Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Póstur frá Brussel Ekki er hægt að taka undir að Páll Péturs-' son hafi brotið lög með því að mæla fyrir frumvarpi sem byggist á EES-samningnum. Miklu raunhæfara, segir Páll Þórhallsson, er að velta fyrir sér siðferðisvanda ráðherr- ans — og þingmanna yfírleitt Stjómarandstöðuþingmenn hafa gagnrýnt félagsmálaráðherra, Pál Pétursson, harðlega fyrir að mæla fyrir fmmvarpi um breytingu á lög- um um atvinnu- og búseturétt launa- fólks þótt það væri honum þvert um geð. I því sambandi rísa fyrst og fremst siðferðilegar spurningar um það hvort ráðherrann sé samkvæmur sjálfum sér. En stjómarandstæðing- ar hafa ennfremur haldið því fram að háttsemi hans varði við lög. Hugum fyrst að þessu síðar- nefnda. Með hvaða hætti kynni Páll Pétursson að hafa brotið gegn lögum? Páll taldi á sínum tíma að EES-samn- ingurinn stríddi gegn stjómarskránni og í umræðum á Alþingi á mánudag- inn var svaraði hann, þegar kallað var fram í ræðu hans, að hann teldi enn að svo væri. Samkvæmt mál- flutningi stjómarandstæðinga getur það ekki staðist að Páll mæli fyrir fmmvarpi sem byggist á EES-samn- ingnum um leið og hann telur samn- inginn bijóta gegn stjómarskránni. Hafa ráðherraábyrgðarlögin nr. 4/1963 verið nefnd í því sambandi. í c-lið 8. gr. segir að það varði ráð- herra ábyrgð ef hann framkvæmir sjálfur, fyrirskipar framkvæmd á eða lætur viðgangast að framkvæmt sé nokkuð það, er fer í bága við stjómar- skrá lýðveldisins. Það er á mörkunum að það sé hægt að taka það alvarlega að ráð- herraábyrgðarlögin skuli nefnd þó ekki sé nema vegna þess að Alþingi hefur aldrei höfðað mál á hendur ráðherra skv. ráðherraábyrgarlög- unj frá því þau voru fyrst sett 1904 og Landsdómur sem dæmir í slíkum málum því aldrei verið kallaður sam- an. Og hefur þó oft verið meira til- efni til að dusta rykið af ráðherra- ábyrgðarlögunum heldur en nú. Fræðilegar vangaveltur En látum það vera, fræðilegar vangaveltur um það hvort þau eigi við í þessu tilviki saka ekki. Skilyrði þess að um brot sé að ræða á um- ræddri grein ráðherraábyrgðarlag- anna er að ráðherrann hafí brotið gegn stjómarskránni. Nú liggurekk- ert fyrir um að EES-samningurinn bijóti gegn stjómarskránni nema síður sé. Það var að vísu umdeilt á sínum tíma, en Alþingi komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn stæðist gagnvart stjómarskránni og dómstólar hafa ekki dæmt á annan veg, enda ekki á það reynt svo kunn- ugt sé. Umrætt lagafrumvarp þarf auk þess ekki að stangast á við stjórnar- skrána jafnvel þótt EES-samningur- inn myndi gera það. í raun em alls ekki augljós tengsl þar á milli. Því hefur verið haldið fram að samning- urinn stríði gegn stjomarskránni vegna þess að með honum sé ríkis- vald framselt til erlendra stofnana með óhæfílegum hætti. Þótt svo væri yrði flutningur frumvarps frá þessum sömu stofnunum ekki sjálf- krafa stjórnarskrárbrot. En skiptir þá máli að ráðherrann telur sjálfur að EES-samningurinn stangist á við stjómarskrána? Já, það gæti gert það. Hugsanlega mætti líta svo á að um tilraun til brots á stjórnarskránni og þar með ráðherraábyrgðarlögum væri að ræða. Fyrir leikmenn kann það að hljóma allundarlega, að það geti varðað við lög að framkvæma eitt- hvað sem er í raun löglegt en maður telur sjálfur að sé ólöglegt. Dómstól- ar hafa eigi að síður dæmt á þann veg sbr. LSD-dóminn svokallaða (H 1972.345). Maður taldi sig vera að flytja LSD til landsins, en ósannað var að um það efni væri að ræða. Hann var samt dæmdur fyrir tilraun til smygls. Tilraun til brota getur því varðað við lög. En á það við um brot á ráð- herraábyrgðarlögum? Því svarar Ól- afur Jóhannesson neitandi í Stjórn- skipun Islands og rökstyður það með því þau séu að mörgu leyti ólík al- mennum hegningarlagabrotum. Lögjöfnun frá tilraunarákvæði al- mennra hegningarlaga komi því ekki til greina. Niðurstaðan er því sú að með engu móti sé hægt að segja að Páll Pétursson sé að bijóta lög með því að mæla fyrir umræddu frum- varpi. Ekki hægt að láta eins og ekkert sé Það er miklu raunhæfara að spyija hvort afstaða ráðherra stand- ist siðferðislega. Getur það farið saman að hafa á sínum tíma barist gegn EES-samningnum en setjast svo í ríkisstjóm sem þarf í stóru og smáu að framfylgja samningnum, og flytja meðal annars frumvörp sem á honum byggjast. Það fær augljós- lega ekki staðist að láta eins og ekkert sé, þá væri lítið mark á mönn- um takandi. En Páll hefur í umræð- unum á Alþingi gert nokkra grein fyrir sinni afstöðu og kom hún reyndar fram strax þegar hann hóf mál sitt á mánudaginn er hann sagð- ist koma með dálítinn póst frá Bruss- el. Hann segist líta svo á að EES- samningurinn hafí verið slæmur gerningur og að hann hafí stangast á við stjómarskrána, en það verði ekki aftur snúið. íslendingar eigi enga greiða leið út úr samnings- skuldbindingum sínum. Þeir séu nauðbeygðjr að stimpla „póstinn frá Bmssel“. í þessum orðum ráðherr- ans felst hin siðferðislega réttlæting gjörða hans. Páll bendir einnig á að þessi raun- veruleiki breyti því ekki að með samningnum séu þingmenn og ráð- herrar sem flytja þurfa EES-fmm- vörp settir í þá óþægilegu afstöðu að hafa í raun ekkert um löggjöf frá Evrópusambandinu að segja. Þetta er auðvitað annar siðferðisvandi sem allir þingmenn standa frammi fyrir en ekki einungis þeir sem voru and- vígir EES á sínum tíma. Kirkjulistahátið í Hallgrímskirkju Áhersla lögð á nýsköpun, börn og engla Kirkjulistahátíð verður hald- in í Hall- grímskirkju í Reykjavík 3.-18. júní en hún hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1987. Að þessu sinni mun frumsamið íslenskt efni einkenna hátíð- ina ásamt efni fyrir og eftir böm en meg- inþema hátíðarinnar er englar og börn. Hátíðin verður sett laugardaginn 3. júní kl. 14 með því að samkór barnakóra úr Reykjavíkurpróf- astsdæmunum munu frumflytja nýja barnasálma eftir Sr. Kristján Val Ingólfs- son og Hjálmar H. Ragnarsson. Á laug- ardaginn verða einnig opnaðar sýningar á myndlist barna og vefjarlist norsku listakonunnar Else Marie Jakobsen. Aðstand- endur hátíðarinnar eru Reykja- víkurprófastsdæmi eystra og vestra, Listvinafélag Hallgríms- kirkju og Þjóðkirkjan en formað- ur framkvæmdastjórnar hátíðar- innar er Hörður Askelsson. Hörður Áskelsson ►HÖRÐUR Áskelsson fæddist á Akureyri árið 1953. Hann stundaði nám við Tónlistar- skólann á Akureyri og í Reykjavík. Árin 1976-1981 var hann í