Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Áherslubreytingar R-listans Uppskrift R-listans að betri borg FRAMBJÓÐENDUR R-listans héldu því fram í kosningabaráttunni fyrir rúmu ári að ekki þyrfti að hækka álögur á Reykvíkinga eða hækka skuldir borgarinnar til að efna kosningaloforðin. Einungis þyrfti að breyta forgangsröðun hjá borginni. Aherslur sjálfstæðis- manna væru svo rangar að nóg væri að færa fjármagnið frá gælu- verkefnum þeirra til þarfari mála. Þannig hljóðaði uppskrift R-listans að betri borg. Vinstri meirihlutinn var. ekki lengi að sýna Reykvíkingum að gömlu úrræðin eru enn í fullu gildi. Um leið og hann komst til valda var nýr skattur lagður á óg skuldir borgarinnar auknar. Fjárframlögin tala í núgildandi fjárhagsáætlun hef- ur R-listinn fengið gott tækifæri til að breyta áherslum hjá borginni. í raun hefur komið á óvart hve breyt- ingar frá síðustu fjárhagsáætlun eru óverulegar miðað við hve stór R-listinn kýs leið úr- ræðaleysis og skatta- hækkana, segir Kjart- an Magnússon, og hvað sparnað varðar er niður- skurðurinn til Vinnu- skólans eina sjáanlega „áherslubreytingin.“ orð voru höfð uppi fýrir kosningar. Þó finnast dæmi um skýrar áherslu- breytingar og má nefna mikinn nið- urskurð á framlögum til Vinnuskóla Reykjavíkur eða unglingavinnunn- ar. Kauplækkun og vinnutími styttur Við lokaafgreiðslu fjárhagsáætl- unar ákvað R-listinn að veija 110 milljónum króna til Vinnuskólans en á síðasta ári var 180 milljónum varið til hans. Þessi skerðing nam tæplega 40% og mótmæltu sjálf- stæðismenn henni harðlega. R-list- inn vék síðar frá áður markaðri stefnu og lét borgarráð samþykkja tuttugu milljóna króna aukafjár- veitingu til Vinnuskólans. Engu að síður nemur niðurskurðurinn fimm- tíu milljónum króna og kemur illa við marga unglinga, sem eiga ekki aðra sumarvinnu vísa, og fjölskyld- ur þeirra. Vinnuskólinn þarf nú að stytta daglegan vinnutíma og veitir unglingum aðeins vinnu í sex vikur í stað átta áður. Með niðurskurði R-listans verður sumarkaup íjórtán ára unglings hjá Vinnuskólanum 17.500 krónur en hefði orðið 28 þúsund krónur án niðurskurðarins. Sumarkaup fimmtán ára unglings verður hins vegar 38.000 krónur en hefði orðið 61 þúsund að óbreyttu. Mikilvægi Vinnuskólans Með þessum niðurskurði sýnir R-listinn hug sinn til Vinnuskólans og gildi hans fyrir unglinga. Allir vita að nemendur skólans hafa ekki Skór fyrlr kröfuharöa krakka Flottir oq þasgilegir &rúnt og evart lcður 6vart lakk - Rósótt - Gull verið of sælir af laun- um sínum en hann hef- ur þó verið mikilvægt úrræði fyrir þá sem hafa ekki fengið vinnu á almennum markaði. Unglingar i síðustu bekkjum grunnskóla eru á viðkvæmu þroskaskeiði og áhrifa- gjarnir. Vinnuskólinn hefur hingað til gegnt stóru hlutverki við að halda þeim frá því að mæla göturnar stærst- an hluta sumarleyf- Kjartan Magnússon isins. Langvarandi að- gerðarleysi er engum hollt og getur orðið til þess að áhrifagjamir unglingar leiðist út á hættulegar brautir. Til hughreystingar í umræðum um mál- ið í borgarstjórn sögðu fulltrúar R-listans að þrátt fyrir þennan nið- urskurð væri mikið veriðað vinna í málefn- um Vinnuskólans. Meðal annars hefði pólitísk stjórn tekið við stjórn Vinnuskólans og væri nú að skoða hugmyndafræðilegan grunn hans! Vafalaust mun margur unglingur- inn, sem þarf nú að mæla göturnar hálft sumarleyfið, rifja þessi um- mæli upp reglulega sér til hug- hreystingar og uppörvunar. Borgarfulltrúar R-listans hafa reynt að láta í það skína að niður- skurðurinn til Vinnuskólans sé hluti af víðtækum sparnaðaraðgerðum. Það er ótrúlegt að slíku sé haldið fram á sama tíma og tekjur borgar- innar eru auknar um einn og hálfan milljarð á milli ára. Hið rétta er að R-listinn notar þessar tekjur til að efna hluta af þeim fjölmörgu kosn- ingaloforðum sem hann gaf fýrir kosningar. Við umræður um fjár- hagsáætlun lögðu sjálfstæðismenn áherslu á að rifa þyrfti seglin í borgarrekstrinum eftir mikil fram- kvæmdaár og sýndu fram á hvernig hægt væri að skera niður útgjöld borgarinnar og lækka álögur á borgarbúa. Því miður kaus R-listinn aðra leið, leið úrræðaleysis og skattahækkana. Hvað spamað varðar er niðurskurðurinn til Vinnu- skólans eina sjáanlega áherslu- breytingin. Frambjóðendur R-list- ans minntust þó hvergi á Vinnu- skólann þegar þeir lofuðu að flytja fjármagnið frá gæluverkefnum sjálfstæðismanna til góðu málanna. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Stærðir 26-38 Vferð kr4.500,- lEN&LABÖRNÍN BankastiœU 10 ámi 552-2 s s s s * ís ///// Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur, sem enn hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 5. tímabili með eindaga 15. júní 1995 og virðisaukaskatti til og með 16. tíma- bili með eindaga 5. júní 1995 og gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjaldda- ga til og með 15. júní s.l. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbó- tar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlits- gjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdóma- gjaldi, jarðaafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, en þau eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur. slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. laga nr. 67/1971, slysatrygginga- gjald atvinnurekanda skv. 36. gr„ atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Gjaldendum skal bent á að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hverja fjárnámsgerð. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald er 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Jafnframt mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 20. júní, 1995 Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Gjaldheimtan á Seltjarnarnesi Gjaldheimtan í Garðabæ Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Gjaldheimtan í Mosfellsbæ Sýslumaðurinn í Keflavík Gjaldheimta Suðurnesja Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýsluinaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfírði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýsluinaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austfjarða Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.