Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNING FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 37- umst við þín og með gleði njótum við alls þess sem þú kenndir okkur: „í kyrrð var stríð þitt háð og fall þitt hljótt þú hetja í krossfór lýðsins; sofðu rótt! (Einar Benediktsson) Stina, Hulda og Teddi. Að morgni 25. maí hringdi pabbi í mig og sagði mér að afi minn, eða „langi“ eins og bömin mín kölluðu hann, hafi verið flutur á Borgarspít- alann kvöldið áður, mikið veikur. Að kvöldi 26. maí var hann allur. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka og þá sérstaklega uppvaxtarárin á Siglufírði, en þar bjuggu amma og afí lengst af. Eftir að ég fluttist þaðan með foreldrum mínum, þá 8 ára gömul, fómm við systkinin norður á hverju sumri. Það var mikið tilhlökkunarefni þegar síð- asta skóladegi lauk, því þá var lagt af stað norður til ömmu og afa á Kirkjustíginn. Alltaf biðu þau í stofu- glugganum með heitan mat í pottum og þegar ég var lögst undir súðina í „suðurherberginu" og hlustaði á rigninguna lemja á þakinu, þá fannst mér ég vera komin heim. Þegar árin fóru að færast yfír þau fluttust þau búferlum suður, tii að vera nær börnum sínum og barnabömum. Það reyndist honum þungt áfall, þegar amma lést 1985, en hún hafði annast hann af mikilli alúð eftir að hann fór að tapa sjón- inni. En hann átti stóra fjölskyldu sem studdi hann vel. Elsku afi minn. Ég kveð þig nú um sinn með miklum söknuði og virðingu. Ég veit, og trúi því, að nú líður þér vel og þið amma emð saman á ný. Þakka þér fyrir trúna á mig og ég mun hugsa til þín í dag, þegar ég lýk stómm áfanga í mínu lífi. Hvíl þú í friði, elsku afi minn. Þín, Magna. félagsvera og tók þátt í öllu sem í gangi var. Hún var dugleg og metnaðar- gjöm, og lagði mikið á sig til að ná góðum árangri. Selma átti góða vini á leikskólanum sem tóku henni mjög vel, en nú er Selma dáin og missirinn er mikill en við emm þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Elsku Ólöf og Robert, megi góð- ur Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þfna hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Börn og starfsfólk, ungadeild, Múlaborg. Það er sárt að kveðja lítið barn, en í dag kveð ég Selmu Rún. Ég sé Selmu Rún ekki framar, en minn- ingarnar um hana munu fylgja mér. Leiðir okkar lágu saman þegar þessi litla hnáta, með sitt ómót- stæðilega bros, hóf leikskólagöngu sína á Múlaborg, haustið 1993. Mér þótti hún ósköp brothætt þegar hún kom, og þennan fyrsta vetur var hún lengi frá vegna veikinda. En það var töggur f Selmu Rún og hún kom aftur til okkar, hraust og kát. Hún var mikil félagsvera og hafði unun af öllu sem tengdist spennu og Qöri. Að fá að hoppa með krökk- unum, róla, renna og fara í leiki, þótti henni æðislegt. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Lítill sólargeisli sem var mér svo dýrmætur, er nú slokknaður. Ég hugsa um orð Spá- mannsins þegar hann talar um sorgina: „Þegar þú ert sorgmædd- ur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Selma Rún var gleði mín og ég er þakklát fyr- ir að hafa kynnst henni. Nú ertu leidd, min Ijúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, Elsku langi. Okkur systurnar langar að minnast þín líka með minningargrein. Þú varst alltaf svo góður við okkur þegar við komum í heimsókn til þín á elliheimilið. Við munum líka þegar þú gistir hjá okkur. Þú varst hjá okkur um sl. jól og Sunnu fannst leiðinlegt að þú svafst á meðan við tókum upp pakkana því það var pakki til þín. En þú varst svo þreyttur. Við munum líka að þú hlustaðir oft á kasettur. Þú passaðir okkur líka oft. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur öll og við biðjum Guð um að taka þig upp til sín. Við söknum þín. Greta Salóme og Sunna Rán. Kveðja frá langafabörnum Elsku langi okkar, nú ertu dáinn og kominn til Guðs og búinn að hitta ömmu Stínu sem við náðum því miður ekki að kynnast, en þú varst með svo fallega mynd af henni á borðinu þínu og svo hefur pabbi sagt okkur sögur af ömmu sinni. Það var gaman að hitta þig núna um páskana þegar við komum til Islands, þú baðst okkur um að koma með hljóðfærin okkar og spila fyrir þig. Það gerðum við með mikilli ánægju og auðvitað fengum við gott úr nammiskálinni þinni. Kæri langi, við trúum á Jesús eins og þú gerðir og í kirkjuskólan- um höfum við lært það að þeir sem trúa á Jesúm eigi eilíft líf. Okkur langar að kveðja þig með bestu bæninni okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. (H. Pétursson.) Guðný og Magnús Heimir í Danmörku. miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl iifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Kæra Ólöf og Robert, guð styrki ykkur í sorg ykkar. Sólveig Jóhannesdóttir. Selma Rún hefur kvatt þennan heim, þessi sólargeisli sem hafði svo geislandi bjart bros sem bræddi hjörtu okkar allra. Hún var svo uppnumin og heilluð af því sem var að gerast í kringum hana og var miðdepill þeirra sem í kringum hana voru. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð að himna-föður vilja, leyst frá lífí nauða; ljúf og björt í dauða lézt þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl, vor litla ljúfan bliða, lof sé Guði, búin ertu’ að stríða. Upp til sælu sala saklaust bam, án dvala! Lærðu ung við engla Guðs að tala! (M. Joch.) Við viljum kveðja Selmu Rún með þessum erindum. Elsku Selma Rún, við þökkum þér fyrir samverustundirnar sem við áttum með þér og minning þín mun ávallt vera í hjörtum okkar. Kæru Ólöf og Robert, við biðjum Guð að styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar. Guð veri með ykkur. Starfsfólk skammtímavist- unar, Hnotubergi 19. • Fleirí minningargrcinnr um Selmu Rún Robertsdóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. SIGURÁST KRISTBJÖRG FRIÐGEIRSDOTTIR + Sigurást Krist- björg Friðgeirs- dóttir fæddist á Brimilsvöllum Vallnahreppi Snæfellsnesi 11. ág- úst 1899. Hún and- aðist að Hrafnistu í Reykjavík 27. maí. Hún var elsta dóttir hjónanna Jóhönnu Hansdóttur og Frið- geirs Friðriksson- ar. Ólst hún upp á Brimilsvöllum í stórum systkina- hópi til 12 ára ald- urs. Fluttist þá fjölskyldan að Fornu-Fróðá. Sigurást bjó í for- eldrahúsum fram að tvítugu, en hóf þá búskap á Hellissandi með Þorkeli Sigurgeirssyni, sjómanni frá Skarði í Nes- hreppi, f. 6. febrúar 1896, d. 28. október 1981. Foreldrar Þorkels voru Guðríður Ólafs- dóttir og Sigurgeir Sigurðsson. Þau Sigurást og Þorkell eign- uðust tólf börn og eru þau: Sig- urvin, f. 1922, d. 1973, maki Vilborg Andrés- dóttir; Karl, f. 1924, d.1995, ógiftur; Ól- afur, f. 1925, d. 1942, ógiftur; Guð- ríður, f. 1928, maki Cýrus Danelíusson; Sigurgeir, f. 1930, maki Sigurbjörg Gest- ur, f.1931, d. 1931; Gestur, f. 1933, maki Gerður B. ívarsdóttir; Krist- ján, f. 1936, maki Sigríður Markús- dóttir; Haukur, f. 1936, samb.kona Gréta Guð- jónsdóttir; Margp-ét, f. 1936, d. 1936; Friðgeir, f. 1941, maki Bjarnheiður Gísladóttir; Lund- berg, f. 1942, d. 1995, samb.kona Ólöf Finnbogadótt- ir. Jafnframt ólu þau upp eina sonardóttur sína, Ástu Gests- dóttur. Afkomendur þeirra hjóna eru alls 70. Útför Sigurástar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15.00. Æ, tak þú Drottinn, fóður og móður mína í mildiríka náðar-verndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma og engu þínu minnsta bami gieyma. (Matthías Jochumsson). Sólin er sest og dagur kominn að kvöldi í lífi ömmu minnar ást- kærrar. Hún kvaddi þennan heim laugardaginn 27. maí sl. Farsælu og miklu lífsstarfi hennar er nú lok- ið. Því starfí skilaði hún með sóma við hlið afa míns, Þorkels Sigur- geirssonar. Þau hófu búskap á Hellissandi um 1920 og komu sér upp stórri fjölskyldu. Lífsbaráttan var hörð í þá daga, en með dugnaði, starf- semi, samheldni