Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 43 MINNIIMGAR Hún vann þar til dauðadags. Hún naut vinsælda hjá samstarfsfólki og átti trygga viðskiptavini á söluskrif- stofunni. Margir munu sakna vinar í stað. Samhliða erfiðum læknismeð- ferðum stundaði Nunna störf sín af einstakri samviskusemi og kost- gæfni og fyrir það skal henni þakk- að. Það hefur verið lærdómsríkt fyrir okkur samstarfsfólk hennar að fylgjast með þeirri erfiðu baráttu sem hún háði. Það var aðdáunar- vert hvernig hún tókst á við veik- indi sín. Við í stöðvarstjórn Flugleiða hf. í Keflavík þökkum henni samfylgd- ina og teljum það forréttindi að hafa fengið að starfa með henni. Innilegar samúðarkveðjur fá Sig- urður, börn hennar Helgi Þór, Jenný og Erik Oiav, Halldór svo og aðrir nánir ættingjar. Guð blessi minningu Guðrúnar S. Helgadóttur. Gunnar Olsen, Edda Björk Bogadóttir, Kolbeinn Jóhannesson, Trausti Tómasson. Fyrst þegar ég kynntist Nunnu fyrir rúmlega tuttugu árum, átti vinátta milli okkar nánast engan grundvöll. Lífssýn okkar og skoðan- ir voru andhverfur. Á þeim tíma var ég alvörugefin vinstrisinnaður her- stöðvaandstæðingur, nýbyijaður í menntaskóla, og frekar svona „al- vitur“ um allt sem viðkom framþró- un þjóðfélagsins. Nunna var hins vegar nokkrum árum eldri, starfaði sem afgreiðslustúlka hjá Flugleið- um, var gift hermanni í bandaríska hernum og ólst upp við þær hug- myndir að allir vinstrisinnar væru kommúnistar sem „brytu rúður og ætu börn“, eins og hún orðaði það svo oft sjálf með sinni einstöku kímni. Hún var hins vegar uppáhalds- frænka Gunnu konunnar minnar, sem þá var kærastan mín, og því lágu leiðir okkar óhjákvæmilega oft saman. Á þeim árum bjó Nunna með Múa (Walter) á Skólaveginum í Keflavík og hafði það fyrir sið að halda sérlega skemmtileg parý fyrir unga fólkið í fjölskyldunni, sérstak- lega um áramót. Þar fjölmenntum við, bæði ég og aðrir vinstrisinnar í ijölskyldunni, enda þóttu okkur veigarnar jafngóðar þó að þær kæmu af „beisnum". Og þar var rifist og þráttað um pólitík og her- inn langt fram á nótt. Af öllum þeim partýum sem haldin voru á þessum árum er okkur öllum líklega minnisstæðust 30 ára afmælisveisl- an hennar Nunnu, sem hún hélt að Þröm, heimili foreldra sinna skömmu áður en hún flutti með Múa, Helga Þór syni sínum og Jenný dóttur sinni til Bermuda. Þessi veisla var að mörgu leyti táknræn fyrir þá miklu gleði og ögrandi kímnigáfu sem alla tíð einkenndi Nunnu. Eftir að þau voru flutt rann upp fyrir okkur tómarúm sem við höfð- um ekki séð fyrir. Það var bara ein- faldlega ekki jafngaman eftir að þau voru flutt af landi brott. Herstöðvar- andstæðingarnir söknuðu her- mannsins, sem allt fram til dagsins í dag hefur reynst okkur traustur og góður vinur, og vinstrisinnarnir söknuðu konunnar sem bar litla sem enga virðingu fyrir háleitum skoð- unum þeirra. Skömmu eftir flutninginn ákváðu þau Nunna og Múi að skilja, og síð- ar giftist hún Eric Petro verslun- armanni á Bermuda. En þrátt fyrir skilnaðinn hafa þau Nunna og Múi alltaf verið sérlega góðir vinir. Fyr- ir okkur var skilnaðurinn í vissum skilningi tvöfalt áfatl. Annars vegar höfðum við bundist persónulegum tryggðarböndum við Múa og hins vegar þóttumst við sjá fram