Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ __________________________FRÉTTiR__________ Einar Sveinsson formaður Verslunarráðs íslands Verðhækkun á grænmeti ekki í anda GATT-samnings FORMAÐUR Sambands grænmetisframleiðenda og formaður Verslunarráðs íslands telja það ekki í anda GATT-samkomulagsins að verð- hækkanir verði á innfluttu grænmeti. Kjartan Ólafsson formaður Sambands grænmetisfram- leiðenda segir það ástæðulausan ótta að græn- metisverð muni hækka verulega hérlendis. Einar Sveinsson formaður Verslunarráðs ís- lands segir að miklar væntingar séu bundnar við GATT- samninginn og því mikilvægt að vel takist til um framkvæmdina, ekki síst í upp- hafí, þar sem samningurinn bjóði upp á tæki- færi til aukins fijálsræðis. „Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi var það grundvallaratriði að vöruverð myndi alls ekki hækka og ákveðinn lágmarksaðgangur yrði á lægra verði. Þannig var málið kynnt og samþykkt. Þegar nú er komið að efndum samn- ingsins og niðurstaða sýnist verða í þveröfuga átt tel ég að það verði lagfært hið bráðasta af stjórnvöldum," sagði Einar. Einar sagði það mikilvægt að almenningur tapaði ekki tiltrú á að aukið fijálsræði lækki vöruverð. „Eg held að það sé mjög mikilvægt að stjórnvöld gæti þess að andi samningsins náist í gegn. Ef samningurinn verður til þess að verð hækki verður gerð krafa til þess að reglunum verði breytt,“ sagði Einar. Meiri framleiðsluaukning en neysluaukning Kjartan Ólafsson formaður Sambands græn- metisframleiðenda kveðst telja að það sé hvorki tilgangur lagasetningarinnar né vilji stjórnvalda eða hagsmunasamtaka að verð á grænmeti hækki, það sé ekki andinn í GATT-samkomulag- inu. Kjartan segir að framleiðsluaukningin hér- lendis hafí orðið enn meiri en neysluaukningin frá viðmiðunarárum tollkvótanna, þ.e.a.s. 1988. Þetta skýrist af því að framleiðslutækni í land- inu hafi fleygt mjög fram, garðyrkjubændur noti t.a.m. rafljós til þess að framleiða vöruna yfir mun lengri tíma árs en gert var viðmiðunar- árin og útiræktaðar tegundir skili sér inn á markaðinn allt fram í febrúar eða mars. Kjartan bendir ennfremur á að landbúnaðar- ráðherra sé heimilt að leyfa innflutning á lægri tollum ef þörf er fyrir það. „Það er því ástæðu- laus ótti að grænmetisverð muni hækka verulega hérlendis," sagði Kjartan. Islenskur hundur þótti fallegastur ÍSLENSKI fjárhundurinn Tanga- Sómi var valinn besti hundur sýning- ar Hundaræktarfélags íslands, sem haldin var í reiðskemmu Sörla í Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag. AUs tóku þátt um 120 hundar af 31 hundakyni. í fréttatilkynningu frá Hundaræktarfélagi íslands segir að sigurvegari sýningarinnar, Tanga-Sómi, hafi áður verið sigur- sæll á sýningum félagsins og hlotið afar góðar umsagnir dómara. Meðal annars hafi hann hlotið nafnbótina íslenskur meistari á síðasta ári. í öðru sæti varð springer spaniel- hundurinn Larbreck Challanger. í þriðja sæti varð papillon-hundurinn Blackpark Just Gordons og í fjórða sæti írski setter-hundurinn Eðal- Tjekov. Besti hvolpur sýningarinnar var einnig íslenskur fjárhundur, að nafni Lukku-Kátur. í öðru sæti varð springer spaniel-hvolpurinn Arkar- Askur. FIugu-Björk