Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MIBMBXSBIMGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚNS. HELGADÓTTIR + Guðrún S. Helgadóttir fæddist í Keflavík, 6. janúar 1947. Hún lést í Landakots- spitala 12. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þór- unn Ólafsdóttir, kaupmaður í Kefla- vík, f. 9. maí 1916, d. 4. september 1993, og Helgi S. Jónsson, kaupmað- ur í Keflavík, f. 21. ágúst 1910, d. 18. desember 1982. Guðrún var einbirni foreldra sinna, en hálfsystir hennar, samfeðra, er Ingibjörg Helga- dóttir. Eftirlifandi eiginmaður Guð- rúnar er Sigurður J. Halldórs- son, framkvæmdasljóri, en þau áttu ekki börn saman, en fyrir á hann þijá drengi. Börn Guð- rúnar eru: 1) Helgi Þór Leja, f. 4.8. 1969, við- skiptafræðingur í Bandaríkjunum. 2) Jenný Sigrún Leja, f. 4.10. 1974, starfs- maður Flugleiða hf. í Leifsstöð, en sam- býlismaður hennar er Jóhannes V. Sig- urgíslason og eiga þau eina dóttur, Þórunni Helgu. 3) Erik Olaf Eriksson, f. 28.2. 1979, nemi. Guðrún bjó í Bandaríkjunum á árunum 1969 til 1972 og síðan á Bermúdaeyjum á árunum 1977 til 1986. Hér á landi starfaði Guðrún nær ein- göngu hjá Flugleiðum hf. og hin síðari ár á söluskrifstofu Flugleiða hf. í Leifsstöð. Guðrún S. Helgadóttir verð- ur jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. HÚN Nunna hafði svo einstakt lag á að fá aðra til þess að opna hug sinn, en eigin tilfinningum flíkaði hún ekki við hvern sem var. Henni tókst, á sinn sérstæða hátt, að draga fram það skoplega og skemmtilega úr gráum hversdags- leikanum án þess að særa þá sem hlut áttu að máli. Hún hafði svo sannarlega ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hún lét þær líka heyrast. En aldrei var það gert á þann hátt að illindi hlytust - af. Oftast enduðu orðræður við Nunnu með léttleika og bros-á vör. Eigjn veikindi og barátta undan- farin þrjú ár tilheyrðu ekki þeim málum sem ræða skyldi. Það var svo ótal margt annað áhugaverð- ara, að mati Nunnu, sem þurfti að ræða og bijóta til mergjar. Á ótrú- legan hátt tókst henni að gefa okk- ur hinum vonina um að veikindi hennar væru aðeins tímabundin. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, faUegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HéTEL L0FTLE1B1R Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiö öll kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tílefni. Gjafavörur. m Við trúðum því alltaf að hún kæmi aftur til vinnu, á næstu eða þamæstu vakt. Við vinnufélagamir höfum saknað hennar sárt undan- fama mánuði og það verður erfitt að sætta sig við þá bláköldu stað- reynd, að hún komi ekki aftur til' vinnu með okkur. Minningamar ylja, en þær munu aldrei ná að fylla það skarð tómleikans, sem andlát hennar Nunnu skilur eftir í hugum okkar. Slgurður, Helgi, Jenný, Óli og aðrir aðstandendur. Við Ellý, Inga, Gesta, Dísa og Guðný, vottum ykk- ar okkar innilegustu samúð. Samstarfskonur á sölu- skrifstofu í Leifsstöð. Hún Guðnin frænka mín var ein- stök kona. Ég hef alla tíð litið upp til hennar, og hún verið mér ákveð- in fyrirmynd, líklega alveg frá því hún var í vist með mig fyrir 35 ámm, ég í græna útigallanum og hún með slæðu um höfuðið eins og helstu skvísur bæjarins á þeim tím- um. Ég minnist þess líka, einni kynslóð síðar, þegar ég var bama- pía hjá henni, og við fórum í marga útréttingarleiðangra, að við lugum því að við væmm systur, og ég held reyndar að við höfum verið jafnstoltar þegar fólk trúði því ogf taldi okkur líkar. í mínum huga hefur hún alltaf verið sérstaklega glæsileg og smekkleg kona. Nunna var alla tíð óumdeildur foringi okkar frændsystkinanna. í fyrstu réð því líklega aldurinn, en hún var elst okkar, en seinna per- sónutöfrar