á að Nunna myndi aldrei flytja heim. Tvisvar heimsóttum við Gunna Bermuda og dvöldum í bæði skiptin hátt á fjórðu viku hjá Nunnu. Þar fyrst kynntist ég henni fyrir alvöru og hef upp frá því talið hana til minna bestu og kærustu vina. Þar kynntist ég fyrst hennar sérstæða hæfíleika að spyija fólk spjörunum úr, með bæði víðtækum og ótrúlega nærgöngulum spurningum. Spurn- ingum sem flestir myndu hvorki hafa hugmyndaflug né áræðni til að spyija. Frá henni komu slíkar spurningar hins vegar svo eðlilega fyrir, að ekkert var sjálfsagðara en fullnægjandi svar. Á móti var hún líka blátt áfram og hreinskilin. Eft- ir slíka spurningahrinu gat maður stundum setið eftir með dálítið skondna mynd af sjálfum sér. Þar kynntist ég líka hennar gáskafullu og sérstæðu kímnigáfu. Þörf hennar til að sjá skoplegar hliðar á öllum málum var óseðjandi. Kímnigáfa sem aldrei var meiðandi heldur allt- af fyndin og stundum allt að því langdreginn, þegar eitt atvik varð efni í langan gleðispuna sem stund- um entist í marga daga, og jafnvel ár. Þar römbuðum við líka á sameig- inlegt áhugamál sem var matar- gerð, og háðum á Bermuda mörg einvígi í þeirri grein. Og seinni árin skiptumst við oft á mataruppskrift- um, eða ræddum í lögnu máli um mataruppskriftir. Á Bermuda fékk Nunna að mörgu leyti notið sinna bestu hæfileika. Þar sem Eric hafði rekið litla herra- fataverslun við aðalgötuna í Hamil- ton, tókst Nunnu að breyta í frá- bæra tískuverslun með þekkingu sinni og áhuga á fatnaði. í stað þess að kaupa eingöngu vörur frá Englandi hóf hún að kaupa vörur frá Ítalíu. Sjálf stóð hún síðan í vesluninni daglangt við afgreiðslu og seldi grimmt með sínum sér- stæðu presónutöfrum og glæsilega útliti. Margir af viðskiptavinum hennar voru þekktar persónur, og þótti henni oft gaman að segja frá því. Sérstaklega hafði hún gaman af að segja frá því þegar John Lenn- on kom í búðina skömmu áður en hann lést. En þrátt fyrir veðursæld Bermuda, velgengni í viðskiptum og fallegt heimili ákvað Nunna að flytja heim, sem hún gerði fyrir 10 árum. í ljós kom að hún og Eric áttu lítt skap saman. En með Eric eignaðist hún Óla sem kom með henni heim ásamt Jenný, en Helgi Þór varð eftir hjá Múa, pabba sínum. Af eigingjörnum ástæðum vorum við öll, vinir hennar og ættingjar, afskaplega fegin þegar hún kom heim. Var þráðurinn í flestum atrið- um tekin upp aftur þó að margt væri breytt. Sérstaklega var nú pólitíkin búin að leika okkur grátt. Bæði var hún flatneskjulegri og svo vorum við, gömlu herstöðvaand- stæðingarnir, orðnir íhaldssamir eða fijálslyndir, jafnvel farnir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það eina sem varð okkur til happs í þessari afleitu stöðu með tilliti til umræðuefna og skoðanaskipta, var óútreiknanleg ást Nunnu á nokkrum alþýðuleið- togum á vinstri væng stjórnmál- anna, sem á stundum skaut upp kollinum. Á síðustu árum hafði hún æ meiri þörf fyrir að tjá sig á mjög afgerandi hátt um þeirra frábæru persónutöfra og stjórnunarhæfni í okkar hópi. Þessi okkar endaskipti á tilverunni frá því að deilt var á Skólaveginum nærði margan ágreininginn og blés lífi í gamlar æfingar í pólitískri rökfimi. Fljótlega eftir að Nunna kom heim kynntist hún Sigurði Halldórs- syni