Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 60
80 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 UNGLENGAR MORGUNBLAÐIÐ STJÖRNU OG S O FiFSS ! \.AR Gunnar Gunnsteinsson Hefur mikinn áhuga á leikstjórn FURÐULEIKHÚSIÐ er um þessar mundir að setja upp leikritið B2 eftir Sigrúnu Eld- járn með tónlist eftir Valgeir Skag- fjörð. Gunnar Gunnsteinsson er einn leikaranna í verkinu, hann starfar líka sem leikstjóri og setti nú nýver- ið upp Hart í bak eftir Jökul Jakobs- son í Vestmannaeyjum. Hann er einnig að fara að leika í Trójudætrum hjá Hvunndagsleikhúsinu, hann segir okkur hér frá unglingsárunum og leiklistarbakteríunni. Ég held að ég hafi verið tiltölulega leiðinlegur unglingur og frekar ófríð- ur, ég flokkaðist sem þriðji Ijótasti unglingur á Islandi, en svo rættist úr mér. Unglingsárin eru eiginlega kvöl og pína í mínum huga, ég var svo mikill NÖRD. Ég fór að vera í leiklist á fullu, og það á Akureyri þar sem það þótti ekki fínt og bara stórskrýtið fólk sem væri í þessu. Vinahópurinn minn verður ekki til fyrr en í gegnum leiklistina seinna meir. Ég var í leikklúbbnum Sögu á Akureyri, og á þessum tíma minnk- aði áhugi minn á hestamennskunni, föður mínum til ómældrar mæðu. Ég hætti í skátunum og öllu og leik- listin skipti öllu máli fyrir mig þann- ig að ég var svolítið sérhæfður. Mér gekk ágætlega í skóla, hann hefur 'aldrei verið neitt vandamál, ég hef alltaf getað lært. Ég var einmitt að leika hjá Leik- félagi Akureyrar og var að leika ein- hvem frekan, bijálaðan krakka sem gerði ekkert annað en að blóta allan tímann. Það var frumsýnt í kringum páskana sem ég fermdist. Ég mátti ekki klippa mig og var með Duran Duran hárgreiðslu sem kom ekki í tísku fyrr en tveim árum seinna, al- gjör iubbi. Altarisgangan var ekki fyrr en daginn eftir ferminguna og þá átti ég einmitt að vera að sýna og það beið bíll eftir mér fyrir utan kirkjuna. Ég fékk forláta tölvuúr í fermingargjöf sem var stillt á tímann sem ég þurfti að vera kominn út úr kirkjunni til að ná niður í leikhús fyrir hlé, ég átti ekki að fara inn á sviðið fyrr en eftir það. Þegar allt var búið sást bara í iljarnar á mér hlaupa út úr kirkjunni í kirtlinum og öllu saman, hoppa upp í bíl, bruna niður í leikhús og byija að bölva. Þannig að þetta var mjög tvíræður dagur. Ég man náttúrlega eftir því þegar ég fór fyrst á Atlavík. Þetta sumar 1985 fór ég líka með Fenris, sem var samnorrænn leikhópur, í ferðalag um alla Skandinavíu sem tók heilan mánuð. Þetta var hundrað manna hópur, krakkar frá öllum Norður- löndunum og við enduðum ferðina á íslandi, beint í Atlavík. Ég var með fullt af komplexum, fullt af þeim. Ég taldi þá einhvem- tíman og þá voru þeir, komplexarn- ir, 39 niður að mitti. Eins og ég sagði þá_ var ég þriðji ljótasti unglingurinn á íslandi. Ég veit ekki hvort ég hafí nokkuð verið með neina minnimátt- arkennd, frekar komplexa. Mér hefur alltaf þótt ég vera það vel gefinn að ég hef ekki þurft að hafa neina minnimáttarkennd gagnvart neinu. Já, að hafa farið á fyrsta fylliríið og byijað að reykja. Ég hefði aiveg getað beðið með þetta fyllirí í mörg ár því það var bara bull. En það að byija að reykja er það heimskasta sem ég hef nokkumtíma gert um ævina og ég sé mest eftir því vegna þess að ég hef ekki ennþá getað hætt. Þegar ég var yngri ætlaði ég að verða bóndi eða rakari, en svo byija ég 12 ára gamall í Ieiklistinni, og síðan þá hefur mig alltaf langað til að vinna við hana. Það hefur þróast meira og meira út í leikstjóm, meira að segja áður en ég fór í Leiklistar- skóla Islands. En mér fannst best að afla mér reynslu sem leikari áður en ég færi á fuliu út í leikstjóm. Það má segja að ég sé í leiklist til að forða mér frá geðveiki, því ef ég hefði ekki þetta tæki til að tjá mig þá yrði ég kengruglaður. Þetta er einhver þörf til að tjá sig, það getur vel verið að þetta sé eitthvert mikil- mennskubrjálæði að halda að maður hafi eitthvað að segja, en maður verður að trúa ein- hveiju. Unglingur í mínum huga er kvöl og pína, frekja, óöryggi, hræðsla og ofboðslega mik- ið af hugmyndum en að sama skapi lítið af staðreynd- um. Unglingar eiga ekki að reyna að j verða full- orðnir of fljótt. Þeir eiga að leyfa sér að vera í þessu óöryggi á milti barns og full- orðins. Unglingar hafa ákveðinn til- gang og þurfa að finna hver hann er. Sprell í miðborginni LEIKLIST ARKLÚBBUR Tóna- bæjar hefur verið við lýði í nokk- ur ár. Fyrir utan að setja upp verk á sviði gera þau margt ann- að sér og öðrum til skemmtunar. 17. júní voru nokkrir meðlimir klúbbsins að aðstoða við skemmt- unina sem fram fór í miðborg Reykjavíkur þeirra á meðal voru Rósa og Manda, báðar 15 ára. „VIÐ ERUM í búningi í dag og það er alveg ótrúlega gaman, við erum hérna til að skemmta börnunum og sjá um að raðirnar séu réttar og passa að leiktækin skemmist ekki. Sem sagt að gera þetta eins skemmtilegt og við getum og hneyksla nokkra í leið- inni. Við höfum ekkert undirbúið okkur að ráði og gerum þetta allt sjálf, málum okkur og svo- leiðis. Það eru alls ekki nógu mörg tækifæri til að vera með legra ef það væm oftar götuleik- Sögðu þessar hressu stelpur að sprell, það væri miklu skemmti- arar í miðborg Reykjavíkur." lokum. Elísabet Guðmundsdóttir, 16 ára Þeir eru skemmtilegir en sumir eru leið- inlegir, fer eftir því hveijir þeir eru. Sumir eru sætir og geta verið uppá- þrengjandi en samt fínir. Gunnar Örn Tynes, 16ára Þær eru yndislegar, ef þær væru ekki hér, værum við ekki hér. Hvernig eru strákar/stelpur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.