Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 41 hafi aldrei iðrazt þeirrar ákvörðunar sinnar að snúa heim og helga ætt- jörðinni líf sitt og starf. Áratugum síðar trúði hann mér fyrir því, - eftir ferð til Bandaríkjanna, þar sem hann hitti nokkra gamla skólabræð- ur, - að þá hefði sér orðið ljósara en nokkru sinni, að hann hefði val- ið rétt. Hann hefði undrazt, hve gamlir þeir virtust orðnir, jafnvel útslitnir af streitu og lafhræddir um, að yngri menn græfu undan þeim í miskunnarlausri samkeppni um vel launuð störf. Hér heima hefði lífið verið með meiri ró og næði meira til einbeitingar, a.m.k. mestan hluta ævistarfsins. Um margvísleg störf Jóhannesar í nær hálfa öld brestur mig þekk- ingu til mikillar umfjöllunar, þar munu væntanlega mér fróðari koma til skjalanna. Ekki er ég þó í vafa um, að af kunnáttu og samvizku- semi hefur verið unnið, annað hefði verið honum ólíkt. Og nú er komið að leiðarlokum. Ég er og mun ævilangt verða frænda mínum og fjölskyidu hans þakklátur fyrir samvistirnar á löngu liðnum árum. Aftur horfir ellin grá, mælti eitt sinn mikið skáld, - en bætti við: Sólarlag liðinn dag laugar í gulli þá. Jón S. Guðmundsson. Nú þegar Jóhannes Bjarnason mágur minn er allur, hvarflar hug- urinn til þess tíma er ég kynntist honum. Ég var táningur þegar eldri systir mín kynnti okkur í fjölskyld- unni fyrir Jóhannesi. Hann bar með sér nýtt andrúmsloft enda búinn að vera langdvölum í námi og starfi erlendis. Fyrir mér var það allt mjög spennandi. Á þessum tíma var ekki algengt að fjölskyldur ættu bíla en Jóhann- es átti bíl og nutum við þess, því hann var ólatur við að bjóða okkur í ferðir um nágrennið og mína fyrstu ferð til Norðurlands fór ég með honum og Margréti systur. Var þá meðal annars heimsótt skyldfólk Jóhannesar bæði á Akur- eyri og Húsavík og var þessi ferð mikil upplifun fyrir mig. Þar sem þau bjuggu fyrstu hjú- skaparárin í húsi foreldra minna þá kynntumst við betur en ella. Jóhannes var mjög dagfarsprúður maður en gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Ég fylgdist af áhuga með utanlandsferðum og heimkomum og var þá oft margt fallegt að skoða, sérstaklega fatn- aðurinn sem var gerólíkur því sem hér fékkst. Árið 1950 fór ég til New York að vinna og nokkrum mánuðum síðar komu þau því Jóhannes var að fara í framhaldsnám. Þá áttu þau eina dóttur, Ástu Ragnheiði, sem þá dvaldi hér heima hjá foreldr- um okkar og í desember þetta ár eignuðust þau aðra dóttur, Guð- rúnu. Um tíma bjuggum við, ég og vinkona mín, á heimilinu hjá þeim. Um vorið þegar náminu lauk og Jóhannes átti fyrir höndum að starfa um tíma við verksmiðju í Tennessee-dalnum var okkur vin- konunum boðið að koma með. Þetta varð til þess að við kynntumst stór- um hluta landsins sem við höfðum ekki séð fyrr og nutum vel. Ekið var niður með austurströndinni til Flórída, síðan í vestur til New Orle- ans og svo í norður til ákvörðunar- staðarins en þar skildu leiðir. Eftir námið kom Jóhannes aftur heim. Fjölskyldan stækkaði og árið 1957 fæddist Ragnar og Bjarni 1960. Jóhannes starfaði alla tíð hér heima og var um það bil að ljúka störfum þegar hann veiktist hastar- lega og náði sér aldrei eftir það. Hann helgaði líf sitt starfinu