Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 29
28 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RUSSAR TAKA ÞÁTT í FRIÐAR- SAMSTARFI AÐILD Rússlands að Friðarsamstarfi Atlantshafsbanda- lagsins markar tímamót í samskiptum austurs og vest- urs. Örfá ár eru síðan sveitir NATO og Varsjárbandalagsins stóðu andspænis hver annarri í Evrópu, gráar fyrir járnum. Nú hafa Rússar undirritað samning við NATO um náið samráð í öryggismálum og munu taka þátt í sameiginlegum heræfingum og þjálfun hermanna. Flest önnur ríki Varsjár- bandalagsins sáluga stefna að aðild að Atlantshafsbandalag- inu. Rússar neituðu lengi vel að taka þátt í friðarsamstarfinu til að mótmæla áformum NATO um að veita ríkjum í Aust- ur- og Mið-Evrópu aðild að bandalaginu. Þá hafa þeir kraf- ist sérstöðu innan friðarsamstarfsins „vegna stærðar sinnar og styrks“, líkt og Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss- lands, orðaði það í apríl. Með samkomulaginu við Rússa, sem undirritað var á miðvikudag, er sérstaða þeirra viðurkennd og gert er ráð fyrir mun víðtækara samráði við þá en önnur ríki. Rússar vilja samt sem áður ganga enn lengra og segjast vilja að bandalagið breytist úr því að vera fyrst og fremst hernaðar- bandalag í pólitískt bandalag. Þrátt fyrir samkomulagið gætir enn mikillar tortryggni milli Vesturlanda og Rússlands. Rússar eru áfram andsnún- ir því að aðildarríkjum NATO verði fjölgað og að bandalag- ið færi þar með ytri mörk sín að landamærum Rússlands. Á hinn bóginn ríkir mikil óvissa um hinn pólitíska stöðug- leika í Rússlandi. Það er langt frá þvf öruggt að lýðræðisöfl í landinu haldi velli í næstu kosningum. Það má jafnvel búast við því, að nánari tengsl Rússlands við Atlantshafs- bandalagið reynist vatn á myllu andstæðinga Borís Jeltsíns forseta. Framferði Rússa í Tsjetsjníju sýnir líka svo ekki verður um villst, að töluvert vatn á eftir að renna til sjávar áður en Rússar verða fullgildur aðili að samfélagi vestrænna þjóða. Með aðild þeirra að friðarsamstarfinu gefst hins vegar tækifæri til að eyða þessari tortryggni að einhverju leyti. Stækkun NATO er allt að því óumflýjanleg. Það eru aftur á móti meiri líkur til að hún verði gerð í sátt við Rússa sé haft við þá eins náið samráð og unnt er, þannig að Rússum verði ljóst að tilgangurinn sé hvorki að storka þeim né ógna. Friðarsamstarfið er besti vettvangurinn til slíks samráðs. EINKAVÆÐING SAM- KEPPNISREKSTRAR SAMKEPPNISRÁÐ hefur kveðið upp úrskurð um að fram- leiðsludeildir Ríkissjónvarpsins, sem framleiða innlent dagskrárefni, verði aðskildar fjárhagslega frá öðrum rekstri Ríkisútvarpsins. Ráðið telur ljóst, að um sé að ræða starfsemi, sem sé í samkeppni við einkaaðila. Jafnframt telur samkeppnisráð að á meðan ekki sé fjárhagsleg aðgreining í bókhaldi RÚV, sem sýni framleiðslukostnað dagskrárefnis, eigi útvarpsráð erfitt með að rækja þá skyldu sína að að kappkosta að hlut- ur innlends efnis í sjónvarpi sé sem mestur og vandaðastur. Ákvörðun samkeppnisráðs er, eins og aðrar af sama tagi sem teknar hafa verið undanfarin misseri á grundvelli nýrra samkeppnislaga, til hagsbóta fyrir einkarekstur. Sjálfstæðir framleiðendur kvikmynda og sjónvarpsefnis ættu nú að verða í betri stöðu er þeir bjóða í framleiðslu efnis fyrir Ríkissjónvarpið. Hins vegar er ástæða til að ítreka þá skoðun Morgunblaðs- ins, að það sé fullkominn óþarfi að stofna sérstök fyrirtæki í ríkiseigu um rekstur, sem er í samkeppni við einkaaðila. Sama