Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hákon Kristins- ^ son fæddist í Haga í Holtum 17. nóvember 1928. Hann lést 23. maí sl. Foreldrar hans voru Kristinn Guðnason, hrepp- stjóri og sýslu- nefndarmaður, og Sigríður Einars- dóttir, ljósmóðir. Systkini Hákonar eru: 1) Guðrún Sig- ríður Kristinsdóttir húsfreyja í Hvammi á Landi, gift Eyjólfi Ágústssyni, refaskyttu og sýslunefndarmanni. Eiga þau sex börn, fimmtán barnabörn og fjögur barnabarnabörn. 2) Guðni Kristinsson, hreppstjóri í Skarði, kvæntur Sigríði Theó- dóru Sæmundsdóttur. Eiga þau tvö börn, átta bamabörn og MIG langar til að minnast hér í nokkrum orðum ástkærs bróður míns sem lést 23. maí síðastliðinn. Það er sárt að sjá á eftir systkini _ sínu og minningar frá liðnum tímum koma fram í hugann. Við vorum fjögur systkinin sem ólumst upp í Landsveitinni við ástríki foreldra, nærveru afa og ömmu því á þeim tímum voru jafnan þrír ættliðir á heimili okkar. Hákon var mér næst- ur í aldri svo samneyti okkar varð meira en ella. Ég var þó alltaf litla systir í hans augum sama þótt ald- urinn færðist yfir okkur bæði. Hugur Hákonar stefndi fljótt til viðskipta og sótti hann nám við __ Samvinnuskólann og stofnsetti í kjölfarið verslun í Keflavík og varð umsvifamikill kaupmaður á Suður- nesjum. Ég var stolt af þessum bróður mínum sem af dugnaði og viljastyrk náði góðum árangri. Við hlið hans í starfi og leik var kona hans Hafdís Jóhannsdóttir sem var honum frábær förunautur. Hún hafði bætandi áhrif á bróður minn í hvívetna og hvatti hann til góðra verka. Síðustu árin hefur dóttir þeirra Guðrún sinnt verslunarstörf- um með föður sínum af alúð og áhuga. Samgangur heimila okkar var alla tíð mikill og góður. Við hjónin áttum margar ógleymanlegar sam- verustundir á ferðalögum eða í góðu spjalli. Hákon og Hafdís voru ávallt einstaklega gestrisinn og góð heim að sækja. Það er margs að minnast frá þessum árum og get ég ekki látið hjá líða að minnast árlegra eitt barnabarna- barn. 3) Laufey Guðný Kristinsdótt- ir, gift Einari Eiðs- syni skipasmið, sem er látinn. Eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 26. desember 1956 kvæntist Há- kon Hafdísi Mel- stað Jóhannsdóttur frá Húsavík. Dóttir þeirra er Guðrún verslunarmaður, maki Stefán Jóns- son, fjármálastjóri Keflavíkur, og eiga þau tvö börn. Áður átti Hákon Magnús Hörð, vélstjóra í Reykjavík, en Hafdís átti fyrir Jóhann Gíslason, tannlækni I Reykja- vík. Maki hans er Linda Ein- arsdóttir og eiga þau fjögur börn. ferða fjölskyldna okkar á Snæfells- nesið þar sem íslensk veðrátta setti svip á ævintýrin. Eftir fráfall eiginmanns míns var Hákon sem fyrr mín stoð og stytta. Hákon bróður minn var einstak- lega glæsilegur maður og bjartur yfirlitum. Hann var skemmtilegur á góðri stund og hafði einstaka hæfileika til að lýsa samferðafólki sínu. Hann barst ekki mikið á og gerði sín góðverk í hljóði. Hann var hjartahlýr og umhyggjusamur við menn og málleysingja. Við fráfali Hákonar sakna ég bróður og vinar. Góðar samveru- stundir geymi ég í þakklátum huga. Laufey Kristinsdóttir. Látinn er Hákon Kristinsson, kaupmaður og framkvæmdastjóri verslunarinnar Stapafells í Kefla- vík. Ég kynntist Hákoni er ég vorið 1960 réðst til starfa hjá Sparisjóðn- um í Keflavík, að námi loknu. Þar hafði viðskipti fyrirtæki tveggja ungra útsjónarsamra dugnaðar- forka, verslunin Stapafell sem þeir Hákon og Matthías Helgason höfðu stofnað og ráku í sameiningu. Þeir versluðu einkum með bifreiðavara- hluti, og fyrir dugnað þeirra og fyrirhyggju dafnaði hún í höndum þeirra svo athygli vakti. Vöruúrval- ið var aukið og þeir stofnuðu einnig bifreiðavarahlutaverslunina Bíla- naust í Reykjavík. Síðar skiptu þeir fyrirtækjunum og hefur Hákon síð- an stjórnað starfsemi og uppbygg- ingu Stapafells