Morgunblaðið - 14.06.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.06.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 33 MINNINGAR JÓHANNES HERMANNSSON og hetja og gerði margt sem hann hefði e.t.v. annars látið ógert. Elsku Jói, minningin um góðan dreng sem aldrei lét bugast mun lifa í hjarta mínu. Ég kveð þig með sökn- uði og bið Guð að varðveita þig. + Jóhannes Her- mannsson fædd- ist 26. nóvember 1965 á Patreksfirði. Hann lést í Reykja- vík 7. júní sl. For- eldrar hans voru Valdimar Hermann Jóhannesson, f. 20. júní 1936, bóndi á Ifjallatúni, og María Gestsdóttir, f. 12. sept. 1943, dáin 9. ágúst 1980. Systir Jóhannesar er Pál- ína Kristín, f. 3. nóv. 1964. Jóhannes ólst upp á Hjallatúni í Tálknafirði. Hann var ókvæntur og barnlaus. Síðustu árin átti hann heimili í húsi Sjálfsbjargar, Hátúni 12, en þar lést hann. Utför Jóhannesar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, og hefst athöfnin kl. 10.30. + Sigurður Magnús Sólmund- arson, húsgagnasmiður, handavinnukennari og mynd- listarmaður, fæddist 1. október 1930 í Borgarnesi. Hann lést af slysförum 3. júní síðastliðinn. og var útför hans gerð frá Hveragerðiskirkju 10. júní. ÉG SAGÐI honum Sigurði Sól- mundarsyni það aldrei, og mig grunar að hann hafi hreint ekki vitað það, hvílíkur velgjörðarmaður hann reyndist mér, óvandabundn- um unglingi, eitt sumar fyrir 19 árum. Leiðir okkar lágu saman í sumar- búðum Þjóðkirkjunnar sem þá voru starfræktar í Skálholti. Hann var ráðsmaður á staðnum en ég mat- vinnungur á gelgjuskeiði með rugl- ingslega sjálfsmynd og lífsgleðina brothætta í sálinni. í dag man ég ekkei eitt einasta orð sem hann Siggi Sól sagði við mig, en návist hans er ljóslifandi í hugskotinu. Ég, sem var að reyna að verða fullorð- inn, kynntist í honum, manni sem þorði að vera barn. Og hann tók mig við hönd sér og leiddi mig til baka, aftur inn í leikinn, ímyndun- ina, sköpunargleðina. Lágur klettaveggur liggur vestur af skálanum þar sem við vorum. í gilskorningi einum seitlaði þar læk- arbuna. Tveir saman unnum við þar, svo dögum skipti; lögðum gangstíg, grófum út lautir og bala, hlóðum skjólvegg og bjuggum til myndarlegan foss. Fossinn bar nöfn okkar beggja og hét Sigbjarnar- foss. Þetta mannvirki var ekki endi- lega svo hagnýtt, það hafði fegurð- ina og gleðina eina að takmarki. Og mér þótti heiður að nafngift- inni, heiður að samstarfinu við þennan mann sem virtist líta á mig sem fullkominn jafningja og félaga. Á þessum fáu framkvæmdadögum staðfestist í vitund unglingsins sú trú að lífið er makalaust ævintýri. Og lífsgleðin, sem þokað hafði fyrir áhyggjum og persónulegum efa- semdum, fann heiðarlegan sam- hetja í Sigga Sól. Marga stundina átti ég eftir að njóta félagsskapar þeirra Sigga og Auðar og fleiri góðra vina, sem þessa sumardaga störfuðu í Skál- holtsbúðum, og verður það ekki rakið hér. En alla lífstíð mun ég blessa minningu Sigurðar Sólmund- arsonar og þakka þá einstöku gæfu - kjarni málsins! ÉG VARÐ sorgmædd þegar móðir mín til- kynnti mér andlát Jó- hannesar Hermanns- sonar, enda þótt flestir hefðu mátt eiga von á þessu fyrr eða síðar. Mig langar því að minn- ast með nokkrum orð- um á Jóa, frænda minn, en það var hann vana- lega nefndur meðal þeirra sem þekktu hann. Samverustundir okkar Jóa voru ekki margar, en alltaf var gaman að hitta frænda þegar hann kom til Reykjavíkur. Jói var bæði glaðlegur og þróttmikill strákur í æsku og hveijum hefði þá dottið í hug að hann ætti eftir að glíma við erfið veikindi og kveðja síðan svo ungur þennan heim. En eitt er víst að í veikindum sínum stóð Jói sig eins að hafa fengið að njóta mannkosta hans einmitt þegar ég mest þurfti við. Minnugur orða Jesú, er hann sagði: Hvað sem þér gjörið einum þessara minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér,“ bið ég Guð að varðveita góðan dreng í örmum sínum. Megi frelsarinn Jesú fylla sorg ástvina návist sinni og styrkja þau öll á sorgargöngunni. Bjarni Karlsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Megi góður Guð hugga Hermann, Pálínu og aðra ástvini sem nú syrgja þig- Kristín Kristófersdóttir. í dag kveð ég vin minn og jafn- aldra, Jóhannes Hermannsson. Leiðir okkar lágu saman í gegnum Grunnskóla Tálknafjarðar og sem leið lá í Stýrimannaskólann í Vest- mannaeyjum. Jói var góður félagi, jafnt í starfi sem leik og oft var glatt á hjalla þar sem við vorum á ferð. Ég og íjölskylda mín eigum góðar minn- ingar, sem Jói er óaðskiljanlegur hluti af. Við þökkum Jóa fýrir sam- veruna og vinskapinn, megi góður Guð varðveita hann og minningu hans um alla eilífð. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin bjðrt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem) Tryggvi Ársælsson, Eyrún og börn. t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Austurbyggð 17, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. júní sl. Þór Þórisson, Sigríður Jónsdóttir, Sigrún Þórisdóttir, Björn Halldórsson. t Móðir okkar, ÞÓRA GÍSLADÓTTIR, Hringbraut 58, Keflavik, lést 12. þessa mánaðar. Rafnar Olsen, Rakel Olsen, Stella Olsen, Jónína Olsen. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns og bróður okkar, STEFÁNS GI'SLASONAR, Úthlíð 7, Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þuríður Guðmundsdóttir og systkini hins látna. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar, frá hádegi, í dag vegna útfarar JÓHÖNNU SMITH. Lögmannsstofan, Skólavörðustíg 12, Rvík. Endurskoðunarstofan, Skólavörðustíg 12, Rvík. SIGURÐURM. SÓLMUNDARSON GUNNAR HUSEBY + Gunnar Alexander Huseby fæddist í Reykjavík 4. nóv- ember 1923. Hann lést á Land- spítalanum 28. mai síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 7. júní. NÚNA kveð ég góðan vin minn, sem alltaf var gott að leita til og er ég mjög þakklát fyrir það. Ég man alltaf þegar ég heyrði þig tala fyrst á AA-fundi, þvílík var orkan og útgeislunin, enda vissir þú hvað þú sagðir. Þú hafðir reynsluna og þekkinguna og vildir miðla henni til annarra, enda búinn að hjálpa mörgum. Eftir að kynni tókust með okkur komstu stundum i heimsókn til okk- ar Elí og var gaman að tala við þig. Þú hafðir frá mörgu að segja, bæði í gamni og alvöru, en ef ég talaði um afrek þín í íþróttum vild- ir þú lítið úr þeim gera. Sagðir gjarnan að allt sem þú tækir þér fyrir hendur gerðir þú almennilega og húmorinn var aldrei langt und- an. „Jú, jú,“ sagðir þú, „ég vann af því ég vildi vinna. Ég vann líka Bakkus og ég vann við að grafa skurði og gerði það líka vel. Það er mál málanna að gera sitt besta.“ Ég var oft að hugsa til þín og alltaf á leiðinni að bjóða þér heim á nýja staðinn, en nú er það of seint. Elsku Gunnar, ég kveð þig með söknuði. Þú fórst alltof fljótt. Þú varst heljarmenni að burðum, en hafðir blítt hjarta og góða lund, sem ég kynntist mjög vel. Þú varst ekki allra, en ég var heppin að eiga þig að vini. Ég votta systur þinni samúð mína. Ég veit hún var þér mjög kær. Guð gefi mér æðruleysi, til þess að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til þess að breyta þvi, sem ég get breytt, og vit til þess að greina þar á milli. Farðu í friði, friður guðs þig blessi. Þín vinkona: Margrét Erla. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og sonur, GUÐMUNDUR KJERÚLF, Hólavallagötu 13, lést þann 10. júní sl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 16. júní kl. 15.00. Ingibjörg Hejgadóttir, Guðmundur Ingi Kjerúlf, íris Hrönn Sigurjónsdóttir, Andrés H. G. Kjerúlf. t Þann 7. júní andaðist í Landspítalanum HARALDURHELGASON, x HátúnilO, Reykjavík. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstu- daginn 16. júní kl. 13.30. Aðstandendur. t Faðir okkar og tengdafaðir, EYJÓLFUR GÍSLASON frá Bessastöðum í Vestmannaeyjum, sem andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, miðvikudaginn 7. júní, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. júní kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Erlendur Eyjólfsson, Helga Aberg, Gísli Eyjólfsson, Hildur Káradóttir, Guðjón Ármann Eyjólfsson, Anika J. Ragnarsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar elsku- legrar móður okkar, ÞÓRDÍSAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Svanhóli, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir góða umönnun og hlýhug. Fyrir hönd vandamanna. börn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.