Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉE 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Gjaldeyristekjur FYRIRTÆKI og hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu leggja fram 90% af þeim íjármunum sem varið er til kynningar á íslandi sem ferða- mannalandi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veit- inga- og gistihúsa, segir að hlutur ríkisins, stærsta hagsmunaaðilans, af því heildarlj'ármagni sem varið er til landkynningar sé aðeins 10%. Ferðaþjónustan skapaði árið 1994 12% af heildargjaldeyristekjum þjóð- arinnar, eða um 17 milljarða kr. Erna segir að stefna hins opin- bera í ferðamálum sé ekki til. Leidd- ^ ar hafi verið líkur að því að beinn hlutur ríkissjóðs í gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu sé a.m.k. 30%. Samkvæmt því hafi greinin skilað ríkissjóði í beinum tekjum um 13,5 milljörðum kr. á sl. þremur árum. ■ Hver erlendur/28 -------»-♦■■4------- Ferða- þjónustan skílaði 12% Morgunblaðið/Golli Fyrsta stigið gegn bronsliði Svía Mistök í símaskrá ÞAU MISTÖK urðu við vinnslu nýútkominnar símaskrár að á síðu 1, þar sem eru mikilvæg símanúm- er, er rangt númer skráð á slökkvi- stöð og sjúkrabifreiðir í Hafnar- firði, Garðabæ og Bessastaða- hreppi. Að sögn Bergþórs Halldórssonar, yfirverkfræðings hjá Pósti og síma, verður gengið frá því á þriðjudag að notendur geti bæði hringt í gamla símanúmerið með 55 fyrir framan, þ.e. 5551100, og númerið í nýju símaskránni, 11100, sem er símanúmer slökkvistöðvar og sjúkrabifreiða í Reykjavík. Lausnin felst í því að númerið 5551100 verður í fullu gildi og ef hringt verður af Hafnarfjarðar- svæðinu í 11100 þá hringir á slökkvistöðinni í Hafnarfirði. Hins vegar, ef hringt er úr farsíma, þá hringir á slökkvistöðinni í Reykja- vík. Morgunblaðið/Þorkell Duo fyrir Guðna GUÐNI Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, útskrifaði í gær síðasta stúd- entahóp sinn, 201 nýstúdent. Hann hefur útskrifað hálft fimmta þúsund stúdenta á starfsferli sinum. Guðni kvaddi samferðamenn sína og óskaði eftirmanni sín- um, Ragnheiði Torfadóttur, velfarnaðar í starfi. Elsti yfír- kennari MR, Eiríkur Haralds- son, kvaddi fráfarandi rektor samkvæmt gamalli hefð og ýmsir afmælisárgangar fluttu Guðna og nýstúdentum kveðju. Geir Haarde þingmaður var fulltrúi fyrsta árgangsins sem Guðni útskrifaði árið 1971. Hann tilkynnti að tónverkið Duo fyrir Guðna hefði verið samið í tilefni þess að Guðni láti nú af störfum. Það var flutt við útskriftina í gær og af- henti Geir Guðna nóturnar að verkinu innrammaðar. ■ Hógværð/10 ISLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu gerði 1:1 jafntefli við landslið Svía í Evrópukeppninni í Stokkhólmi í gærkvöldi. Svíar, sem urðu í þriðja sæti í Heims- meistarakeppninni í fyrra, máttu hirða boltann úr netinu þjá sér þegar á fjórðu mínútu eftir að Arnar Gunnlaugsson hafði skorað beint úr auka- spyrnu af um 20 metra færi. Islensku varnarmennirnir stóðu sig vel og varnarveggurinn stöðvaði ófáar aukaspyrnur en Svíar jöfnuðu úr vítaspyrnu á 17. mínútu. ■ Leikurinn/B-blað Næturfundur í sjómannadeilu Nýjar tillögur sjómanna ræddar FORYSTUMENN sjómannasamtak- anna lögðu sameiginlega tillögu sína til lausnar sjómannadeilunni fyrir forystumenn Landssambands ís- lenskra útvegsmanna í gærkvöldi. Viðræður milli forystumanna beggja aðila um hvort tillagan myndaði grundvöll til formlegs sáttafundar stóðu enn yfir um miðnætti. Samninganefndir sjómannasam- takanna komu saman til fundar hjá Fiskverð á mörkuðum hefur hækkað í sjómannaverkfallinu Fiskvinnslu víða hætt í dag vegna hráefnisskorts FISKVINNSLU verður hætt í nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum í dag vegna hráefnisskorts. Sums- staðar hefur tekist að halda uppi vinnslu með afla af fiskmörkuðum, rússafiski og karfa af færeyskum skipum. Fiskvinnsla í sjávarútvegsfyrir- tækjum hefur víðast hvar verið í gangi fram undir þetta, en hráefni er nú að verða af skornum skammti. Vinnsla stöðvast í mörgum fyrir- tækjum um helgina. Þetta á t.d. við Granda, Útgerðarfélag Akur- eyringa og Vinnslustöðina í Vest- mannaeyjum. Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi hefur keypt þorsk af fiskmörkuðum og karfa af fær- eyskum togurum og þar verður vinnsla í þrjá daga í næstu viku. Unnið verður alla næstu viku hjá Isfélagi Vestmannaeyja hf, en þar eru til næstum 100 tonn af rússafiski. Skólafólk fær þó ekki vinnu í næstu viku. Erfitt að kaupa fisk Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri hjá Granda, sagði að þó að mikið væri tilvinnandi að geta hald- ið vinnslunni áfram neyddust fyrir- tækin til að loka vegna hráefnis- skorts. Erfitt væri að kaupa fisk á mörkuðum vegna hás verðs. Minni afli hefur borist til fisk- markaða í verkfallinu en venjulega og hefur fiskverð því farið hækk- andi. Meðalverð á þorski á öllum mörkuðunum var 90 krónur hvert kíló í fyrradag, en meðalverðið var innan við 80 krónur fyrir 10 dögum. Það eru fyrst og fremst krókabát- ar og bátar af Vestfjörðum sem selja á mörkuðum. Góð veiði er núna hjá smábátum á Breiðafírði og mik- ill afli ferþví um Fiskmarkað Breiða- fjarðar. I þessari viku hafa verið seld um 100 tonn á dag á markaðin- um. Tryggvi L. Óttarsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Breiða- Qarðar, sagði áð þetta væri um 30% minna magn en á sama tíma í fyrra. Af öðrum mörkuðum er sömu sögu að segja. Mun minna hefur borist á land á Faxamarkaði en venjulega. Um 20 tonn hafa verið seld þar á dag síðustu dagana. Svip- að magn hefur verið til sölu á Fisk- markaði Suðumesja. Á fiskmörkuðunum á ísafirði og Patreksfírði hafa menn ekki mikið orðið varir við verkfallið enn sem komið er að öðru leyti en því að fiskverð hefur hækkað þar. ríkissáttasemjara klukkan 10 i gær- morgun. Á fundinum var ákveðið að reyna að móta nýja tillögu um verðmyndun á sjávarfangi á grund- velli hugmynda sem hafa verið til umræðu í Karphúsinu undanfarna daga, en þau mál hafa einkum stað- ið í vegi fyrir samkomulagi í deilunni. Forystumenn sjómannasamtak- anna unnu að tillögugerðinni til klukkan átta í gærkvöldi. Þá gengu þeir á fund ríkissáttasemjara og í framhaldi af því var boðaður fundur með forystumönnum LÍÚ. Stór hluti samninganefndar útvegsmanna var þá kominn til síns heima. Sérsamningar til umræðu Stjórnir margra félaga útvegs- manna og sjómanna komu saman víða um lánd í gær til að ræða stöð- una í kjaradeilunni. í Vestmannaeyj- um, á Akureyri og víðar voru sér- samningar til umræðu á þessum fundum, en eftir því sem best er vitað hefur ekkert félag ennþá sam- þykkt að taka samningsumboðið af samningamönnum í Karphúsinu. Stjórn Skipstjóra- og stýrimanna- félags Norðlendinga fundaði í gær og var ákveðið að bíða enn og sjá hvað kæmi út úr viðræðum sjó- mannasamtakanna. Guðmundur Steingrímsson, framkvæmdastjóri félagsins, sagði að einstakir útgerð- armenn á Norðurlandi hefðu haft samband við félagið í gær og ítrekað vilja sinn til að gera sérsamninga. Hann sagði að félagið vildi að við- ræður um gerð slíkra samninga færu fram við Útvegsmannafélag Norðurlands, en ekki einstakar út- gerðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.