Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ L FRÉTTIR Mörg stéttarfélög enn með lausa samnínga TALSVERT mörg stéttarfélög eru með lausa samninga og eiga ósam- ið eða standa í samningaviðræðum. Til ríkissáttasemjara er búið að vísa kjaradeilum sjómanna, banka- manna, starfsmanna álversins, fé- lags náttúrufræðinga og félags framreiðslumanna. Samkvæmt upplýsingum frá VSÍ á m.a. eftir að semja við flugmenn, flugvirlq'a, hljómlistarmenn á veit- ingahúsum og yfirmenn á kaupskip- um aðra en vélstjóra. Sjúkraliðar eftir Samkvæmt upplýsingum frá starfsmannaskrifstofu fjármála- ráðuneytins er ósamið við lands- sambönd lögreglumanna og slökkviliðsmanna, Leikarafélag ís- lands, Sjúkraliðafélag íslands, Dýralæknafélag íslands, Félag bókasafnsfræðinga, Félag háskóla- kennara, Félag háskólamenntraðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra fræða, Félag tækniskóla- kennara, kjaradeild Félags ís- lenskra félagsvísindamanna, kjara- félag iðjuþjálfa, Kennarafélag Kennaraháskóla íslands, kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Mat- væla- og næringafræðingafélag ís- lands, Meinatæknafélag íslands, Röntgentæknafélag íslands, stétt- arfélag sálfræðinga á íslandi, stétt- arfélag íslenskra félagsráðgjafa, stéttarfélag lögfræðinga í ríkisþjón- ustu, Útgarð — félag háskólmanna, kjarafélag tæknifræðinga og stétt- arfélag verkfræðinga. Mörg þessi félög í þjónustu rík- isins hafa óskað eftir eða standa í viðræðum um þessar mundir, en viðræður við önnur eru í biðstöðu. Auk þess er enn ósamið við verka- lýðsfélög utan Reykjavíkur vegna ófaglærðs starfsfólks á sjúkrahús- um, nema á Akureyri. Glatt á hjalla á Tjaldanesi HEIMILISMENN og velunnarar Tjaldanesheimilisins í Mosfells- dal fögnuðu 30 ára starfsafmæli heimilisins á fimmtudag. Eins og hér sést var glatt á hjalla á af- mælishátíðinni enda höfðu heim- ilismenn lagt kapp á að gera hana sem best úr garði. Tjalda- nesheimilið heyrir undir félags- málaráðuneytið og starfar undir stjórn svæðisskrifstofu um mál- efni fatlaðra. Á lóð heimilisins er m.a. þjálfunarstöð, sundlaug og skólahúsnæði. Ymsar kennslu- greinar eru kenndar í skólanum og lögð rækt við likamlega þjálf- un og tómstundastarf. Ljósmæðra- nám við Há- skóla Islands LJÓSMÆÐRANÁM verður hluti af námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands næsta vetur og er gert ráð fyrir að kennsla í faginu heíjist við næstu áramót, að sögn Amórs Guðmundssonar deildarsér- fræðings í háskóla- og vísindadeild menntamálaráðuneytisins. Námið er hugsað fyrir hjúkrunar- fræðinga með BS-próf og hefur verið rætt að skipta því í hálfs árs bóknám og verklega kennslu í eitt ár. Ljósmæður námu áður við Ljós- mæðraskóla íslands þar til sú krafa var gerð fyrir nokkrum ámm að ljúka þyrfti hjúkmnamámi fyrst. Ljósmæðrastéttin er einvörðungu skipuð konum hérlendis eins og starfsheitið gefur til kynna en ljós- feður em ekki óþekkt fyrirbrigði nú á dögum, til dæmis í Noregi þar sem nokkrir karlmenn gegna þessu starfi, að sögn Reynis Tómasar Geirssonar, prófessors og forstöðu- læknis kvennadeildar Landspítal- ans. Reynir segir að samkvæmt hans vitneskju hafi enginn karlmaður sóst eftir ljósmæðranámi á þeim tuttugu ámm sem hann hafi tengst faginu. En til þess sé vitað að einn eða tveir karlmenn hafi sýnt nám- inu þann áhuga að bera sig eftir eyðublöðum hjá Ljósmæðraskólan- um á sínum tíma, þótt umsóknirnar hafi látið á sér