Morgunblaðið - 14.06.1995, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
FRÉTTIR: EVRÓPA
200 milljónir þarf til
náttúrubóta næstu 3 ár
Morgunblaðið/Einar Falur
EIMSKIPAFÉLAG íslands ætlar að taka Goðafoss í „fóstur“ í
sumar og til næstu þriggja ára.
SUMIR vinsælustu ferðamanna-
staðimir hér hafa þegar orðið fyrir
skemmdum af átroðningi. Of lítið
hefur verið gert til að hlúa að þeim.
Orðstír íslands sem ferðamanna-
lands er því í hættu. Til að koma
í veg fyrir meiri röskun á náttúr-
unni og lagfæra það sem þegar
hefur skemmst þarf að veija 200
milijónum króna á næstu þremur
árum. Þetta er mat verkefnisstjórn-
ar vegna átaks í umhverfismálum
á ferðamannastöðum sem skipuð
var af samgönguráðherra árið 1994
en skilaði af sér skýrslu nýverið.
í skýrslunni er m.a. lagt til að
þeir sem njóti góðs af ferðamanna-
stöðunum borgi í auknum mæli fyr-
ir framkvæmdir og viðhald á þeim.
Þar er átt við ferðamenn og þá sem
selja þeim þjónustu. Verkefnis-
stjórnin leggur því til einhvers kon-
ar gjaldtöku fyrir ferðamenn en til-
tekur ekki nákvæmlega með hvaða
hætti hún eigi að vera.
Samkvæmt lögum eiga 10% af
sölu Fríhafnarinnar í Keflavík að
renna til þessa málaflokks, en þeir
peningar hafa ekki skilað sér nema
að hluta.
Fossar í fóstur
Verkefnisstjórnin vonast til þess að
töluverður hluti þess sem þarf að
eyða í átaksverkefni næstu 3ja ára
komi frá einkaaðilum. Nú þegar
hefur tekist samstarf um eitt verk-
efni sem einkafyrirtæki kostar, því
HÉR EFTIR verður hægt að skipta
gjaldeyri til klukkan átta á kvöldin,
alla daga vikunnar og kemur sú
þjónusta til móts við þarfir erlendra
ferðamanna. Breska alþjóðafyrir-
tækið The Change Group Intemat-
ional hefur opnað gjaldeyrisútibú á
íslandi, The Change Group Iceland
EHF, í samstarfi við Upplýsingam-
iðstöð ferðamála. Stöðin var opnuð
formlega í Upplýsingamiðstöð
ferðamála sl. föstudag og voru Eve
Bailey og Mark Brown frá Change
Group London viðstödd.
Útibúið er hingað komið að frum-
kvæði Upplýsingamiðstöðvarinnar,
og leigir af þeim. María Guðmunds-
dóttir frkvstj. segir að hingað til
hafi gjaldeyrisþjónustu vantað utan
Kirkjulistahátíð 1995
í Hallgrímskirkju
15. júni kl. 20.00
Requiem Mozarts
Sólrún Bragadóttir,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Gunnar Guðbjörnsson,
Magnús Baldvinsson,
Mótettukór Hallgrímskirkju,
Sinfóníuhljómsveit Islands,
íslenski dansflokkurinn,
stjórnandi Hörður Áskelsson,
danshöfundur Nanna Ólafsdóttir,
leikmynd og búningar Sigurjón
Jóhannsson.
16. júni ki. 20.00
Requiem Mozarts
18. júní kl. 20.00
Requiem Olssons
Charlotta Nilsson, Inger Blom,
Lars Cleveman,
Anders Lorentzson,
Gustav Vasa Oratoriekör og
Kungliga Hovkapellet
undir stjórn Anders Ohlson.
Miðasala i Hallgrímskirkju.
Pantanir i síma 551 9918.
Eimskipafélag íslands hefur sam-
þykkt að taka 2-3 fossa „í fóstur“
næstu 3 ár. Fyrirtækið borgar fýrir
merkingar og aðrar framkvæmdir
til að bæta aðkomu að fossunum
og veija umhverfi þeirra.
Samræming og
framkvæmdaáætlun
í skýrslunni er lagt til að umbæt-
ur á ferðamannastöðum verði sam-
ræmdar. Nú eru fjölmargar stofn-
anir, félög og fyrirtæki sem hafa
venjulegs opnunartíma banka og
dæmi eru um að ferðamenn hafi
átt í miklum vandræðum með að
skipta gjaldeyri hér. Þetta hefur
sérstaklega bitnað á helgarferða-
mönnum sem hvergi hafa komist
til þess að skipta peningum á með-
an dvöl þeirra stendur. The Change
Group Iceland vonast til að opna
gjaldeyrisskiptistöð í flugstöðinni í
Keflavík á næstunni.
