Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Helgai Lítilsháttar útlitsgallað sitkagreni, um 2 m á hæð, og blágreini 1-11/2 m. 1 .550 Kr. stk. í dag og næstu daga: Hnausplöntur af lerki, 100-160 cm. Glæsilegt úrval. Og sumarsi Hvítt, íturvaxið úrvalsbirki, 390 kr. Ráðgjöf - þjónusta - Opið kl. 8-19, um helgar kl. 9-17, sími 564-1777 ERLENT Hundrað þúsund rúblur HUNDRAÐ þúsund rúblna seðlar hafa verið gefnir út í Rússlandi vegna þess hve verðbólga í landinu er gífur- leg. Upphæðin samsvarar um 13 þúsund íslenskum krónum. Rússar gátu þó huggað sig við að rúblan hækkaði um 1,5% á mörkuðum í gær. Nýi seðill- inn, sem er sá verðmesti í Rússlandi, var kynntur á fréttamannafundi í gær. Myndin á seðlinum er af Bolshoj-leikhúsinu í Moskvu. Reuter Ástarbréf til Foringjans AF öllum þeim ritverkum sem eru nú að koma á markað í Þýskalandi í tilefni þess að fimmtíu ár eru frá lokum seinni heims- styrjaldar eru fá jafn nýstár- leg og það sem ber titilinn Ástarbréf til Adolfs Hitl- ers. Bréfin, sem komu fyrst út á bók og voru síðan sviðsett sem leikrit í Berlín, sýna, að sögn The New York Times, hvert tangarhald Foringinn hafði á mörgum þegna sinna. Mörgum Þjóðverjum er lítt gefið um þennan þátt í sögu landsins. „Ástkæra eftirlæti hjarta míns, minn eini sanni, minn kæri og heitast elskaði,“ eru upphafsorð eins bréfsins. „Ég gæti kysst þig þúsund kossa, en það væri ekki nóg.“ í bréfunum er Hitler ávarpaður ýmist sem „Minn ástkæri for- ingi“; „Elsku sykursæti Adolf minn,“ eða „Kæri Addi.“ Umdeild bók Bréfin eru öll ekta og fund- ust á víð og dreif um rústir skrifstofu Foringjans árið 1945. Maðurinn sem fann þau, William Emker, fæddist í Þýskalandi, en var foringi í bandaríska hernum. Emker beið i hálfa öld með að birta bréfin, bæði vegna tillitsemi við eftirlifendur og eins vegna þess að hann vissi ekki til þess að neinum þættu bréfin ein- hvers virði. Bókin, Ástarbréf til Adolfs Hitlers, varð síðan árangurinn af samstarfi Emkers og þýska sagnfræðingsins Helmuts Uls- hofers. Bókin er umdeild, og segja sumir gagnrýnendur hana mikilvæga, að hún varpi jjósi á hvernig Þjóðveijar hugsuðu og hvernig þeim leið. Aðrir segja bókina vera móðg- un við þá kynslóð kvenna sem þola mátti hörmungar stríðs- ins og tók síðan þátt í að end- urreisa Þýskaland. Konan og valdið Ulshofer segir erfitt að út- skýra hvers vegna bréf sem þessi voru rituð til foringjans. Ástæðan sé að hluta til hin sígildu tengsl milli kvenna og valds, en eins varpi bréfin ljósi á það dularfulla andrúmsloft sem umlukti foringjann, og við getum átt erfitt með að skilja nú á dögum. Ebolafaraldurinn Hófst á rannsókn- arstofu London. Reuter. TÆPLEGA fertugur starfsmaður á rannsóknarstofu olli því að Ebol- afaraldur braust út í Zaire í apríl, að sögn alþjóðlegs hóps lækna og vísindamanna. Telja þeir að Ebola- veirunnar hafi fyrst orðið vart í janúar. í bréfi til læknatímaritsins Lanc- et segir hópurinn að faraldurinn hafi brotist út þann 9. apríl þegar starfsmaðurinn var fluttur milli sjúkrahúsa í bænum Kikwit, sem er austan við Kinshasa, höfuðborg Zaire. Ekki kemur fram í bréfi hóps- ins hvernig maðurinn smitaðist af Ebolaveirunni. Starfsmaðurinn þjáðist af bólgu í kviðarholi, í kjölfar hitasóttar. Miklar blæðingar innvortis drógu hann til dauða fimm dögum síðar. Hjúkrunarfólk sem annaðist mann- inn tók síðan unnvörpum að veikj- ast; um sjötíu prósent þeirra sem fyrst sýktust voru starfsfólk á sjúkrahúsum. Síðan breiddist far- aldurinn út meðal aðstandenda þeirra sem fyrst sýktust. Samkvæmt upplýsingum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar 30. maí, höfðu að minnsta kosti 153 látist af völdum Ebolaveirunnar í Zaire. Náðst hefði að hefta farald- urinn. Veiran veldur blæðingu í líf- færum og leiðir í flestum tilvikum til kvalafulls dauða. Símaskráin 1995 er komin út laugardaginn 3. Júní Nýja símaskráin tekur gildi Mundu eftir afhendingarmiðanum og náðu í nýju símaskrána BESCSl ^ l\lýja símaskráin - nauðsynleg frá 3. júní PÓSTUR OG SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.