Guðmundsdóttir varð í þriðja sæti, en hún er gordon setter-tík. I fjórða sæti varð silki terrier-hvolpurinn Silfurskugga- Monsa. Þetta var önnur sýning Hunda- ræktarfélagsins á þessu ári. Næsta sýning verður haldin á Akureyri 25. júní næstkomandi og í haust verður einnig sýning í Digranesi í Kópa- vogi. Dómari á þessari sýningu var Carl-Johan Adlercreutz frá Svíþjóð. Mocgunbtaðið/BT TANGA-Sómi, besti hundur sýningarinnar, ásamt eig- anda sínum, Snorra Dal Sveinssyni, og dómaranum Carl-Johan Adlercreutz. Sláttur hafinn í Melasveit SLÁTTUR hófst á bænum Belgs- holti í Melasveit að kvöldi 17. júní og er þetta með fyrstu bæjum á land- inu til að heíja slátt. „Það var komið þokkalegt gras til að byija og við munum halda áfram að slá ef tíðin verður góð“ sagði Haraldur Magnússon bóndi í Belgs- holti. „Það er spáð rigningu hér á fimmtudag og við ákváðum að reyna að ná einhveiju heyi áður. Þetta lítur ágætlega út ef ekki leggst í rigning- ar hérna suðvestanlands. Við höfum yfirleitt byijað sláttinn um þetta leyti, frá 17. til 22. júní, en það er breytilegt eftir árferði. Grasið spratt fyrr en ég átti von á. Það var kalt framan af og klaki yfir öllu, svo ég bar svolítið meira á túnin en vana- Iega. Siðan hlýnaði í byijun júní og þegar vætan kom rauk grasið upp.“ Það munar um vorbeitina „Það verður komið mikið gras hér á öll tún fyrir mánaðamótin, svo ég má ekki við löngum óþurrkakafla. Það er ekkert fé hérna hjá okkur, þannig að það er ekki um neina vor- beit að ræða. Það munar líka um minna, því þegar það er kalt þarf féð að vera lengur á túnunum og þá verða þau seinna tilbúin til sláttar. Það er því mikill munur milli fjárbúa og kúabúa þegar illa vorar og seint sprettur. En slátturinn verður kom- inn á fullt á flestum bæjum hér fyr- ir mánaðamót, a.m.k. ef vel viðrar." Nýja þyrlan kemur i lok vikunnar Arekstur í Hvalfirði TVEIR bílar skullu saman við norð- urenda brúarinnar yfir Botnsá í Hvalfirði um sjöleytið á sunnudags- kvöld. Þrennt var flutt á sjúkrahús- ið á Akranesi með sjúkrabifreiðum og tvennt fór á slysadeild Borgar- spítalans með lögreglu. Bílamir komu úr gagnstæðum áttum. Sá á norðurleið var nærri kominn yfir brúna þegar árekstur- inn varð en hinn náði ekki að stoppa áður en hann fór inn á brúna. f bílnum sem var á norðurleið var þrennt og var það allt flutt með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akra- nesi. Tvennt þurfti að vera til eftir- lits yfir nótt en einn fékk að fara að skoðun lokinni. Tvennt sem var í bílnum sem var á suðurleið var flutt með lögreglu á slysadeild Borgarspítalans. NÝJA Super Puma þyrla Landhelg- isgæslunnar var í gær afhent Gæsl- unni í Marignane í Frakklandi, en þyrlan, sem ríkisstjómin festi kaup á á síðasta ári, hefur hlotið nafnið LÍF. Páll Halldórsson, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, og Benóný Ásgrímsson, flugstjóri, munu fljúga þyrlunni frá Frakklandi til íslands og er áhöfnin væntanleg með þyrluna hingað til lands í vikulokin. