Morgunblaðið - 15.06.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 15.06.1995, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfisráðuneytið ógildir leyfi til að byggja stafhús í Hafnarfirði Húsið nú þegar risið UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingar- nefndar Hafnarfjarðar og samþykki bæjarstjórnar á þeirri ákvörðun að leyfa byggingu stafhúss úr timbri á baklóð Fjörukrárinnar við Strand- götu í Hafnarfirði. Byggingin sem um ræðir er þegar risin í tengslum við víkingahátíð sem hefst í Hafnarfirði síðar í þessum mánuði. Bygging stafhússins kom til kasta ráðuneytisins vegna kæru lögmanns húseiganda á Suðurgötu 23 í Hafn- arfirði, sem gerðu kröfu um að ákvörðun byggingamefndar yrði ógilt. Kærandi taldi bygginguna „ijúfa sjóndeildarhringinn", eyði- leggja fyrir íbúum á Suðurgötu 23 „sjónræn tengsl við höfnina" og spilla „stórkostlega gæðum þess að búa í húsinu". „Bæjaryfirvöld verða að standa fyrir sínum gjörðum ef þær eru rang- ar og hafi þau veitt mér byggingar- leyfi í óleyfi þarf lögfróðari menn en mig til að útkljá hvað á að gera,“ segir Jóhannes Viðar Bjamason eig- andi Fjörukrárinnar sem stóð að byggingu stafhússins. Hann kveðst vera þess fullviss að byggingin verði aldrei rifin, enda telji hann hana hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferða- menn. Ellert Borgar Þorvaldsson, for- maður byggingarnefndar Hafnar- ijarðar, segir að umhverfísráðuneyt- ið vísi nú framhaldi málsins á hend- ur bæjaryfirvalda, en formlegt erindi hafi enn ekki borist. „Glögglega kemur fram að byggingarleyfið sé afturkallað, en áður en málið berst formlega í hendur bæjaryfirvalda er engin ástæða til að taka afstöðu til þess opinberlega," segir Ellert. Langnr og heitur fundur sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Lýst yfir stuðn- ingi við Magnús FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Sjálfstæðisfélaganna í Hafnar- firði, sem lauk um klukkan eitt í nótt eftir langar og heitar umræð- ur, samþykkti stuðningsyfirlýs- ingu við Magnús Gunnarsson, odd- vita flokksins. Tillaga, sem lögð var fram í upphafi fundarins, var samþykkt óbreytt með 55 atkvæð- um gegn 29, en fímm skiluðu auðu. Ályktun fundarins hljóðar svo: „í framhaldi af þeim atburðum sem áttu sér stað á fundi bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar í gær, þeg- ar tveir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins greiddu atkvæði gegn tillögu Magnúsar Gunnarssonar, sem hann flutti fyrir hönd meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags, um ráðningu í stöðu forstöðumanns fram- kvæmda- og tæknisviðs (bæj- arverkfræðings) Hafnarfjarðar- bæjar, lýsir fulltrúaráð Sjálfstæð- isfélaganna í Hafnarfirði yfir fyllsta stuðningi við oddvita Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði, Magnús Gunnarsson, og fram- göngu hans í umræddu máli. Á þessum tímamótum er brýn nauðsyn á að sjálfstæðismenn í Hafnarfirði standi fast saman og skapi traustan grundvöll fyrir öflugu starfi sjálfstæðismanna í Hafnarfirði." Samstarfi formlega lokið Meirihlutasamstarfi Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjóminni lauk með formlegum hætti í gær með bréfa- skiptum þeirra tveggja bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, sem studdu tillögu Magnúsar Gunnars- sonar um ráðningu bæjarverk- fræðings, og bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði hélt félagsfund í gær, þar sem ályktað var meðal annars að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ekki gengið heill til meirihlutasamstarfsins og hefðu þar ráðið mestu „kröfugerð- ir og eiginhagsmunir eins af bæjarfulltrúum flokksins.