Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Drykkir hækka hjá Vífilfelli Fyrstu síldinni til manneldis var landað á Hornafirði í gærkveldi Síldin látin bíða í nótinni og hreinsa sig af átu FYRSTU síldinni til manneldis var landað á Hornafirði í gærkveldi, þegar Jóna Eðvalds SE kom til hafnar með um 300 tonn. Er verð- mæti aflans um 3 milljónir að sögn Ingólfs Asgrímssonar, skipstjóra. Er þetta nær helmingi meira verð en greitt er fyrir síld til bræðslu. Síldin var veidd með óvenjulegri aðferð, því hún var látin bíða í nótinni í 19 tíma og látin hreinsa sig af átu, en aflinn fékkst í einu kasti. Á meðan er skipið á reki og segir Örn Arnarson, annar stýrimaður, að talsverð kúnst sé að passa upp á að nótin rifni ekki á meðan beðið sé. Ástand síldarinnar ágætt Ingólfur segir að kaldi hafi ver- ið á miðunum og skipið keyrt á hliðarskrúfum þá 19 tíma sem beðið var. Síldinni er síðan dælt í kæli- geyma sem halda síldinni vel kaldri á leiðinni heim. Til að hindra það að hún kremjist er haft um 20-25% vatnsmagn í geymunum á heima- stíminu. Þegar til hafnar kom var ástand síldarinnar ágætt og hún var um 23% feit. Síld hefur verið landað víðar á Austfjörðum og hefur hún ein- göngu farið í bræðslu. Meðal ann- ars landaði Húnaröstin RE 640 tonnum á Hornafirði. Að sögn manna á Seyðisfirði, Eskifirði og Neskaupstað er síldin feit en full af átu og því ekki hæf til manneldis. Hjá Síldarvinnslunni hf. á Nes- kaupsstað lönduðu tvö skip á sunnudag, Börkur NE með um 1130 tonn og Súlan EA með 650. í nótt var svo von á Faxa RE með 600, Sunnubergi GK með um 750 tonn og Þórshamri með 600 tonn. Um 5.200 fyrir tonnið Að sögn Freysteins Bjarnason- ar, verksmiðjustjóra, fengu skipin síldina rétt innan íslensku land- helginnar. Hjá SR-Mjöli á Seyðisfirði lönd- uðu þijú skip á sunnudag. Bergur VE kom með 469 tonn, Guðmund- ur Ólafur ÓF landaði 593 tonnum og Þórður Jónasson EA 692 tonn- um. í gærkvöldi landaði Svanurinn 700 tonnum og í nótt og í dag var von á Huganum VE með 570 tonn, Albert GK með 720 tonn og Kefl- víkingi KE með um 500 tonn. Gestur Valgarðsson, verkefna- stjóri SR-Mjöls segir að greiddar hafi verið um 5.200 krónur fyrir tonnið af síld til bræðslu. í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hefur verið landað allt að 2.700 tonnum af síld til bræðslu. Að sögn Hauks Björnssonar rekstrarstjóra kom Jón Kjartansson með 1000 tonn, Guðrún Þorkelsdóttir SU með 600 tonn og Krónborgin land- aði 1000-1100 tonnum. Einnig var von á Hólmaborginni SU með 900 tonn og Sighvati Bjarnasyni VE með 600 tonn. VERÐHÆKKUN er yfirvofandi á drykkjarvörum verksmiðjunnar Víf- ilfells. Pétur Bjömsson forstjóri segir ástæður breytinga á söluverði bæði verðhækkanir á umbúðum á erlendum mörkuðum og hækkanir á hráefni í drykkjarföng sem fyrir- tækið selur. Pétur segir óljóst hversu mikið drykkirnir munu hækka eða hve- nær, það sé í skoðun. Plastflöskur undir framleiðslu fyrirtækisins eru keyptar hálfkláraðar og blásnar upp hér og segir Pétur eftirspurn hafa aukist skyndilega eftir tilteknum efnum sem notuð em til að fram- leiða þær. Talið sé að taki 1-2 ár að anna eftir^purninni en hörgullinn hafi leitt til hærra heimsmarkaðs- verðs. Einnig segir hann að