sem hún bjó með upp frá því. Án efa eitt af hennar mestu gæfu- sporum í lífinu. Fyrir nokkrum árum komu þau inn í okkar litla ferðahóp og höfum við saman ferðast víða um hálendið. Margt hefur Nunna kennt okkur á sinni lífsleið en þarna gátum við endurgoldið með því að kynna henni landið okkar í sinni tignarlegustu mynd. Uppúr stendur kyrrlátur og undurfagur september- dagur í Nýjadal undir Tungnafells- jökli á miðri Sprengisandsleið fyrir tveim árum. Dýrmæt minning. Þá hafði móðir hennar nýlega látist af völdum krabbameins og sjálf hafði hún vitað í tvö ár að hún var með sama sjúkdóm. En vegna sinna ein- stöku persónutöfra og geðslags, með sinni óviðjafnanlegu kímnigáfu og skoplegri afstöðu til lífsins tókst henni næstum því að fá okkur, á stundum, til að gleyma sjúkdómn- um. Stærstan þátt í að styrkja hana í veikindunum átti Sigurður án efa með sinni aðdáunarverðu ósérhlífni og alúð. Og ekki hvað síst fæðing Þórunnar Helgu dótturdóttur henn- ar á síðasta ári sem kom eins og skær ljósgeisli inn í veikindin. En á síðustu vikum duldist engum í hvað stefndi. Fjögurra ára baráttu var að ljúka. Glæsileg og skemmtileg kona á besta aldri kvaddi okkur fársjúk og aðframkomin. Og ekkert var eftir nema sorgin, sem okkur tekst örugglega að yfírstíga með öllum þeim frábæru minningum sem við eigum um hana Nunnu. Einar Páll Svavarsson. Við fráfall vinar koma upp í hug- ann glettin tilsvör og góðar stund- ir, sem hafa verið sameiginlegar. Þá sér maður best að það sem hryggir er það sem áður gladdi. Hún Nunna var ekki sú mann- gerð sem lognmollan var í kringum. Hún var hress, æðrulaus, bein- skeytt og það sem best var, hún var vinur og hegðaði sér sem slíkur. Þessi fátæklegu orð eru aðeins til að þakka fyrir vináttu og trún- að, en síðast en ekki síst fyrir það t Eiginmaður minn, ÞÓRÐUR KRISTJÁNSSON fyrrv. bifreiðastjóri, Rauðagerði 8, lést í Vífilsstaðaspítala að morgni 17. júní. Þóra Sæmundsdóttir. t Faðir okkar, ÖGMUNDUR HAUKUR GUÐMUNDSSON fyrrv. fulltrúi, Hellisgötu 12, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 17. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. mína, Dadda og Óla. Elsku Siggi minn, Helgi, Óli, 4- Jenný og litli sólargeislinn, Þórunn i Helga. Guð gefi ykkur styrk til að ■ vinna úr þeirri sorg sem þið nú Systir okkar, berið. GUÐBJÖRG HELGA JÓNSDÓTTIR, frá Ásmúla, Ó, láttu, drottinn, Norðurbrún 1, þitt ljós mér skína er látin. og sendu frið inn Guðmundur Jónsson, í sálu mína. Lilja Jónsdóttir, (Stefán frá Hvítadal) Þórunn Jónsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir. Sigrún A. Ámundadóttir. Héðan í frá verða þessi fjöll þessi sól þessi himinn þitt requiem rist í hörund heimsins sem þú unnir og vitund þeirra sem unnu þér (Sveinbjöm I. Baldvinsson). Kæra vinkona mín, kveðjustundin komin, þrátt fyrir heitustu óskir okkar um að fá að dvelja saman á góðu elliheimili, verða erfiðar „grand old ladies“, fitna, drekka púrt, reykja í laumi inni á herbergi. Rugga í ruggustólum sérhönnuðum af Stark, horfa á sápu, lesa reyfara, kjaftablöð, eitthvað menningarlegt, heimta barnabörnin í heimsókn ann- an hvern dag og þiggja, með kímnu brosi á vör, alla veitta aðstoð. Minningarnar sækja á mig þegar ég reyni að gera