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók við þyrl- unni fyrir hönd Gæslunnar, en þyrlan hefur undanfarið verið í eftirliti og endurnýjun hjá seljendum hennar. Getur flutt 20 farþega Þyrlan er knúin tveimur 1877 hest- afla Turbomeca Makila hreyflum, og er hún búin afísingarbúnaði og auka- eldsneytisgeymum, útbúnaði til að taka eldsneyti í hangflugi frá skipi. Þá er 'nún útbúin tvöföldu björgunar- spili, neyðarflotum, fjögurra rása sjálfstýringu með getu til að láta þyrluna hanga sjálfvirkt, ljóskastara, fullkomnum fjarskipta- og siglinga- tækjum til nætur og blindflugs, hita- myndsjá, öllum nauðsynlegum læknabúnaði og allt að níu sjúkrabör- um og fleiri tækjum. TF-LÍF getur flutt 20 farþega í sæti með þriggja manna áhöfn. Há- markshraði þyrlunnar er 150 sjómíl- ur á klukkustund, en hagkvæmasti hraðinn varðandi eldsneytissparnað er 138 sjómílur á klukkustund. Þyrl- an getur athafnað sig í 45 mínútur í 300 sjómílna radíus frá eldsneytis- stað og á hún þá 30 mínútna flugþol eftir við lendingu. Björk í annað sæti BREIÐSKÍFA Bjarkar Guð- mundsdóttur, Post, fór beint í annað sæti breska breiðskífu- listans sem kynntur var á sunnudag, en platan kom út á mánudag fyrir viku. Að sögn talsmanns útgáfu Bjarkar í Bretlandi, One Little Indian, seldust 120-130.000 eintök af plötunni í vikunni og samkvæmt miðvikuspá voru allgóðar líkur á að platan hreppti efsta sætið, en nýút- komin breiðskífa Michaels Jacksons kom í veg fyrir það. Fyrsta sólóskífa Bjarkar, Deb- ut, sem kom út fyrir tveimur árum, fór beint í þriðja sæti listans og samkvæmt heimild- um seldust af henni um 30- 40.000 eintök fyrstu vikuna. Séra Jón prestur í Hveragerði ÞORSTEINN Pálsson dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað séra Jón Ragnarsson sóknarprest í Hveragerðis- prestakalli til fjögurra ára. Gengið var frá skipunarbréfmu í gær og mun biskup afhenda séra Jóni það lögum sam- kvæmt. Kæra barst ráðuneytinu vegna þess að embættið var ekki auglýst og segir Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu að hún hafí ekki verið því til fyrirstöðu að sóknarprestur yrði skipaður með þessum hætti og verði afgreidd sér- staklega. Jóhann komst áfram JÓHANN Hjartarson komst í aðalkeppni atskákmóts At- vinnumannasambandsins PCA sem stendur yfir í New York. Jóhann hlaut sjö og hálfan vinning af ellefu mögulegum í undanrásunum og varð í þriðja til níunda sæti. Þar sem aðeins sjö gátu komist áfram voru tefldar hraðskákir til úr- slita og varð Jóhann þá í fimmta til sjötta sæti. Margeir Pétursson átti góða möguleika á að komast áfram, en tapaði í síðustu umferð og lenti því í 16.-22. sæti með sex og hálfan vinning. Fáni á leið- inni úr landi? ALLT bendir til þess að hæst dæmdi stóðhestur ársins, Fáni frá Hafsteinsstöðum, verði seldur úr landi innan tíðar. Eigendur hestsins, Skafti Steinbjörnsson og Hildur Classen, hafa hug á að senda hestinn á heimsmeistaramót íslenskra hesta sem haldið verður í Sviss í byijun ágúst. Aðilar erlendis hafa fest sér Fána en ekki hefur verið geng- ið að fullu frá kaupum. Sam- kvæmt lögum verður að bjóða forkaupsrétt á hestinum hér- lendis áður en hann fer utan. Skemmst er að minnast þess að á síðasta HM fór einn hátt dæmdur stóðhestur, Funi frá Skálá, utan án þess að forkaupsréttur væri nýttur. Er hann nú einn dýrasti og eftirsóttasti stóðhestur af ís- lensku kyni í Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.