Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ J AÐSENDAR GREINAR Nicola Rescigno Orlagavaldur í heimi óperunnar EINHVER kann að spyrja: „Hver er eigin- lega Nicola Rescigno og hvaða hlutverki hefur hann gegnt í heimi óperunnar?“ í stuttu máli má full- yrða að hann hafi ver- ið örlagavaldur á því sviði og örlagavaldur í heimi fjölmargra fremstu söngvara heims. Þar ber fyrst að nefna þá frægustu og þekktustu: Mariu Callas. Þetta skýrist, ef við lítum til baka. Sjálfur átti ég því láni að fagna að vera við nám og störf í New York borg, þegar hörmungar síðari heims- styijaldarinnar voru að baki og mikil bjartsýni ríkti um, að betri heimur væri í vændum. Um þær mundir stóð hagur Metropolitan óperunnar með miklum blóma og fremstu söngvarar alheims keppt- ust um að koma þar fram. Sir Rudolf Bing hafði nýlega tekið við stjómartaumunum og barðist fyrir því að skapa óperunni sess sem drama í stað þess að láta leiksvið Metropolitan óperunnar vera fyrst og fremst ramma fyrir skraut- og glæsisöng, þar sem færustu söngv- arar gátu sýnt og sannað raddfeg- urð sína og tæknilega yfirburði, meðan hið leikræna og myndræna var látið víkja að meira eða minna leyti. Um þessar mundir átti Metropolitan óperan sér engan raunverulegan keppinaut innan Bandaríkjanna eða eftir að Man- hattan óperan lagði upp laupana. Það, sem eftir lifði af starfsemi hennar, flutti til Chicago og blómstraði aftur þar í borg þar til Chicago óperan varð gjaldþrota í heimskreppunni upp úr 1930. Metropolitan óperan var því meira og minna ein um hit- una. City Center óp- eran ógnaði henni á engan hátt og óperan í San Fransisco var nánast eins og útibú frá Metropolitan Óperunni. Þar komu gjarnan fram lista- menn, sem áður höfðu gert garðinn frægan í New York. Á þessu varð skyndilega gagn- gerð breyting. Upp úr 1950 fór að berast orðrómur frá Chicago um, að öflug breyting væri í gangi þar í borg um að koma gömlu Chicago óperunni aftur á laggirnar og í undirbúningi væri stórátak um að koma henni til fyrri vegs og virðingar. Það voru þrír ein- staklingar, sem stóðu að baki þess- ari herferð: Carol Fox, sem var söngkona að mennt, Lawrence Kelly, sem var velmegandi kaup- sýslumaður og Nicola Rescigno, sem var tiltölulega ungur hljóm- sveitarstjóri frá New York og af ítölskum ættum. Nicola Rescigno, sem einnig hafði verið nemandi Ildebrando Pizetti og Vittorio Giannini, var enginn viðvaningur í að fást við óperuflutning, því að. hann hafði ferðast um öll Banda- ríkin árum saman sem stjórnandi San Carlo farandóperunnar við mjög góðan orðstýr en þeim mun erfiðari starfsskilyrði. Hann var Halldór Hansen ZERO-3' 3ja daga megrunarkúrinn Svensson Mjódd, sími 557-4602. Opið virka daga kl. 13-18, laugard. 