viðhorf kemur fram í nýlegri skýrslu OECD um ís- lenzk efnahagsmál, þar sem segir meðal annars: „Athygli vekur í hversu mörgum tilvikum ríkisstofnunum hefur verið gert að aðskilja starfsemi sem tengist einokunaraðstöðu frá annarri starfsemi þar sem um samkeppni er að ræða. Þessi viðleitni er vissulega virðingarverð þótt hér sé ekki um að ræða beztu lausn í ljósi eignaraðildar hins opinbera, oft að þarflausu." Það á ekki aðeins að aðskilja samkeppnisreksturinn frá annarri starfsemi, heldur líka láta einkaaðila um þennan rekstur. Helsti vandi ferðaþjón- ustunnar, að mati Emu Hauksdóttur fram- kvæmdastjóra Sam- bands veitinga- og gisti- húsa, er miklar árstíða- sveiflur o g vannýttar fjárfestingar. Hún segir í samtali við Guðjón Guðmundsson brýnt að —^-------------------- Islendingar vinni mark- visst og skipulega að því að auka tekjur í ferða- þjónustunni með betri nýtingu. Gmndvöllur undir það sé aukin mark- aðssetning þar sem allir hagsmunaðilar leggi hönd á plóg. Komur erlendra ferðamanna til íslands 1949-1994 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 k 180.000 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 • 0 Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu árin 1990-1994 20 Milljarðar króna 1990 1991 1992 1993 1994 Komur erlendra ferðamanna frá nokkrum löndum, 1970-1994 / k 7 \ >/ r n c_ — 1970 1980 1990 1970 1980 1990 1970 1980 1990 1970 1980 1990 Frá norðurlöndum Frá Bandarfkjunum Frá Þýskalandi Frá Bretlandi Frá Frakklandi Hver erlendur ferðamaður jafngildir einu þorsktonni 1989 ERNA Hauksdóttir segir vara- samt að byggja ákvarðanir í ferðaþjónustu á hausataln- ingu ferðamanna því tölu- verð aukning hefur orðið á ferðamönn- um sem.hafa mjög skamma viðdvöl, allt niður í nokkra klukkutíma. Erna segir að engin opinber stefna hafi . verið mörkuð í ferðamálum og um þessa atvinnugrein, sem árið 1994 skapaði 12% af heildargjaldeyristekj- um þjóðarinnar, eða um 17 milljarða kr., ríki almennt áhugaleysi. Ema segir að atvinnulíf lands- manna hafí breyst mikið síðustu ára- tugina og ekki sé langt síðan að þjón- usta við ferðamenn var talin tóm- stundagaman sérvitringa og hafi mörgum þótt hálfskammarlegt að taka gjald fyrir jafnsjálfsagðan hlut og veita ferðamanni gistingu og matar- bita. Nú er hins vegar svo komið að fjöldi ferðamanna eykst ár frá ári og gjaldeyristekjur þjóðarinnar með. Samkvæmt spám Alþjóða ferða- En hún segir mörg vandamál blasa málaráðsins má gera ráð fyrir tvöföld- við ferðaþjónustunni, ekki síst offram- un í umfangi ferðaþjónustu á næstu boð á gistingu og rýran hlut hins opin- 15 árum en ferðaþjónusta er nú þegar bera í landkynningu. stærsta atvinnugrein í heimi. Erna „Það er umhugsunarefni að fyrir- segir spurninguna snúast um það hve tæki og hagsmunaaðilar í ferðaþjón- stóran bita af kökunni íslendingar ústu leggjafram 90% af þeim fjármun- ætli sér. Umfang íslenskrar ferðaþjón- Um sem varið er til kynningar á ís- ustu hefur í aðalatriðum fylgt um- landi sem ferðamannalandi og þar eru fangi í atvinnugreininni í heiminum Flugleiðir langstærstir. Ríkið, stærsti undanfarin ár, en sá árangur hafi hagsmunaaðilinn, kemst upp með það ekki náðst fyrirhafnarlaust. að verja ekki meiri fjármunum til Stærsti hagsmunaaðilinn er markaðsstarfsins. Þeir sem eiga að ríkissióður setja f|armuni í landkynnmgu eru þeir J sem hafa af því mesta hagsmuni. Hlut- Ema segir að sú líking að hver er- ur ríkisins af því heildarfjármagni sem lendur