Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MINNING MORGUNBLAÐIÐ + Jónas G. Hall- dórsson fæddist á Seyðisfirði 9. jan- úar 1910. Hann lést á Borgarspítal- anum 26. maí sl. Foreldrar hans voru Halldór Bene- diktsson, póstur á Seyðisfirði, og kona hans Jónína Her- mannsdóttir, og ólst hann upp í stórum systkinahópi. Eigin- kona Jónasar var Kristín Steingríms- dóttir frá ísafirði. Gengu þau í hjónaband 30. nóv- ember 1935, eignuðust fimm börn og eru fjögur á lífi: 1) Hermína, f. 6.12. 1935. Maki: Karl Lilliendahl og eiga þau þijú böm, Kristinu, Huldu og Jónas Theódór. 2) Guðný, f. TENGDAFAÐIR minn Jónas Hall- dórsson er fallinn frá. Við fráfall hans er mér efst i huga þakklæti fyrir áratugalanga vináttu hans. Eg kynntist honum fyrir rúmum 40 árum er ég átti því láni að fagna að kvænast elstu dóttur hans, Hermínu. Hann sýndi mér strax traust sem ég mat mikils og gaf mér vináttu sína, sem aldrei bar skugga á og aldrei verður fullþökk- uð. Jónas rakari, eins og hann var jafnan nefndur, nam iðn sína ungur og setti upp sína fyrstu rakarastofu á ísafirði, þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Kristínu Stein- grímsdóttur. Árið 1940 fluttust þau til Siglufjarðar og bjuggu þar í tæp 30.4. 1945. Maki: Jónmundur Hilm- arsson og eiga þau þrjú börn, Ingunni, Mögnu og Jónas. 3) Stefán, f. 26.12. 1946. Hann kvænfe ist Valgerði Gísla- dóttur og eiga þau þrjú börn: Hermínu, Dagmar og Gísla Reyr. Þau slitu sam- vistir. Sambýlis- kona Stefáns er Hulda Baldursdótt- ir. 4) Dagný, f. 11.9. 1948. Maki Sigurð- ur Sveinbjömsson og eiga þau þrjú börn, Sveinbjörn, Kristínu og Onnu Láru. Barnabarna- börnin em fimmtán. Útför Jónasar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 10.30. 40 ár. Þar rak Jónas eigin rakara- stofu allt til ársins 1979, er þau fluttust til Stokkseyrar. Þar bjuggu þau í nálægð barna sinna í 6 ár eða þar til Kristín lést árið 1985. Eftir lát hennar bjó hann fyrst hjá Guðnýju dóttur sinni og tengdasyni en síðustu árin bjó hann að Hrafn- istu í Reykjavík þar sem hann naut einstakrar umhyggju. Á Siglufirði lifðu þau mikla upp- gangstíma sfldaráranna og var þá ekki spurt hvaða tími sólarhringsins var þegar vinnan kallaði. Þar ólu þau upp bömin sín og var oft mikið um að vera, gestkvæmt og glatt á hjalla á heimili þeirra á Kirkjustíg 9. Seinna nutu börnin okkar sumar- heimsókna til afa og ömmu, sem beðið var með eftirvæntingu allan veturinn, enda var umhyggja þeirra fyrir barnabörnunum einstök. Jónas var af þeirri kynslóð sem háði harða lífsbaráttu á fyrri hluta aldarinnar. Efalaust hefur sú reynsla mótað lífsskoðanir hans, en þær einkenndust einkum af sterkri réttlætiskennd og samúð ásamt ■ umhyggju fyrir öðrum. Margir sem áttu um sárt að binda nutu þessara mannkosta hans sem og örlætis sem honum var í blóð borið, þótt aldrei heyrðist hann hafa orð á slíkum verkum sjálfur. Jónas var mikill tón- listarunnandi og flestum betur heima í bókmenntum. Miðlaði hann þeirri þekkingu sinni af óeigingimi og glæddi áhuga hjá bömum sínum og bamabörnum. Hans er nú sárt saknað af okkur sem eftir stöndum. í fyrirrúmi er þó þakklæti fyrir að hafa átt slíkan