13-16 Póstv.sími 566-7580. ★ JAMES BURN INTERNATIONAL Efni og tæki fyrir IHÍIG'O járngorma innbindingu. VIRKA MÖRKINNI 3 (VII) SUÐURLANDSBRAUT), SÍMI 56« 7477 Ný bútasaums- og gardínuefní Köflótt og munstruð. Ávallt ný föndursnið og bútasaumsbækur/blöð. | OPK) mán. - fös. KL. 10-18 > Það ber til tíðinda, þegar einn af jöfrum ítalskrar óperu sækir ísland heim í þeim tilgangi að stjóma Sinfóníuhljóm- sveit íslands í Háskóla- bíói, skrifar Halldór Hansen um tónleikana 22. júní nk., þar sem tenórsöngvarinn Ólafur Ami Bjamason kemur fram og syngur vinsæl- ar óperuaríur. því öllum hnútum kunnugur varð- andi óperuflutning, maður sem hreint ekkert gat komið á óvart, enda flestir hljómsveitarstjórar sammála um, að ekkert sé erfiðara í hljómsveitarstjórn en að stjórna óperum, því að svo margt getur farið úrskeiðis. Carol Fox og Lawrence Kelly höfðu annan bakgrunn. Þau voru bæði vel tengd inn í heim fyrir- fólksins í Chicago og þar með inn í peningaheiminn og áttu talsvert undir sér. Bæði voru hugsjónafólk, en af hinni raunsæju gerð. Þau skorti hvorki kjark né framtaks- semi og höfðu báða fætur vel á jörðinni, þegar að framkvæmdum kom, öfugt við svo margt annað hugsjónafólk. Undrið gerðist og þremenning- unum tókst að koma Chicago óper- unni aftur á legg árið 1954. Já, meira en það. Þeim tókst að hefja hana til flugs. Listamenn, sem áður dreymdi um samning við Metropolitan óperuna, sleiktu út um báðum megin, þegar tilboð barst frá Chicago. Margir kusu meira að segja þann samning fram yfir samning við Metropolitan óperuna, sem enn var nokkurt rót á. Bing þurfti tíma til að koma sínum hugmyndum í framkvæmd og þótti reyndar sjaldnast þægileg- ur í samskiptum. Chicago óperan var hins vegar ný af nálinni og framsækin og þar var margt hægt, sem sóttist seinna í New York. Stærsta trompið, sem Chicago óperan hafði fram að færa og veif- aði óspart, var hin fræga en um- deilda söngkona Maria Manenghini Callas. Það leið ekki á löngu, þar til ævintýralegar sagnir fóru að berast frá Chicago til New York um hina frábæru uppfærslu Chicago óperunnar á óperunni „Norma“ eftir Beliini með Mariu Menenghini Callas í aðalhlutverk- inu og Nicola Rescigno við stjórn. Þessar goðsagnir mögnuðust um helming, þegar enn ævintýralegri fréttir fóru að berast af sömu lista- mönnum í uppfærslu af „Luciu di Lammermoor" eftir Donizetti. Þeir, sem vettlingi gátu valdið, drifu sig frá New York til Chicago til að upplifa undrið og allir voru sammála um, að Chicago óperan hefði skotið Metropolitan Óperunni ref fyrir rass, þegar hún nældi í Mariu Callas beint fyrir framan nefið á Sir Rudolf Bing. Það fór heldur ekki á milli mála, að á amerískri grund var Nicola Rescigno sá stjórnandi, sem Maria RESCIGNO ásamt Maríu Callas á árum áður. Nicola Rescigno Callas tók fram yfir alla aðra, enda átti það eftir að sanna sig skömmu seinna. Heimur óperunnar er sjaldnast friðsamur til lengdar. Svo hátt upp á stjörnuhimininn, sem þrístirninu, Fox-Kelly-Rescigno, hafði tekist að skjóta Chicago óperunni, báru þau ekki gæfu til að standa saman til lengdar. Það kom til harðrar valdabaráttu og átaka á milli Car- ol Fox og Lawrence Kelly með þeim afleiðingum að Lawrence Kelly pakkaði niður og fór, en Carol Fox hélt áfram að stjórna Chicago Óperunni. Þetta gerðist þegar árið 1956. Nicola Rescigno fylgdi Lawrence Kelly að málum og fór líka, en áður en varði, voru þeir búnir að koma óperu á laggirn- ar í Dallas, sem þeim tókst að hefja til vegs og virðingar á alþjóð- legum vettvangi á ótrúlega stutt- um_ tíma. Óperan í Dallas opnaði 1957 með hátíðartónleikum, sem Nicola Rescigno