og fjölskyldunni. Fáa hefi ég þekkt sem báru hag fjölskyldu sinnar jafnt fyrir bijósti og hann. Fórum við sem tengdumst honum ekki varhluta af því. Hann var mjög úrræðagóður, alltaf tilbúinn að hjálpa ef þess var kostur og oft var leitað ráða hjá honum. Að lokum vil ég þakka hon- um allt það sem hann gerði fyrir mig og mína. Ég bið Guð að varð- veita minningu hans. Sigurveig Ragnarsdóttir. MINNIIMGAR EIRÍKA ANNA FRIÐ- RIKSDÓTTIR + Eiríka Anna Friðriksdóttir hagfræðingur fædd- ist í Essen í Ruhr í Þýskalandi 3. apríl 1911. Hún lézt á hjartadeild Borgar- spítalans mánudag- inn 6. júní síðastlið- inn 84 ára að aldri. Foreldrar hennar voru dr.chem. Fritz Spitzer, f. 23.12. 1877, d. magns-og efnaverk- fræðingur, og Else Spitzer, f. 31.8. 1885, d. 1943, enskukenn- ari. Foreldrar hennar voru bræðraböm og Eiríka var einka- barn þeirra. I fjölskyldu Eiríku vom margir verkfræðingar, arkitektar og vísindamenn sem m.a. hönnuðu rafhiöður, sem enn em í fullri notkun, rannsökuðu oliulindir og hönnuðu og sáu um byggingu á fyrstu járnbrautar- línu Kinavcldis. Eiríka lauk stúd- entsprófi í Berlín árið 1930 og hagfræðiprófi í Prag 1936. Hún stundaði nám í tölfræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1936-38, og var þar í doktorsnámi í hag- fræði en lauk því ekki vegna þess að seinni heimsstyrjöldin skall þá á. Á árunum eftir strið- ið starfaði Eiríka hjá Sameinuðu þjóðunum, fyrst í London 1946-47, síðan í New York 1947-53. Þegar seinni heimsstyij- öldinni lauk og hungurvofan blasti við Evrópubúum sljómaði Eiríka flutningi á hveiti frá Bandarikjunum til Evrópu. Árið 1955 flutti hún til Islands og fékk ís- lenskan ríkisborg- ararétt árið 1955 og var sæmd fálkaorðunni árið 1991 fyrir rannsóknarstörf. Árið 1947 giftist Eiríka séra Kára Valssyni frá Prag, sem síð- ar varð prestur í Hrísey. Þau skildu árið 1960 og voru bam- laus. Kári átti eina dóttur af seinna hjónabandi, Elínu. Kári Valsson dó árið 1992. Eirika bjó til margra ára í Ljósheimum 22 í Reylgavík, en dvaldi á Elli-og hjúkmnarheimilinu Grand síð- ustu ævimánuðina. Engin athöfn fer fram vegna andláts hennar þar sem hún gaf likama sinn iæknadeild Háskóla Islands til notkunar í vísindalegum til- gangi. ÁÐUR en Eiríka kom til íslands vann hún við rannsóknir á þjóðar- tekjum Breta fyrir ýmis ráðuneyti í London ásamt Richard Stone, Nó- belsverðlaunahafa. Eiríka vann þar á vegum United Nations Relief and Rehabilitation Administration í ýms- um deildum stofnunarinnar í Lond- on. Hún dvaldi einnig í hálft ár í Afríku á vegum Rauða krossins við þjálfun starfsfólks, fyrst á vegum læknadeildar bresks háskóla við at- huganir á farsóttum í Evrópu, Asíu og Afríku og síðar við athugun á áhrifum matarskömmtunar í Eng- landi og einkum á ungbarnadauða. Árið 1953 flutti Eiríka til Bandaríkj- anna til að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum við hagfræðilega skýrslu- gerð. Fyrst eftir að Eiríka settist að á Islandi starfaði hún sem staðgengill sjúkraþjálfara á Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund. Þrem mánuðum síðar fékk hún stöðu hagfræðings og deildarstjóra hjá hagdeild Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Síðar réð Eiríka sig sem kennara að