ferðamaður jafngildi einu varið er til landkynningar er aðeins þorsktonni eigi vel við og margir skilji 10%,“ segir Erna. hana betur en aðrar líkingar. Forstjóri Hún segir að stefna hins opinbera Þjóðhagsstofnunar lýsti því yfir eitt í ferðamálum sé ekki til. Leiddar hafi sinn að útflutningsverðmæti þorskafla verið líkur að því að beinn hlutur ríkis- væri nálægt milljarður hver 10 þúsund sjóðs í gjaldeyristekjum af ferðaþjón- tonn. Magnús Oddsson ferðamálastjóri ustu sé a.m.k. 30%. Samkvæmt því segir þessar upplýsingar ---------------------- hafi greinin skilað ríkissjóði áhugaverðar því gjaídeyris- Engill opinber í beinum tekjum um 13,5 tekjur af erlendum ferða- stefna í ferða- milljörðum kr. á sl. þremur mönnum á sl. árum hafa hjónustunni árum. verið nær 0,9 milljarðar af „Áhugaleysi ríkisins hveijum 10 þúsund sem gagnvart ferðaþjónustunni koma hingað. M.ö.o. til að vega upp hefur í gegnum tíðina verið nær al- á móti 50 þúsund tonna minnkun gjört en núna síðustu árin eru menn þorskafla þarf um 50 þúsund erlenda famir að sjá ljósið og tala um greinina ferðamenn. En Erna bendir á að ferða- við hátíðleg tækifæri. Stjórnmálamenn menn eru sýnd veiði en ekki gefín. vita hins vegar ákaflega lítið um ferða- „Markaðsstarf er óhemju kostnað- þjónustu og hafa afskaplega lítinn arsamt og allar þjóðir heims eru að áhuga fyrir henni. Það er leitun að reyna að ná í sömu ferðamennina. þingmönnum sem hafa einhvern raun- Innan Evrópusambandsins hafa 152 verulegan áhuga á greininni eða hafa milljarðar ÍSK farið í styrki til ferða- sett sig inn í þessa atvinnugrein. Okk- þjónustunnar í ríkjum sambandsins á ur í ferðaþjónustunni hefur satt að síðustu íjorum árum. Ef við vinnum segja alltaf vantað talsmenn inni á skipulega og sinnum markaðsstarfínu þingi, eins og t.d. sjávarútvegur og betur en áður getum við ætlað okkur landbúnaður hafa,“ segir Ema. góðan bita af kökunni," sagði Erna. Erna segir helsta vanda ferðaþjón- Nýting herbergja á hótelum, gistiheimilum og í bændagistingu, janúar-apríl 1987-1993 1990 1991 7992 1993 en vandamálið ykist í heildina," segir Erna. Til þess að reksturinn verði viðun- andi verður að nýta þessar dýru fjár- festingar betur og það verður ekki gert nema með því að lengja ferða- mannatímabilið og reyna með mark- vissri markaðssetningu að ná til verð- mætari ferðamanna. Um leið þurfa íslendingar að gera stórátak í um- hverfis- og gæðamálum. Erna segir að þegar hafi tilraunir í þá átt að lengja tímabilið skilað árangri. Maímánuður sé t.a.m. mun betri síðustu árin en áður var, en þó aðeins í Reykjavík. Herbergjanýting í maímánuði var t.d. rúmlega 80% í Reykjavík í fýrra. Úti á landi sé ferðamannatímabilið stutt, sums staðar aðeins 6-8 vikur, og þar liggi miklar vannýttar fjárfestingar og vlða á mörkunum að um starfs- grundvöl! sé að ræða. Ríkið snuðaði Ferðamálaráð um ustunnar miklar árstíðasveifiur og millj. kr. vannýttar fjárfestingar. Sívaxandi of- Erna segir að grundvöllurinn fyrir framboð er á gistirými og nýting á betri nýtingu sé aukin markaðssetn- ársgrundvelli víða léleg. Mikið fram- ing. Þar skorti fjármagn og þar þurfi boð sé á gistirými í landinu. Auk hót- allir hagsmunaaðilar að leggja hönd á ela, gistiheimila, heimagistingar og plóg, ekki síst ríkið. orlofshúsa eru 127 bændur með gist- Hún segir að meðan aðrar atvinnu- ingu á sínum snærum og nýtingin er greinar hafi sín ráðuneyti sé enginn í á ársgrundvelli 5-20%. stjórnsýslunni að vinna fyrir