Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 33
AÐSENDAR GREINAR
Ung-mennafélögin
og umhverfismál
ITENGSLUM við landsmót Ung-
mennafélags íslands sem haldið var
að Laugarvatni sl. sumar ákváðu
Ungmennafélag íslands og umhverf-
isráðuneytið að bindast samtökum
um að vinna að bættri umgengni
um hafið, strendur, ár og vötn lands-
ins. Átakið hófst formlega með
fræðsluþingi sunnudaginn 26. febr-
úar í vetur og í kjölfarið fylgdu
fræðsluþing í öllum landshlutum.
Umhverfismál hafa frá upphafi skip-
að stóran sess hjá ungmennafélags-
hreyfingunni, og hún hefur starfað
undir kjörorðinu „Ræktun lýðs og
Iands‘‘ allt frá stofnun Ungmennafé-
lags íslands árið 1907, þessi orð
segja mikið um það starf sem fram
fer innan ungmennafélagshreyfing-
arinnar, bæði fyrr á tímum og enn
í dag.
Náttúra íslands og
vatnið, segir Þórir
Jónsson, er mesta
_______auðlind sem
íslenska þjóðin á.
í upphafí var það stefnumál ung-
mennafélagshreyfingarinnar að
klæða landið skógi að nýju og skila
því til baka sem kynslóðirnar hafa
tekið frá landinu.
í málgagni Ungmennafélags ís-
lands, Skinfaxa, má lesa árið 1909:
„Sambandsstjóm vill styðja að því
af mætti, að sterkur áhugi og starfs-
þrá vakni hjá æskulýð vorum í skóg-
ræktarmálinu. Það er eitt hinna feg-
urstu verkefna, er æskulýður vor
getur tekist á hendur. ísland skógi
vaxið á ný er svo fögur hugsjón, að
hún ætti að brenna dáð og dug til
framkvæmda inn í æskulýðinn.
Verkin verða að bera þess merkin,
að vér viljum ÍSLANDI ALLT. Ann-
ars verður það glamuryrði eitt og
oss til dómsfellis."
Árið 1912 gaf UMFÍ út rit uni
skógrækt sem Guðmundur Davíðs-
son hafði samið. Var ritið sent öllum
skuldlausum áskrifendum Skinfaxa,
og einnig selt í lausasölu. Þótti ritið
kærkomið leiðbeiningarit, og var
m.a. notað við kennslu í bændaskó-
lanum á Hvanneyri,- Af þessu má
sjá að ræktunarmál hafa verið ofar-
lega í hugum aldamótakynslóðarinn-
ar.
Á seinni árum hafa augu ung-
mennafélagshreyfingarinnar beinst
í auknum mæli að umgengni um
landið, sem því miður hefur alls ekki
verið ásættanleg. Við búum í neyslu-
þjóðfélagi í dag og því fylgir mikið
af umbúðum sem flestar hverjar eru
ekki umhverfisvænar, umbúðum var
oft og einatt hent út um bílglugga
eða fyrir borð á fiskiskipum, ekið í
sjóinn, hent í ána eða bæjarlækinn,
sagt var að lengi taki sjórinn við, í
dag segjum við: „Sjórinn tekur ekki
lengur við“.
Árið 1989 tóku ungmennafélagar
höndum saman og tíndu rusl með-
fram þjóðvegum landsins, tókst það
verkefni mjög vel, það er mín skoðun
að þetta átak hafí skilað sér mjög
vel út í þjóðfélagið, þjóðin hafi farið
að hugsa sig um tvisvar áður en
hent er rusli út um bílglugga, þvi
mun minna rusl er við þjóðvegi
landsins í dag en var fyrir þetta
átak, en betur má ef duga skal. Við
verðum að gæta vel að hvað við
leggjum frá okkur, allt leitar með
einum eða öðrum hætti til sjávar.
Okkur ber einnig að gæta vel að
vatninu í landinu, ennþá eigum við
til gott vatn, en verður það lengi ef
við höldum ekki vöku okkar?
Ég tel svo ekki vera, við verðum
að spyrna við fótum ef við ætlum
pkkur í framtíðinni að geta auglýst
ísland sem land hreinleika og
óspilltrar náttúru. Náttúra íslands
og vatnið er mesta auðlind sem ís-
lenska þjóðin á, og við
verðum að gæta þessarar
auðlindar fyrir komandi
kynslóðir.
Hafið, strendur, ár og
vötn landsins eru undir-
staða hreinleika íslenskrar
náttúru, og því er það nú
að Ungmennafélag ís-
lands í samvinnu við um-
hverfisráðuneytið hefur tekið að sér
að vinna að hreinsun á fjörum, ár-
UMHVERFIÐ
1 OKKAR HONDUM
nafnið
bökkum og vatnsbökkum
í landinu, við njótum við
þetta verkefni stuðnings
og velvilja ýmissa hags-
munaaðila svo sem í sjáv-
arútvegi, bændasamtaka,
sveitarfélaga og einnig
velviljaðra fyrirtækja sem
eru tilbúin leggja málinu
lið. Verkefnið hefur hlotið
Umhverfíð í okkar höndum“.
að hefjast er hreinsun-
in. Hreinsunarátakið
hefst 5. júní, sem er
alþjóðlegur umhverfis-
dagur samkvæmt
ákvörðun Sameinuðu
þjóðanna, og nú ríður á
að ungmennafélagar
um land allt, sem og
aðrir velunnarar ís-
lenskrar náttúru, legg-
ist á eitt um að hreins-
unarátakið takist sem
allra best og verði ís-
lendingum hvatning til
bættrar umgengni við
hafið, strendur ár og
vötn landsins.
Þórir Jónsson
Sá hluti verkefnisins sem nú er
Það þarf þó að ýmsu að gæta
þegar svo viðamikið hreinsunarátak
er í vændum, við strendur, ár og
vötn landsins eiga margir hagsmuna
að gæta er varðar lífsafkomu þeirra,
svo sem reki, æðarvarp
o.fl. ég vil því hvetja
alla sem ætia sér að
vinna að hreinsunará-
takinu að gera það í
fullri samvinnu við
landeigendur, og gæta
þess vel að henda ekki
verðmætum og spilla
ekki fuglalífi.
Að lokum vil ég
hvetja alla landsmenn
til þátttöku í umhverf-
isverkefninu og_ bæta
með því náttúru íslands
þannig að við getum
kinnroðalaust auglýst
ísland sem land hrein-
óspilltrar náttúru. „Um-
leika og
hverfið er í okkar höndum"
Höfundur er formaður
Ungmennafélags íslands.