Núpsskóla í Dýrafirði og kenndi þar dönsku og bókhald í tvö ár. Ei- ríku bauðst síðan staða við hagdeild Framkvæmdastofnunar sem síðar varð Þjóðhagsstofnun. Á árunum 1962-65 var hún háskólakennari og kenndi hagfræðinemum og lækna- nemum tölfræði við Australian Nati- onal University. Frá 1965 starfaði Eiríka aftur hjá tjóðhagsstofnun þar sem hún starfaði fram til ársins 1981, m.a. við útreikninga á einka- neyslu íslendinga. Aðal áhugamál Eiríku var þó fyr- irbygging slysa. Til að koma í veg fyrir slys er nauðsynlegt að vita um slysavalda og tildrög slysa. Eirika ákvað því að veija næstu árum ævi sinnar til rannsókna á tildrögum slysa, sérstaklega meðal barna hér á landi. Eiríka vann merkar braut- ryðjendarannsóknir á barnaslysum hér á landi og vakti fyrst íslendinga athygli á hæstri tíðni barnaslysa i Evrópu á íslandi. Eiríka beitti sér mjög fyrir verndun barna gegn slys- um og forvörnum þeirra. Arið 1987 birtust niðurstöður Eiríku á rann- sóknum á 7.562 bömum sem komið höfðu á slysadeild Borgarspítala sem fylgirit við Heilbrigðisskýrslur á veg- um Landlæknisembættis. Rannsókn- arniðurstöður þessar vöktu mikla athygli víða í Evrópu vegna þess hve rannsóknarhópur barnanna var stór hér á landi og slysatíðni há. En um 30% barna fjögurra ára og yngri á höfuðborgarsvæðinu koma árlega á slysavarðstofu vegna slysa í heima- húsum. Eiríka gerði einnig merkar rann- sóknir á barnaslysum á árunum 1983-88 á vegum umferðarnefndar Reykjavíkur og Landlæknisembætt- is. Einnig var Eiríka kunn fýrir störf sín að neytendamálum. Hún var um árabil í stjórn Neytendasamtakanna (1972-77). Hún tók virkan þátt í norrænum samvinnuverkefnum á sviði neytendamála (NÆK) á árun- um 1976-1985. Eiríka stuðlaði að því að hafín var notkun neyðar- hnappa eða bjallna á vegum Securit- as. Einstaklingar sem búa einir og eru lasburða geta fengið neyðar- hnapp eða bjöllu til að kalla á hjálp ef eitthvað amar að. Einnig kom Eiríka því til leiðar að einstaklingar sem búa einir fá símaþjónustu hjá Securitas sem kannar daglega hvort allt sé í lagi. Á 82. aldursári var Eiríka elsti nemandi Háskóla íslands. Hún lauk BA-prófi í ensku og dönsku frá HÍ árið 1981, þegar hún hætti í fastri vinnu. Síðan lagði hún stund á rúss- nesku og spænsku og lauk MA-námi í ensku. Eiríka var mikil málamann- eskja og talaði reiprennandi tékk- nesku, þýsku, ensku, dönsku og ís- lensku allt fram að andláti sínu. Þrátt fyrir háan aldur vann Eiríka að minni verkefnum, sem tengjast öryggismálum íslendinga. Hún kannaði m.a. eldvarnakerfi í hótel- um, neyðarútganga, athuganir á merkingum í lyftum og á matvælum, bætt skipulag á bankaafgreiðslu, endurskinsmerki fyrir böm og full- orðna og fleira. Eiríka hefur skrifað íjölda greina um öryggismál og neyt- endamál á undanförnum árum, eink- um og sér í lagi í DV. Óhætt er að segja um Eiríku líkt og sagt var um Kára Valsson fyrr- verandi eiginmann hennar að hún hafí verið mótuð af reynslu og þekk- ingu margra kynslóða. Þau báru bæði með sér framandi menningar- hefðir, sem hvað virðulegastar og merkastar þóttu í Evrópu. Þennan menningarheim kynntu þau fyrir íslendingum með margvíslegu móti pg reyndust þau bæði meiri og betri íslendingar en margir barnfæddir hér