“ Lýst var fyllsta stuðningi við bæjarfull- trúa Alþýðubandalagsins. ■ Meirihlutasamstarfi/4 Atvinnuleysi veg-na sjómannaverkfalls VMS greið- ir ekki laun VINNUMÁLASAMBANDIÐ (VMS), sem fískvinnsluhús víða um land eiga aðild að, hyggst ekki una þeirri ákvörðun Atvinnu- leysistryggingasjóðs að greiða ekki atvinnuleysisbætur til starfs- fólks, sem tekið er út af launaskrá vegna sjómannaverkfallsins án þess að kauptryggingu þess hafí verið sagt upp með fjögurra vikna fyrirvara. VMS telur otvíræða lagaheimild fyrir að fella starfsfólk af launa- skrá þannig að það fari á bætur. Margrét Tómasdóttir, fram- kvæmdastjóri Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, sagði í gærkvöldi að hún hefði ekki séð bréf lögmanns VMS. Morgunblaðið/Júlíus Slasaðist í hlíðum Esju MAÐUR slasaðist efst í hlíðum Esju í miðjar hlíðar fjallsins, þaðan sem börum og flytja hann af slysstað. kl. 20 í gær, þegar hann féll fram hún gekk á slysstað, en vegna þoku Þyrlan lenti við Borgarspítala um fyrir sig. Neyðarsveit slökkviliðsins komst þyrlan ekki alla leið. Þyrlan klukkan 22.30. Samkvæmt upplýs- fór á vettvang með þyrlu Landhelgis- beið síðan á Mógilsá eftir að lokið ingum frá spítalanum var maðurinn gæslunnar. Þyrlan flutti sveitina upp væri við að búa um hinn slasaða á ekki í lífshættu en talsvert meiddur. Frumvarp um stjórn fiskveiða var samþykkt á Alþingi í nótt Stjómarandstaða taldi róðrardagakerfi skárri kost FRUMVARP um stjóm fískveiða var samþykkt á Alþingi laust eftir miðnætti í gærkvöldi með 33 atkvæðum, en 20 þingmenn greiddu ekki at- kvæði, þar á meðal Guðjón Guðmundsson þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Stjómarandstaðan taldi ekki ástæðu til að vera á móti tillögunni þar sem róðrardagakerfið væri skárri kostur en banndagakerfið, en taldi þó ekki ástæðu til ad veita henni stuðning sinn þar sem hún gengi ekki nægjanlega langt til móts við kröfur smá- bátasjómanna. Fulltrúar stjómarandstöðunnar deildu harka- lega á stjórnarmeirihlutann við þriðju umræðu um frumvarpið gærkvöldi. Sighvatur Björgvins- son, Alþýðuflokki, lýsti yfír því að þingmeirihluti ætti ekki að geta verið fyrir tillögum stjórn- armeirihlutans um breytingar á þeim ákvæðum frumvarps um stjórn fiskveiða er varða veiðar krókabáta, ef miða ætti við yfirlýsingar fjöl- margra stjórnarþingmanna fyrir kosningar. Fleiri stjórnarandstæðingar rifjuðu upp um- mæli nokkurra stjómarþingmanna um gagngera endurskoðun kvótakerfisins og brigsluðu þeim um vanefndir á loforðum. Nokkrir þeirra töldu nauð- synlegt að taka upp að nýju endurskoðun laga um stjórn fiskveiða í haust. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði að róðrardagakerfið fæli ótvírætt í sér framfarir. Sú gagnrýni væri aftur á móti rétt að ákvæði um veiðar krókabáta væru flókin. Þess vegna væri það keppikefli að reyna að finna einfaldari lausnir á útfærslu leikreglna í smábátaútgerð. Samráðs hagsmunaaðila vænst Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar við frumvarpið voru felldar. Meirihluti sjávarútvegs- nefndar lagði fram breytingartillögur sínar á þeim ákvæðum frumvarpsins er varða róðrardagakerf- ið. í þeim er gert ráð fyrir 86 sóknardögum sem skiptist á fjögur tímabil og 21.500 tonna heildar- afla. Lagt er til að samþykkt verði ákvæði til bráðabirgða er skyldi ráðherra til að láta