stjórnaði en einsöngvari var Maria Callas, sem tilkynnti þar með hvoru megin hennar samúð lá. Það var hennar traustsyfirlýs- ing til Nicola Rescigno, sem hafði sömu afstöðu til listarinnar og hún sjálf. Minnisstæðasta óperusýning, sem Maria Callas og Nicola Re- signo stóðu sameiginlega að í Dall- as, var uppfærsla á óperunni „Medea“ eftir Cherubini, sem hafði ekki verið uppfærð langa lengi. Enn eru til sjóræningjaupptökur af þessum fiutningi, sem eru fjár- sjóður í augum þeirra, sem komist hafa yfir þær, þrátt fyrir hljóm- gæði, sem standast ekki ströng- ustu kröfur nútímans. Bæði Lawrence Kelly og Carol Fox eru nú látin, en Nicola Resc- igno hélt áfrani starfi sínu í Dallas sem listrænn ráðunautur óperunn- ar fram til ársins 1990. Undir hans stjórn söng hvert stórstirnið á fæt- ur öðru og í Dallas komu margir ' stórsöngvarar heims fram í fýrsta sinn á bandarískri grund. Teresa Berganza, Placido Domingo, Magda Olivero, Monserrat Caballé. Jon Vickers og leikstjórinn Franco Zefirelli. En starfssvið Nicola Rescigno var engan veginn bundið við Dall- as. Hann stjórnaði óperum víða um Ólafur Árni Bjarnason heim: Á Metropolitan óperunni, við Covent Garden í London, við Glyndebourn óperuna, .í Buenos Aires, í San Fransisco, við Vínar- óperuna, í Ziirich og við öll meiri- háttar óperuhús á Ítalíu svo að eitthvað sé nefnt. Og eins og það væri ekki nóg, las hann einnig lög á Ítalíu og sá vissan skyldleika á milli lagabók- stafsins og tónlistarinnar eins og hún birtist í svörtu og hvítu á papp- írnum. Hvort tveggja þyrfti ákveð- in sveigjanleika í túlkun auk skiln- ings og smekkvísi í meðförum, ef lífsandinn ætti að ná sér á strik. Og í þeim anda starfaði Nicola Rescigno. Eftir hana liggur fjöldi hljóðrit- ana. Það nægir að minna á óper- una „Toscu“ eftir Puccini, þar sem Mirella Freni og Luciano Pavarotti eru í aðalhlutverkum og óperuna „Lucia di Lammermoor" eftir Donizetti með Edithu Gruberova og Alfredo Krauss í aðalhlutverk- um. Síðast en ekki síst, leikur sennilega flestum forvitni á að frétta, hvernig Nicola Rescigno fékk svo mikið dálæti á Ólafi Árna Bjarnasyni, að hann varð fús til að koma alla leið til íslands til að stjórna tónleikum hér til heiðurs þessum unga tenórsöngvara, þó að hann hafi aldrei fyrr lagt leið sína um neitt hinna Norðurland- anna til tónleikahalds. Þar er hægt að fara fljótt yfir sögu. Eftir þá athygli, sem Ólafur Árni vakti í söngvakeppninni í Cardiff, lá leið hans til New York. Þar söng hann fyrir ráðamenn Metropolitan óperunnar, sem veittu honum umsvifalaust fjár- hagsstyrk til að fara til Ítalíu og vinna með Nicola Rescigno sumar- ið 1994. Svo ánægður var Nicola Rescigno með árangurinn af því samstarfi, að hann taldi sér bæði ljúft og skylt að veita Ólafi Árna allan stuðning. Hann taldi beztu meðmælin felast í því að koma til Islands og stjórna Sinfóníuhljóm- sveit íslands á fyrstu einsöngstón- leikum Ólafs Árna með hljómsveit hérlendis. Eg vil bjóða Nicola Resc- igno velkominn og óska Ólafi Áma gæfu og gengis um ókomna fram- tuh_______________________________ Höfundur er læknir og áhugn- maður um tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.