða þessa keppni t fram- tíðinni. + Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR BJARGAR JAKOBSDÓTTUR, Spítalavegi 4, Akureyri. Jakobína Kjartansdóttir, Valdimar Brynjólfsson, Ólafur Fr. Kjartansson, Þorbjörg Ingvadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÖNNU JÓNSDÓTTUR frá Seljavöllum. Grétar Óskarsson, Vigdís Jónsdóttir, Rútur Óskarsson, Sigríður Karlsdóttir, Jón Óskarsson, Áslaug Jónasdóttir, Ásbjörn Óskarsson, Inga Sveinsdóttir, Siguröur Óskarsson, Eygló Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað verður í dag frá kl. 13-15 vegna útfarar SELMU RÚNAR ROBERTSDÓTTUR. Fjölprent hf., Þingholtsstræti 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.