hennar. Það var alltaf jafnskemmtilegt að heimsækja hana. Heimili hennar var sérlega fallegt og andrúmsloftið óþvingað og létt. Þar var maður ávallt vel- kominn, enda Nunna mjög félags- lynd og vildi hafa fólk í kringum sig. í seinni tíð höfum við frænd- systkinin lagt okkur fram við að hittast reglulega, ýmist borðað saman eða farið í ferðalög. Þessar stundir eru í dag ó'metanlegar og verða í framtíðinni enn dýrmætari og það er ekki síst fyrir það hvað Nunna hafði mikið fram að færa á þessum samkomum. Heimskonan Nunna hafði búið erlendis og ferðast víða, en varla ERFIDRYKKJUR sími 62020C 1 t _ | Krossar I I áleiði I viSprlit og máloSjr. ~ Mismunandi mynslur, vönduð vinna. Simi 91-35929 og 35735 i P E R L A N sofið í tjaldi né vissi tæpast hvar Hekla var þangað til fyrir þremur árum, er hún réðst í það að ferðast með okkur um landið og njóta úti- verunnar. Það er notalegt til þess að hugsa, að nú held ég að þessar ferðir hafi verið henni einkar kær- ar. Hún, foringinn, sat með derhúf- una sína í framsætinu umkringd landakortum og ferðabókum, með spurningarnar á færibandi, þyrsti í að vita helst allt um landið sitt. Hún minntist þessara ferðalaga síð- ustu vikurnar og skipulagði ný á sína uppáhaldsstaði sem fara átti seinna í sumar. Þá ber að minnast „frænkuferð- anna“, sem við stelpurnar fórum í til Bandaríkjanna þijú undanfarin haust. Ógleymanlegar ferðir þar sem Nunna fór á kostum og eru óendanleg uppspretta tilefna til að hlæja. Ef ég reyni að skilja hvað það var sem gerðj hana svona sérstaka, kemur fyrst upp í hugann hvað hún var skemmtileg. Þar skal fyrst talið einstakt lag hennar á því að gera grín að sjálfri sér og segja allavega hrakfallasögur. Sögur sínar spann hún vel og lengi og færðist í auk- ana í sama hlutfalli og við hlógum að henni. Hún talaði eiginlega sér- stakt tungumál því hún var svo lagin við að gefa öllum hlutum, og persónum, ný nöfn. Alla vega máls- hættir og athugasemdir fengu nýj- an búning. Nunna var líka sérlega opin manneskja, hæfileiki sem skil- aði sér beint í frásagnir hennar og gaf þeim líf. Þessi kímnigáfa og einlægni entist henni allt fram til þess allra síðasta og gerði okkur sem elskuðum hana heimsóknirnar á sjúkrahúsið léttari. Ég er líklega ekki ein um að finnast Nunna sérstök, því engan þekki ég sem á jafnmarga vini og hún átti. Hún bókstaflega sogaði fólk að sér. Hún átti svo auðvelt með að tala við alla, var svo opin og eðlileg, kostir sem margir kunna að meta, en kannski færri hafa. Nokkuð sem henni tókst þó að laða fram í fólki í návist hennar. Jú, svo var hún jú líka svo skemmtileg. Það má eiginlega segja að það hafi ver- ið stöðugur gestagangur hjá henni, síminn stoppaði varla, og komust færri að en vildu. Eftir viðureignina við sjúkdóm- inn stendur Nunna uppúr sem sönn hetja. Hún var ótrúlega hugrökk og fyrir það er ég stolt af henni. Það var erfitt að horfa upp á óvin- inn ná yfirtökunum á þessari glæsi- legu konu. En eftir að hafa kvatt hana í dag og meðtekið huggunar- orð prestsins um að minnast hinna góðu stunda, ganga til móts við sumarið og hlakka til endurfundar- ins, verður viðskilnaðurinn ásætt- anlegri. Guðrún Einarsdóttir. Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf. Hlátur við hlátri skyli höldar taka en lausung við lygi. Veistu, ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Hávamál) Siggj minn, Helgi, Jenný, Óli, Daddi og sólargeislinn Þórunn Helga, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hulda. Þessa dagana er fósturjörðin að skrýðast sumarskrúða, en þó fer ekki hjá því að andblær haustsins grípi um sig þegar náinn vinur og samstarfsfélagi er kvaddur. Við samstarfsfélagar Guðrúnar S. Helgadóttur kynntumst henni fyrst fyrir u.