mér fulla grein fyrir að þú átt aldrei eftir að ergja mig framar, gleðja mig. Minningin um ... að renna sér nið- ur handriðið á Vatnsnesveginu; mæður okkar, ungar, glæsilegar, drekka sherrý og slá um sig í stof- unni; að skoða skjaldbökuna þína sem hvarf... sporlaust; pabba þinn, pabba minn, að skrifa fáránlegar athugasmdir um nýjustu ástina í gaggó; að stilla sér upp fyrir framan myndavélina, með hatta; að þykjast vera franskar elítupíur á Long Is- land - kunnum ekki stakt orð í frönsku; að baða sig í sólinni, heit- um, hvítum sandinum; að veltast um af hlátri þar til tárin streymdu, fossuðu, eitt, aðeins eitt, augnaráð dugði til. „Númer eitt, númer tvö, númer þrjú? Hver er best?“ Þú, Nunna mín, vinkona mín, Systir mín. Þú. Giftingin, frumburðurinn, flutningnrinn, Tom’s River, D.C., Bermuda, London, New York og aftur heim. 1986. Margt er að baki. Af hverju, hvers vegna, til hvers og hvað svo? Ástin þín, ástin mín, börn- in þín, börnin mín. Sáttar, saman, heima, foreldrar í foreldrahúsum. Níu ár enn. Fleiri minningar, meirj hlátur, grátur, sorg. Meinið, barátt- an, barnabarnið, sólargeisli í myrkr- inu. Hetjan mín. Þú sem kryddaðir í svo ríkum mæli tilveruna. Engin orð fá því lýst hversu mikill missir- inn er, hversu tómt og litlaust allt virðist án þín. Hringdu. Þeir vita það best, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna. (Davið Stef.) Elsku Siggi, Helgi, Jenný, Óli og allir aðrir ástvinir. Eg og Gunnar, drengirnir, mamma og Mundi vott- um ykkur öllum okkar dýpstu sam- úð. Megi guð styrkja ykkur og varð- veita. Megi guð blessa minningar okkar um Nunnu. Toby S. Herman. t Hjartkær eiginkona og móðir, GUÐRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Miöstræti 28, Vestmannaeyjum, andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 16. júnf. Útförin verður gerð frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardag- inn 24. júní kl. 14.00. Sigtryggur Þrastarson og synir. t Astkær amma okkar og langamma, GUÐRÚN ARMGRÍMSDÓTTIR kjólameistari, lést 12. júní síðasliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki á deild E-63 á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Egils- götu eru færðar sérstakar þakkir. Jóhanna, Ólafur, Gunnar, Karl og Tryggvi Gunnarsbörn, makar og langömmubörn. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og dóttir, ÓLÖF HAFDÍS RAGNARSDÓTTIR, Sunnubraut19, Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurnesja aðfara- nótt 18. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Einar Júlíusson, Vilborg Einarsdóttir, Þórólfur Beck, Halldóra Einarsdóttir, María Ragna Einarsdóttír, Ólöf Hafdis Einarsdóttir, Maria G. Guðmundsdóttir, Ragnar Gíslason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,- KARL HEIÐAR EGILSSON, bifreiðastjóri, Eskiholti 1, Garðabæ, lést föstudaginn 16. júní. Útförin verður auglýst síðar. Helga Magnea Magnúsdóttir, Aðaiheiður Karlsdóttir, George Jenkins, Edda Karlsdóttir, Curt Scholl, Sonja Karlsdóttir, Kristinn Ragnarsson, Alma Karlsdóttir, Jón Ingi Ægisson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (20.06.1995)
https://timarit.is/issue/127496

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (20.06.1995)

Aðgerðir: