Morgunblaðið - 02.06.1995, Page 24

Morgunblaðið - 02.06.1995, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þýsk lista- konaá Kaffi 17 NÚ STENDUR yfir sýning á verkum Elke Mohrmann á Kaffi 17. Elke, sem er þýsk listakona, er búsett á Íslandi. Hún sýnir leir- og pastelmynd- ir. Efnið sem hún notar í verk sín er jarðvegur og útfellingar á hálitasvæðum, s.s. brenni- steinn, kísill, járnoxíð o.s.frv. Persónulegur stíll hennar, tengslin við náttúruna og inn- blástur er sóttur í íslenska þjóðtrú og gefa verkum henn- ar sérstakan blæ, segir í kynn- ingu. Sýningin er opin á verslun- artíma til 15. júní. SAGA úr þorpinu. Mynd máluð á 95 ára gamlan panel. „Skin og skúrir“ á Stokkseyri ELFAR Guðni opnar mál- verkasýningu í samkomuhús- inu Gimli á Stokkseyri á morg- un, laugardag, kl. 14. Sýning- in ber yfírskriftina „Skin og skúrir“. Á sýningunni verða myndir unnar með blandaðri tækni, olíu, tússi, olíupasteli og ein mynd er máluð á gamlan pan- el sem rifín var úr gömlu húsi á Stokkseyri. Þetta er 27. einkasýning Elfars og jafnframt sú áttunda í Gimli. Opið er frá kl. 14-22 alla daga. Sýningunni lýkur 11. júní Morgunblaðið/Silli Landsbankakórinn Landsbanka- kórinn á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. LANDSBANKAKÓRINN, kór starfsmanna Landsbankans í Reykjavík, lagði land undir fót um síðustu helgi, fór til Húsa- víkur og söng þar í sal Tónlist- arskólans fyrir fullu húsi. Kór- inn söng einnig fyrir aldraða í sal Hvamms. Söngstjóri var Guðlaugur Viktorsson, sem jafnframt söng tvísöng með Erni Amar- syni, en hann söng einig ein- söngslög við góðar undirtektir. Undirleik annaðist Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Verk Gerðar í Gerðarsafni ÞANN 3. júní kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Gerðar Helgadótt- ur (1928-1975) myndhöggvara í Gerðarsafni í Kópavogi. A henni era verk sem gefa yfirlit yfir þróun- ina í þrívíddarlist Gerðar frá því að hún lauk námi. Einnig eru á sýningunni allmargir glergluggar. Sérstök áhersla er að þessu sinni lögð á glugga úr steinsteypu með þykku innfelldu gleri, sem Gerður vann eftir að hún ferðaðist til Egyptalands. Þar að auki era klippimyndir og teikningar. í kynningu segir: „Gerður Helga- dóttir var fjölhæf listakona. Hún stundaði fyrst nám hér heima og síðan í Flórens og París, þar sem hún bjó mestan sinn starfsaldur. Með geometrískum járnverkum sem Gerður gerði á 6. áratugnum ávann hún sér sess sem frumkvöð- ull þrívíðrar abstraktlistar hér á landi. Og nú þegar tíminn hefur fellt sinn dóm um verk hennar verð- ur æ betur ljóst hversu mikið hún hefur lagt af mörkum til íslenskrar höggmyndalistar og hve ótrúleg afköst hennar voru á stuttri starf- sævi. Er þá ótalin glerlistin en í henni var hún framkvöðull hér á landi, þótt hún liti alltaf fyrst og fremst á sig sem myndhöggvara. Sýningarskrá, prýdd fjölda mynda, kemur út í tilefni sýningar- innar, sem er framlag Gerðarsafns á 40 ára afmæli Kópavogsbæjar. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudag frá 12-18. Safnið verður opið á hvítasunnudag en lokað á annan í hvítasunnu. Sýningunni lýkur 16. júlí. SKÚLPTÚR eftir Gerði Helgadóttur. Allir geta hagnast á vaxtalœkkuninni Ásgeir Þórðarson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar VÍB; spáir því að vextir muni lækka á næstu mánuðum. Hann býst þó ekki við mikilli lækkun en telur að hún muni engu að síður skapa mörg tækifæri á verðbréfamarkaði. V '/< v 4\ L iití® Ásgeir leggur áherslu á að vaxta- lækkun sem þessi bjóði upp á tækifæri fyrir alla. Litlir sem stórir fjárfestar geta fest kaup á löngum skuldabréfum til að læsa inni háa vexti. Síðar, þegar vextir hafa lækkaö frá núverandi stöðu, má svo aftur selja löngu bréfin með hagnaði. Vaxtalækkun virkar líka sem vítamínsprauta á hlutbréfa- markaðinn. Því má gera ráð fyrir hækkandi verði hlutabréfa fram eftir árinu. Þeir sem ætla að kaupa hlutabréf til skatta- frádráttar á árinu ættu því að gera það nú í sumar frekar en að bíða til loka ársins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.