Fyrirtækið The Change Group
Int. sinnir alfarið gjaldeyrisskiptum
en hjá bönkunum hér er hún viðbót
við aðra starfsemi, segir María.
Gjaldeyrisskiptistöðin er á sama
stað og Upplýsingamiðstöð ferða-
mála í Bankastræti 2 og er opið frá
ki. hálf níu á morgnana til kl. 20.
Ferðir í vikunni
í GÖNGU Hafnargönguhópsins í
kvöld 14.júní verður rifjaður upp
hinn sögulegi atburður er fyrsta
íslenska fjölskyldan steig á land
til fastrar búsetu. Sagan segir og
fornleifarannsóknir styðja að það
hafi verið á núverandi athafna-
svæði Reykjavlkurhafnar. Gömul
örnefni benda til að lent hafi verið
í gömlu Grófinni en hún er undir
uppfyllingum frá 1913-1917 að
hafnarmannvirki Reykjavíkur voru
gerð. Að loknú erindi sem Gunnar
Eggertsson flytur verður gengið
út að Gróttu. Mæting er kl 20 við
Miðbakkatjald.
Miðnæturganga verður út í
Grandahólma undir miðnætti í
kvöld en stórstraumsfjara er um
nóttina. Farið frá Miðbakkatjaldi
kl. 23.30 og gengið út í Örfirisey
og síðan í Gvendarhólma. Þar er
kveikt fjörubál um kl 0.30 og
ýmislegt gert sér til gamans.
Göngunni lýkur um kl. 1.30 við
Miðbakkatjaldið. Þeir sem vilja
geta gengið inn í Laugarnes og
notið sólarupprásar á Laugarnes-
töngum.
Allir eru velkomnir í ferðir með
Hafnargönguhópnum.
umsjón með og kosta framkvæmdir
á ferðamannastöðum, t.d. Vega-
gerðin, FÍ, Ferðamálaráð, Skógrækt
ríkisins, Landgræðslan, Pokasjóður
o.fl. Verkefnisstjóm leggur til að
skipuð verði nefnd, sem stjómi þess-
um málum, með fulltrúum þeirra
sem hagsmuna hafa að gæta en
undir forystu Ferðamálaráðs. Þá er
lagt til að gerð verði framkvæmdaá-
ætlun um umbætur á ferðamanna-
stöðum til 12 ára en hún verði endur-
skoðuð á tveggja ára fresti.
Morgunblaðið/Golli
Seglbretta-
skólinn á
Hafravatni
hafinn
SEGLBRETTASKÓLINN á Hafra-
vatni hóf starfsemi í síðustu viku og
er aðsókn ágæt að sögn Hjalta Krist-
inssonar leiðbeinanda. Að visu er
fólk ekki enn búið að átta sig fylli-
lega á að sumarið er komið, en eftir-
spurn í vikunni hefur aukist með
góða veðrinu. Seglbrettaskólinn er
rekinn í samvinnu_ við Mosfellsbæ,
■ Tómstundaráð og íslensku umboðs-
söluna hf.
Að sögn Hjalta hefur skólinn verið
rekinn sl. tvö ár og mælst vel fyrir.
Um 150 manns hafa sótt námskeið
á Hafravatni hvort árið um sig.
Seglbrettaíþróttin hefur nú verið
í lægð um tíma, en Hjalti vonar að
sumarið verði gott til siglinga. Hér
hefur íþróttin verið stunduð í a.m.k.
tíu ár og nú eru u.þ.b. 200 félagar
í Seglbrettasambandi íslands.
Námskeiðið er sótt jafnt af öllum
aldurshópum og kostar fimm daga
námskeið 6.000 krónur.
Hægt að skipta gjald-
eyri alla daga vikunnar
Reuter
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Svíþjóðar og Finnlands, Lena Hjelm-Wal-
lén og Taija Halonen, ræða málin fyrir fund utanríkisráðherra ESB.
Rússlandssamn-
ingi enn seinkað
Lúxemborg. Reuter.
UTANRIKISRÁÐHERRAR Evr-
ópusambandsins ákváðu á fundi
sínum í fyrradag að seinka enn
samþykkt viðskiptasamnings við
Rússland vegna framferðis rúss-
neska hersins í Tsjetsjníu. Ráðherr-
arnir gáfu hins vegar í skyn að
þeir myndu undirrita samninginn
fljótlega, en tiltóku engar dagsetn-
ingar.
Douglas Hurd, utanríkisráðherra
Bretlands, sagðist vona að samn-
ingurinn yrði undirritaður í næsta
mánuði, en brezka stjómin óttast
að það veiki stöðu umbótasinna í
Rússlandi að seinka samþykkt
samningsins. Aðrir utanríkisráð-
herrar voru hins vegar neikvæðari
í garð Rússa.
