Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fimm mánaða meiddist í árekstri FIMM mánaða gamalt barn, farþegi í bíl var flutt á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar síðdegis á sunnudag. Áreksturinn var með þeim hætti að fólksbíl var'ekið í veg fyrir Bens fólksflutningabíl og var að sögn varðstjóra lögregl- unnar mjög harður. Fernt var í stærri bílnum, hjón með tvö börn var ungbarnið flutt á sjúkrahús, en að sögn varð- stjóra var ekki talið að um al- varleg meiðsl væri að ræða. Ökumaður fólksbílsins sem var einn á ferð var fluttur á slysa- deild. Fólksbíllinn er talinn ónýtur. Féll af mótorhjóli ÖKUMAÐUR mótorhjóls sem féll af hjóli sínu síðdegis á sunnudag var fluttur á slysa- deild eftir fallið en að sögn varðstjóra lögreglunnar á Ak- ureyri ekki alvarlega slasaður. Maðurinn var keppandi í spymukeppni Bílaklúbbs Akur- eyrar sem fram fór á Tryggva- braut á sunnudag. A slysadeild eftir bílveltu BÍLL valt út af Ólafsfjarðar- vegi skammt norðan gatnamót- anna við Norðurlandsveg á laugardagskvöld. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni var fluttur á slysadeild en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg að sögn varðstjóra lögreglunn- ar á Akureyri. Hátíðarhöld flutt inn FLYTJA þurfti hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins á Akureyri inn í Iþróttaskemmu vegna kulda og hvassviðris. Að sögn lögreglu fóru hátíð- arhöldin vel fram en þátttaka í þeim var undir meðallagi vegna veðurs. Undir kvöld fór að læga og skipulögð dagskrá á Ráðhú- storgi gat því farið þar fram. Nokkur ölvun einkenndi að- faranótt þjóðhátíðardagsins að sögn lögreglu og fengu 6 manns að sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar. Þá voru 2 teknir fyrir meinta ölvun við akstur og 14 fyrir hraðaakstur. Þjóðhátíð í Mývatnssveit Mývatnssveit. Morgunblaðið. MÝVETNINGAR héldu þjóð- hátíð í Höfða 17. júní. Hófst hún kl. 14.00 með helgistund. Séra Örn Friðriksson próf- astur á Skútustöðum flutti ræðu Og fór með bæn og bless- unarorð. Auður Jónsdóttir las ávarp fjallkonunnar. Kári Þor- grímsson flutti þjóðhátíðar- ræðu. Þá var sungið og leikið á hljóðfæri. Síðast var farið í leiki og reynt að skemmta ekki síst yngstu kynslóðinni. Veðrið var þurrt en nokkuð hvasst. Þó kom það ekki að sök því hátíðin var haldin í skjól- góðu skógarijóðri og sólin sást af og til og hiti var 8-10 stig. Aðsókn var nokkuð góð. AKUREYRI Skuggi hf. flytur út lakkrís Danir fá 1 Vi tonn í hverri viku LAKKRÍSVERKSMIÐJAN Skuggi hf. á Akureyri sendi sinn fyrsta farm af lakkrís til Danmerk- ur í gær, en reiknað er með að fyrirtækið muni flytja þangað um eitt og hálft tonn á viku í sumar. Það er danska heildsölufyrirtækið Danya Candy sem mun sjá um dreifingu í Danmörku. „Þetta er á skoðunarstigi hjá okkur ennþá,“ segir Sveinn Sveinsson starfsmaður Skugga. „Við álítum þó að þetta muni svara kostnaði. Þetta danska fyrirtæki flytur líka inn lakkrís frá öðrum löndum Evrópu, til dæmis Spáni, á lægra verði. Gæði íslenska lakkr- ísins eru aftur á móti mun meiri, sem gerir þeim kleift að selja hann á hærra verði.“ Stofnað í september í fyrra Fyrirtækið Skuggi er tiltölulega nýtt af nálinni, en það var stofnað í september í fyrra. Hingað til hefur það framleitt um þrjú tonn á mánuði, þannig að veltan eykst mikið þegar útflutningur sem nemur fimm tonnum á mánuði bætist við. „Við erum barnungir ennþá og stoltir að vera komnir þetta langt, en ætlum miklu lengra,“ segir Sveinn að lokum. Utilistaverkið Sjófuglar afhjúpað UTILISTAVERKIÐ Sjófuglar eftir Sigurð Guðmundsson var afhjúpað við hátíðlega athöfn við Ráðhúsið á Dalvík fyrir skömmu. Þetta er fyrsta útilistaverkið sem sett er upp á Dalvík, en efnt var til samkeppni um gerð tveggja slíkra verka og er Sjó- fuglar annað þeirra. Hitt verkið verður sett upp næsta haust, einnig á Ráðhúslóðinni. Morgunblaðið/Hermína Minnisvarði um Jón Rögn- valdsson af- hjúpaður MINNISVARÐI um Jón Rögnvalds- son garðyrkjumann frá Fífilgerði var afhjúpaður í Lystigarðinum á Akureyri á sunnudag, 18. júní en þann dag hefði hann orðið 