þ.b. 30 árum þegar hún hóf störf í farþegaafgreiðslu Loft- leiða á Keflavíkurflugvelli. Eftir fáein ár skildu leiðir þegar Nunna, eins og hún var köíluð, flutti af landi brott. Eftir nokkurra ára bú- setu á Bermuda með fjölskyldu sinni sneri hún heim. Þessi dvöl hennar á erlendri grund gerði það áreiðan- lega að verkum að sannari íslending var trauðla að fínna. Hún taldi að íslendingar væru forréttindafólk, því á engum stað öðrum væri eins gott að búa. Þau ár sem hún dvald- ist erlendis fylgdist hún grannt með þjóðmálunum hér heima, betur en flestir þeir sem aldrei hafa hleypt heimdraganum. Þá var íslensk tunga henni einkar hugleikin, hún talaði hana betur en margur og hafði næmt auga fyrir því sem bet- ur mátti fara í rituðu og töluðu máli. Nunna var afskaplega litríkur persónuleiki. Hún hafði sterkar skoðanir á hinum ýmsu málum og var sérlega skemmtileg og lífleg í allri umgengni. Fólk laðaðist að henni enda var hún vinamörg og trygglynd- Hvar sem hún birtist fór ekki framhjá neinum að þar fór glæsileg heimskona. Eftir heimkomuna hóf Nunna störf að nýju á söluskrifstofu Flug- leiða í gömlu flugstöðinni á Kefla- víkurflugvelli og síðan í Leifsstöð. Hún vann þar til dauðadags. Hún naut vinsælda hjá samstarfsfólki og átti trygga viðskiptavini á sölu- skrifstofunni. Margir munu sakna vinar í stað. Samhliða erfiðum læknismeðferðum stundaði Nunna störf sín af einstakri samviskusemi og kostgæfni og fyrir það skal henni þakkað. Það hefur verið lærdóms- ríkt fyrir okkur samstarfsfólk henn- ar að fylgjast með þeirri erfiðu baráttu sem hún háði. Það var að- dáunarvert hvernig hún tókst á við véikindi sín. Við í stöðvarstjóm Flugleiða hf. í Keflavík þökkum henni samfylgd- ina og teljum það forréttindi að hafa fengið að starfa með henni. Innilegar samúðarkveðjur fá Sig- urður, börn hennar Helgi Þór, Jenný og Erik Olav, Halldór svo og aðrir nánir ættingjar. Guð blessi minningu Guðrúnar S. Helgadóttur. Gunnar Olsen, Edda Björk Bogadóttir, Kolbeinn Jóhannesson, Trausti Tómasson. Vinátta okkar Nunnu hófst á Bermúdaeyjum. Báðar vorum við Keflavíkurdætur en nokkurra ára aldursmunur er hafsjór aðskilnaðar á unglingsárum. Ég lenti ung í ferðalögum og þegar Nunnu og Walter, ásamt Helga og Jennýju, bar að garði hafði ég búið á Bermúda í 16 ár. Nunna kom eins pg kölluð. Einmitt þá var enginn íslendingur búsettur á eyjunum nema ég og Nunna kom færandi hendi. Ekki aðeins vegna þess hversu návist hennar var heillandi og málfar hennar auðgandi í mínu móðurmálssnauða lífí, heldur einnig vegna þess að hún var með veislu í farangrinum. Hún hafði tekið að sér að flytja í búslóð sinni ómetan- lega gjöf frá föður mínum, ritsafn Halldórs Laxness. Þetta tvennt, þau forréttindi að fá málfarslegar leið- réttingar frá Nunnu og sökkva sér niður í rit .meistarans, gerði mér kleift að halda móðurmálinu nokk- urn veginn ómenguðu. En veislan var ekki aðeins í far- angrinum. í minningunni er eins og alltaf hafi verið veisla hjá Nunnu. Á heimili þeirra Walters á eyjunni St. David’s, austarlega í eyjaklasan- um, var alltaf opið hús. Otrúlegur fjöldi íslendinga sótti þau heim. Ég hef aldrei kynnst einstaklingi sem átti eins marga vini og Nunna. Ekki aðeins vini að heiman, því aðdráttarafl hennar var svo magnað að fyrr en varði_ var hún umkringd eyjarskeggjum, aðfluttum og ná- grönnum. Allir sóttust eftir návist hennar og hún naut þess að vera til, að vera manneskja. Á seinni hluta áttunda áratugar- ins varð ógurleg bylting og mörg hjónabönd brustu, þar á meðal hjónabönd okkar beggja. Nunna giftist Eric og þau eignuðust yndis- legan son, Erik Olaf. Með þessu hjónabandi fékk 1 athafnagleði Nunnu útrás og þau Eric ráku vin- sælustu