hráefni til drykkjaframleiðslu, svo sem sykur, hafí hækkað á erlendum mörkuðum frá síðustu mánaðamótum. „Ég er ekki alveg viss um hvað þetta hækkar mikið. Fjármála- og mark- aðsstjórinn hafa verið að taka hækkanimar saman og skoða hvemig þær koma fram í vömverð- inu héma heima,“ segir hann. Áburðardreifing dregst enn saman Þijá búrhvalstarfa rak á land við Raufarhöfn 17. júní Morgunblaðið/Helgi ólafsson Kjálkar sagaðir úr en skilað aftur SEX hundruð tonnum af áburði og grasfræjum verður dreift úr land- græðsluflugvélinni Páli Sveinssyni TF NPK á þessu ári, eða fimmtungi af því sem mest var síðla á áttunda áratugnum, þegar 3.300 tonnum var dreift. Eitt stærsta verkefni land- græðsluflugvélarinnar á þessu ári verður dreifing 60 tonna af gras- fræjum og áburði á Haukadalsheiði en þar er unnið að stöðvun gróður- eyðingar með tilstyrk OLÍS. Á Auð- kúluheiði verður 380 tonnum af áburði dreift á uppgræðslusvæði samkvæmt samningi Landsvirkjunar við bændur á virkjunarsvæði Blöndu, á kostnað Landsvirkjunar. Minnkandi fjárveitingar Nú þegar er búið að dreifa 60 tonnum af áburði og grasfræjum á Reykjanesi í samstarfí við Samband sveitarfélaga á Suðumesjum. Að sögn Sveins Runólfssonar ODDUR Albertsson, fráfarandi skólastjóri í Reykholti, segir að til- raun til að hleypa nýju lífi í Reyk- holtsskóla hafi haft umtalsverðan kostnað í för með sér. Hann viður- kennir hins vegar að standa hefði mátt betur að færslu bókhalds, enda hafi hann ekki sérþekkingu á því. I úttekt Hagsýslu ríkisins á skól- anum er m.a. fundið að því að fjár- málastjórn hafi verið verulega ábótavant. Oddur sagði að þegar hann hefði tekið við skólanum hefðu fjárveitingar til skólans verið orðnar lágar. Hann og aðrir starfs- menn skólans hefðu með ýmsum hætti reynt að hleypa nýju lífi í skólann og það hefði kostað pen- inga. Eftir að tókst að fjölga nem- endum í skólanum hefði námsfram- boð verið ákveðið í samræmi við námsframboð skóla af svipaðri stærð, en tíma hefði tekið að fá landgræðslustjóra hefur land- græðsluflugið stöðugt dregist saman á undanförnum árum. Fjárveitingar frá ríkinu hafí farið minnkandi ár frá ári, en auk þess hafí margir bændur tekið að sér ýmis land- græðsluverkefni sem áður voru unn- in úr fiugvélum. Þá hafí starfsemi Landgræðslunnar tekið nokkrum breytingum með því að aukin áhersla sé lögð á stöðvun sandfoks og upp- blásturs. „Það verður ekki gert úr flugvél- um, heldur með sáningu melgresis, sem verður að fella eða herfa nið- ur,“ segir Sveinn, en bætir við að alltaf séu einhver verkefni sem ekki verði betur sinnt en með flugvélum. Ljóst sé að þegar um stór samfelld landsvæði sé að ræða geti enginn keppt í hagkvæmni við hina 52 ára gömlu Douglas-flugvél, Pál Sveins- son. ■ Landgræðsluflug dregst/32 fram leiðréttingu á fjárveitingum til skólans til samræmis við stækk- un hans. Oddur sagðist viðurkenna að bókhald hefði mátt vera í betra lagi, en ástæðan væri einfaldlega sú að hann hefði ekki haft mennt- un til að leysa það verkefni og ekki hefði fengist fjárveiting til að ráða mann til verksins fyrr en í ársbyijun 1995. Oddur Albertsson sagðist treysta skólameistara Fjölbrauta- skóla Vestúrlands til að standa að áframhaldandi skólastarfi í Reyk- holti. Hins