Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIVIDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 37 Mótorhjól í 90 ár Afmæli mótorhjólsins á íslandi Aðalmarkmiðið með stofnun Snigla var að hvetja mótorhjólafólk til samstöðu, segir Njáll Gunnlaug'sson, en í greininni leggur hann m.a. fram tillögur til lækkunar trygginga á mótorhjólum. í DAG, hinn 20. júní, eru liðin nákvæmlega 90 ár frá því að fyrsta mótorhjólinu á íslandi var skipað upp úr lestum Kong Tryggve. Sá er stóð fyrir innflutningnum, og varð þar með fyrsti Snigill íslands- sögunnar, hét Þorkell Clemenz, en hann hafði áður gert garðinn fræg- ann sem bílstjóri Thomsensbílsins. Það sem fyrir honum vakti var lík- lega það að hann vildi kynna fyrir landanum betra og hentugra sam- göngutæki en Thomsensbíllinn var. Fljótlega komu líka yfírburðir mót- orhjólsins í ljós er það fór á milli Reykjavíkur og Hafnaríjarðar á 19 mínútum, en Thomsenbíllinn hafði áður Tarið 3Ahluta ieiðarinnar á 2 klukkustundum. Þetta fyrsta mótor- hjól landans var skráð undir nafninu Elg. En síðan eru liðin mörg ár. Sniglarnir Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar eru hins vegar 11 ára um þessar mundir, þannig að þau eru rétt að slíta barnskónum. Upphaf- lega markmiðið með stofnun Snigla má segja að hafi verið það að reyna að fá menn til þess að taka niður hjál- mana og fara að tala saman. Aukin samskipti mótorhjólafólks hafa orðið til þcss að það er orðið meðvitaðra um sín hagsmunamál og Snigl- arnir orðnir að samtök- um sem hafa hagsmuni þess að leiðarljósi. Stór þáttur í því er um- ferðarátakið sem fór af stað sumarið 1992 og er enn í gangi. Það vakti mikla athygli og skilaði sér í tæp- lega 15% fækkun slysa það árið sem aftur þýddi 60.000.000 kr. sparnað fyrir þjóðarbúið. Slys á mótorhjólum eru samt því miður of tíð. Liður í baráttu Snigla fyrir fækkun mót- orhjólaslysa er að styðja byggingu margnota æfíngar- og keppnisbrautar í Kap- elluhrauni í landi Hafnarfjarðar. Einn af nýt- ingarmöguleik- um hennar er æfingarakstur fyrir mótor- hjólakennslu. Okukennara- félagið hefur á hinn bóginn viljað fara sínar eigin leiðir og byggja annarsstað- ar minni braut en hún er því miður ekki hönnuð með kennslu á mótorhjólum huga. Bæta þarf kennslu Kennslu á mótorhjól hefur lengi verið ábótavant og nemendur kom- ist upp með það að taka alltof fáa tíma, sem endurspeglast meðal ann- ars í þeirri staðreynd að miðað við slysatölur er það fimm sinnum hættulegra að aka mótorhjóli en bifreið. Með bættri kennslu má jafna þetta óhagstæða hlutfall og vonandi tekst það með aukinni samvinnu Njáll Gunnlaugsson í Snigla og ökukennara í framtíðinni. 1993 kom út námsskrá til bifhjóla- kennslu sem Sniglar sömdu ásamt öðrum, en lítið hefur verið gert í þvi að fara eftir henni fyrr en fyrst nú að sumir eru farnir að sjá ljósið. Enn þijóskast samt þónokkrir við og halda áfram að kenna eins og áður og auglýsa sig jafnvel sem slíka. Við þessa menn vil ég aðeins segja eitt. Þessi 17 ára unglingur sem fór í gegn um kennsluna á fáeinum tímum má fara að keyra 150 hestafla mótorhjól áður en blekið á skír- teininu er þornað. Þannig hjól hefur svip- að hlutfall hestafla á kíló og Formula I kappakstursbíll. Settu óharðnaðan ungling undir stýri á slíkum bíl, segðu honum til í nokkrar klukkustundir og slepptu honum lausum út í umferðina. Þið getir ykkur síðan til um framhaldið. Að menn skuli hafa sam- visku til þess að gera svona lagað er ofvaxið mínum skilningi. En eins