af óbilandi dugnaði, ráðdeild og myndarskap. Við Hafn- argötu í Keflavík hefur hann byggt yfir fyrirtækið og komið þyí vel fyrir í glæsilegum eigin húsakosti. Þar hefur hann enn aukið vöruúr- val Stapafells og verslar það nú með fjölmarga vöruflokka auk bif- reiðavarahluta. Hákon var ekki Suðurnesjamað- ur að uppruna en þar settist hann að með fjölskyldu sína. Þar var hans starfsferill í verslun, viðskipt- um og framkvæmdum, og á þeim akri skilaði hann dágóðu dags- verki. Hann var kom hingað frá góðbýlinu Skarði á Landi þar sem ættmenn hans hafa búið myndar- lega mann fram af manni. Af því má draga þá ályktun að veiði- mennskueðli hafi ekki verið ríkur þáttur í fari hans eða uppvexti. Það sýndi hann oft í því hvernig hann umgekkst fyrirtæki sitt, viðskipti þess og framkvæmdir. Þar hlúði hann af ræktarsemi að hveijum græðlingi þar til hann náði að vaxa og gefa uppskeru, en hljóp ógjama eftir veiðifréttum um skammæjan uppgangstíma. Framkvæmdir hans í húsbyggingum Stapafells sýna stórhug hans og miklar hugmyndir um framtíð fyrirtækisins, og um leið þá trú sem hann hafði á fram- tíð Keflavíkur og Suðurnesja, fram- tíð fólks og atvinnulífs hér suður með sjó. Með tíð og tíma urðu samskipti okkar Hákonar fleiri, fundir okkar tíðari og ég kynntist honum betur. Við áttum um nokkurt skeið sam- leið í JC-Suðurnes, þar sem við vorum báðir í hópi stofnfélaga haustið 1967. Síðar var hann af félaginu útnefndur Senator JC- hreyfingarinnar, sem er æðsta við- urkenning sem hún getur veitt fé- lagsmönnum. Hákon hefur lengi starfað í Rotaryklúbbi Keflavíkur og Hestamannafélaginu Mána. Þar veit ég að hann hefur fundið sig, ekki hvað síst í hestamennskunni, og verið þeim dijúgur liðsmaður. Við Hákon áttum ævinlega sam- leið í afstöðu til Sjálfstæðisflokks- ins, sem hann studdi með ráðum og dáð. Þar fann hann farveg grundvallarskoðun sinni og lífsvið- horfi, að frelsi einstaklingsins skuli vera leiðarljós þeirra sem fara með stjórn samfélagslegra málefna. Frelsi hvers manns til orðs og æðis, til frumkvæðis og athafna á sviði atvinnu- og viðskiptalífs, til að leita sér menntunar og ham- ingju, taldi hann dýrmætast mann- legra verðmæta. Hann áleit fá- mennt samfélag okkar þarfnast þess að þau fengju að njóta sín, því þannig mundi hver og einn hljóta ríkulega hvatningu til að leggja sig fram og þannig best geta lagt sitt fram til bættra lífs- kjara og betra samfélags. Um stjórnsýslu, stjórnarhætti, leikregl- ur og starfsumhverfi atvinnuvega okkar var fróðlegt og uppörvandi að eiga samræður við Hákon í Stapafelli. Sjóndeildarhringur hans var aldrei bundinn við viðfangsefni fyrirtækisins, heldur horfði hann til framtíðar af góðri yfirsýn og hafði jafnræði keppinauta í sam- keppni að leiðarljósi. Forsjár- hyggja, miðstýring og einokun voru honum ekki að skapi, slíkt fyrirkomulag taldi hann ekki til þess fallið að draga fram bestu kosti mannsins og þess vegna ekki mannlegu samfélagi til góðs. Hákon, Kristinsson reyndist þeim vel sem til hans leituðu, en ekki vildi hann gefa gyllivonir eða vil- yrði um nokkurt það sem hann var ekki hárviss um að geta. Hann var góður félagi, vænn og áreiðanlegur maður sem ávann sér virðingu sam- ferðamanna sinna. Að leiðarlokum flyt ég honum þakkir fyrir hrein- skilni og sanngirni, fórnfýsi og dyggan stuðning við sameiginlegan málstað okkar, og góðan stuðning, tiltrú og trúna,ð við mig. Hreinsum upp oggerum við eldri legsteina. Höfum einnig legsteina og krossa til sölu. Fjölbreytt úrvaL Góðfuslega hafið samband i sima 566-6888. Steinaverksmiðjan Korpó. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAREN M. SLOTH GISSURARSON, Árskógum 6, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 1. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Inga Kjartansdóttir, Gunnar Kjartansson, Anna Kjartansdóttir, Erla Kjartansdóttir, Sonja Kjartansdóttir, Kristján Kjartansson, Guðni J. Guðnason, Ágústa Árnadóttir, Björn S. Lárusson, Sigurbjörn E. Kristjánsson, Stefanía K. Karlsdóttir, barnbörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, JÓFRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Haga. Björg Bjarnadóttir, Árni Jónsson, Sigríður Kristín Bjarnadóttir, Ragnar Bjarnason, SonjaG.Wfum, Sigurlaug Bjarnadóttir, Kristinn Jónsson, Lárus H. Bjarnason, Særún Albertsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. HÁKON KRISTINSSON Ég votta eftirlifandi eiginkonu Hákonar, Hafdísi Jóhannsdóttur, dóttur þeirra og fjölskyldu allri samúð og virðingu. Algóður guð veiti þeim huggun í harmi og honum góðar viðtökur í ríki föðurins. Minn- ing góðs drengs lifir með okkur sem með honum gengum. Árni Ragnar Árnason. Vinalegur, traustur og gaman- samur. Þannig kom Hákon mér fyrst fyrir sjónir. Seinna kynntist ég kraftinum, áræðninni og fram- taksseminni. Hákon var fæddur í Haga í Holtum, en fluttist tveggja ára með foreldrum sínum að Skarði á Landi. Hann stundaði nám við héraðs- skólann í Reykholti í Borgarfirði og svo við Samvinnuskólann, hjá Jónasi frá Hriflu og Guðlaugi Rós- enkrans. Bauðst honum kaupfé- lagsstjórastaða á Vestfjörðum að námi loknu, en hann vildi halda sig nær heimaslóðum. Starfaði hjá Mjólkurbúi Flóamanna og á Skarði, en fór síðan til Bandaríkjanna til árs dvalar á vegum Marshallaðstoð- arinnar og var við nám og störf. Við heimkomuna fékk hann starf í Keflavík í sölumennsku og skrif- stofustörfum hjá fataframleiðanda. Árin 1954 til 1956 starfaði hann hjá bandarískum verktakafyrir- tækjum á Keflavíkurflugvelli og var þá m.a. einn af stofnendum Versl- unarmannafélags Suðurnesja. í Samvinnuskólanum kynntist Hákon Matthíasi Helgasyni úr Djúpi vestur. Árið 1955 keyptu þeir saman byggingavöruverslun Suðumesja á Hafnargötu 35 í Keflavík og nefndu Stapafell. Varn- ingurinn var byggingavörur og bíla- varahlutir. Þremur árum seinna stofnuðu þeir Bílanaust í Reykjavík og eftir tvö ár skiptu þeir rekstrin- um. Matthías fór til Reykjavíkur í Bílanaust, en Hákon var í Keflavík með Stapafellið. 1963 verða svo hrein eignaskipti, þótt þeir séu aðal- viðskiptavinir hvors annars áfram. Árið 1960 reisti Stapafellið nýtt verslunarhúsnæði á Hafnargötu 29 og 1964 byggir Hákon yfir aðrar deildir verslunarinnar á Hafnargötu 32. Var nú verslað með varahluti, verkfæri, ljóstæki, leikföng, bús- áhöld, gafavörur og heimilistæki. Blómstraði verslunin mjög og 1978 byggir Hákon Hafnargötu 37A og 1985 byggir hann Hafnargötu 27a, sem tengist við Hafnargötu 29. Hákon byggir því ijögur stór versl- unarhús um ævina, auk glæsilegs einbýlishúss. Hann er með 15 til 20 manns í vinnu að jafnaði og stundaði útgerð um tíma. Leigir einnig út mikið húsnæði til marg- háttaðrar starfsemi. Hákon var formaður kaup- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis um árabil og Rótarý-félagi í Keflavík yfir 30 ár, - einnig stjórn- armaður og forseti félagsins. Hann var sæmdur æðsta heiðursmerki Rótarý-samtakanna; Paul Harris fellow. Einnig átti hestamannafé- lagið Máni í Keflavík hug hans og hjarta og var hann formaður reið- veganefndar félagsins á Suðurnesj- um. Hákon ólst upp á stórbýli og bar það með sér alla ævi. Eðliskostimir birtust í ástsælni starfsfólks og fé- laga og ánægju viðskiptavinanna. Skarð er þingstaður sveitar sinnar, kirkjustaður og eitt af höfuðbýlum Oddaveija til foma. Faðir Hákonar var hreppstjóri og sýslunefndar- maður, húsfreyjan ljósmóðir. Bæði öðlingar og höfðingjar. Skarð er miðstöð hinnar miklu ferðamennsku inná Landmannaafrétt og inní Veiðivötn, þaðan eru íjallferðirnar skipulagðar á haustin og veiðin í vötnunum á