á landi. Eiríka tók ástfóstri við landið og fólkið og helgaði Iíf sitt hin síðari ár forvörnum í þágu þeirra sem minnst mega sín, eða barna, og var það hennar aðal áhugamál. Eiríka varðveitti barnið í sálu sinni, því hún trúði á barnið í hveijum manni og að börnin séu framtíð þjóð- arinnar. Það fór ekki milli mála að Eiríka hafði afburða gáfur og hæfileika til að afla sér þekkingar og tii að fræða aðra. Eiríka sökkti sér gjarnan ofan í málefni sem henni urðu hugléikin. Andlegt afl hennar var slíkt að henni voru engin takmörk sett í fróðleiks- fýsn og þekkingaröflun. Sterkasti þáttur í skapgerð hennar var gagn- rýni og oft beiskja sem gat stuðlað að því að Eiríka gat orðið óvægin í garð annarra. Lífshlaup Eiríku var ekki einungis litríkt og óvenjulegt heldur merkilegra og aðdáunarverð- ara en flestra annarra. Eiríka var hvað þakklátust fyrir að vera íslend- ingur og hafa fengið íslenskan ríkis- borgararétt, vegna þess að „á ís- landi er enginn Hitler“. Samræður hennar um og þekking á Hitler og fyrirlitning hennar á honum og grimmd nasismans og kommúnism- ans munu mér seint úr minni líða. Eiríku féll aldrei verk úr hendi og er ótrúlegt hveiju hún afkastaði á níræðisaldri. Hún vissi að hverju dró í lífi hennar og tók því með æðru- leysi og gekk frá öllum sínum mál- um. Ég mun ætíð minnast Eiríku með djúpri virðingu og þakklæti fyrir tryggð og vináttu hennar og örlæti og ómetanlegan stuðning í minn garð í tengslum við rannsóknir mín- ar á börnum. Blessuð sé minning hennar. Helga Hannnesdóttir. Eiríka Anna Friðriksdóttir hag- fræðingur er látin. Fyrir hönd Neyt- endasamtakanna vil ég minnast hennar með nokkrum orðum. Þegar Eiríka fluttist til íslands árið 1953, eignuðumst við íslending- ar hámenntaðan og dugmikinn hag- fræðing. íslenskir neytendur eignuð- ust um leið dugmikinn og óeigin- gjarnan bandamann. Eiríka hafði kynnst öflugu starfi bandarísku Neytendasamtakanna þegar hún bjó þar á árunum 1947-1953. Og þegar til íslands var komið jókst áhugi hennar enn meir á þessum málum, hér sá hún óplægðan akur í neyt- endamálum og hélst þessi áhugi allt til dauðadags. Eiríka var kosin í stjórn Neytendasamtakanna í upp- hafi árs 1971 og sat í stjórn til árs- ins 1977, þar af var hún gjaldkeri í nokkur ár. Þó að Eiríka hyrfi úr stjórn Neyt- endasamtakanna, hvarf ekki áhugi hennar á neytendamálum. Hún tók þátt í norrænu neytendasamstarfi allt til ársins 1985. Raunar má segja að áhugi hennar hafi verið ódrep- andi. Hún var stöðugt á varðbergi um hagsmunamál neytenda og óþreytandi við að koma með ábend- ingu um það sem bætur mætti fara. Það sannar fjöldi blaðagreina sem birst hafa eftir hana á undanförnum árum. Ég minnist einnig margra símtala minna við Eiríku, þar sem hún kom með ábendingar um verk- efni sem Neytendasamtökin þyrftu að sinna. Verkefni sem síðar urðu til að styrkja stöðu íslenzkra neyt- enda. Eiríka eignaðist ekki börn, en umhyggja hennar fyrir börnum var mikil. Eiríka var stöðugt með ábend- ingar um hvernig búa mætti börnum okkar öruggara umhverfi. Eftir hana liggur m.a. rit um slys í heimahúsum og varnir gegn þeim, en slys á börn- um í heimahúsum hafa einmitt verið mikið vandamál hér á landi. Sem betur fer hefur þeim farið