Morgunblaðið - 13.06.1995, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stöðuveiting setur meirihluta-
samstarf í Hafnarfirði í hættu
Úrslit ráðast í
bæjarstjóm
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar sam-
þykkti að vísa til bæjarstjórnar til-
lögu Magnúsar Gunnarssonar, odd-
vita Sjálfstæðisflokks, um ráðningu
Bjöms Inga Sveinssonar jarð-
skjálftaverkfræðings í stöðu for-
stöðumanns framkvæmda- og
tæknisviðs. Jóhann G. Bergþórsson,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og
einn umsækjenda um stöðuna, segir
að með þessari tillögu hafi Magnús
brotið samning sem bæjarfulltrúar
meirihlutans skrifuðu undir í fyrra.
Magnús segist engan samning hafa
brotið.
Á fundi bæjarráðs í gær gerði
undimefnd bæjarráðs grein fyrir við-
tölum sínum við umsækjendur um
starfið. Að því loknu lagði Magnús
fram tillögu um að Björn Ingi yrði
ráðinn. Ellert Borgar Þorvaldsson,
bæjarfuiltrúi Sjálfstæðisflokks, bók-
aði að viðtekin venja í meðferð um-
sókna sem þessara væri að bæjarráð
vísaði þeim til bæjarstjómar.
Bæjarráðsmenn Alþýðuflokks
lögðu til að tillögu Magnúsar yrði
vísað til bæjarstjórnar og var það
samþykkt.
Jóhann G. Bergþórsson segist
taka afstöðu til tillögunnar um ráðn-
ingu þegar niðurstaða liggi fyrir á
fundi bæjarstjómar í dag. Hann
muni sitja fund bæjarstjórnar og
vÆja sæti eða kalla inn varamann
þegar komi að afgreiðslu málsins.
Flokkurinn styður
oddvita sinn
Magnús Gunnarsson segir að
hann hafi mælt með Birni Inga á
þeirri forsendu að hann væri hæfast-
ur. Bæjarmálahópur Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði hittist síðdeg-
is í gær og segir Magnús að þar
hafi, líkt og venja væri, verið farið
yfir verkefni næsta bæjarstjórnar-
fundar. „Það er óhætt að segja að
flokkurinn styður oddvita sinn,“ seg-
ir Magnús. Aðspurður hvort hann
telji meirihlutann í hættu svarar
Magnús að Jóhann sé einn umsækj-
enda, en hann geti ekki stutt hann
þar sem það fari ekki saman að
vera bæjarfulltrúi og bæjarverk-
fræðingur. „Ég vil ekki spá um
hvaða áhrif þetta mál hefur á meiri-
hlutasamstarfið."
Viðbúnaður vegna
ammoníaksleka
LÖGREGLA og slökkvilið höfðu
mikinn viðbúnað er vart varð við
ammoníaksleka í frystigeymslum
Granda hf. á Grandagarði í Reykja-
vík í gærkvöldi. Lögreglan rýmdi
Kaffivagninn, sem stendur við hlið
hússins, og lokaði Grandagarði fyr-
ir allri umferð á meðan slökkviliðs-
menn, sem voru sérbúnir til að fást
við eiturefnaslys, fóru inn í fisk-
vinnsluhúsið ásamt vélstjóra hjá
Granda.
Ammoníak reyndist þar leka úr
kælileiðslu í vélasal, sennilega
vegna bilaðrar pakkningar, og lagði
megnan fnyk af efninu um næsta
nágrenni. Slökkviliðsmönnum tókst
í annarri tilraun að skrúfa fyrir
leiðsluna og stöðva lekann.
Ammoníak er víða notað í kæli-
kerfum frystihúsa. Efnið er ban-
vænt, nái mettun þess í andrúms-
lofti 0,5 -1% og var því talin ástæða
til að halda almenningi frá svæð-
T
Morgunblaðið/Júlíus
inu. Sjúkrabílar voru til taks og var
slysadeild Borgarspítalans gert að-
vart, kynni að þurfa að meðhöndla
fólk vegna eitrunar. Að sögn varð-
stjóra hjá slökkviliðinu var þó aldr-
ei nein hætta á ferðum.
Flugleiðavél lenti á einum hreyfli í gær
Morgunblaðið/Júlíus
FLUGVÉL Flugleiða í aðflugi á einum hreyfli. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir
að flugstjórinn hafi brugðist hárrétt við þegar hann ákvað að drepa á öðrum hreyfli vélarinnar.
Ohugnanlegt að sjá
hreyfilinn stöðvast
Morgunblaðið/Golli
KATRÍN Theódórsdóttir var fegin að hafa fast land undir
fótum eftir flugferðina frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur.
FLUGVÉL Flugleiða á leið frá
Vestmannaeyjum til Reykjavíkur
með um fimmtíu farþega lenti á
einum hreyfli á Reykjavíkurflug-
velli um sjöleytið í gærkvöldi.