vegar væri varhugavert að gefa það út að nemendur skól- ans ættu einungis að koma úr eins- leitum hópi nemenda sem ættu í erfiðleikum. Ólíkur bakgrunnur nemenda Reykholtsskóla hefði ein- mitt verið styrkur skólans á síð- ustu þremur árum. ■ Fjármálastjórn verulega/15 Raufarhöfn. Morgunblaðið. ÞRJÁ búrhvalstarfa rak á fjöru skammt frá Raufarhöfn að kvöldi þjóðhátíðardags. Bónd- inn á bænum Hóli, fjórum kíló- metrum sunnan Raufarhafnar, fór að huga að Iambfé á sunnu- dagsmorgun og tók þá eftir því að hvali hafði rekið á land um 2-300 metra neðan við bæinn. Þegar betur var að gáð reyndust hvalirnir þrír talsins og tæpir tólf metrar að lengd. Ekki var fréttin um rekann fyrr komin í loftið en ýmsir tóku að hringja í bóndann á Hóli til þess að falast eftir tönnum dýr- anna. Þegar hann fór síðan að huga nánar að hvölunum var búið að saga neðri kjálka úr tveimur þeirra en erfitt er að komast að þeim þriðja vegna sjógangs. Bóndinn tilkynnti lög- reglu tannhvarfið en kærði ekki og var kjálkunum skilað í gær- kvöldi án atbeina yfirvalda. Ekki er ljóst hvort atferlið verð- ur kært. Kjötið volgt Tekin voru sýni úr törfunum fyrir Hafrannsóknastofnun og reyndist kjötið volgt sem bendir til þess að dýrin hafi synt á land aðfaranótt sunnudags. Notuðu fleiri tækifærið og fengu sér bita í soðið í kjölfar sýnatökunn- ar. Jóhann Siguijónsson sjávar- líffræðingur og aðstoðarfor- stöðumaður Hafrannsókna- stofnunar segir tarfana frekar unga og litla en þeir geta orðið tæpir 19 metrar að lengd. „Und- anfarin fimm ár hefur yngri og minni búrhvalstarfa rekið á land og oft nokkra saman. Áður fyrr rak stærri búrhvali og staka á land,“ segir Jóhann. Hann segir engar ályktanir hægt að draga af því en að lík- indum hafi fjölgað í stofninum síðan búrhvalsveiðar voru bann- aðar á Norður-Atlantshafi árið 1982. Er það samdóma álit manna í sveitinni að fjarlægja verði hræin innan skamms vegna væntanlegrar mengunar. „Mar- flóin er mjög dugleg að éta hræ í flæðarmálinu. Við hreinsum gjarnan bein með því að leggja þau í sjóinn því étið er af þeim á mjög skömmum tíma en þetta eru náttúrlega heilmikil flykki þannig að það geríst nú ekki á svipstundu," segir Jóhann loks. Island í 15. sæti ÍSLAND er í 15. sæti eftir fjórar umferðir á Evrópumótinu í brids í Portúgal. ísland tapaði fyrsta leikn- um fyrir Finnum 12-18, en vann síðan Slóveníu 19-11. í gær vann liðið Dani 21-9, _en tapaði fyrir Frökkum 13-17. ísland er með 65 stig, en efstir eru írar með 76 stig, ísraelsmenn 75 stig og Austurríkis- menn með 72. Ekkert íslenskt par komst í úr- slit í Evrópukeppni í tvímenningi kvenna sem fram fer jafnhliða úrslitakeppninni. Observer um Kristján Morgunblaðinu hefur borist dómur tónlistargagnrýnanda The Observer, Andrew Port- ers, sem fjallar í sunnudags- blaðinu um sýningu á Grímu- dansleik Verdis í Covent Gard- en. Um þátt Kristjáns Jó- hannssonar segir hann að skort hafi á þokkann í tónblæ Kristjáns, hins íslenska Ricc- ardos. „Hann snart ekki við manni,“ segir Porter, en á hinn bóginn hafi hann verið „kröft- ugur og sannur og leikræn túlkun hans örugg“. Oddur Albertsson um úttekt Hagsýslu Standa mátti betur að færslu bókhalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.