tískubúðina í Hamilton með miklum glæsibrag. Uppgangur þess fyrirtækis var ekki síst Nunnu að þakka vegna meðfæddrar smekkvísi í öllum hlutum. Allt hennar um- hverfí, klæðaburður og framkoma bar þess vott að hér var glæsimenni á ferðinni. Ekkert í fari Nunnu var sýndarmennska, þetta var henni eðlilegt. Þar við bættist gestrisni, hjálpsemi og sönn vinátta sem var alltaf til staðar á heimili þeirra Erics. Á þessum árum var Ingrid dóttir mín sem eldri systir Jennýjar og er enn, því þær áttu heima hvor hjá annarri í Villa Finale, heimili Nunnu og Erics, og Saga Heights, hjá mér á þessu tímabili. En það voru ekki örlög Nunnu að ílengjast á Bermúdaeyjum og leiðir þeirra Erics skildu árið 1986 og þá flutti Nunna aftur heim til Keflavíkur. Síðla árs 1987 var ég sjálf komin heim frá Bermúda og þá sá ég að Nunna var komin heim fyrir fullt og allt. Síðan hefur heimili hennar og Sigurðar á Austurgötu 10 verið miðstöð allra þeirra sem elska Nunnu. Örlögin skópu að Sigurður og Nunna myndu finna hvort annað og með honum öðlaðist Nunna ham- ingju og frið eftir langt ferðalag. Hamingja Nunnu var orðin svo stór þegar Jenný og Jói eignuðust Þór- unni Helgu að allt var fullkomnað. Bjartsýni hennar var óþijótandi og þrátt fyrir hörmungar sjúkdómsins hélt hún áfram að gefa okkur kraft. Slíkur persónuleiki hverfur ekki af sjónarsviðinu þótt jarðneskar leifar verði að dufti. Nunna lifír í okkur öllum sem nutum vináttu hennar. Jóna Margeirsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að kveðja góða vinkonu mína — konu sem ég virti mikils og dáðist óend- anlega að. Það er svo erfitt að koma oðrum að því sem leitar á hugann á þessari stundu þannig að það hljómi rétt. Söknuður, sorg, van- máttur og reiði eru aðeins nokkur orð til lýsingar. í hvert skipti sem við Nunna hitt- umst voru „málin“ rædd til þrautar og við hættum ekki fyrr en allur skalinn var tæmdur, oftast mörgum klukkutímum síðar. Við áttum margar frábærar samræður og áköf skoðanaskipti sem ég mun alltaf geyma með mér og minnast. Nunna var einstök manneskja sem sannar- lega voru foréttindi að fá að kynn- ast. Missir allra þeirra sem hana þekktu er mikill. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Ragnheiður E. Árnadóttir. Þessa dagana er fóstuijörðin að skrýðast sumarskrúða, en þó fer ekki hjá því að andblær haustsins grípi um sig þegar náinn vinur og samstarfsfélagi er kvaddur. Við samstarfsféiagar Guðrúnar S. Helgadóttur kynntumst henni fyrst fyrir u.þ.b. 30 árum þegar hún hóf störf í farþegaafgreiðslu Loft- leiða á Keflavíkurflugvelli. Eftir fá- ein ár skildu leiðir þegar Nunna, eins og hún var kölluð, flutti af landi brott. Eftir nokkurra ára búsetu á Bermuda með fjölskyldu sinni sneri hún heim. Þessi dvöl hennar á er- lendri grund gerði það áreiðanlega að verkum að sannari íslending var trauðla að finna. Hún taldi að ís- lendingar væru forréttindafólk, því á engum stað öðrum væri eins gott að búa. Þau ár sem hún dvaldist erlendis fylgdist hún grannt með þjóðmálunum hér heima, betur en flestir þeir sem aldrei hafa hleypt heimdraganum. Þá var íslensk tunga henni einkar hugleikin, hún talaði hana betur en margur og hafði næmt auga fyrir því sem bet- ur mátti fara í rituðu og töluðu máli. Nunna var afskaplega litríkur persónuleiki. Hún hafði sterkar skoðanir á hinum ýmsu málum og var sérlega skemmtileg og lífleg í allri umgengni. Fólk laðaðist að henni enda var hún vinamörg og trygglynd. Hvar sem hún birtist fór ekki framhjá neinum að þar fór glæsileg heimskona. Eftir heimkomuna hóf Nunna störf að' nýju á söluskrifstofu Flug- leiða í gömlu flugstöðinni á Kefla- víkurflugvelli og síðan í Leifsstöð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.