ferða- þjónustuna. Ríkissjóði beri að taka þátt í herkostnaði vegna landkynning- „Það er mikið talað um að ferða- ar einfaldlega vegna þess að hann sé þjónustan sé framtíðaratvinnugrein stærsti hagsmunaaðilinn. Þátttaka sem við ætlum að lifa af í síauknum ríkissjóðs hafi illilega brugðist. Sam- mæli. Þróunin í komu ferðamanna kvæmt lögum á Ferðamálaráð að fá gefur góð fyrirheit um það en ég er 10% af sölu fríhafnarinnar í Keflavík. ekki hrifin af ofnotkun hausatalningar í fjöldamörg ár hefur ráðið einungis ferðamanna. Ef það er aðeins horft fengið lítið brot af þeirri upphæð. til hennar fara menn að taka rangar Þegar þessi lög voru sett árið 1976 ákvarðanir við fjárfestingu og upp- var ákveðið að leggja 10% ofan á vöru- byggingu varðandi móttöku ferða- verðið en síðan þá hefur Ferðamálaráð manna hér á landi. Slíkar ákvarðanir fengið átta hundruð milljónum kr. hafa verið teknar út frá þessum for- minna en lögin áætluðu. Þetta er sú sendum. Ferðamönnum sem ---------------------- upphæð sem ríkið hefur dveljast hér í skamman tíma ESBveíttí152 snuðað Ferðamálaráð um hefur ijölgað mikið. Það milljöröum I varðandi fjármagn til land- skiptir meginmáli hvaða styrki kynningar. tekjur við getum haft af y „Ef vel ætti að vera þyrfti þjónustu við erlenda ferða- - ferðaþjónustan að reka menn og það er mjög brýnt að Seðla- fleiri landkynningarskrifstofúr og hafa banki Islands gefi befri upplýsingar mun fleiri sölumenn erlendis. Slíkar um uppruna tekna í ferðaþjónustu," eru starfandi, t.d. í Frankfurt og New segir Erna. York, en þær eru reknar með þeim Hún segir að atvinnugreinin sé á hætti,“ segir Erna, „að ýmis fyrirtæki margan hátt vanþróuð. „Það er mikið og hagsmunasamtök leggja í pott með áhyggjuefni hvað afkoman er slæm á Ferðamálaráði. Þetta umfang þyrfti gististöðum og eiginfjárstaðan oft á að stórauka því það er langt frá því tíðum allsendis óviðunandi. Ferða- að vera einfalt að ná í ferðamennina mennimir koma mestmegnis yfir sum- þótt nóg sé til af þeim.“ arið þannig að allar þessar miklu fjár- Erna leggur á það áherslu að menn festingar sem við eigum í hótelrými gleymi ekki innlendri ferðaþjónustu eru vannýttar. Með fleiri ferðamönn- sem er gríðarlega stór þáttur í atvinnu- um yfir blásumarið þyrftum við að greininni og þar liggi mörg ónotuð byggja fleiri hótel fyrir sumartoppinn tækifæri. Varasöm hausatalning UMRÆÐUR UM FISKVEIÐISTJÓRNUN Þjóðir með hagkvæm- ustu veiðamar halda velli Um fátt hefur verið meira deilt hér á landi en fyrir- komulag við stjómun fiskveiða en þó flestir verið sammála um að á einhvern hátt verður að stjórna veiðunum því auðlindin er takmörkuð. Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við HÍ, sagði að fram- boð á fiskafurðum geti ekki vaxið í samræmi við eftirspurn vegna þess að afkastageta fiskistofnanna sé mjög takmörkuð. Fiskveiðar hafi leitt til minnkandi fiskistofna, ýmsir fiskistofnar hafi verið ofnýttir að því marki að þeir eru ekki lengur nýtanlegir frá hagrænu sjónarmiði og hætta sé á því að aðrir stofnar hljóti sömu örlög. Ragnar vitnaði í tölur frá FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. frá 1989, um að það vantaði upp á 30-50 millj- arða bandaríkjadollara, eða 40-70% af aflaverðmæti í heiminum, að aflaverðmætið stæði undir raun- verulegum kostnaði við fiskveiðarn- ar. Þessum mun sé mætt með styrkjum eða niðurgreiðslum af ýmsú tagi. Við þetta bætist sá arð- ur sem unnt væri að hafa af fisk- veiðum heimsins, sem