100 ára. Hann lést 10. ágúst árið 1972. Jón var kunnastur fyrir störf sín við Lystigarð Akureyrar sem hann veitti forstöðu um 16 ára skeið, en hann kom þar á fót miklu safni lif- andi plantna, íslenskra og erlendra. Jón lét af störfum við Lystigarð- inn árið 1970, en þá hafði grasa- garðurinn að geyma nær allar teg- undir íslensku flórunnar auk fjöl- margra erlendra jurta, svo að alls nam ijöldi tegunda í garðinum um tvö þúsund og fjögur hundruð teg- undum. Samfélagið vottaði hinum áhuga- Ljósmynd/Hrólfur Máni sama ræktunarmanni margvíslegan heiður, hann var heiðursfélagi í Garðyrkjufélagi íslands, Skógrækt- arfélagi Akureyrar og Skógræktar- félagi íslands og þá var honum í virðingarskyni fyrir söfnunarstörf sín veitt Fálkaorðan árið 1963. Morgunblaðið/Rúnar Þór JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, Einar Sveinn Ólafs- son, formaður hafnarstjórnar, Karl Harðarson, fulltrúi hjá Eim- skip, og Roger D. Knight, skipstjóri Oriana, um borð í skipinu. Oriana á Akureyri BRESKA skemmtiferðaskipið Ori- ana kom til Akureyrar á sunnudag, en þetta er fyrsta ferð þessa nýja skips til íslands og var Akureyri fyrsti viðkomustaður þess. Af því tilefni var efnt til móttöku um borð í skipinu þar sem Jakob Björnsson bæjarstjóri afhenti skip- stjóranum, Roger D. Knight, ljós- mynd Páls A. Pálssonar, ljósmynd- ara, af Akureyri. Skipstjórinn færði Akureyrarbæ og fulltrúum Eim- skips, umboðsaðila skipsins á ís- landi platta skipsins. 790 í áhöfn Oriana fór í sína fyrstu siglingu 7. apríl síðastliðinn, það er 69 þús- und brúttótonn að stærð og tekur 1950 farþega, en um borð í þessari ferð voru 1640 farþegar. í áhöfn skipsins eru um 790 manns. Oriana verður í Reykjavík í dag, þriðjudag. Stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri Tómlega hirt um menntun fólksins sem erfir landið L44 STÚDENTAR voru braut- skráðir frá Menntaskólanum á Ak- ureyri, þjóðhátíðardaginn 17. júní, en skólanum var þá slitið í 115. sinn. Valdimar Gunnarsson skóla- meistari sagði í ræðu sinni við skólaslitin það ekki launungarmál að síðasti vetur var afar erfiður skólum landsins og þeim sem þar starfa. Helst til lengi hafi það verið Ijótur blettur á íslensku samfélagi hve tómlega hafi verið hirt um skipulega menntun þess fólks sem á að erfa landið, það kristallaðist m.a. í lélegum starfs- og launakjör- um kennara. Hann gerði verkfali kennara að umtalsefni og sagði átök vetrarins snúast að verulegu leyti um íslenska menntastefnu, um það hveiju menn vilja kosta til að börnin okkar eigi , Morgunblaðið/Rúnar Þór JÓHANN Tómas Sigurðsson, dúx Menntaskólans á Akureyri, kveður Valdimar Gunnarsson skólameistara. svo góða menntunarkosti sem þau verðskulda. Sívaxandi samvinna við útlendar þjóðir og viðskipti við þær krefðust þess að íslendingar stæðu jafnfætis útlendingum í hvers konar menntun, þekkingu og færni til að fást við allt það, gamalt og nýtt, sem okkur mætir á vegferðinni. Þetta gætu skólarnir tryggt, en nauðsynlegt væri að búa vel að þeim, góð starfs- og launakjör kennara væru einn snarasti þáttur- inn í þeim aðbúnaði til að laða til skólanna hina bestu kennara og halda þeim þar. Fleiri nýnemar Afföll nemenda voru meiri nú í vetur en venja er og sagði skóla- meistari því ekki að leyna að kennslufallið vegna vinnudeilu kennara eigi þar talsverðan þátt. Fram kom í ræðu Valdimars að þegar hafa borist nær 250 umsókn- ir frá nýnemum um skólavist fyrir næsta vetur. Á liðnum vetri voru 158 fyrstu bekkingar við nám í skólanum, en nú þykir sýnt að ekki verði færri en 200 nemendur í fyrsta bekk næsta vetur. „Þá verð- ur þröngt á þingi í Menntaskólanum á Akureyri - en það er nú að líkum fyrir þreyttan að þola,“ sagði meist- ari og bætti við að hin langþráða bygging á Olgeirstúninu verði tekin í notkun haustið 1996 og muni margt breytast í kjölfarið. Þá gat skólameistari þess að enn væri ekki fullráðið í kennarastörf við skólann fyrir næsta vetur og enn væri áberandi að erfitt er að fá vel menntaða kennara til starfa í sumum kennslugreinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.