Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þýsk lista- konaá Kaffi 17 NÚ STENDUR yfir sýning á verkum Elke Mohrmann á Kaffi 17. Elke, sem er þýsk listakona, er búsett á Íslandi. Hún sýnir leir- og pastelmynd- ir. Efnið sem hún notar í verk sín er jarðvegur og útfellingar á hálitasvæðum, s.s. brenni- steinn, kísill, járnoxíð o.s.frv. Persónulegur stíll hennar, tengslin við náttúruna og inn- blástur er sóttur í íslenska þjóðtrú og gefa verkum henn- ar sérstakan blæ, segir í kynn- ingu. Sýningin er opin á verslun- artíma til 15. júní. SAGA úr þorpinu. Mynd máluð á 95 ára gamlan panel. „Skin og skúrir“ á Stokkseyri ELFAR Guðni opnar mál- verkasýningu í samkomuhús- inu Gimli á Stokkseyri á morg- un, laugardag, kl. 14. Sýning- in ber yfírskriftina „Skin og skúrir“. Á sýningunni verða myndir unnar með blandaðri tækni, olíu, tússi, olíupasteli og ein mynd er máluð á gamlan pan- el sem rifín var úr gömlu húsi á Stokkseyri. Þetta er 27. einkasýning Elfars og jafnframt sú áttunda í Gimli. Opið er frá kl. 14-22 alla daga. Sýningunni lýkur 11. júní Morgunblaðið/Silli Landsbankakórinn Landsbanka- kórinn á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. LANDSBANKAKÓRINN, kór starfsmanna Landsbankans í Reykjavík, lagði land undir fót um síðustu helgi, fór til Húsa- víkur og söng þar í sal Tónlist- arskólans fyrir fullu húsi. Kór- inn söng einnig fyrir aldraða í sal Hvamms. Söngstjóri var Guðlaugur Viktorsson, sem jafnframt söng tvísöng með Erni Amar- syni, en hann söng einig ein- söngslög við góðar undirtektir. Undirleik annaðist Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Verk Gerðar í Gerðarsafni ÞANN 3. júní kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Gerðar Helgadótt- ur (1928-1975) myndhöggvara í Gerðarsafni í Kópavogi. A henni era verk sem gefa yfirlit yfir þróun- ina í þrívíddarlist Gerðar frá því að hún lauk námi. Einnig eru á sýningunni allmargir glergluggar. Sérstök áhersla er að þessu sinni lögð á glugga úr steinsteypu með þykku innfelldu gleri, sem Gerður vann eftir að hún ferðaðist til Egyptalands. Þar að auki era klippimyndir og teikningar. í kynningu segir: „Gerður Helga- dóttir var fjölhæf listakona. Hún stundaði fyrst nám hér heima og síðan í Flórens og París, þar sem hún bjó mestan sinn starfsaldur. Með geometrískum járnverkum sem Gerður gerði á 6. áratugnum ávann hún sér sess sem frumkvöð- ull þrívíðrar abstraktlistar hér á landi. Og nú þegar tíminn hefur fellt sinn dóm um verk hennar verð- ur æ betur ljóst hversu mikið hún hefur lagt af mörkum til íslenskrar höggmyndalistar og hve ótrúleg afköst hennar voru á stuttri starf- sævi. Er þá ótalin glerlistin en í henni var hún framkvöðull hér á landi, þótt hún liti alltaf fyrst og fremst á sig sem myndhöggvara. Sýningarskrá, prýdd fjölda mynda, kemur út í tilefni sýningar- innar, sem er framlag Gerðarsafns á 40 ára afmæli Kópavogsbæjar. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudag frá 12-18. Safnið verður opið á hvítasunnudag en lokað á annan í hvítasunnu. Sýningunni lýkur 16. júlí. SKÚLPTÚR eftir Gerði Helgadóttur. Allir geta hagnast á vaxtalœkkuninni Ásgeir Þórðarson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar VÍB; spáir því að vextir muni lækka á næstu mánuðum. Hann býst þó ekki við mikilli lækkun en telur að hún muni engu að síður skapa mörg tækifæri á verðbréfamarkaði. V '/< v 4\ L iití® Ásgeir leggur áherslu á að vaxta- lækkun sem þessi bjóði upp á tækifæri fyrir alla. Litlir sem stórir fjárfestar geta fest kaup á löngum skuldabréfum til að læsa inni háa vexti. Síðar, þegar vextir hafa lækkaö frá núverandi stöðu, má svo aftur selja löngu bréfin með hagnaði. Vaxtalækkun virkar líka sem vítamínsprauta á hlutbréfa- markaðinn. Því má gera ráð fyrir hækkandi verði hlutabréfa fram eftir árinu. Þeir sem ætla að kaupa hlutabréf til skatta- frádráttar á árinu ættu því að gera það nú í sumar frekar en að bíða til loka ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.