Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 21 ERLENT Trúlofun í dönsku konungsfjölskyldunni Unnustan er bresk- kínversk Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. PRINS Jóakim, yngri sonur Mar- grétar Þórhildar Danadrottningar, opinberaði á miðvikudag trúlofun sína með Alexöndru Christinu Manley, sem er af bresk-kínversk- um ættum. Sambandið hefur farið leynt, svo blaðamenn vissu ekki hvað til stóð, þegar boðað var til blaðamannafundar í Fredensborg- arhöll í gær. Foreldrar hjónaleys- anna voru viðstaddir og sagðist Margrét drottning vera mjög ham- ingjusöm fyrir hönd sonar síns. Jóakim prins kynntist Alex- öndru Christinu Manley í einka- samkvæmi í Hong Kong í janúar í fyrra, en þá dvaldist hann þar við störf hjá dönsku fyrirtæki. Á blaðamannafundinum sagði Mar- grét drottning að hún hefði vitað af sambandi hjónaleysanna í um hálft ár. Stúlkan er þrítug að aldri, breskur ríkisborgari og alin upp í Hong Kong. Fjölskyldan er alþjóð- leg og hefur búið víða, móðirin bresk og faðirinn hálf-breskur og hálf-kínverskur og hið kínverska ætterni stúlkunnar leynir sér ekki i útliti hennar. Hún er viðskipta- fræðingur og vinnur hjá fjárfest- ingarfyrirtæki í Hong Kong. Hún er að sögn mjög gefin fyrir íþrótt- ir, en annars heimakær. Hún talar fjögur tungumál, þar á meðal kín- versku, en hefur í hyggju að hefja dönskunám sem fyrst. Jóakim prins undirbýr sig undir að gerast stórbóndi á stórri jörð með höll, sem hann fékk að gjöf fyrir tveimur árum. Staðurinn er Schackenborg á Suður-Jótlandi og Christina Alexandra Manley hefur látið í veðri vaka að hún muni hætta störfum hjá fjárfestingar- fyrirtækinu og fylgja mannsefni sínu til Danmerkur. Trúlofunin var þó ekki eingöngu mál fjölskyldunnar, því drottningin tilkynnti ráðahaginn á ríkisráðs- fundi á miðvikudagsmorgun. Kl. Reuter 13 tilkynnti svo Erling Olsen þing- forseti þingheimi um ráðahaginn, eftir bréfi, sem honum hafði borist frá Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra. I því sagði að konu- efnið væri í ensku biskupakirkj- unni, en myndi sækja um inn- göngu í dönsku kirkjuna og að hún myndi sækja um danskan ríkis- borgararétt og láta af breskum ríkisborgararétti sínum. Á myndinni má sjá hjónaleysin ásamt fjölskyldum sínum á tröpp- um Fredensborghallar. Símanúmera- mundu! j-i S!9 ...... stafa símanúmer )reytingarnar taka gildi laugar- ( Jaginn 3. júní Númer breytast sem hér segir: 55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 5 bætist framan við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 42 bætist framan við öll símanúmer á Suðurnesjum 43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi 456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum 45 bætist framan við öil símanúmer á Norðurlandi vestra 46 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi eystra 47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi 48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer. Farsíma- og boðtækjanúmer. Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989. POSTUR OG SIMI Ibwer Madntosh Fmmtíðin erkomin! ufvurvj (punpfs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.