Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Helgai Lítilsháttar útlitsgallað sitkagreni, um 2 m á hæð, og blágreini 1-11/2 m. 1 .550 Kr. stk. í dag og næstu daga: Hnausplöntur af lerki, 100-160 cm. Glæsilegt úrval. Og sumarsi Hvítt, íturvaxið úrvalsbirki, 390 kr. Ráðgjöf - þjónusta - Opið kl. 8-19, um helgar kl. 9-17, sími 564-1777 ERLENT Hundrað þúsund rúblur HUNDRAÐ þúsund rúblna seðlar hafa verið gefnir út í Rússlandi vegna þess hve verðbólga í landinu er gífur- leg. Upphæðin samsvarar um 13 þúsund íslenskum krónum. Rússar gátu þó huggað sig við að rúblan hækkaði um 1,5% á mörkuðum í gær. Nýi seðill- inn, sem er sá verðmesti í Rússlandi, var kynntur á fréttamannafundi í gær. Myndin á seðlinum er af Bolshoj-leikhúsinu í Moskvu. Reuter Ástarbréf til Foringjans AF öllum þeim ritverkum sem eru nú að koma á markað í Þýskalandi í tilefni þess að fimmtíu ár eru frá lokum seinni heims- styrjaldar eru fá jafn nýstár- leg og það sem ber titilinn Ástarbréf til Adolfs Hitl- ers. Bréfin, sem komu fyrst út á bók og voru síðan sviðsett sem leikrit í Berlín, sýna, að sögn The New York Times, hvert tangarhald Foringinn hafði á mörgum þegna sinna. Mörgum Þjóðverjum er lítt gefið um þennan þátt í sögu landsins. „Ástkæra eftirlæti hjarta míns, minn eini sanni, minn kæri og heitast elskaði,“ eru upphafsorð eins bréfsins. „Ég gæti kysst þig þúsund kossa, en það væri ekki nóg.“ í bréfunum er Hitler ávarpaður ýmist sem „Minn ástkæri for- ingi“; „Elsku sykursæti Adolf minn,“ eða „Kæri Addi.“ Umdeild bók Bréfin eru öll ekta og fund- ust á víð og dreif um rústir skrifstofu Foringjans árið 1945. Maðurinn sem fann þau, William Emker, fæddist í Þýskalandi, en var foringi í bandaríska hernum. Emker beið i hálfa öld með að birta bréfin, bæði vegna tillitsemi við eftirlifendur og eins vegna þess að hann vissi ekki til þess að neinum þættu bréfin ein- hvers virði. Bókin, Ástarbréf til Adolfs Hitlers, varð síðan árangurinn af samstarfi Emkers og þýska sagnfræðingsins Helmuts Uls- hofers. Bókin er umdeild, og segja sumir gagnrýnendur hana mikilvæga, að hún varpi jjósi á hvernig Þjóðveijar hugsuðu og hvernig þeim leið. Aðrir segja bókina vera móðg- un við þá kynslóð kvenna sem þola mátti hörmungar stríðs- ins og tók síðan þátt í að end- urreisa Þýskaland. Konan og valdið Ulshofer segir erfitt að út- skýra hvers vegna bréf sem þessi voru rituð til foringjans. Ástæðan sé að hluta til hin sígildu tengsl milli kvenna og valds, en eins varpi bréfin ljósi á það dularfulla andrúmsloft sem umlukti foringjann, og við getum átt erfitt með að skilja nú á dögum. Ebolafaraldurinn Hófst á rannsókn- arstofu London. Reuter. TÆPLEGA fertugur starfsmaður á rannsóknarstofu olli því að Ebol- afaraldur braust út í Zaire í apríl, að sögn alþjóðlegs hóps lækna og vísindamanna. Telja þeir að Ebola- veirunnar hafi fyrst orðið vart í janúar. í bréfi til læknatímaritsins Lanc- et segir hópurinn að faraldurinn hafi brotist út þann 9. apríl þegar starfsmaðurinn var fluttur milli sjúkrahúsa í bænum Kikwit, sem er austan við Kinshasa, höfuðborg Zaire. Ekki kemur fram í bréfi hóps- ins hvernig maðurinn smitaðist af Ebolaveirunni. Starfsmaðurinn þjáðist af bólgu í kviðarholi, í kjölfar hitasóttar. Miklar blæðingar innvortis drógu hann til dauða fimm dögum síðar. Hjúkrunarfólk sem annaðist mann- inn tók síðan unnvörpum að veikj- ast; um sjötíu prósent þeirra sem fyrst sýktust voru starfsfólk á sjúkrahúsum. Síðan breiddist far- aldurinn út meðal aðstandenda þeirra sem fyrst sýktust. Samkvæmt upplýsingum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar 30. maí, höfðu að minnsta kosti 153 látist af völdum Ebolaveirunnar í Zaire. Náðst hefði að hefta farald- urinn. Veiran veldur blæðingu í líf- færum og leiðir í flestum tilvikum til kvalafulls dauða. Símaskráin 1995 er komin út laugardaginn 3. Júní Nýja símaskráin tekur gildi Mundu eftir afhendingarmiðanum og náðu í nýju símaskrána BESCSl ^ l\lýja símaskráin - nauðsynleg frá 3. júní PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.