og áður sagði er misjafn sauður í mörgu fé og eru þeir bæði svartir og hvítir í ökukennarahjörðinni. Háar tryggingar Já, slysin eru tíð og try- ygingar af mótorhjól- um þar af leiðandi háar. Hjólin eru fá og slysin dýr þannig að eitt slæmt slys hjá einu trygg- ingarfélagi getur hækkað tryggingar hinna sem tryggja mótor- hjól hjá sama félagi um tugir þúsunda. Algeng tala í tryggingu á mótorhjólum í dag er á annað hundrað þúsund. Þegar kerfið er sett upp svona hlýtur maður að spyija hvort að það sé réttlætanlegt. Mótrhjólaslys geta ekki verið stór hluti í veltu trygging- arfélaga. Það er því verið að fórna okkur í staðin fyrir krónutöluhækk- un yfir heildina. Tryggingarfélög eru eins og alþjóð veit erfíð viður- eignar og rödd lítilmagnans talar fyrir daufum eyrum þeirra. Þess vegna viljum við í Sniglunum beina orku okkar að orsökinni frekar en afleiðingunni og gera okkar til að LÖGREGLAN í fylgd Snigla. fækka slysum. Samkvæmt tölum umferðarráðs fyrir árið 1994 urðu 45% af skráðum mótorhjólaslysum það árið á lánshjólum. Þetta ættu eigendur mótorhjóla og ekki síst tryggingarfélög að taka til athugun- ar. Þau gætu til dæmis hækkað sjálfsábyrgðina ef hjólið er lánað og lækkað í staðinn tryggingar yfir heildina. Stjórnvöld geta líka gert sitt og endurskoðað tolla á mótor- hjól. Eins og það kerfi er í dag er aðeins einn flokkur tolla á mótor- hjól og skyld tæki. Ef tollar á mótor- hjól yrðu samræmdir því kerfi sem er á innflutningi bifreiða myndi það leiða til þess að það yrði fýsilegra að kaupa minni, aflminni, hættu- minni hjól. Hjóladagur Snigla Næstkomandi laugardag er hinn árlegi hjóladagur Snigla. Þar vekj- um við athygli á okkur með hóp- keyrslu um bæinn og söfnumst síðan niður á Ingólfstorg. Við það höfum við notið góðfúslegrar aðstoðar lög- reglunnar og borgaryfírvalda. Við viljum með hjóladegi vekja athygli á veru okkar í umferðinni og einnig þeim málum sem á okkur brenna. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á glæstum járnfákum að mæta niður á torg og virða fyrir sér þessar tví- hjóla sjálfrennireiðir. Evrópusamstarf Það nýjasta hjá okkur í bifhjóla- samtökunum er að okkur hefur verið boðin aðild að EMA, sem er Evrópu- samband mótorhjólafólks. Aðild að þeim samtökum á eftir að veita okk- ur' mikinn móralskan stuðning í framtíðinni. Sniglamir era komnir til að vera og vonandi getum við fagnað 100 ára afmæli með því að farið hafí verið eftir því er við höfum lagt til. Það sem gerast þarf er að kennsla þarf að batna og hana sam- ræma, toilar þurfa að lækka til jafns við bifreiðar og siysum fækka. Þá verður vonandi risin hin langþráða braut í Kapelluhrauni og kappakstur á götum borgarinnar kominn yfir á lokuð, vernduð svæði. Allt þetta hef- ur þá orðið til að lækka aftur trygg- ingar þannig að fólk getur notið þess aftur að aka um á mótorhjóli án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort að hjólið eyði meira í tryggingar heldur en bensín. Víst era þetta fagrir framtíðardraumar og allir öragglega ekki jafn bjartsýnir og ég. Ef allir hagsmunaaðilar setj- ast við sama borð og við og vinna að þessum markmiðum er ég þess handviss að slysum mun fækka í náinni framtíð. En til þess þurfa all- ir að leggja sitt af mörkum. Höfundur situr í sijórn Snigla. >' - - ' * . 'V ' . - „ „x < , ' ■ Sólgleraugu með styrkleika Lausn í sólinni fyrir þá sem nota gleraugu. Verð frá 8.950 kr. ^ UN5AN Aðalstræti 9, súni 551 5055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.