Morgunblaðið - 13.06.1995, Page 43

Morgunblaðið - 13.06.1995, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ1995 43 Agreiningur sjálfstæðis- manna á Suðurlandi Þú nærð forskoti þegar tæknin vinnur með þér CS - PRO tæknin í Ijósritunarvélum er framtíðarlausn fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi. Frá Gísla Gíslasyni og Árna Böðvarssyni: EGGERT Haukdal skrifaði aðra grein sína um ágreining sjálf- stæðismanna á Suðurlandi í Morg- unblaðið 20. maí síðastliðinn. Að venju fer hann um víðan völl en megininntakið í þessari grein er eins og í hinni fyrri, hvað allir hafi verið vondir við hann og því sé hann nú fv. alþingismaður. Hvað sem öðru líður eru stað- reyndir málsins eftirfarandi: 1. Það hefur um árabil verið stirt samband Eggerts Haukdals við Árna Johnsen og Þorstein Páls- son. Um það er ekki deilt. 2. Fyrir síðustu alþingiskosn- ingr voru sjálfstæðismenn á Suð- urlandi ekki á einu máli hvernig ætti að búa til framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningarn- ar. 3. Formenn ungliðahreyfinga sjálfstæðismanna á Suðurlandi beittu sér fyrir því að flokkurinn héldi prófkjör, enda voru íjórir mjög frambærilegir frambjóðend- ur, sem sóttust eftir þremur efstu sætum á listanum og töldum við prófkjör einu leiðina til að raða á lista flokksins. Niðurstaðan var að flokkurinn hélt prófkjör. 4. Prófkjörið var haldið og á fjórða þúsund stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi tóku þátt í því. Niðurstaðan úr prófkjörinu var skýr, Þorsteinn Gísli Gíslason Arni Böðvarsson skyldi ieiða listann, Árni skipa annað sæti og Drífa Hjartardóttir það þriðja. Eggert Haukdal hafn- aði í fjórða sæti í prófkjörinu. 5. Eggert Haukdal gat ekki unað þeirri lýðræðislegu niður- stöðu, sem fékkst í prófkjörinu, og klauf Sjálfstæðisflokkinn á Suðurlandi. Hann fór fram með sérlista undir listabókstafnum S. 6. Eggert Haukdal kom ekki sjálfum sér á þing með klofnings- framboði sínu, en felldi samt sem áður þriðja mann á lista Sjálf- stæðisflokksins og hjálpaði þar með krata inn á þing. Spurningin sem eftir stendur er hvort Eggert Haukdal lýsi því yfír að hann sé hættur í stjórnmálum eða hvort hann boðar endurkomu sína með framboði í næstu alþingis- kosningum. Annað um grein Egg- erts er í raun ekkert að segja, þetta eru dæmisögur frá hans sjónar- hóli. Það eru til fleiri sjónarhólar á þá atburði sem hann segir frá, en það er að teygja lopann eða eyða orðum í það. Staðreyndimar tala sínu máli og er þegar búið að nefna í síðustu grein og endurtekið í sex liðum hér á undan. Það er mikilvægt að í lýðræðis- legum flokki virði leikmenn lýð- ræðislegar niðurstöður. Eggert virti að vettungi lýðræðislega nið- urstöðu prófkjörsins. Þorsteinn Pálsson er að okkar mati manna meðvitaðastur um mikilvægi þess að virða lýðræðislegar niðurstöð- ur. Eins og allir vita tókust hann og Davíð Oddsson á í formann- slagnum um árið. Þorsteinn hefur virt þá niðurstöðu sem fékkst í þeirri kosningu og unnið útfrá því. Þau vinnubrögð hafa verið flokknum til heilla og allri íslensku þjóðinni, en ekki síst þá hefur þetta styrkt hann mjög, enda er hann í dag einn af okkar virtustu stjórnmálamönnum. Sjálfstæðis- menn á Suðurlandi hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að Þor- steinn Pálsson hefur leitt listann og verið sú kjölfesta, sem honum var og er nauðsyn. Þar sem þetta er seinni og loka- grein okkar um ágreining sjálf- stæðismanna á Suðurlandi viljum við enda þessa grein með að óska Eggert Haukdal velfarnaðar í þeim viðfangsefnum, sem hann nú tekur sér fyrir hendur. GÍSLI GÍSLASON, ÁRNIBÖÐVARSSON, sjálfstæðismenn á Suðurlandi. Menn sem vilja ekki fara Frá Ólafi Grétarí Krístjánssyni: FIMMTUDAGINN 8. júní 1995 birtist frétt á baksíðu Mbl. sem vakti athygli mína. Er þar sagt frá Bangladeshbúum sem sækist eftir því að komast á víkingahátíð á íslandi í sumar. Ekki sérlega fréttnæmt í sjálfu sér að útlend- ingar