Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 21 ERLENT Trúlofun í dönsku konungsfjölskyldunni Unnustan er bresk- kínversk Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. PRINS Jóakim, yngri sonur Mar- grétar Þórhildar Danadrottningar, opinberaði á miðvikudag trúlofun sína með Alexöndru Christinu Manley, sem er af bresk-kínversk- um ættum. Sambandið hefur farið leynt, svo blaðamenn vissu ekki hvað til stóð, þegar boðað var til blaðamannafundar í Fredensborg- arhöll í gær. Foreldrar hjónaleys- anna voru viðstaddir og sagðist Margrét drottning vera mjög ham- ingjusöm fyrir hönd sonar síns. Jóakim prins kynntist Alex- öndru Christinu Manley í einka- samkvæmi í Hong Kong í janúar í fyrra, en þá dvaldist hann þar við störf hjá dönsku fyrirtæki. Á blaðamannafundinum sagði Mar- grét drottning að hún hefði vitað af sambandi hjónaleysanna í um hálft ár. Stúlkan er þrítug að aldri, breskur ríkisborgari og alin upp í Hong Kong. Fjölskyldan er alþjóð- leg og hefur búið víða, móðirin bresk og faðirinn hálf-breskur og hálf-kínverskur og hið kínverska ætterni stúlkunnar leynir sér ekki i útliti hennar. Hún er viðskipta- fræðingur og vinnur hjá fjárfest- ingarfyrirtæki í Hong Kong. Hún er að sögn mjög gefin fyrir íþrótt- ir, en annars heimakær. Hún talar fjögur tungumál, þar á meðal kín- versku, en hefur í hyggju að hefja dönskunám sem fyrst. Jóakim prins undirbýr sig undir að gerast stórbóndi á stórri jörð með höll, sem hann fékk að gjöf fyrir tveimur árum. Staðurinn er Schackenborg á Suður-Jótlandi og Christina Alexandra Manley hefur látið í veðri vaka að hún muni hætta störfum hjá fjárfestingar- fyrirtækinu og fylgja mannsefni sínu til Danmerkur. Trúlofunin var þó ekki eingöngu mál fjölskyldunnar, því drottningin tilkynnti ráðahaginn á ríkisráðs- fundi á miðvikudagsmorgun. Kl. Reuter 13 tilkynnti svo Erling Olsen þing- forseti þingheimi um ráðahaginn, eftir bréfi, sem honum hafði borist frá Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra. I því sagði að konu- efnið væri í ensku biskupakirkj- unni, en myndi sækja um inn- göngu í dönsku kirkjuna og að hún myndi sækja um danskan ríkis- borgararétt og láta af breskum ríkisborgararétti sínum. Á myndinni má sjá hjónaleysin ásamt fjölskyldum sínum á tröpp- um Fredensborghallar. Símanúmera- mundu! j-i S!9 ...... stafa símanúmer )reytingarnar taka gildi laugar- ( Jaginn 3. júní Númer breytast sem hér segir: 55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 5 bætist framan við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 42 bætist framan við öll símanúmer á Suðurnesjum 43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi 456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum 45 bætist framan við öil símanúmer á Norðurlandi vestra 46 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi eystra 47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi 48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer. Farsíma- og boðtækjanúmer. Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989. POSTUR OG SIMI Ibwer Madntosh Fmmtíðin erkomin! ufvurvj (punpfs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.