væri nálægt 70 milljörðum dollara ef fiskveið- arnar væru vel skipulagðar og rétt að þeim staðið. Hraðfara þróun í stjórnun fiskveiða Hann segir að það sé ekki fyrr en á síðustu árum sem skilningur verður almennur á hagrænu eðli fiskveiðivandans meðal fískveiði- þjóða heimsins. „í því efni hafa sumar þjóðir reynst fljótari til en aðrar og við getum verið stoltir af því íslendingar, að við vorum meðal fyrstu þjóða til þess að átta okkur á þessari hlið vandans." Ragnar sagði að hraðfara þróun ætti sér stað nú um allan heim í stjórnun fiskveiða. Gera megi ráð fyrir auknu framboði eldisfisks og af því leiði að ekki sé hægt að reikna með hærra raunverði fisks næstu áratugi og mun líklegra að fiskverð lækki. Við þessar aðstæður verði það þjóðirnar sem hafi hagkvæm- ustu fískveiðarnar sem halda velli. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur íslendinga að við kappkostum um að gera okkar fiskveiðar eins hagkvæmar og unnt er. Takist það ekki missum við af mögulegum fisk- veiðiarði sem við gætum notað til þess að leggja grunn að öðrum hag- vaxtartækifærum á öðrum sviðum. Þá munum við heldur ekki verða samkeppnishæfir við aðrar þjóðir í sjávarútvegi á fískmörkuðum heimsins," sagði Ragn- ar. Snjólfur Ólafsson dósent í viðskipta- og hagfræðideild HÍ segir að mælikvörðum sem gefa vísbendingu um hagkvæmni fiskveiði- stjórnunar megi skipta Morgunblaðið/Þorkell Einar Oddur Kristjánsson. Agnar Helgason. Si\jólfur Ólafsson. Ragnar Árnason íslensk fiskveiðistjórnun og hagkvæmni hennar, eignarhald í sjávarút- vegi og brottkast fisks var meðal umræðuefna á ráðstefnu sem Fiskifé- lag Islands gekkst fyrir ígær. Guðjón Guð- mundsson var á ráð- stefnunni þar sem kynntar voru tillögur um aðra valkosti í fiskveiði- stjórnun. það ríki sátt um fiskveiðistjórnun- ina. í mínum huga er það óhag- kvæmt að þingmenn eyði dýrmæt- um tíma í þras um fiskveiðistjórn- unarkerfið. Almennt taka þessar deilur í þjóðfélaginu mikinn tíma frá þingmönnum og fleirum,“ sagði Snjólfur. Snjólfur sagði að það væru mjög alvarlegir vankantar á núverandi fískveiðistjórnunarkerfi og aðallega tvennti ylli þeim, þ.e. skortur á auðlindagjaldi og tvö mismunandi stjórnunarkerfi. Hann segir að auka megi hagkvæmni kerfisins með því að fækka undanþágum og hafa helst eitt kerfi fyrir alla. Það bjóði upp á stöðugleika og gefí atvinnulíf- inu tækifæri til þess að gera áætlan- ir fram í tímann. „í öðru lagi þarf —---------- að taka upp eitthvert upp í nokkra þætti. Fyrst nefndi hann ástand fískistofna að teknu tilliti til umhverfisþátta og brottkast fisks. Einnig mætti nota verð á kvóta sem mælikvarða á hag- kvæmni fískveiðistjórnunarinnar. Þá sé unnt að leggja mat á tekjur þjóðarinnar eða ríkisins umfram kostnað af sjávarútvegi. Efnahags- sveiflur og raungengi geti einnig verið mælikvarði á hagkvæmnina. Hagkvæmni að ríki sátt um kerfið „Það má færa rök fyrir því að það felist í því viss hagkvæmni að Margar skoð- form af auðlindagjaldi. . , . Þetta er réttlætismál og amr an P6SS ef það er góð útfærsla á gjaldinu getur það dregið úr sveiflum í efnahagslífinu. Margir hafa einnig fært rök fyrir því að raungengi að fótur sé fyrir þeim Hlutfallsleg skipting kvótans eftir stærð útgerða HB RISAR - útgerðir sem eiga 1% eða meira hver útg. I l STÓRIR - útgerðir sem eiga 0,3-1% kvótans hver I LITLIR - útgerðir sem eiga 0,1-0,3% kvótans hver DVERGAR - útgerðir sem eiga 0,1% eða minna hver 19-91 118,94 ■ 19.83 ■ 18 58 ■ 34,13 _ „ 81 117-81115,67|18.68| u 1984 1986 1988 1990 1991 1992 I993 1994 hafi verið of hátt skráð undanfarin ár og auðlindagjald hamlar gegn óæskilegri hækkun raungengis," sagði Snjólfur. Samþjöppun á kvóta Agnar Helgason, sem stundar magisternám í mannfræði við HÍ, hefur unnið að rannsókn á eignar- haldi í sjávarútvegi. Meginniður- stöður rannsóknarinnar eru þær að núverandi aflamarkskerfi hefur leitt til samþjöppunar á kvóta á færri hendur. Agnar segir að áberandi fækkun hafi orðið á kvótahöfum frá 1984 til dagsins í dag. Aflahlutdeild þess flokks útgerða sem stærstan framhjá vigt með þessu kerfi enda kvóta höfðu fyrir jókst úr 27,8% enginn hvati til slíks. Sóknin í fiski- árið 1984 í tæp 50% árið 1994. stofnana yrði takmörkuð og ákveð- Minnkun á aflahlutdeild hefur orðið in fyrirfram og þessi aðferð sam- í öðrum hópum. Agnar segir að rýmdist mun betur ákvæðum laga rekja megi minnkun í aflahlutdeild um stjórn fiskveiða um eignarrétt þess hóps útgerða sem næst mestan á fiskistofnum en núverandi kerfi kvóta höfðu til sameiningar fyrir- þar sem menn öðlast eignarrétt á tækja. tilteknu magni af óveiddum fiski. Þorvaldur Garðarsson skipstjóri Einar Oddur Kristjánsson al- í Þorlákshöfn lagði fram tillögu um þingismaður talaði sömuleiðis fyrir fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggir öðrum valkosti í stjórnun fiskveiða. á sóknarkvóta. Hann lýsti' göllum Hann lýsti ókostum núverandi núverandi kerfis og sagði að brott- kerfis og sagði að verið gæti að kast fisks verði alltaf fylgifískur brottkast fisks síðustu fimm ár þess kvótakerfis sem nú sé stuðst næmi 30-40 milljörðum króna. við og það- leiði til þess að kvótinn Hann vitnaði til skoðanakönnunar safnist sífellt á færri hendur. SKÁÍS um áramótin 1989 og 1990 Þorvaldur sagði að með sóknar- meðal sjómanna um brottkast kvóta yrði hverju skipi úthlutað fisks. „Allir vita að brottkast fisks sóknareiningum í stað ------------------------ hefur aukist geigvæn- kvóta í einstökum teg- MÍÖ8f cllVclF- *e£a °S öllum ofbýður. undum. Hvert skip r ® Þegar við færum niður þyrfti mismargar sókn- lGgir VHnkcHlt- aflaheimildir í þorski þá areiningar til þess að ' n eykst þrýstingurinn og stunda veiðar í einn ^ Ilu*cl- þörfin á að henda fiski. dag. Þær yrðu ákvarð- cHldÍ kGFÍÍ Sé skoðanakönnunin aðar eftir stærð skip- rétt er minn grunur sá anna og vélarafli. Jafn- að við höfum verið að framt væri hægt að tengja fjölda henda fiski á þessum áratug sam- sóknareininga við tegund veiðar- svarandi nokkrum tugum milljarða, færa sem notuð eru. Sóknarkvótinn 30-40 milljörðum í útflutnings- gæti verið framseljanlegur milli verðmætum," sagði Einar Oddur. skipa í heilu lagi eða tilteknum Hann kvaðst tala fyrir því að hér fjölda eininga. „Stækki menn skip- ríkti séreignarkerfí þar sem eignar- ið eða auki vélaraflið fjölgar þeim rétturinn sé skilgreindur og í eigu' sóknareiningum sem skipið eyðir á skipanna. „Við getum rifist um það hveijum úthaldsdegi og sóknark- sem er sérstakt mál hvernig við vóti skipsins endist skemur,“ sagði ætlum að skipta arðinum. Við höf- Þorvaldur. um sagt að ef menn vilja endilega Helstu kosti kerfisins segir Þor- skattleggja þennan atvinnuvég þá valdur þá að það sameinar helstu getum við líka skattlagt sóknina og kosti kvótakerfisins og krókaleyfi það væri ekki óréttlátt,“ sagði Einar smábáta. Þorvaldur telur að engum Oddur. fiski yrði hent og engu landað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.