Morgunblaðið - 15.06.1995, Side 23

Morgunblaðið - 15.06.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ1995 23 LISTIR Morgunblaðið/Þorkell OFT hefur verið glatt á Hjalla í Sellátrum því Guðrún á átta börn og þijú stjúpbörn auk þess sem fjölmörg börn hafa verið í sveit á bænum á sumrin. Nú er hún ein eftir með Iistaverkun- um sinum og kvartar þó ekki undan einverunni. Listakonan í Sellátrum Nýr söng-leikur eftir Ágúst Guð- mundsson Astir og sálnaflakk SJOUNDA október næstkomandi verður frumsýndur nýr söngleikur eftir Agúst Guðmundsson í Borgar- leikhúsinu. JJann er í þremur þáttum og samdi Ágúst allan texta og tón- list í verkinu auk þess sem hann sér sjálfur um leikstjórn. Ríkarður Örn Pálsson útsetti tónlistina Söngleikurinn fjallar um unga Reykvíkinga sem gera tilraunir með sálnaflakk og veldur það miklum flækjum í sambandi þeirra og ásta- lífi þegar á líður. „Upphaflega ætlaði ég mér ekki að semja tónlistina sjálfur en þegar megnið af söngtextunum var tilbúið fór ég að prófa að semja tónlist við þá og það endaði meðjjví að ég samdi hana alla sjálfur." Ágúst sagði að söngleikurinn væri í stíl hefðbund- inna söngleikja og sagðist sjálfur vera hrifinn af söngleikjahöfundum eins og George Gershwin og Jóni Múla Árnasyni Eins og kunnugt er gerði Ágúst dans og söngvamyndina vinsælu Með allt á hreinu ásamt Stuðmönnum og segist hann sjálfsagt hafa lært eitt- hvað af þeim í lagagerð þó tónlist hans sé ólík þeirra.„Eg er að gera tilraun til að vera skemmtilegur," segir Ágúst og hlær. Æfíngar eru þegar hafnar. Sjö aðalhlutverk eru í sýningunni. Meðal aðalleikara eru Margrét Vilhjálms- dóttir, Felix Bergsson, Magnús Jóns- son og Eggert Þorleifsson. Sjö manna hljómsveit sér um tónlistar- flutning, þar af eru fjórir blásarar. EKKI þarf að fara í mörg hús á Tálknafirði til að komast af því hvaða listamaður stendur bæjarbúum næst. Nær undan- tekningarlaust er gesturinn sþurður að því hvort hann hafi komið til Guðrúnar í Sel- látrum og ef svarið er nei er viðkomandi umsvifalaust hvattur til að fara í heimsókn. Guðrún tekur vel á móti gest- um og á heimili hennar má sjá að henni er margt til lista lagt. Á veggjum hanga útsaums- myndir og málverk eftir hús- móðirina og uppvið stofu- glugga standa nokkrir skraut- legir blómaplattar úr svoköll- uðu plexiglasi. Listakonan Guðrún, eða Guðrún Guðbjörg Einarsdótt- ir, er einmitt þekktust fyrir blómaplattana. Hún á heiður- inn af allri hönnun og þróun í gerð þeirra. „Hugmyndin kveiknaði fyrir mörgum ára- tugum þegar ég sá kúlu með skeljum í húsi á Patreksfirði. Eg varð alveg veik, mig lang- aði svo til að prófa sjálf, og fór að leita að nothæfu plasti. Fyrsta plastið, frá handa- vinnukennara að sunnan, sprakk allt saman og næsta plast frá Hveragerði var ekki hreint og þurfti að slípa. Mér var svo sagt frá því að þeir í Akron gætu átt plast fyrir mig. Þeir selja mér núna plast í gegnum vörulista,“ segir Guðrún þegar Morgunblaðs- fólk heimsótti hana á dögun- um. Nákvæmnis vinna Guðrún segir mikla vinnu liggja að baki verkanna. „Margir halda að auðvelt sé að gera verkin af því að þau Blóm eru úr plasti. Þvert á móti er mjög tímafrekt og erfitt að gera plattana svo hvergi myndist loftbólur. Ég hef þreifað mig smám saman áfram. Fyrst gerði ég platta í í plasti litlum skálum og núna geri bæði litla og stóra,“ segir Guð- rún og útskýrir hvernig hún fer'að við gerð stóru plattana. „Ég lét smíða fyrir mig stál- hring og eftir að ég er búin LÍTIÐ sýnishorn af fjöl- mörgum blómaplöttum í Sellátrum. að þurrka blómin, sem ég ætla að nota, i sandi til að þau verði eðlileg kem ég þeim fyrir í hringnum og helli einni blöndu með plexiglasi og herði var- lega í hann og hef gerplötu undir. Síðan þarf að láta blönduna standa og kólna áður en næstu er hellt út í og svo koll af kolli þar til plattinn er orðinn passlega þykkur.“ Verðlagt eftir vigt Guðrún notar sumarið til að tína og þurrka blómin. Hún hefur lengi notað mosa og villtar jurtir og eftir að farið var að rækta rósir innanhúss hefur hún notað rósir í platt- ana. Sumir, sérstaklega þeir stærri, hafa alþjóðlegt yfir- bragð. En Guðrún segir að plattarnir séu vinsælir minja- gripir og oft komi heilu rút- urnar með ferðamönnum heim í Sellátra. Ekki er lieldur hægt að nálgast plattana annars staðar en hjá Guðrún. Hún verðleggur plattana eftir vigt enda gerir hún þá fyrst og fremst ánægjunnar vegna og þykist góð ef hún hefur fyrir efninu. HEKIA iugavegi 170-J7.4, slmi 569 5500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.