Bandaríkjamenn telja það skjóta
skökku við að ESB dragi undirritun
viðskiptasamnings, á sama tíma og
Rússland hefur gerzt aðili að friðar-
samstarfí NATO og Alþjóðabankinn
hefur gert tímamótasamning við
stjórnina í Moskvu. „Það er eins
og vinstri hönd Vesturlanda viti
ekki hvað sú hægri gerir,“ sagði
bandarískur sendimaður í Brussel.
Utanríkisráðherrafundurinn á
mánudag íjallaði einkum um ytri
málefni ESB.
• Samþykkt var að hefja viðræður
um viðskiptasamning við Suður-
Afríku, sem einnig myndi fela í sér
umtalsverða þróunaraðstoð. Suður-
Afríku verður þó ekki veitt aðild
að Lomé-samkomulagi ESB við
fjölda þriðjaheimsríkja, vegna þess
að landið er miklu iðnvæddara en
önnur í Afríku.
• Utanríkisráðherrarnir sam-
þykktu að iána Úkraínu stórfé,
gegn því að stjórnvöld í Kiev loki
Tsjernóbýl-kjarnorkuverinu.
• Samþykkt var að lækka tolla á
prentuðu máli, til að bæta Kanada-
mönnum upp lakari viðskiptakjör
vegna inngöngu EFTA-ríkja í ESB.
• Ekki náðist samkomulag um
upphæð og skiptingu fjárveitinga
til þróunarmála. Meðal annars er
deilt um hvort skera eigi niður að-
stoð við þriðja heiminn til þess að
auka þróunarhjálp við Austur-Evr-
ópu.
Thatcher varar við
áhrifum Þjóðverja
MARGARET Thatcher segir í sam-
tali við þýska blaðið Bild að hún
óttist að hið sameinaða Þýskaland
verði of valdamikið í Evrópu. Hún
segist hafa lagst gegn sameining-
unni á sínum tíma „þar sem ég vissi
að hún myndi breyta Þýskalandi í
valdamesta ríki Evrópu".
Til að sporna gegn þessari þróun
mælti hún með því að Póllandi,
Ungveijalandi, Tékklandi og Slóv-
akíu yrði veitt aðild að Atlantshafs-
bandalaginu.
Hún gagnrýndi einnig í viðtalinu
hugmyndir um evrópskt sambands-
ríki og sagði að Evrópa „sem sam-
anstendur af fimmtán ólíkum ríkj-
um þar sem töluð eru fjórtán tungu-
mál“ gæti aldrei orðið að stórríki
með eigin fána, þjóðsöng, her,
gjaldmiðil og ríkisstjórn.
„Ef ég væri þýsk mundi ég aldr-
ei vilja láta markið frá mér og ég
myndi ríghalda í Bundesbankann,"
sagði Thatcher.
Á næstu hundrað árum telur hún
líklegt að nokkur risaveldi muni
koma fram á sjónarsviðið, Indland,
Kína, Bandaríkin, Japan, ESB og
hugsanlega Rússland. Hvert þess-
ara risavelda verði gagntekið af
sjálfu sér og muni reyna að auka
völd sín með myndun bandalaga.
Ekkert þeirra muni sætta sig við
skert áhrif og völd. „Árið 2095
gæti orðið að árinu 1914 á hástöf-
um,“ sagði hún.
Kristilegir demókratar
varkárir
Kristilegir demókratar í Þýska-
landi munu á næstunni gefa út tvær
skýrslur um framtíðarþróunina í
Evrópumálum og herma heimildir
að þar verði hvergi minnst á stofn-
un sambandsríkis. Skýrsla, sem
samin var af Karl Lamers, tals-
manni flokksins í utanríkismálum,
olli miklu uppnámi í fyrra en í henni
var lagt til að myndast gæti
„kjarni" um það bil fimm aðildar-
ríkja er hefðu forystu um þróunina.
Lamers hefur ekki haft mikil áhrif
á nýju skýrslurnar.
í þeim er m.a. lagt til að teknar
verði upp meirihlutaatkvæða-
greiðslur í utanríkis- og varnarmál-
um en þó á þann hátt .að það er
ekki líklegt til að stuða önnur aðild-
arríki.
Skýrsluhöfundar mæla með
auknum meirihluta við atkvæða-
greiðslur um öryggis- og utanríkis-
mál, sem ekki varða hernaðarmál.
í slíkum málum er lagt til að stuðst
verði að auki við „veginn meiri-
hluta“, þar sem tekið er tillit til
fólksfjölda aðildarríkjanna.
Þá er að auki lagt til að ekkert
ríki verði þvingað til að láta herlið
eða búnað af hendi til aðgerða, sem
það styður ekki. Þau yrðu hins veg-
ar að styðja aðgerðirnar fjárhags-
lega.