Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 44
/Tirrc "\TF 44 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Auðlindin Frá Einari Kristinssyni: TÆKNIN við fískveiðar er orðin slík að nýliðunin í heimshöfunum hefur engan veginn undan. Skipin geta borið allt, leitartækin sjá allt og veiðarfærin veiða allt. Hér er ég að tala um frystiskip. Á vissum svæðum er nú þegar búið að útrýma festu kviku, t.d. við Kanada. Á öðr- um stöðum er búið að hreinsa veru- lega til. Ekki síst hér við ísland. Sama mun gerast víðar á næstu árum. Lögsagan hefur víðast hvar verið færð út í 200 mílur og fýrirsjáan- legt að innan tíðar þarf að færa hana enn lengra. Auk þessa eru uppi háværar raddir um að loka þurfi smugum milli lögsagna. Þetta leiðir hugann að því að útgerð í því formi, sem við þekkjum heyrir brátt sögunni til. Það er ein- faldlega liðin tíð að bjartsýnn mað- ur geti keypt sér skip og farið að veiða þar sem honum sýnist. Á árum áður var skipið verðmætt, en veiðiheimildin verðlaus. Nú er þessu öfugt farið. Verðmætið liggur í veiðiheimildinni, en skip eru verð- laus. Þess vegna má ekki tengja þetta tvennt saman. Þar sem það magn, sem veiða má, er takmarkað bæði hér og ann- ars staðar er staða útgerðarinnar orðin staða verktakans. Hún getur boðið í það verk að sækja fiskinn þegar þörf er fyrir hann. Fiskur er þess konar vara að hann er mjög vandmeðfarinn. Hann þolir ekki bið og verður að fara í vinnslu strax. Hann er ekki matur, nema honum sé landað veiðidaginn, ísaður samdægurs og unninn næsta dag eða veiddur og unninn um borð. Fym aðferðin þarf fremur lítil og ódýr skip sem auðvelt er að smíða hér heima. Þjónusta við þau yrði líka ^lfarið framkvæmd hér. Þannig er mestur hluti kostnaðar við þessa útgerð innlendur. Þessi veiðiaðferð skilur því mikil verð- mæti eftir í þjóðarbúinu. Hin aðferðin krefst þess að skip- in séu stór og þar með dýr. Hér er ég að tala um frystitogara. Þeir eru alfarið smíðaðir erlendis, oftast fyr- ir erlend lán, sækja gjarna viðgerð- ir og viðhald til útlanda og nota mikið eldsneyti, sem líka er erlent. Þannig skila þeir, þrátt fyrir mikinn afla, litlu öðru í þjóðarbúið en laun- um áhafnarinnar, (og ef til vill ein- hveiju til eigandans). Með því að nota slík skip þar sem minni skip duga erum við beinlínis að rýra þær tekjur sem þjóðarbúið fær úr tak- mörkuðu aflamagni. Sé það rétt að óveiddur fiskur í sjónum sé sameign þjóðarinnar hlýtur þjóðin sem heild að ráða því hvernig þessari auðlind er ráðstaf- að. Stórútgerðarmenn, arfur frá lið- inni tíð, mega ekki hafa svo mikið sem tillögurétt um það. Frá sjónar- hóli þjóðarinnar er þess vegna rétt að veita dagróðraútgerð þá veiði- heimild sem hún og vinnslan í landi geta annað. Ef eitthvað er þá af- gangs fellur það í hlut stórútgerðar. Núverandi kvótakerfi er mis- skilningur frá upphafi. Því var kom- ið á í þeirri trú að minnkandi físk- gengd væri tímabundin. Höfunda þess skorti skilning á því að veiði- tæknin hefur vaxið umfram af- rakstursgetu sjávar. Forsendur út- gerðar eru því gerbreyttar til fram- búðar. Þar sem þjóðin er eigandi veiðiréttarins verður þjóðin að fá greiðslu fyrir afnotin. Þess vegna er sjálfsagt að selja veiðiréttinn ekki einu sinni, heldur árlega. Land- róðraútgerðin ætti að hafa for- kaupsrétt. Nú er vitað að veiðar og vinnsla þola vart aukinn kostnað nema fá það bætt. Þetta má gera með því að láta gengi síga samfara því að veiðileyfagjaldi er komið á. Þetta þarf að gerast í áföngum. Lægra gengi gerir innlenda framleiðslu samkeppnishæfari og fjölgar því störfum. Þar sem lægra gengi ger- ir innfluttar vörur dýrari þarf að koma tii móts vð neytendur með því að létta sköttum af þeim. Þetta er mögulegt vegna þess að veiði- gjaldið gefur ríkissjóði tekjur á móti. EINAR KRISTINSSON, Fannafold 43, Reykjavík. Spyrðu hundinn þinn En segðu honum að ég ætli hvort hann vilji koma aft- ekki að ýta honum um allt ur út og elta kanínur ... í bamakerru! Vísaðu veginn, gamli minn... Urgangsdekk til vegagerðar Frá Magnúsi Guðmundssyni: í EINU dagblaðanna var sagt frá því um daginn að hjá Sorpu væri verið að urða 60 þúsund notuð bíldekk og að notuð dekk væru almennt séð vandamál í heiminum. Af þessu tilefni langar mig að benda mönnum á grein sem birtist í bílablaðinu Bílnum, nánar tiltekið í 5. tbl. í fyrra (ritið er til á bóka- söfnum). Greinin, sem er athyglis- verð, Qallar um rannsóknir og til- raunir sem gerðar hafa verið með notuð bíldekk sem efni til vega- gerðar í nyrstu ríkjum Bandaríkj- anna á Austurströndinni. Þar er m.a. sagt frá að með samstarfs- verkefni Verkfræðideildar banda- ríska hersins og Ríkisháskólans í Maine hafi verið sýnt fram á að með því að nota kurlað gúmmí úr dekkjum, sem einangrunarlag í vegum, þar sem hættast er við frostskemmdum, má koma í veg fyrir að hvörf myndist í vegi að vori. í þessari grein koma fram ýmsar frekari upplýsingar um þessa tækni sem of langt mál er að fara út í hér. Mig langar hins vegar til að benda tæknimönnum og öðrum áhugamönnum um vega- gerð á þessa grein en hún er, eins og flest annað efni tímaritsins Bíls- ins, mjög athyglisverð og skrýtið að hún skuli hafa farið framhjá öðrum fjölmiðlum. MAGNÚS GUÐMUNDSSON, Hafnargötu 12, Höfnum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.