fækkandi á síðustu árum og það má m.a. þakka Eiríku. Þegar nokkur samtök og stofnanir ákváðu að standa fyrir sameiginlegu átaki, „Öryggi barna, okkar ábyrgð", og áð veita sérstakar viðurkenningar vegna starfa í þágu öryggis barna, var samhljóða sam- þykkt að veita Eiríku sérstaka heið- ursviðurkenningu vegna starfa hennar að öryggi bama. Eiríka var vel að þeim heiðri komin. Og fyrstu kynni mín af Eiríku voru einmitt á. ^ þessum vettvangi fyrir fimmtán árum, en þá bað Eiríka mig að að- stoða sig lítillega vegna könnunar sem hún var þá að gera á reiðhjóla- slysum og hvað mætti gera til að fækka þeim slysum. Fyrir hönd Neytendasamtakanna og okkar allra sem störfuðu með Eiríku á vettvangi neytendamála, vil ég þakka henni ómetanlegt fram- lag. Megi minningin um Eiríku lifa. Jóhannes Gunnarsson. Flestir munu hafa þekkt Eiríku af blaðagreinum hennar um neyt- endamál. Hún var þó einnig áhuga- söm um menningarmál almennt, og vil ég nefna hér nokkur dæmi þar um: Fyrir nokkrum árum skrifaði ég kjallaragrein í DV um Martein Lút- her. Nokkru síðar hringdi í mig kona sem kynnti sig sem fyrrum kunn- ingja móður minnar sálugu. Vissi ég vel hver hún var, og ræddum við nokkra stund um lífshlaup okkar. Hún benti mér á bók eina um Lút- her, og lá ekki á þeirri skoðun að hann hefði verið sinnissjúkur að mati sérfræðings. Hún var skelegg og afdráttarlaus í tali og talaði hratt og skipulega. Þakkaði hún að lokum fyrir sig og lagði á er hún hafði lok- ið erindi sínu. Fyrir vikið sendi ég henni seinna ljóðabók sem ég setti saman í minn- ingu mömmu, enda höfðu þær unnið saman á Hagstofunni forðum daga. En Eiríka hafði líka skrifað tvær greinar í tímarit móður minnar, Amalíu Líndal, en það rit kom út á íslandi á árunum 1967-1970 og hét 65 Degrees, Icelandic Life. Var það á ensku um íslensk málefni. En af þeim hafði ég þekkt Eiríku fyrst. Vil ég nú grípa niður í grein hennar þar frá árinu 1970, sem nefnist „Af hverju hélt ég áfram að búa hér?“ Snara ég hér menningarlega kaflan- um: _ „Ég fékk fyrst áhuga á íslandi þegar ég fékk þýðingu af Skálda- Eddu í fermingargjöf, en þá var ég unglingsstúlka í Tékkóslóvakíu. ís- land, með sínar fornu bókmenntir, reyndist vera frægt um heim allan og vakti hjá mér rómantíska þrá. En frá Mið-Evrópu séð virtist ísland vera enn lengra í burtu en sjálf Bandaríkin. Ég hitti fyrstu íslendingana þegar ég var í námi í Kaupmannahöfn. Þeir buðu mér til borðs með sér í stúdentamatsalnum, sem var kall- aður „mannætueldhúsið". Ég hafði alltaf ímyndað mér að fólk yrði jafn- lyndara eftir því sem norðar drægi. Þó hófst nú upp hatrömm deila er ég spurði í sakleysi mínu hvaða nú- tímahöfund ég ætti helst að lesa í þýðingu. Nemarnir gátu ekki komið sér saman um hvort ég ætti að lesa leikrit Guðmundar Kamban eða skáldsögur Halldórs Laxness. Þetta olli mér mikilli furðu: Fólk sem gat æst sig svona mikið upp út af bók- menntum, það var mér að skapi. Nú fóru í gang alls konar áætlanir um að útvega mér ódýrt far með fraktskipi til íslands." Eiríka Friðriksdóttir var greini- lega ein þeirra kvenna sem hafa. gefið íslensku mannlífi vítamín- sprautu með komu sinni hingað. Tryggvi V. Líndal. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.