og sparsemi komu þau upp sínum stóra barnahópi. Að auki tóku þau mig undirritaða í fóstur um mánaðar gamla og ólu upg sem eitt af sínum bömum. Ótal minningar á ég frá þeim góðu dögum og ámm sem ég átti á þeirra heimili. Finnst mér í dag að allir dagar hafi verið baðaðir sól í þá tíð. Þótt heilsa þeirra hafí ekki alltaf verið góð ríkti alltaf friður og gleði á því heimili. Er ég þeim ævin- lega þakklát fyrir þau ár. Ég minnist jólaboðanna sem var fastur liður í jólahaldi fjölskyldunn- ar. Þá komu börn og fullorðnir sam- an á jóladag í heitt súkkulaði og annað góðgæti og átti góða stund saman. Ekki var óalgengt að tekið væri í spil á eftir og var þá oft glatt á hjalla. Ámma mín var mjög flink í hönd- unum. Sauma- og pijónaskapur var henni lítið mál og hafði hún ekki mikið fyrir því að sauma föt á allan barnahópinn sinn í hjáverkum. Eitt sinn er ég spurði hana að því hvern- ig hún hefði eiginlega haft tíma til þess, þar sem vélar og önnur þæg- indi hefðu ekki veríð til staðar til að létta henni önnur heimilisstörf svaraði hún með áherslu: „Það var alltaf nógur tími.“ Svo bætti hún við að hún hefði líka saumað á böm vinkonu sinnar sem ekki kunni að sauma. Þau voru fjögur og fannst henni það ekki mikið mál. Annað einkenndi ömmu. Hún hafði ótrúlega sterkt minni. Þar sló hún okkur öllum sem yngri vorum algerlega við. Hún kunni Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar utan- að og ótal sálma og vísur. Einnig fylgdist hún vel með öllu sem var að gerast og ekki síst hjá börnum sínum og barnabörnum. Árið 1979 fluttust amma og afí til Reykjavíkur ásamt Karli syni sín- um og lést afi tveimur árum síðar eftir erfið veikindi. Þá þjuggu þau í húsi Öryrkjabandalags Islands við Hátún lOa. Amma og Kalli héldu þar áfram heimili. Hann var henni ómetanleg stoð og stytta öll þau ár í hennar erfiðu veikingum. Þar var líka miðstöð fjölskyldunnar og alltaf gott að koma til þeirra í kaffí. Á tímum hraða og tímaskorts var þetta svo til eini staðurinn sem ætt- ingjamir hittust á. Einnig hélst sú hefð að hittast á jólum þar sem fyrr. Þann 11. ágúst sl. héldu amma og Kalli upp á sameiginlegan af- mælisdag sinn. Hún varð 95 ára þann dag og hann 70 ára. Þau áttu glaðan dag í faðmi fjölskyldunnar. Eftir það fór að halla undan fæti. Amma var flutt á Hrafnistu í Reykjavík stuttu síðar. Hún sætti sig illa við þau umskipti og hann líka. Bæði voru þau orðin heilsu- laus. Hann lést á heimili sínu þann 5. mars sl. og varð það ömmu mik- ið áfall. Hafði hún einnig misst yngsta son sinn, Lundberg, aðeins mánuði fyrr. Eftir það hvarf lífs- löngunin. Hún þráði það heitast að fá hvíldina. Nú er hún farin yfir móðuna miklu á vit ættingja sinna, en eftir sitjum við með minningar um góða og vandaða konu, sem öllum vildi gott gera. Ég þakka henni fyrir allt og allt og bið Guð að blessa hana og alla hennar ættingja og vini. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmiidum fóður-örmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta ég halla mér að þínu föðurhjarta. (Matthías Jochumsson.) Ásta. Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar, Sigurástar Friðgeirsdóttur, en hún verður lögð til hvílu í dag. Ámma í Laufási, eins og hún var alltaf kölluð af okkur krökkunum, bjó öll uppvaxtarár mín í Laufási á Hellissandi og var sann- arlega höfðingi heim að sækja. Mér er minnisstætt þegar ég kom að Laufási, sem krakki, hve gott var að koma inn í eldhús til ömmu og fá mjólk, jólaköku með rúsínum og kleinur. Aldrei fór maður svangur þaðan út aftur og oftast var maður búinn að láta meira ofan í sig en maður hafði gott af. Hjá okkar fyölskyldu hefur verið haldið í þann góða sið að hittast í fjölskylduboðum á jólunum. Mamma, systkini hennar og fjöl- skyldur hittust alltaf á jóladag upp á Laufási og þá var nú glaumur og gaman. Amma var þá í eldhúsinu allan liðlangan daginn að