Lendingin gekk að óskum, að
sögn Einars Sigurðssonar blaða-
fulltrúa Flugleiða, og fullyrðir
hann að engin hætta hafi verið á
ferðum.
„Þegar vélin var komin áleiðis
kom merki um lækkandi olíu-
þrýsting á öðrum hreyflinum,"
sagði Einar. „Flugstjórinn fór eft-
ir viðurkenndum vinnureglum og
tók þá ákvörðun að drepa á öðrum
hreyfli vélarinnar. Vélin lenti síð-
an eðlilega á einum hreyfli," sagði
hann.
Einar segir að við skoðun vélar-
innar í gærkvöldi hafi komið í ljós
leki í olíukerfinu. Skipt hafí verið
um varahluti en vélin verði prufu-
keyrð í dag. „Öll viðbrögð voru
samkvæmt bókinni og flugstjór-
inn brást því hárrétt við,“ sagði
Einar.
Hefði átt að fara
með Herjólfi
„Mér hefði verið nær að fara
með Heijólfi,“ sagði Katrín Theó-
dórsdóttir sölumaður og einn far-
þega Flugleiðavélarinnar. Hún
sagði að óhugnanlegt hafi verið
að verða vitni að því þegar annar
hreyfill vélarinnar stöðvaðist.
„Hjarta mitt stoppaði eitt augna-
blik um leið og ég gerði mér grein
fyrir því að drepist hefði á hreyfl-
inum. Ég hugsaði með mér að
þetta hlyti að vera mitt síðasta,"
sagði Katrín.
„Eftir nokkra stund ávarpaði
flugstjórinn okkur í kallkerfinu
og sagði að nauðsynlegt hefði
reynst að drepa á öðrum hreyflin-
um. Bæði hann og flugfreyjan
fullyrtu að engin hætta væri fyrir
hendi. Þau náðu þó ekki að hug-
hreysta mig að fullu því að ég er
svo hræðilega flughrædd," sagði
hún.
Of langur tími leið
Katrín sagði að allir hafi staðið
sig vel, flugfreyjan hafi verið ynd-
isleg og farþegar rólegir. „Mér
hefði þó fundist að þeir hefðu átt
að segja okkur allt af létta mun
fyrr. Mér fannst of langur tími
líða frá því að hreyfillinn stoppaði
og þangað til flugstjórinn ávarp-
aði okkur í kallkerfinu," sagði hún
að lokum.
Milljóna-
tjón vegna
vatnavaxta
MILLJÓNATJÓN hefur orðið vegna
vatnavaxta og aurskriða á norðan-
verðu landinu. Mest varð tjónið þeg-
ar Fnjóská gróf undan nýlegri brú
yfir í Vaglaskóg, og í gærkvöldi
komu í Ijós talsverðar skemmdir við
brúna yfir Glerá á Akureyri. Einnig
varð umtalsvert tjón í Sveinbjarnar-
gerði á Svalbarðsströnd á sunnudag.
Vatnsdalur í A-Húnavatnssýslu
er nú eins og fjörður yfir að líta.
Gróðurlendi hefur víða spillst, vegir
grafist í sundur og girðingar eyði-
lagst. Áfram er talin hætta á aur-
skriðum um allt miðnorðurland, og
voru hjálparsveitarmenn í viðbragðs-
stöðu í nótt í Steinhólaskála við
Sölvadal í Eyjafirði. Þá er fylgst vel
með í Svarfaðardal, Höfðahverfi og
á öðrum svæðum í utanverðum Eyja-
firði.
■ Viðvarandi skriðuhætta/12
iViorguiiuiaoi(j/ivuHa.r
UNNIÐ var að viðgerð við Glerárbrú í gærkvöldi, en eystri akreininni yfir hana var lokað á meðan.
Skrúfuðu frá
brunaslöngu
á Esju
TVEIR drengir gerðu sér að leik
síðdegis í gær að skrúfa frá bruna-
slöngu á brunagangi á þriðju hæð
Hótel Esju og fossaði vatn alla leið
niður í kjallara.
Drengjunum var tvívegis vísað
út af hótelinu í gær, fyrst fyrir að
leika sér í lyftu og síðan fyrir að
fikta í hurð. Þeir eru síðan taldir
hafa komist inn bakdyramegin og
inn á brunagang. Starfsmaður hót-
elsins sagði að hann teldi þá hafa
verið 8-10 ára gamla.
Búið var að skrúfa fyrir þegar
slökkvilið kom á staðinn og rétt
náðist að koma í veg fyrir að vatn
flæddi inn á nýlögð gólfteppi á veit-
ingastaðnum Pizza Hut.
Hreinsa þurfti burt vatn með
vatnssugum og skafa gólf. Eftir að
slökkviliðið fór hélt starfsfólk hót-
elsins og Pizza Hut áfram að þurrka
teppi og hreinsa vatn undan stórum
tækjum eins og frystiskápum.