Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ1995 25 Thors-þing í Listhúsinu FÉLAG áhugamanna um bókmenntir heldur árlegt vorþing sitt í Listhúsinu í Laugardal laugardaginn 3. júní kl. 9.15. Þingið verður að þessu sinni helgað verkum Thors Vilhjálmssonar. Félag áhugamanna um bókmennt- ir hefur nokkur undanfarin ár staðið fyrir málþingum um bókmenntir á vorin. Venjan er að taka til umfjöll- unar einn höfund hvetju sinni, í fyrra var haldið þing um verk Svövu Jak- obsdóttur, og nú er röðin komin að samferðamanni Svövu í módernis- manum, Thor Vilhjálmssyni. Á þinginu halda fræðimenn og rit- höfundar erindi 'um ýmsa þætti í höfundarverki Thors, en einnig verð- ur leiklestur úr verkum skáldsins og almennar umræður. Erindi halda: Aðalsteinn Ingólfsson, Ragnhildur Richter, Silja Aðalsteinsdóttir, Ey- steinn Þorvaldsson, Kristján Jóhann Jónsson, Friðrik Rafnsson, Þröstur Helgason, Sigurður Pálsson, Ástráð- ur Eysteinsson, Svala Þormóðsdóttir og Þorleifur Hauksson. Þingið verður haldið í Listhúsinu í_ Laugardal og hefst klukkan 9.15. Áætlað er að því ljúki um klukkan 17.00. Það er öllum opið, aðgangs- eyrir er kr. 1000 og er kaffi innifalið í því verði, en gestum gefst kostur á að kaupa sér létta máltíð í hádeg- inu í kaffihúsi Listhússins. Dagskrá þingsins er sem hér seg- ir: 9.15 Ragnhildur Richter „Að tengja mig“: um Raddir í garðinum. 9.40 Eysteinn Þorvaldsson „Hugur- inn reikar víða: um æskuverk Thors. 10.05 Kristján Jóhann Jónsson: Af hvetju var fuglinn að flýta sér? 10.30 Kaffihlé. 10.50 Friðrik Rafnsson: Thor og franska nýsagan. 11.10 Þröstur Helgason: Af texta ertu kominn, að texta muntu verða: Verk Thors Vilhjálmssonar sem „texti“. 11.30 Sigurður Pálsson Heimurinn er alltaf einn (örfá orð um Thor) 12.00 Hádegishlé. 13.30 Ástráður Eysteinsson: / útlöndum. 14.00 Silja Aðaisteinsdóttir: „/ spori mannsins", snögg sýn á ljóð Thors Vilhjálmsson- ar. 14.20 Aðalsteinn Ingólfsson: „Ut pittura poesis“ 14.40 Kaffihlé. 15.00 Leiklestur úr örverkum Thors. 15.30 Svala Þormóðsdóttir: Að sætta eðlin tvenn: kafað í Grámosann. 16.00 Þorleifur Hauksson: um stíl Thors Vilhjálmssonar. 16.20 Pallborðsum- ræður. Hverju spdir þú um þróun vaxta d ncestu mdnuðum? Ég á von á því að vextir eigi eftir að lækka fram til áramóta. Mesta lækkunin verður sennilega á seinni hluta ársins en þangað til verða vextir í ágætu jafnvægi. Vextir í Bandaríkjunum hafa lækkað mikið síðustu mánuði og önnur lönd hafa fylgt á eftir. Vænta má áhrifa þessarar lækkunar vaxta víða um heim hér á seinni hluta ársins. Býstu við mikilli vaxtalcekkun? Ekki svo mjög. Kannski má búast við lækkun á bilinu 20-50 punktar.* Þó vextir annars staðar hafi lækkað um allt að 150 punkta er ekki þar með sagt að vextir á íslandi lækki jafn mikið. Ef það gengi betur að laða erlenda fjárfesta til kaupa á íslenskum skuldabréfum kynni að nást betri vaxtajöfnuður. Er þetta dreiðanleg spd? Já, við hjá VIB höfum gert svona vaxtaspá síðustu þrjú árin og mótað fjárfestingarstefnu okkar út frá henni. Oftar en ekki hefur hún gengið eftir, enda stendur á bak við hana þrotlaus vinna og athugun á fjölmörgum þáttum. VJB er eini aðilinn sem gefur út svona spd — hvers vegna? Vaxtaþróun er ein af grundvallar forsendunum sem við nötum í okkar ráðgjöf við ávöxtun á peningum. Þetta er flókið viðfangsefni en að okkar mati algjörlega nauðsynlegt. Við gefum spána út í