vilji koma til íslands. Ritara fréttarinnar þykir hitt greinilega öllu alvarlegra að mennirnir gætu hugsanlega ætlað að verða eftir á landinu þegar hátíðinni lýkur og neitað að fara heim til sín. Það hvarflaði að mér hvort ís- lensk hugsun væri upp á síðkastið farin að eltast við fyrirbærið „menn-sem-vilja-ekki-fara“, og I væri nánast heltekin af þessu ógn- vænlega samfélagsmeini. Sem dæmi má nefna Guðmund Árna sem lengi vel streittist á móti öfl- um sem vildu að hann færi úr ráðuneyti heilbrigðis- og trygg- ingamála á síðasta ári. Annað dæmi og nýlegra er Jóhann Berg- • þórsson, bæjarfulltrúi í Hafnar- ’ firði, sem neitar að fara úr bæjar- stjórn þótt flestir samflokksmenn hans virðist óska þess. Við íslend- ingar höfum ekki farið varhluta af svona köllum á þessari öld: þaulsetnustu „menn-sem-vilja- ekki-fara“ eru náttúrlega amer- ísku hermennirnir sem komu hing- að í júlí 1941 og eru ekki enn farnir, þrátt fyrir fögur fyrirheit í upphafi. E.t.v. eru áhyggjur Mbl. skiljanlegar þegar horft er til þessarar reynslu. íslendingar eru að reyna að byggja upp ferðamannagreinar. Liður í þeirri viðleitni er að fá sem flesta erlenda gesti til landsins. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt fyrrverandi eðlisfræðikennara minn úr Hagaskóla, Magnús Odds- son ferðamálastjóra, lýsa yfir áhyggjum af því að ferðamenn gætu hugsanlega neitað að fara af landi brott. Manni skilst að vandinn sé sá að fá fólk til að koma hingað, uppgötva ísland. Þá spyr maður sig þeirrar spurningar hvort fréttin sé til orðin vegna þess að mennirnir sem um ræðir séu frá Bangladesh. M.ö.o. er Mbl. að lýsa þeirri skoðun sinni að íbúar frá einhveijum tilteknum heimshluta séu óæskilegir hér á landi? Mér þætti æskilegt að rit- stjórn blaðsins tæki afstöðu til þessa máls, þar sem lesendur þess kunna að vilja taka afstöðu til þess hvort það samrýmist siðferð- iskennd þeirra að vera áskrifendur að blaði sem boðar kynþáttaandúð. Morgunblaðinu hefur áður verið bent á að ísland er aðili að alþjóð- legum sáttmálum þar sem lagt er bann við boðun kynþáttaandúðar. Enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um að fréttin sem hér um ræðir lítilsvirðir og smánar íbúa ákveðins lands í heiminum og mis- býður réttlætis- og sómakennd allra upplýstra manna. Blaðið ætti hið allra minnsta að biðjast afsök- unar á lágkúrunni og tryggja að „fréttir" af þessu tagi birtist ekki framar á síðum þess. ÓLAFUR GRÉTAR KRISTJÁNSSON, Bræðraborgarstíg 18, Reykjavík. Framúrskarandi myndgæði Nýframköllunareining Sjálfvirkur hreinsibúnaður á myndvalsi o Sjálvirkur þéttleikaskynjari MINOLTA CS-PRO Ijósrilunarvélar Skreli á undan inn í Iramtíðina KJARAN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SÍEXJMÚL114. 108 REYKJAVÍK, SÍMI 5813022 í SUMAR TÖLVUSKÓLIFYRIR11-16 ÁRA Fróðlegur og skemmtilegur Kennslan miðar að því að veita almenna tölvuþekkingu og koma nemendum af stað við að nýta tölvuna sér til gagns og gamans við ritgerðasmíð og ýmis konar verkefnagerð í skólanum. Farið er í eftirtalin atriði: V Fingrasetningu og vélritunaræfingar Windows og stýrikerfí tölvunnar Rltvinnslu Teikningu Almenna tölvufræöi Töflureikni Tölvuleiki Internet Verð: 24 klst. á 11.900 kr. Innritun er hafln í sima 561 6699 Tölvuskóli Reykjavíkur BORGARTÚNI 28. 105 REYKJflUÍK, sími 561 6699. fax 561 6696 GR 1400 • H: 85 B:51 D:56 cm • kælir: 140 I. Verð kr. 29.350,- GR 1860 • H:117 B:50 D:60 cm • Kælir: 140 Itr. • Frystir 45 Itr. Ver& kr. 41.939,- /* Vcri) stgr. 44.916 3 GR 2260 • H:140 B:50 D:60 cm • Kælir: 180 Itr. • Frystir 45 Itr. Ver& kr. 47.280,- GR 2600 H:152 B:55 D:60 cm • Kælir 187. Itr. Frystir: 67 Itr. Ver& kr.49.664,- Verd ster. 55.433,- GR 3300 • H:170 B: 60 D:60 cm • Kælir:225 Itr. • Frystir 75 Itr. Ver& kr. 58.350,- 4índes'rt ...í stödugri sókn! ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umbodsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.