standa. Morgunblaðið/Þorkell Formaður Neytenda- samtakanna um GATT-frumvarpið Neytendur hafa verið blekktir NEYTENDASAMTÖKIN telja að GATT-frumvarpið, sem lagt var fyrir Alþingi á mánudag, þjóni ekki hagsmunum neytenda og segir Jó- hannes Gunnarsson, formaður sam- takanna, að neytendur hafi verið blekktir. Neytendum hefði verið lof- aður jólapakki sem síðan hafi reynst vera tómur þegar hann var opnaður. Jóhannes segir að samkomulagið þjóni hagsmunum framleiðenda frekar en neytenda. „Það var okkar trú að þegar GATT-fumvarpið kæmi til framkvæmda myndi það leiða til hagræðingar í íslenskum landbúnaði," sagði Jóhannes. „Það myndi síðan þegar til lengri tíma væri litið auka hag neytenda." Tollar hindra samkeppni Samtökin gera athugasemdir við ýmis atriði í frumvarpinu. Þar á meðal að að þær vörur sem leyft verður að flytja inn beri eftir sem áður það háan toll að útsöluverð þeirra verði áfram hærra en verð íslensku varanna. Jóhannes segir að þvi sé ljóst að íslenskum land- búnaði verði ekki veitt það aðhald sem vonir stóðu til. Þá gera samtökin athugasemd við þá tolla sem lagðir eru á vörur umfram lágmarksaðgang, sem skil- greindur er sem 3-5% af hverri af- urð, og segja tollana það háa að þeir útiloki frekari innflutning og þar af leiðandi samkeppni. Tollarnir lækka ekki í áföngum Einnig sé það ljóst að tollarnir verði ekki lækkaðir frá því sem þeir eru í frumvarpinu. Þuríður Jónsdóttir, varaformaður samtak- anna, segir að í byijun hafi verið gert ráð fyrir því að tollarnir myndu lækka í áföngum og þannig hefði íslenskur landbúnaður tækifæri til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Það væri hins vegar ekki reyndin samkvæmt frumvarðinu. Neytendasamtökin telja eðlilegt að tollar á lágmarksinnflutingi séu það lágir að neytendur gætu borið saman verðlag hér og í öðrum lönd- um. Þannig væri hægt að veita inn- lendum landbúnaði eðlilegt aðhald. Nokkrir stjórnarþingmenn vilja frekari breytingar á sj á var útvegsfr um var pinu Róðrardagakerfi komið á í haust MIKLAR umræður og deilur urðu um frum- varp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða á Alþingi í gær þegar fyrsta umræða um frumvarpið fór fram. í máli Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra kom fram að áformað væri að gera mat á kostum sem til greina koma við stjórnun fiskveiða og sagði hann að þegar frumvarpið hefði verið afgreitt yrði eitt af fyrstu verkum sjávarútvegsráðuneytisins að hefja undirbúning á þessari endurskoðun og kvaðst hann vænta þess að að því verki kæmu fulltrúar ólíkra hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi og stjómmálaflokka. Stjórnarandstaða gagnrýnir ákvæði frumvarpsins Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem tóku til máls gagnrýndu flest ákvæði frumvarps- ins og var m.a. harðlega gagnrýnt að með • frumvarpinu væri verið að setja aflamark á smábáta. Ekki voru allir þingmenn stjómar- flokkanna heldur að öllu leyti sáttir við ein- stök ákvæði frumvarpsins og lögðu til að sjávarútvegsnefnd þingsins skoðaði þau nán- ar fyrir aðra umraeðu. Lögðu nokkrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins, Einar Oddur Kristjánsson, Sturla Böðvarsson og Kristján Pálsson, áherslu á að þeirri breytingu, sem felur í sér að smábátasjómenn geti valið sér róðrardaga í stað banndaga, verði komið á strax við upphaf komandi fískveiðiárs en í bráðabirgðaákvæði frumvarpsins er gert ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra flytji framvarp um breytingar á ákvæðunum um banndaga sem geri mönnum kleift að velja sér róðrar- daga jafnskjótt og hann telur tæknilegar og fjárhagslegar forsendur til eftirlits vera fyr- ir hendi. Þorsteinn Páisson sagði það ætlun ráðuneytisins að hraða þessari vinnu svo sem kostur væri á. Einar Oddur sagði að með óbreyttum lög- um hefðu afleiðingar banndagakerfisins orð- ið skelfilegar. Hann sagði einnig að sum atriði framvarpsins orkuðu tvímælis. Benti hann á að upplýsingar hefðu komið fram sem gæfu til kynna að eftirlit með nýtingu sókn- ardaga báta væri vel framkvæmanlegt og hvatti hann til þess að reynt yrði að ná sam- komulagi í sjávarútvegsnefnd um að koma á róðrardagakerfi fyrir haustið. Sagði hann að allir kostir sem krókaveiðisjómenn stæðu frammi fyrir væru vondir en tillögur frum- varpsins væru tilraun til að leysa vandann. Einar Oddur og Einar K. Guðfínnsson vís- uðu þeirri gagnrýni stjórnarandstæðinga á bug að þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestíjörðum hefðu snúið baki við tillögum sínum sem þeir settu fram fyrir kosningar. Einar Oddur sagði að þeir ætluðu að halda áfram baráttu sinni um að breyta fiskveiði- stefnunni og sú vinna færi af stað í haust. Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að framvarpið væri afrakstur sam- komulags stjómarflokkanna en hann sagðist vona að tillögur 2. greinar frumvarpsins um val milli viðbótarbanndaga og aflahámarks krókabáta væra aðeins til bráðabirgða. „Ég óttast að það sé fyrsta skrefíð til þess að þessir bátar séu í raun settir á kvóta og að næsta skrefið verði að krefjast þess að þessi kvóti verði framseljanlegur,“ sagði hann. Össur Skarphéðinsson, Alþýðuflokki, gagnrýndi-þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum og þingmenn Framsóknar- flokksins á Reykjanesi harðlega fyrir meint svik á kosningaloforðum sínum. Sagði hann að enginn þingmaður hefði gengið eins langt í yfírboðum og Siv Friðleifsdóttir, Framsókn- arflokki, en þau loforð væri hvergi að finna í frumvarpinu. Össur sagði að sjávarútvegs- ráðherra hefði tekist að beygja stjórnarþing- menn undir stefnu LÍÚ í sjávarútvegsmálum og koma krókabátaflotanum undir kvóta. „Spurning um að þrauka í eitt ár“ Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki, taldi frumvarpið fela í sér bæði kosti og galla sem fjalla yrði um í sjávarútvegsnefnd. „Grand- vallaratriðið er að við ætlum að reyna að halda stjóm á fiskveiðum, binda toppinn við 21.500 lestir og síðan er það spurningin um útfærsluna. Ég trúi þvi að það sé spurningin um að þrauka í eitt ár og koma þá þessari veiðistjóm, sem snertir sérstaklega króka- báta, í fastar skorður,“ sagði Hjálmar. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, vék m.a. að ákvæði fram- varpsins um að Byggðastofnun úthluti 500 lestum árlega til að rétta hlut byggðarlaga, sem byggja nær eingöngu á útgerð króka- báta. Sagði Jón Baldvin þetta fráleita tillögu og hreint fúsk sem enginn ætti að ljá máls á. „Þama er verið að setja menn í dæmigert fyrirgreiðsluapparat, kjörna þingmenn, og láta þá valsa með þessi fémæti," sagði hann. Einar Mathiesen, Sjálfstæðisflokki, tók undir gagnrýni Jóns Baldvins á þetta ákvæði sem hann sagðist hafa efasemdir um að ætti rétt á sér og kvaðst vilja að sjávarútvegs- nefnd tæki það til sérstakrar skoðunar. I » I » I I i i í i i r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.