framhaldsnámi við kirkjutónlistardeild tónlistar- háskólans í Diisseldorf og lauk organista- og kantorprófi þar vorið 1981. Næsta vetur starf- Hver var kveikjan að þessari aði hann sem kantor við Ne- anderkirkjuna í Dusseldorf hátíð í upphafi? „Tilefnið var að kirkjan var jafnframtþvíseniliannvarí fullgerð anð 1987, það var búið framhaldsnámi hjá Almut að vigja Hatlgrimskirkju. Hug- myndin var sú að reyna að auka Rössler. Sumarið 1982 var Hörður ráðinn organisti og kantor við Hallgrímskirkju í Reykjavík og frá árinu 1985 hefur hann verið lektor í lít- úrgískum söngfræðum við guðfræðideild Háskóla ís- lands. notkun á kirkjunni og við í Lista- vinafélagi hennar sáum mikla möguleika á því með því að stofna til kirkjulistahátíðar. Á þessum tíma blundaði líka í mér ákveðin óánægja með það hversu hlutur kirkjulista var lítill á Listahátíð- inni í Reykjavík. Mér fannst þetta ágætis tækifæri fyrir kirkjuna að stofna til sinnar eigin hátíðar sem landi. Frá Frakklandi kemur yrði haldin þau ár sem Listahátíð- Francois-Henry Houbart. Hann in yrði ekki. Það var líka ætlunin er í fremstu röð í sínu heima- að reyna að efla hvítasunnuna landi en þar er mjög rík hefð sem með tímanum hefur orðið fyrir orgelleik; Frakkar eru auð- dálítið veraldleg hátíð, menn hafa vitað frægir fyrir alla sina virtú- frekar litið á hana sem fyrstu ósa og þar er einnig mikil hefð ferðahelgina en sem kirkjulega fyrir því að spila af fingrum hátíð.“ fram, að impróvísera og það - Ætiið þið að brydda upp á munum við fá að upplifa á tón- einhverju nýju á hátíðinni í ár? leikum Houbarts á hvítasunnu- „Við munum leggja sérstaka dag. Frá Þýskalandi kemur Edg- áherslu á nýsköpun. Við höfum ar Krapp en hann er prófessor í fengið Kristján Val Ingólfsson, Miinchen og mun vera mjög fær skáld og guðfræðing, til að semja túlkandi á þýskri orgeltónlist. nokkra nýja sálma fyr- ir börn um ljósið, lífið, vorið og náttúruna og verða þeir frumfluttir við nýja tónlist eftir Hjálmar H. Ragnars- Gríðarleg ásókn í nýja orgelið Og frá Englandi kem- ur svo Gillian Weir sem er einn þekktasti kvenorgelleikari í heiminum í dag. Hún mun hafa aukið hróð- son á opnuninni. Einnig verður ur orgelleiks á Bretlandi mikið frumflutt nýtt leikverk eftir síðastliðin ár, einkum í gegnum Steinunni Jóhannesdóttur um sjónvarp. Hún er geysilega snjall Tyrkja-Guddu annan í hvítasunnu orgelleikari.“ og nýtt dansverk við Sálumessu - Heldurðu að hið nýja orgel Mozarts eftir Nönnu Ólafsdóttur Hailgrímskirkju hafi haft mikið verður sýnt 16. og 17. júní.“ aðdráttarafl fyrir þessa orgelleik- - Þið hafið einnig fengið ara? nokkra erlenda orgelleikara til „Já, það er engin spurning. liðs við ykkur? Burtséð frá þessari hátíð er gríð- „Já, það má segja að við höf- arleg ásókn í að fá að spila hérna. um svo fengið nokkrar stjörnur Það komast miklu færri að en til að skreyta okkur með. Hingað vilja og ég hef ekki við að svara koma þrír orgelleikarar sem eru fyrirspurnum. Orgelið virðist allir í fremstu röð á sínu sviði hafa komist inn á kortið og svo fyrir milligöngu frönsku, þýsku hefur ísland auðvitað mikið að- og ensku sendiráðanna hér á dráttarafl líka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.