sumrin. Sjálfsagi Hákonar og vinnusemi kom úr þessu umhverfi. Endalaus ferðalög á afréttina og inní vötn í uppvextinum kröfðust frábærra hesta, enda faðirinn leiðsögumaður og móðirin nestaði alla. Lagt var á gæðingana allan sólarhringinn, tamið nótt sem dag. Næmt auga fyrir gæðingsefnunum mótaðist. Vilji, geðslag, hæfileikar og mýkt metin á örskots stund. Vatnaferð- irnar reyndu á. Engir bílar, engar brýr. Veitt á daginn, vakað yfir hestunum á nótinni og skolfið í pokanum. Hestsburðir af vænsta silungi bornir í bú. Smalamennska á haustin, pabba hjálpað með ferða- fólkið um fjöllin á sumrin. Allt þetta herðir unglinginn og manndómur- inn eykst. Sterkir voru líka stofnarnir sem stóðu að. Reynifellsætt af Rangár- völlum í beinan karllegg. Víkings- lækjarætt hin rangæska, Geirlands- ætt hin skaftfellska af Síðu og Reykjaætt úr Árnesþingi í föður- ætt. Móðirin af Ásgarðsætt Jóns forseta, Engeyjarætt Bjarna Bene- diktssonar og Presta-Högnaætt Þorsteins Erlingssonar. Algóður Guð styrki eiginkonu, börn, bamabörn, systkini og ástvini alla og veiti Hákoni mínum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænt um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fyallið best af sléttunni.“ Þetta eru orð spámannsins. Fyrir rúmu ári greindist Hákon með illkynja sjúkdóm. Fyrir honum, og fjölskyldu hans biðu erfiðir tímar og mikil barátta. Hann hóf þessa baráttu strax og var hún full af miklum hetjuskap og von. En þessa baráttu háði hann ekki einn, við hlið hans stóðu Hafdís og Guðrún og verður sú hjálp sem þær veittu honum seint fullmetin. En eftir þetta langa, erfiða og hetjusama stríð leiddi sjúkdómurinn hann að lokum inn í eilífðina. Ög nú er þrautagangan loks á enda. Hann hefur fengið hvíldina og fundið frið- inn. Þar sem hans jarðnesku vist er nú lokið fer hann á annan stað þar sem hann mun sinna öðrum störfum með sinni góðmennsku og heiðarleika. Fyrir rúmum tuttugu árum kynntist ég Hákoni fyrst almenni- lega þar sem við höfðum hesta- mennskuna að sameiginlegu áhuga- máli. Á þessum tuttugu árum hefur hann orðið minn besti vinur og mesti lærimeistari í hestamennsk- unni. Hákon átti fáa sér líka í þessu fagi. Næmi hans gagnvart hross- unum og hversu glöggt auga hann hafði fyrir þeim ber vott um hversu góður hestamaður hann var í raun. Hann kom fram við hestana líkt og vini sína, með virðuleika, góð- mennsku og umhirðu sem var til fyrirmyndar. Hákon var öðlingsmaður. Hann var glettinn og með honum var allt- af hægt að hlæja og grínast. Hann var mjög félagslyndur maður, a.m.k. á samkomum hestamannafé- lagsins. Á þorrablótin var ekki hægt að fara nema í fylgd með honum og þar var hann hrókur alls fagnaðar með söngvum sínum og gamanmálum. Það er enginn vafi á því hver var gefandinn og hver var þiggjandinn í okkar vináttu. Ég hef lært margt af honum í gegnum þessi tuttugu ár og ekki tengist það allt hesta- mennskunni. Hann skildi eftir mikið veganesti þegar hann kvaddi þenn- an heim, veganesti sem ég á eftir að fara eftir og lifa með um ókomna tíð. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég votta ykkur, Hafdís og Guðrún, og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og megi góður guð styrkja ykkur í þessari sorg. Nú er komið að leiðarlokum, minn kæri vinur, og ekkert annað eftir en að kveðja. Sú virðing sem ég bar fyrir þér er enn til staðar og mun aldrei hverfa, það sama er að segja um vináttu okkar. Megi þær góðu minningar sem ávallt munu fylgja þér, Hákon minn, sefa sárasta harminn. Að lokum vil ég þakka þér fyrir þína vináttu og hlý- hug sem þú sýndir mér og minni fjölskyldu. Þessa vináttu mun ég varðveita um ókomna tíð. Guð blessi þig og þína minningu og hvíl þú í friði Guðs. Guðmundur Hinriksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.