öndvegismann að. Guð blessi minningu hans. Karl Lilliendahl. Föstudaginn 26. maí var ég hjá þér á spítalanum. Þú varst mikið veikur, elsku afí. Sama kvöld hringdi mamma í mig og sagði mér að þú værir dáinn. Við eigum margar góðar minn- ingar saman. Mér verður strax hugsað til Siglufjarðar. Níu ára gömul fluttist ég suður með íjöl- skyldu minni en hugurinn var alltaf heima á Sigló. Á vorin þegar skól- inn var búinn var ég alltaf komin norður til ykkar og ekki um annað að ræða en að eyða öllu sumrinu hjá ykkur ömmu. Það var mikill gestagangur á sumrin hjá ykkur og oft var margt í húsinu við Kirkjustíg, en nóg var plássið og alltaf voru allir velkomn- ir. Hún amma sá sko aldeilis til jæss að allir fengju nóg að borða. Ég hugsa til þessara ára með sökn- uði, en miklu þakklæti, því það voru forréttindi að fá að vera þarna hjá ykkur. Árið 1979 fluttuð þið til Stokks- eyrar, nær fólkinu ykkar. Þá var nú hægt að fá sér bíltúr til ykkar hvenær sem var og alltaf var gott að koma. Árið 1985 deyr amma og var söknuður þinn mikill og okkar allra, elsku afi. Þá fluttist þú í Rjúpufell- ið til Guðnýjar dóttur þinnar og móður minnar, þar fannst þér gott að vera. Ég er mjög þakklát fyrir þau 2 ár sem við bjuggum þar með þér, ég og Maggý dóttir mín, sem þá var 2ja ára gömul. Þar áttum við margar góðar stundir saman. Ég man þegar þú sast í eldhús- króknum, þá kom hún og kiappaði þér á lærið, til þess að þú tækir hana í fangið, alveg eins og hún vissi að þú sást ekki vel. Hún á erfitt með að skilja það í dag að þú ert farinn, en við huggum okkur við það að þér líður vel núna hjá henni ömmu. Guð geymi þig, elsku afi minn og langi. Inga og Maggý. Kveðja frá barnabörnum Afi okkar Jónas Halldórsson hef- ur kvatt okkur. Það gerði hann á sinn hógværa og hljóða hátt á fal- legum vordegi þegar veðrið var líkt því sem það gerist best heima á Siglufirði. Þar gerðust ævintýr bernsku okkar. Ef til vill ekki svo stórkostleg í augum ókunnugra en okkur voru þau verðmæti sem end- ast munu allt lífið. Miðpunktur æv- intýranna var húsið á Kirkjustíg 9, stóra fallega húsið afa og ömmu sem stóð svo virðulega uppi á brekku fyrir neðan kirkjugarðinn. Við átt- um margar stundir þar í eldhúsinu hjá ömmu og þá gjarnan á spjalli við afa sem hafði ódrepandi áhuga á að tala við okkur þrátt fyrir ung- an aldur okkar og takmarkað vit. JÓNAS G. HALLDÓRSSON + Selma Rún Ro- bertsdóttir fæddist í Reykjavík 23. október 1993. Hún lést á Landspít- alanum 29. maí sl. Foreldrar hennar eru Ólöf de Bont Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri, f. í Reykjavík 13.12. 1953, og Robert de Bont, húsasmiður, f. í Hollandi 13.5. 1950. Selma Rún verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞÚ KOMST of fljótt og ætlaðir ekki að dvelja, stormar lífsins blésu í kringum þig ákaft, og kröftug voru veðraskiptin í lífi þínu. Þú komst sem mikill kennari inn í líf okkar, þú sameinaðir og þroskaðir tættar sálir. Þú talaðir ekki með orðum, en bláu og greindarlegu augun þín sögðu meira en orðagjálfur margra spek- inganna. Líkaminn mikið fatlaður en hugurinn hreinn og óflekkaður. Ástin mín, það var sem þú yxir og yrðir að betri