tafar- laust fara fram könnun á þeim kostum sem fyrir hendi eru til fjareftirlits. Árni R. Ámason, Sjálfstæðisflokki, sagði það ásetning ríkisstjórnarinnar að ef heildarþorskafli verði aukinn muni aflaviðmiðun krókabáta verða hækkuð og sóknardögum fjölgað. Sjónarmið smábátamanna virt Hjálmar Árnason og Einar Oddur Kristjánsson vísuðu á bug gagnrýni stjórnarandstæðinga. Þeir sögðu að meginbaráttumál smábátamanna, róðr- ardagakerfið, hefði verið lögfest og með því verið gengið til móts við smábátasjómenn. Sighvatur Björgvinsson lagði fram breytingar- tillögur við frumvarpið í félagi við Össur Skarp- héðinsson, Alþýðuflokki, og Guðnýju Guðbjörns- dóttur, Kvennalista. í tillögunum er gert ráð fyr- ir að sóknardagar verði bundnir við töluna 96 á næsta fiskveiðiári. Þá verði tímabilaskipting felld niður þannig að smábátaeigendum verði frjálst að ákveða hvaða daga á fiskveiðiárinu þeir róa. Þá er lagt til að sameiginle'gur hámarksafli króka- báta verði 31.500 tonn. Guðjón Guðmundsson studdi einn tölulið þessarar breytingartillögu. Betra útlit á Húsa- bakka „ÞETTA lítur miklu betur út,“ sagði Aðalbjörg Hallgrímsdóttir á Húsabakka í Aðaldal í gær, en í fyrradag flaut vatn allt í kringum bæina. „Það er dálítil fylla hér á hlaðinu og ekki hægt að laga veginn heim að bænum ennþá. Engu að síður hefur vatnsborð- ið lækkað um hálfan metra frá því í gæi-morgun. Ég er því bjartsýn eins og er.“ Óbreytt ástand við Skeiðsfossvirkjun Við Skeiðsfossvirkjun í Fljót- um var allt óbreytt í gær, frá því í fyrradag, að sögn Indriða Haukssonar. Unnið er að því jafnt nótt sem dag að treysta bakka Skeiðsár aftur, eftir að áin flæddi yfir bakka sína á mánudagskvöld og fór aftur í sinn gamla farveg. „Flóðin eru í rénun hjá okk- ur,“ sagði Rósa Pálmadóttir á Hraunum, þar sem talið er að farið hafi um tvö hundruð hreið- ur. Ástandið er svipað í Haga- nesi og Ysta-Mó. Lækkandi í ámá Austurlandi „ÞAÐ er sennilegast að nú fari lækkandi í ánum, en það gerist hægt,“ sagði Heimir Sveinsson, tæknistjóri hjá Rafmagnsveit- um ríkisins á Egilsstöðum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Heimir sagði að vatnshæð Lagarfljóts hefði siðdegis i gær mælst 22,29 metrar, en hæst fór hún í 22,30 metra. „Það eru þrettán sentimetrar frá metinu árið 1968, þegar vatnsborðið fór í 22,43 metra,“ sagði hann. Heimir sagði að vatnsborðið gæti haldist hátt í nokkra daga. „Það tekur töluverðan tíma fyr- ir þetta að sjatna. Rennslið minnkar þó jafnt og þétt ef ekki fer að rigna þeim mun meira. Það er ekki spáð áfram- haldandi hlýindum á næstu dögurn." Dagsbrún með samúð- arverkfall VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dagsbún hefur boðað samúð- arverkfall með sjómönnum frá og með 22. júní. Verði verkfall sjómanna ekki leyst fyrir þann tíma verður engum fiski landað í Reykjavík. Samúðarverkfallið nær eingöngu til landana á fiski, en hefur ekki áhrif á land- anir á vörum. Samúðarverkfalli sjómanna á Vestfjörðum, sem koma átti til framkvæmda í þessari viku, var aflýst um síðustu helgi, áður en atkvæði höfðu verið talin um miðlunartillögu ríkissáttasemj- ara. Banaslys í Skagafirði RÚMLEGA fímmtug kona úr Reykjavík lést þegar bíll hennar fór út af veginum á móts við Vindheima í Lýtingsstaða- hreppi í fyrrakvöld. Svo virðist sem konan hafí misst bílinn út af malarvegi á móts við Vindheima, kastast út úr honum og látist samstund- is. Konan var ein í bílnum. I ) I I I I I I | I ) '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.