ársfjórðungslegri skýrslu og byggjum okkar fjárfestingar- stefnu á henni. *50 punktar = 0,5% Hvað cettu þeir að gera sem cetla að dvaxta peninga d ncestunni? Þegar vextir lækka er mikilvægt fyrir fjárfesta að læsa inni hærri vexti með því að kaupa löng skuldabréf með föstum vöxtum. Eftir því sem vextir lækka er síðan ástæða til þess að selja löngu bréfin með góðum hagnaði og stytta binditíma safnsins. Hvað með hlutabréf við þessar aðstceður? Verð á hlutabréfum ætti að geta hækkað í kjölfar vaxtalækkunar. Afkoma fyrirtækjanna verður betri sem væntanlega skilar sér til hluthafanna. Þeir sem hyggja á hlutabréfakaup á árinu ættu í það minnsta að fylgjast vel með markaðnum núna. Vaxtabreytingar skapa dvallt tcekifceri fyrir fjdrfesta, hvort sem vextir hcekka eða lcekka. Traust rdðgjöf við sltkar aðstceður skiptir sköpum við dvöxtun peninga. Hafðu samband í stma 560-8900. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSIANDSBANKA HF. • Aðill að Verðbréfaþingi íslaruiu • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Siml 560-8900. Bílamarkaðurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggiid bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. kl. 10-17 2. íhvítasunnu kl. 13-18 MMC Lancer GLXi ’94, dökkgrænn, sjálfsk., ek. 9 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl. V. 1.450 þús. Sk. ód. Nissan Sunny SLX 4x4 Artic Edition '94, blár, 5 g., ek. 21 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu, dráttarkúla, tveir dekkjagangar á felg- Renault Clio 1,4 RT '91, 5 dyra, svartur, 5 g., ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 740 þús. þ. km. Tilboðsverð 780 þús. Sk. ód. Honda Accord 2000i '90, rauður, sjálfsk., ek. 85 þ. km., rafm. í öllu, hiti í sætum, sóllúga o.fl. Toppeintak. V. 1.150 þús. Subaru Legacy Artic Edition 4x4 '93, hvítur, 5 g., ek. 29 þ. km., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.890 þús. MMC Colt GLXi '93, rauður, 5 g., ek. 42 þ. km., álfelgur, spoiler, rafm. í öllu. V. 1.150 þús. Citroen BX 14E '87, blár, 5 g., ek. 140 þ. km. Mikiö endurnýjaður, gott eintak. Tilboðsv. 230 þús. Daihatsu Feroza EL '94, grænn/grár, 5 g., ek. 11 þ. km. Tilboðsverð 1.390 þús. Sk. ód. Einnig: árg. '90, 5 g., ek. 114 þ. km. Tilboðsv. 850 þús. Subaru E-10 4x4 Minibus '88, 7 manna, 5 g., ek. aðeins 67 þ. km. V. 490 þús. Nissan Patrol diesel Turbo langur '91, 5 g., ek. 106 þ. km. Gott eintak. V. 2.650 þús. MMC Pajero diesel Turbo stuttur '86, 5 g., vél o.fl. tslýuppt. (nótur fylgja). Tilboðs- verð 590 þús. staðgreitt. Toyota Hl Lux D. Cap diesil m/húsi '92, 5 g., ek. 94 þ. km., 33“ dekk, brettakant- ar. V. 1.850 þús. Sk. ód. MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 40 þ. km. V. 720 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLXi '91, Hlaðbakur, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þús. MMC Pajero langur bensín '90, V-6, 5 g., ek. aðeins 68 þ. km. 31“ dekk, álfelg- ur. V. 1.850 þús. Sk. ód. Honda Prelude EX '87, grásans., 5 g., ek. 90 þ. km., sóllúga olf. V. 690 þús. GMC Jimmy S-10 '89, blár og grár, sjálfsk., ek. 84 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak. Tilboösverð 1.290 þús. Sk. á ód. fólksbíl. Nissan Terrano 5 dyra 2,7 Turbo diesel '93, rauður, 5 g., ek. 26 þ. km., ABS bremsur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.650 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.