Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 29 Kvennamál Helga Svar við greinum Helga Hálfdánarsonar Jóhanna Kolfinna Vilhjálmsdóttir Baldvinsdóttir ÞEGAR bóndinn í Vatnsnesi lét sem hæst og lét þá skoðun sína í ljós hvar litað fólk ætti að halda sér einhvers staðar fjarri aríum íslands - var það mál manna að svona skrif ætti ekki að leyfa í blaði allra landsmanna. En þeg- ar Helga Hálfdánar- syni verður „laus penninn“ og skrifar um þá skoðun sína hvar konur eigi að halda sér - inni í eld- húsi að gæta arf- leifðarinnar - kippa sér fáir upp við það. Helgi birtir grein í Morgunblaðinu og segir þar að konur séu haldnar misrík- um votti af karleðli. Þar á hann við þær konur sem ekki lúta þeim hugmyndum Helga að brýnasta áhugamál þeirra eigi að vera „að hlúa að þeim gróðurreit farsællar samfélagsheildar, sem fjölskylda og heimili geta verið og eiga að vera“. Þessar karlkonur eru að afsala sér því hlutskipti „sem kall- að hefur verið allra starfa virðu- legast á jörðu hér “ og segir það ganga í berhögg við eðli lang- flestra kvenna. Hann segir þá kröfu, að velja sér sín eigin hlut- skipti, vera borna upp af 5% þjóð- arinnar, sem hlotið hafa í vöggu- gjöf ögn af karleðli í bland við sína kvenlegu náttúru. Þrátt fyrir þessi orð telur Helgi sig áfskap- lega jafnréttissinnaðan og hefur jafnvel fundið skýringu á því mis- rétti sem konur hafa búið við. Hann sakar karlmenn um að hafa í krafti aflsmunar raskað því góða jafnvægi sem hefur ríkt milli kynj- anna og hljómar þá eins og arg- asta kvennalistakona. En síðan snýr hann baki við flokkssystrum sínum og finnur það út að konur séu með öllu áhugalausar um að flykkjast fagnandi til fýlgis við jafnréttisbaráttuna. En eins og Helgi þekkir söguna vel ætti hann að vita hve viðjar vanans eru sterkar, sérstaklega þegar karl- karlar eins og Helgi halda þeim þétt að eða eins og Bríet Héðins- dóttir komst svo réttilega að orði fyrir heilli öld: „Fuglinn getur átt Helgi Hálfdanarson ætti frekar að stunda þá iðju, segja þær Jóhanna Vil- hjálmsdóttir og Kol- finna Baldvinsdóttir, að kanna draumaveröld kynbræðra sinna. sér góða daga, þótt hann sje sett- ur í lokað búr, eða fjaðrir hans sjeu stýfðar, en hann er þá sviptur frelsinu og vængirnir verða honum þá gagnslausir, en enginn getur sagt, hve langt flug hann hefði getað þreytt, ef hann hefði verið látinn sjálfráður.“ í góðmennsku sinni fínnst Helga þó sjálfsagt að þessar karl- konur „fái“ að gegna þing- mennsku og ráðherraembættum og hverjum þeim störfum sem löngum hafa talist karlastörf ef þær eru til þess hæfar en fómi þá í staðinn kveneðli sínu. Auk þess gerist hann svo kræfur að saka þessar karlkonur um að troða löngun sinni upp á kvenkonumar er sinna hefðbundnum heimilis- og fjölskyldustörfum. En með því að kenna karleðlið við þessar kon- ur, er hann að uppljóstra því að einungis karlar hafa notið þeirra forréttinda að „fá“ að gera það sem hugur þeirra stefnir að. En finnst Helga að sama skapi að þeir feður, sem náttúraðir em til, eigi að „fá“ að annast uppeldi barna sinna? Ef feður „fengju“ að njóta þessara forréttinda, bæm útivinnandi mæður ekki einar ábyrgð á því „að unglingar velkist unnvörpum heimilislausir og um- hirðulausir á dreggjarbotni þjóðfé- lagsins", en að mati Helgi ríkir slíkt ástand í þjóðfélaginu vegna framapuðs kvenna. Nei, honum þykir það ekki sæma konum að hjakka á tölvu fyrir einhvern braskarann, eða þvargast í póli- tísku þrefí. Þarna vitnar hann orð- rétt í þá þingmenn sem harðast börðust gegn því, að sjálfsögðu til verndar kvenþjóðinni, að konur fengju kosningarétt áriðl915. Jafnréttissinninn Helgi Hálf- dánarson vill að heilbrigð kven- frelsisbarátta gangi út á það að konur berjist fyrir því að komast aftur heim þar sem þær „venjulegu frjálshuga konur“ eru þrælar utan heimilis af nauð og eigi sér þann draum að gera heimilið að menn- ingarathvarfi. Þrátt fyrir háan ald- ur virðist Helgi hafa óvenjulega mikla þekkingu á því hvaða drauma „venjulegar", fijálshuga konur eiga sér. Helgi ætti að leita betur í draumaráðningabókinni, því „óvenjulegu konurnar" dreym- ir líka aðra drauma, þá að fá að komast út úr búrinu. Þannig em konur betur í stakk búnar til að hlúa að hornsteini þjóðfélagsins, ekki síst ef tvöföldu vinnuálagi er af þeim létt. Þess vegna hafa kon- ur boðið alla þá velkomna til leiks, sem taka þátt í að óhreinka tauið. En þó að Helgi telji heimilisstörfín aðeins leik sem einn eða tveir eft- ir atvikum geti gamnað sér við, þá er það veraldarböl ef aðeins einn situr uppi með þau eftir erfið- an vinnudag, sem virðist vera raunin þar sem orsök jafnréttis- baráttunnar er einmitt „grautar- dallaofurþrældómurinn“. Helgi telur einnig að heilbrigð kvenfrelsisbarátta eigi að stefna að því að tryggja sem best fjár- hagslegt öryggi mæðra og veita ungum stúlkum sem víðtækasta menntun. Þessi sömu orð lét Páll Melsteð, stofnandi Kvennaskól- ans, falla á síðustu öld. Hann vildi með menntuninni auka gæði út- ungunarvélarinnar. En menntun kveikir í útþránni og útungunar- vélin varð að sjálfstæðri vem sem vildi tryggja fjárhagslegt öryggi sitt. Meirihluti skólafólks í dag er konur og segir það allt um hver löngun kven-jafnt sem karlkvenna er, hvar er draumaráðningabókin nú? Það er einnig áhugavert að velta því fyrir sér hver eigi að tryggja fjárhagslegt öryggi „mæðra“ samkvæmt kokkabókum Helga, er það ef til vill á herðum hins skaffandi eiginmanns eða rík- isins? Plató hafði uppi svipaðar hugmyndir. Nei, Helgi ætti frekar að snúa sér að þeirri iðju að kanna drauma- veröld kynbræðra sinna. Á nýaf- staðinni karlaráðstefnu kom fram að karlar vilja líka komast út úr sínum kynhlutverkum. Þeir vilja komast í kynni við bömin sín í stað þess að vera frá vegna vinnu alla daga. Helgi ætti því að kynna sér hugsunarhátt nútímafólks, þar ráða mannúðarsjónarmið 21. aldar ríkjum. Þessi sjónarmið hafa því miður ekki náð að skjóta rótum i garði bóndans í Máshólum, en ræktar þess í stað ævafornar pæl- ingar. Jóhanna Vilhjálmsdóttir cr stjórn málafræðinemi og Kolfinna Bald- vinsdóttir er sagnfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.