manneskju og kærleik- ur þinn magnaðist við hveija raun og veikindi sem þú gekkst í gegnum. Stundum gast þú gert mig gráhærða og oft var stutt í pirringinn hjá mér, en þú fyrirgafst alltaf, þetta var bara eðlilegt ferli hjá okkur, við vorum ekkert að sýnast vera annað en það sem við vorum. Brottför þín var samt of skjót því gjaman hefðum við viljað hafa þig lengur, það komu . nefnilega góðir tímar þar sem ekki var mikið um veikindi og áttum við þá saman fjölskyldan yndislega tíma. Það. skipti okkur ekki máli þótt þú yrðir bundin við hjólastól og þyrftir allskyns hjálpartæki, það sem við vomm þakklát fyrir voru tímam- ir sem veikindin héldu sig fjarri. Þú iðaðir alltaf af gleði þegar ég sótti -þig á Múlaborg og I Álfalandið og síðan í Hnotubergið, fögnuður þinn var líka mikill þegar þú vaknaðir á morgnana og ég tók þig uppí og við hófum okkar morgunkelerí, þú gerðir aaa með hendinni þinni á vanga minn og gafst mér fimm, síðan taldir þú fyrir mig alla puttana tíu og svo sagð- ir þú mér með augunum og já- og neitákni hvað þú vildir, en þú varst komin á nei-aldurinn, og allt varð að neii, nema þegar súkkulaði og kók bar á góma, og ekki síst ís- inn sem var það besta. Stundum trylltumst við af hlátri, spurðu mig ekki af hveiju, við smituðum bara hvor aðra og gátum bara ekki hætt en oft grétum við líka saman þegar veikindin tóku sig upp aftur og aftur. Oft var ég reið og beisk, því ég hafði beðið svo lengi eftir þér, og mér fannst ég svikin af því að barn- ið mitt skyldi fá áfall svona rétt eft- ir fæðingu og verða fatlað. En ætli ég hefði þroskast svona ört ef þú hefðir ekki komið á þennan hátt, má ég kannski ekki vera bara þakk- Iát að hafa fengið að kynnast þess- ari hlið á lífinu, því nú hræðist ég ekki það sem er afbrigðilegt né hræðist ég dauðann meira. í gegnum þig lærði ég mátt fyrirgefningarinn- ar og það að vera ekki með fordóma gagnvart þeim sem eru örðuvísi. Baráttan með þér dró það sterkasta fram í mér, kenndi mér að vera stað- föst og trúa á mína innri rödd. Þú litla yndislega fatlaða barn, þakka þér fyrir að hafa komið inní líf okk- ar, þakka þér fyrir að hafa sameinað okkur en ekki sundrað, þakka þér fyrir að hafa veitt okkur innsýn inní innri fegurð mannlífsins. Atli, þakka þér fyrir að hafa hjálp- að Selmu til lífs, Hörður, þakka þér fyrir að hafa alltaf ijáð mér eyra og vera hreinskilinn, Pétur, við tókumst á og vorum ekki alltaf sammála en þú reyndist mér mikil stoð þegar á reyndi, Þráinn, alltaf reiðubúinn til aðstoðar og mannlegur í samskipt- um frá upphafi, öllum öðrum lækn- um og hjúkrunarfólki á Vökudeild og Barnaspítala Hringsins þakka ég samveruna og á ég eftir að sakna ykkar og hemiliseijanna á deildinni, við áttum að stórum hluta til heim- ili okkar hjá ykkur. Aðstoðarlæknar, ég var ykkur oft erfið og skammað- ist í ykkur, það var óttinn og hræðsl- an sem gerði það að verkum en samt mat ég verk ykkar mikils. Elsku Kristín mín Vigfús, styrkur minn og stoð í 3 ár, ómetanleg hefur nær- vera þín verið. Starfsfólki Múlaborgar, Styrkt- arfélagi lamaðra- og fatlaðra, Álfa- lands og Hnotubergs þakka ég um- mönnun Selmu Rúnar, einnig þakka ég þeim aðilum hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, Svæðisskrif- stofu Reykjavíkur og Svæðisskrif- stofu Reykjaness sem hafa haft með Selmu Rún að gera. Fjölskyldan og vinir fá bestu þakkir fyrir veitta aðstoð og stuðn- ing. Vertu sæl litla dóttir, við söknum þín, en erum glöð að þjáningum þín- um er lokið, þú hefur hafið ferðalag inní betri veröld, kennslu þinni hér á jörð er lokið, þú hefur nú samein- ast skapara þínum og við hlökkum til að sjá þig í annarri veröld seinna meir. Fljúgðu burt í átt til frelsisins og láttu ekkert lengur hefta þig. Við kveðjum þig með tárum saknað- ar og gleði Mamma og pabbi. Lífið tók óvænta stefnu hjá Ólöfu systur minni og manni hennar Rob- erti, er þau eignuðust Selmu Rún löngu fyrir tímann. Hún hlaut mikla líkamlega fötlun í vöggugjöf og var mikið á sjúkrahúsi þann stutta tíma sem hún lifði, sem þó var ótrúlega langur. En Selma fékk einnig í vöggugjöf mikið glaðlyndi og lífs- gleði og yndislega stór og falleg augu sem spegluðu blíðuna og gleð- ina sem hún var gædd, brosanna hennar mun ég ávallt minnast. Selma var mjög félagslynd og vildi vera þar sem Qörið var. Þau þijú háðu oft harða baráttu við dauðann og oft mátti ekki á milli sjá hvort hefði betur lífið eða dauð- inn. Selma Rún gekk í gegnum mikl- ar þjáningar en ávallt var ótrúlega stutt í brosið. Ólöf og Robert gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að reyna að fullnægja þörfum hennar. Lífið snerist um litlu stúlkuna þeirra, sem markaði svo djúp spor, ekki bara í þeirra líf, heldur og allra er henni kynntust. Einnig gerði hjúkrunarlið, læknar, fóstrur á dagheimilum, og stuðningsforeldrar sitt til að gera líf- ið bærilegra fyrir þau öll. En nú hefur Selma Rún þekkst boð feijumannsins og mun hann feija hana til heima Ijóss og friðar. Égveit að Selma er frelsinu fegin. Ég og börnin mín, Gunnar og Berglind, svo og amma hennar, Laufey Pálsdóttir, þökkum litlu stúlkunni samfylgdina. Ég veit að nú er mikilli byrði létt af Olöfu og Robert, byrði sem var þó svo ljúft að bera. Ég votta þeim mína innilegustu hluttekningu. Helga Guðrún. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrimur Pétursson.) í dag kveð ég með söknuði litlu vinkonu mína Selmu Rún. Það er ljúft að minnast hennar, hún var sem lítill sólargeisli sem slökkt er nú á, og brosið hennar yljaði mér ætíð um hjartarætur. Elsku Selma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sjá, eina perlu skorti í ykkar fagra sveig. Þið áttuð rósdýrð vorsins og sumars gróðrar- teig, en aldrei hafði dauðans klukka ykkur vígslu boðað og aldrei Iogbjart stálsverð harmsins bijóst- in táknum roðað. Sjá, eina perlu skorti - hún heitir hjartasorg og helgar fegurst ástvini pg auðgar þeirra borg. Að einskis væri ávant hana ykkur lífið sendi. - Ó, að hún verði stjama, er í hæðir hæða bendi. (Hulda) SELMA RÚN ROBERTSDÓTTIR Sjálfur var hann víðlesinn og fróður ásamt því að vera mikill unnandi ljóða og tónlistar. Við fórum ekki varhluta af því. Spjall við afa varð oft að kennslustund. Þannig fengum við okkar fyrstu kynni af ljóðum Einars Benediktssonar og sönglög- um Inga T. Lárussonar svo eitthvað sé nefnt. Við vöndum komur okkar í afa- hús á sumrin allt fram á fullorðins- ár eða þar til hann og amma ákváðu að flytja suður, þangað sem öll börn þeirra og barnabörn bjuggu. Fyrst fluttu þau á Stokkseyri og voru þar í nokkur ár en eftir að amma dó flutti afi hingað til Reykjavíkur. Hann bjó á heimili dóttur sinnar Guðnýjar þar til hann flutti á Hrafnistu þar sem hann dvaldi til síðasta dags. Við finnum oft til þess að eiga engan lengur heim að sækja á Siglufirði. Afahús er nú í eigu annarra. En það er með þakklæti sem við hugsum til þess að hafa fengið að hafa hann hér fyrir sunnan þessi síðustu ár. Ekki síst vegna þess að börnin okkar hafa með því fengið að kynn- ast honum. Áhugi afa á okkur barnabömum hans var ósvikinn. Hann spurði okk- ur ætíð hvert um annað og lét sér annt um hvað við tókum okkur fyr- ir hendur hvert og eitt. Hann vildi minna tala um sjálfan sig. Vafa- laust hefur okkur stundum sést yfir hvernig honum leið í seinni tíð, sök- um lítillætis hans. Árin hans afa voru orðin áttatíu og fímm. Við vit- um að á þeim tíma hefur hann oft- sinnis þurft að takast á við erfið- leika og sorgir sem m.a. fylgja því að missa ástvini sína. En um allt slíkt var hann jafnan hljóður. E.t.v. hefur það verið hluti af því ríkjandi viðhorfi hans að vilja ekki vera nein- um byrði. Sjálfur bar hann glaður með okkur ef með þurfti. Elsku afi okkar. Með sámm söknuði kveðjum við þig að sinni. Með þakklæti minn- Ólöf og Robert, ég votta ykkur innilegustu samúð mína. Bryndís Jónsdóttir, starfsstúlka á Múlaborg. Við minnumst Selmu litlu með fallega brosið með mikilli eftirsjá, en eram þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast henni þó árin væra fá. Selma kom reglulega í heimsókn til okkar með mömmu sinni. Hún þroskaðist og dafnaði betur en jafn- vel bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Líklega má þar að miklu leyti þakka henni eigin þrautseigju og baráttuvilja. Hún var dugleg stelpa. Eftirtektarsöm og reyndi að fylgjast vel með öllu í kringum sig. Én til að hún gæti farið sínu fram vora mamma hennar og pabbi, Ólöf og Robert, ómetanleg stoð. Þegar við ræddum við Ólöfu sáum við glögglega að aldrei missti hún vonijia um að Selma gæti vax- ið úr grasi og gaf sig alla til að hjálpa litlu stelpunni sinni. Enda var Selma mikil mömmustelpa. Selma var mjög háð henni og meira að segja þegar hún var sem veikust sáum við hana reyna að kreista fram bros til mömmu sinnar. Að missa bamið sitt er það erfið- asta sem hægt er að ganga í gegn- um. Örfá huggunarorð duga lítið í þeirri sorg. Okkur langar þó að biðja Ólöfu og Robert að vera sterk. Við hugsum hlýtt til Selmu, sem við vonandi hittum aftur á framandi stað. Sigríður og Bragi. Ég veit um lind, sem ljóðar. Svo ljúft að raunir softia, um lyf sem læknar sárin og lætur sviðann dofna. Um lítið blóm, sem brosir svo blítt, að allir gleðjast, um rödd. sem vekur vonir, þá vinir daprir kveðjast. (Hulda) Þegar Selma kom fyrst til okkar á ungadeild virtist hún svo Iítil og brothætt en fljótlega kom í ljós að í þessum litla líkama bjó lífsglöð og skapmikil stúlka. Hún var mikil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.