gera okk- ur hinum hinar mestu kræsingar sem við siðan borðuðum með bestu lyst. Afí heitinn sat þá oftast við bóklestur við eldhúsborðið og von- laust var að fá hann frá bókunum og einhvern veginn gat hann lokað sig alveg frá hávaðanum allt í kring- um hann. Hann rétt heilsaði þegar við komum inn og hætti ekki að lesa nema til þess að fá sér bita eða að taka í spil, en það var föst venja á jóladag. Öll boð taka enda og eins var það með þessi boð hennar ömmu, alla- vega hvað okkur varðaði hér á Hellissandi. Amma, afí og Kalli (sonur ömmu og afa, sem bjó hjá þeim lengstan hluta ævinnar) fluttu til Kópavogs árið 1979 eftir að heilsu afa tók að hraka. Sá tími sem nú fór í hönd var erfiður. Árið 1980 fluttu amma, afi og Kalli í íbúð í Hátúni í Reykjavík. Afí bjó einungis skamman tíma þar, en hann dó eft- ir erfíð veikindi árið 1981. Eftir að þau sár voru gróin byijaði nýr tímiv** hjá ömmu og Kalla. Amma bjó í Hátúninu allt til æviloka ef undan eru skildir síðustu mánuðurnir en þá bjó hún á Hrafnistu í Reykjavík. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að geta heimsótt ömmu í Hátúnið á meðan ég bjó í Reykjavík, en ég var þar við nám. Alltaf varð að vera til kaffí og með því og kom þá oft upp I huga mér hvernig var að koma upp á Laufás sem krakki. Þrátt fyrir háan aldur og erfið veikindi hjá ömmu undir það síðasta þá var það eftirtektarvert að amma vissi hvað allir afkomendur hennar hétu, sem eru að nálgast eitt hundr- að, og kom ekki annað til greina en að gefa öllum jólagjafir á jólum. 4 ~ Hún llifði fyrir það að gleðja aðra. Ég hef hér talað um margt sem mér er í huga nú eftir að amma er farin yfír móðuna miklu til afa og barnanna sinna sem hún lifði. Ég get ekki látið staðar numið án þess að tala um fósturdóttur þeirra afa og ömmu, Ástu Gestsdóttir. Hún var ömmu ætíð stoð og stytta og hjálpaði henni að öllum mætti hvað sem á dundi. Ásta var daglegur' gestur hjá ömmu eftir að amma flutti til Reykjavikur og hjálpaði- - henni ásamt því að sjá um sitt eigið heimili. Ég veit að það var Ástu mjög erfíð ákvörðun þegar hún ásamt fjölskyldu sinni flutti til Bandaríkjanna. En Ásta missti þó ekki samband við ömmu því hún hringdi nánast daglega í hana og þegar hún kom til landsins þá var hún oftar en ekki í Hátúninu hjá ömmu. Ég veit að ég tala fyrir munn allra ættingjanna þegar ég þakka þér, Ásta, fyrir allt sem þú gerðir fyrir ömmu. Það hefur verið mér mikið gæfu- spor að kynnast henni ömmu og mun hún lifa í endurminningunni um ókomna tíð. Ég þakka þér, amma, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fjölskyldu mína. Það er sárt að sjá á eftir þér, en ég veit að þú ert nú í hópi ástvina þinna og þar hefur þér alltaf liðið vel. Þorkell Cýrusson og fjölskylda. Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar langömmu minnar, Sigurástar Friðgeirsdóttur. Sterkustu minningar mínar um ömmu eru tengdar bamæsku minni. Það sem kemur fyrst upp í hugann er þegar ég gekk upp á Laufás með ömmu í Dagsbrún. Mér þótti alltaf mjög langt að ganga þangað þar sem Laufás var svolítið út úr bæn- um. Ég var fljót að gleyma því eft- ir að hafa fengið mjólk, kleinur og jólaköku með rúsínum hjá Ástu ömmu. Einnig eru mér minnisstæð jólaboðin á Laufási á. jóladag, þar sem öll fjölskyldan hittist og átti glaðan dag. Eftir að amma flutti til Reykja- víkur fækkaði þeim stundum sem við áttum saman, þrátt fyrir það áttum við margar ánægjulegar samverustundir. Ein af okkar síð- ustu samverustundum var fyrir nokkrum vikum, en þá heimsótti ég ömmu á Hrafnistu. Amma var þá mjög veik en það snart mig mjög þegar hún spurði hvemig bömin mín, sem hún nefndi með nafni, hefðu það. Þetta finnst mér lýsa henni mjög vel, því hún mundi alltaf eftir öllum. Elsku amma, hvíl þú í friði og blessuð sé minning þín. G. Sirrý Gunnarsdóttir * og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.